Morgunblaðið - 19.10.1990, Blaðsíða 29
’lðfía
:lJjbxur)j4
i'i 'iiMí'’
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA
18. október.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 118,00 85,00 113,53 14,380 1.632.619
Þorskur(ósL) 100,00 89,00 94,66 3,239 306.593
Ýsa 120,00 36,00 113,26 2,691 304.790
Ýsa (ósl.) 117,00 86,00 91,12 6,740 614.186
Skötuselur 100,00 100,00 100,00 0,006 550
Lýsa 69,00 69,00 69,00 0,107 7.383
Koli 70,00 70,00 70,00 0,017 1.190
Háfur 5,00 5,00 5,00 0,038 190
Smáýsa (ósl.) 68,00 68,00 68,00 0,295 20.060
Steinbítur(ósL) 79,00 79,00 79,00 0,504 39.817
Ufsi (ósl.) 39,00 39,00 39,00 0,048 1.872
Blanda sv. 50,00 50,00 50,00 0,014 700
Smáþorskur(ósL) 76,00 76,00 76,00 0,388 29.488
Lýsa (ósl.) 60,00 60,00 60,00 0,311 18.660
Langa (ósl.) 69,00 69,00 69,00 0,659 45.471
Ufsi 52,00 41,00 49,65 3,870 192.127
Hlýri 83,00 83,00 83,00 0,703 58.349
Smáþorskur 81,00 81,00 81,00 0,570 46.130
Steinbítur 81,00 79,00 79,13 0,356 28.172
Skata 83,00 80,00 82,06 0,054 4.431
Lúða 395,00 335,00 358,72 0,151 53.988
Langa 75,00 75,00 75,00 0,249 18.665
Keila (ósl.) 37,00 34,00 34,32 1,435 49.243
Keila 45,00 45,00 45,00 0,411 18.495
Karfi 50,50 50,50 50,50 5,581 281.843
Samtals 88,17 42,815 3.775.012
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(sL) 140,00 88,00 120,99 29,696 3.592.838
Þorskur(ósL) 104,00 99,00 103,30 2,021 208.760
Ýsa (sl.) 136,00 70,00 116,21 6,842 795.134
Ýsa (ósl.) 120,00 75,00 96,03 9,768 938.047
Karfi 51,00 50,00 50,65 1,951 98.813
Ufsi 50,00 20,00 48,88 6,717 328.297
Steinbítur 100,00 89,00 69,52 0,376 26.138
Langa 87,00 79,00 84,37 4,725 398.668
Lúða 400,00 305,00 353,16 0,515 181.875
Skarkoli 101,00 90,00 90,89 0,541 49.174
Keila 41,00 41,00 41,00 0,661 27.101
Skata 125,00 125,00 125,00 0,058 7.250
Skötuselur 220,00 220,00 220,00 0,015 3.300
Lýsa 71,00 64,00 64,98 2,319 150.678
Reykturfiskur 405,00 405,00 405,00 0,045 18.225
Saltfiskur 240,00 230,00 236,77 0,065 15.390
Gellur 345,00 345,00 345,00 0,071 24.495
Blandað 85,00 34,00 52,52 0,501 26.315
Undirmál 95,00 70,00 86,68 3,169 274.651
Samtals 102,28 70,055 7.165.149
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 152,00 80,00 92,88 49,694 4.615.368
Ýsa 131,00 32,00 109,66 29,126 3.194.944
Karfi 51,00 34,00 46,45 30,394 1,411,815
Ufsi 55,00 29,00 45,29 37,544 1.700.285
Steinbítur 84,00 79,00 80,82 0,630 50.918
Langa 64,00 60,00 63,09 2,227 140.470
Lúða 400,00 320,00 379,92 0,515 195.469
Keila 48,00 45,00 45,56 5,878 267.777
Háfur 5,00 5,00 5,00 0,090 450
Skata 180,00 96,00 111,25 0,110 12.237
Skötuselur 370,00 155,00 329,01 0,167 54.945
Lýsa 47,00 47,00 47,00 0,124 5.828
Kinnar 98,00 98,00 98,00 0,028 2.695
Gellur 310,00 310,00 310,00 0,004 1.085
Blandað 56,00 52,00 52,15 0,434 22.632
Koli 64,00 22,00 24,42 0,537 13.116
Blá- & langa 67,00 67,00 67,00 .. 0,486 32.562
Samtals 65,93 158,255 11.741.157
Selt var úr Sveini Jónssyni, Þór Péturssyni, trollbátum í Grindavík, Hörpu
GK og dagróðrabátum.
Olíuverð á Rotterdam-markaði, síðustu átta vikur,
22. ág. -17. okt., dollarar hvert tonn_______
GASOLÍA 425 400 375 326/
350 jf\ 324
325 ,
30tI
250
225 ’ 200 175 150 -H—I—I—I—t 24.Á 31. 7. S 14. 21 —f—i—i—i— . 28. 5.0 12.
jtlOVflUllUllL u
WúkVWNU,
KEMUR ÚT Á MIÐVIKUDÖGUM
Auglýsingapantanir teknar til kl. 16.00 á mánudögum
Starfsmenn Verkstæðisins V.
Verkstæðið V flytur
VERKSTÆÐIÐ V er flutt í Ing-
ólfsstræti 8 og opnar þar föstu-
daginn 19. október.
A verkstæðinu vinna 6 konur,
þær Elísabet Þorsteinsdóttir, Erna
Guðmarsdóttir, Guðrún J. Kolbeins,
Herdís Tómasdóttir, Jóna S. Jóns-
dóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir.
Þar eru unnin textílverk ýmis-
konar, ofin, þrykkt og máluð, t.d.
myndverk, sjöl, púðar, silkislæður,
dreglar og fleira.
Verkstæðið tekur að sér að vinna
verk inn í ákveðið íými og tengja
textíl og arkitektúr.
Verkstæðið verður opið alla virka
daga frá kl. 13.00-18.00 og á laug-
ardögum frá kl. 10.00-16.00.
Kynning á íslenskum
peysum í Kringlunni
RAMMAGERÐIN ásamt íslensk-
um framleiðendum gengst fyrir
kynningu á íslenskum peysum í
Kringlunni, sem lýkur á morgun,
laugardag. A kynningunni gefst
almenningi tækifæri til að prófa
vörurnar og skoða á tískusýning-
um, sem verða í dag kl. 17 og á
morgun kl. 14.
í fréttatilkynningu frá Ramma-
gerðinni segir að mikil breyting
hafi undanfarið orðið á framleiðslu
á peysum hjá íslenskum framleið-
endum. Fyrir nokkrum árum hafí
nær eingöngu verið boðið upp á
peysur í náttúrulitum, en með auk-
inni samkeppni á erlendum mörkuð-
um, betri hönnun og auknum kröf-
um í tískuheiminum hafi úrval auk-
ist mikið og meiri áhersla verið lögð
á framboð í þeim litum sem glæsi-
legastir þykja hveiju sinni. A sýn-
ingum erlendra tískufrömuða nú f
haust og á kaupstefnum hafi verið
boðið upp á meira úrval en áður
af litríkum mynstruðum peysum í
grófri áferð bæði úr ull, bómull og
öðrum efnum, og hafi íslénsku peys-
urnar vakið mikla athygli, enda sé
verðið á þeim mun hagstæðara en
á erlendum peysum.
Atriði úr myndinni Svarti engillinn.
Bíóhöllin sýnir mynd-
ina „Svarti engillinn“
BÍÓHÖLLIN hefur tekið til sýn-
inga myndina „Svarti engillinn“.
Með aðalhlutverk fara Dolph
Lundgren, Frian Beneen og Betsy
Brantley. Leikstjóri myndarinnar
er Craig R. Baxley.
Lögreglan stendur ráðþrota þegar
þrír menn finnast myrtir með
óvenjulegum hætti. Það er ljóst að
eggjárni hefur verið beitt en það
sést einnig að eggin hefur verið svo
hárfín að slíks eru engin dæmi. Það
er Caine rannsóknarlögreglumaður
sem hefur rannsókn málsins með
höndum. Hann hefur nýlega orðið
fyrir því áfalli að félagi hans hefur
verið myrtur við starf. Caine er sann-
færður um að þar séu hvítu piltarn-
ir að verki en þeir eru hópur ungra
manna í góðum efnum eða með góð-
ar tekjur sem finnst spennandi að
leggja stund á glæpi. Það kemur
strax í ljós að Cain hefur gerólíka
afstöðu til yfirboðara sinna og verk-
efnis þeirra að óhjákvæmilegt er að
til árekstra komi.
Sýnirí
Nýhöfn
SIGURBJÖRN Jónsson opnar
málverkasýningu í Listasalnum
Nýhöfn, Hafnarstræti 18,laugar-
daginn 20. október kl. 14.00-
16.00.
Á sýningunni eru málverk unnin
með olíu á striga á síðastliðnum
tveimur árum.
Sigurbjörn fæddist árið 1958 á
Akureyri. Hann lauk námi frá
grafíkdeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands árið 1982. Hann
stundaði framhaldsnám við Parsons
School of Design í New York 1983-
1985 og síðan eitt ár við New York
Studio School. Sigurbjörn var með
vinnustofu í New York þar til hann
flutti heim fyrir tveimur árum.
Þetta er fyrsta einkasýning Sig-
urbjörns á íslandi.
Sýningin, sem er sölusýning, er
opin virka daga frá kl. 10.00-18.00
og frá 14.00-18.00 um helgar. Lok-
að er á mánudögum. Henni lýkur
7. nóvember.
Eitt verka Sigurbjörns.
■ ROKKTÓNLEIKAR verða
haldnir laugardaginn 20. október í
Kjallara keisarans. Þar munu
koma fram hljómsveitimar Boney-
ard og Edrú ásamt fleirum og *
frumflytja nýtt efni. Þess á milli
mun Lolla skífutryllir kynna það
bitastæðasta í rokkheimunum en
hún er rokkaðdáendum að góðu
kunn eftir þáttaröð sína sl. súmar
á rás tvö.
(Fréttatilkynning)
Háskólabíó
sýnir mynd-
ina „Sumar
hvítra rósa“
HÁSKÓLABÍO hefur tekið til
sýninga myndina „Sumar hvítra
rósa“. Með aðalhlutverk fara
Tom Conti, Susan George og Rod
Steiger.
Myndin gerist á síðasta ári
heimsstyijaldarinnar síðari við fljót
nokkurt í Júgóslavíu. Andrija (Tom
Conti) er baðvörður en hefur engum
bjargað og er hræddur við að missa
vinnuna af þeim sökum. Þjóðveijar
eru í grenndinni og eiga í höggi við
júgóslavneska skæruliða. Vinur
Andrija og nágranni er fiskimaður-
inn Martin (Rod Steiger) og þegar
hann biður Ándrija að skjóta skjóls-
húsi yfir vegalaus mæðgin færast
átök stríðsins skyndilega inn í líf
þessa einfalda og hrekklausa bað-
varðar.
Atriði úr myndiimi Sumar hvítra
rósa.