Morgunblaðið - 19.10.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 19.10.1990, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 Utandagskrárumræða um álmálið: Gæti þýtt trúnaðarbrest ef við settum hnefann í borðið sagði Jóhannes Geir Sigurgeirsson Utandagskrárumræðu þeirri sem var frestað aðfaranótt þriðjudags var aftur upp tekin á 5. fundi sameinaðs þings í gær. Fjöldi þingmanna tók til máls og stóðu umræður yfir í rúmar 4 klukkustundir. Jóhannes Geir Sigurgeirsson #"(FNe) hóf umræðuna að þessu sinni. Hann lýsti yfir stuðningi sínum við að reynt yrði að ná viðunandi sam- komulagi um byggingu álvers. En lét m.a. í ljós það álit að það væri ein sorgarsaga hvernig staðið hefði verið að staðarvali og rakti þá að fleiri ný störf hefðu myndast á suð- vesturhorni landsins en sagði: „Ef við landsbyggðarmenn ætl- um að fara að setja hnefann í borð- ið gæti það þýtt endanlegan trúnað- arbrest milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar." Hann vonaði að þessi málalok gætu orðið til þess að samstaða næðist um byggða- stefnu. Landsbyggðin léti sér ekki lengur nægja loðin svör. Kristinn Pétursson (S/Al) lýsti einnig vonbrigðum sínum um hvemig staðið hefði verið að stað- arvali. Sín niðurstaða væri sú að aldrei hefði verið marktækur munur á þeim stöðum sem til greina komu. í orðum hans komu m.a. fram von- brigði með byggðastefnu þá sem rekin hefur verið og sagði fram- í greinargerð með tillögunni seg- ir að æ erfiðara hafi orðið að manna ýmis læknishéruð í dreifbýlinu á undanförnum árum, og eru nefndir staðir eins og Þingeyri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Vopnafjörður, Fáskrúðs- fjörður og Djúpivogur. En sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu eigi allir þegnar landsins ský- lausan rétt til þess að njóta bestu mögulegu læknisþjónustu sem sóknarmenn hafa glatað tækifæri til að sýna byggðastefnu í verki. „Dúsa“ Hjörleifur Guttormsson gerði í nokkru máli grein fyrir sínum skoð- unum á álmálinu. Hann kom inn á fjölmarga þætti málsins og taldi þeim flestum nokkuð foráttu. M.a. spurði hann hvort menn ætluðu að kaupa landsbyggð með smávegis „dúsu“ í hvert kjördæmi. Um um- hverfismálin hafði hann m.a. þau orð að sér virtist umhverfisráð- herrann ekki geta fótað sig í þessu máli. Hjörleifur gagnrýndi iðnaðar- ráðherra sérstaklega en einnig beindi hann skeytum sínum að sjálf- stæðismönnum og sagði afstöðu þeirra ekki skýra. Níels Árni Lund (F/Rn) taidi til- ganginn með því að fara fram á þessa utandagskrárumræðu vera þann að etja ríkisstjórnarflokkunum saman. Um staðarvalið hafði hann orð í þá veru að hann sæi ekki betur en full þörf væri á atvinnu- tækifærum á Suðurnesjum. Hann spurði einnig eftir afstöðu stjómar- andstöðunnar. Guðmundur G. Þórarinsson (F/Rv) ræddi m.a. nokkuð ummæli Friðriks Sophussonar (S/Rv) í Morgunblaðinu 17. þ.m. og sagðist vona að sjálfstæðismenn tækju málefnalega afstöðu til málsins. hægt sé að veita hveiju sinni. Bent er á þær lausnir á vandan- um að hækka laun lækna í áður- nefndum héruðum, sameina læknis- héruð .og fjölga læknum á heilsu- gæslustöðum. Ljós sé þó að launa- hækkun verði að koma til, og sé eðlilegt að miða við laun aðstoðar- lækna sem gegna vaktastörfum á sjúkrahúsum. Guðmundur rakti einnig í nokkru máli valkosti um rekstarform og möguleika á fjármagnsmarkaði. Ellert Eiríksson (S/Rn) rakti mis- munandi skoðanir á álmálinu og sagði augljóst að ef ætti að reisa álver ætti að gera það á hagkvæm- asta stað ogþað væri á Keilisnesi. „Skýr niðurstaða" Jón Sigurðsson gerði þingheimi grein fyrir nokkrum þáttum máls- ins. í ræðu hans kom ótvírætt fram að hann teldi þætti málsins í góðum gangi og „borð fyrir báru“. T.a.m. væru mengunarvarnir allt aðrar en þegar ÍSAL tók til starfa. Um stað- arvalið sagði hann að Atlantsálsað- ilarnir hefðu talið Keilisnes fýsileg- asta kostinn af íslands hálfu og hefðu ýmsar aðrar leiðir verið rædd- ar en niðurstaðan var skýr, fulltrú- ar fyrirtækjanna treystu sér ekki til að mæla með öðrum stað vegna þess að áhættuþættir sem ekki væri unnt að verðleggja væru minnstir á Keilisnesi. Iðnaðarráð- herra vék að því að rétta hlut lands- byggðar og taldi til ýmis úrræði, m.a. lagt væri til að :'A af veltu- skatti nýs álvers yrði varið til at- vinnuuppbyggingar á landsbyggð- inni. Leggja þyrfti fé í að athuga nýja iðnaðarkosti sem betur hent- uðu utan Suðvesturlands. Gerð verði áætlun um jöfnun raforku- verðs. Jón Sigurðsson vék að orku- málum og hlutdeild Landsvirkjunar. Um raforkuverðið vildi hann ekki hafa mörg orð en vakti athygli á því að þingmenn hefðu aðgang að gögnum um þau mál sem afhent hefðu verið þingflokksformönnum sem trúnaðarmál. Hann rakti fjár- hagslega rekstarþætti og taldi flest gefa tilefni til bjartsýni um góðan ábata. Guðrún J. Halldórsdóttir gerði nokkrar athugasemdir um mengun- armál. Júlíus Sólnes sagði áherslu lagða á að tryggja mengunarvarnir. Hann sagði að unnið væri að skýrslu í sínu ráðuneyti. Hann gangrýndi áherslur í umræðinni um mengun- ina frá álbræðslunni. Þótt varnir væru góðar réði hlutur starfsfólks ekki síður úrslitum. Hann sagði að flúormengun yrði hverfandi með notkun þurrhreinsibúnaðar. Júiíus vék að brennisteinsmengun og kom fram að virkjunin á Nesjavöllum losaði brennistein ótæpilega út í Þingsályktunartillaga: Læknisþj ónustu í dreif- býlinu verði fullnægt MATTHIAS Bjarnason alþingismaður hefur lagt fram þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórninni verði falið að ganga nú þegar svo frá hnútum að fullnægt sé læknisþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins. Gilsfjörður: Vegaframkvæmdir hefjist 1992 - segir í þingsályktunartillögu frá Matthíasi Bjarnasyni Þetta kort sýnir þær leiðir, sem taldar eru koma til greina við gerð vegar yfir Gilsfjörð. MATTHÍAS Bjarnason alþingis- maður hefur lagt fram þings- ályktunartillögu um að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um að framkvæmdir við vegar- og brúargerð yfir Gilsfjörð hefjist af fullum krafti vorið 1992. Gert verði ráð fyrir þessum fram- kvæmdum við endurskoðun vegaáætlunar á þessu þingi, og að þeim ljúki á þremur árum. í greinargerð með tillögunni seg- ir að íbúar í Austur-Barðastrandar- sýsluy hafi í mörg ár kvartað yfír lélegum vegi fyrir Gilsfjör og sýnt miklan áhuga á vegar- og brúar- gerð þar. Tvær leiðir hafi verið kannaðar, sú fyrri að byggja vég « og brú frá Kaldana í Króksfjarðar- nes, sem sé 8 kílómetra vegalengd og stytti leiðina um 16,9 kílómetra; eða frá Ólafsdal að Digramúla, sem sé 16,8 km. vegalengd og stytti vegalengdina um 8,1 kílómetra. Núverandi vegur fyrir Gilsfjörð er 24,9 kílómetrar. Segir Matthías í greinargerðinni að ekkert álitamál ‘sé að taka þurfí þá ákvörðun að stytta leiðina á milli Apstur-Barða- strandarsýslu og Dalasýslu sem mest, og vart komi annað til greina en að velja leið 1. Vitnað er í greinargerð frá yfir- verkfræðingi vegamálastjóra, þar sem kemur fram að kostnaður við leið 1 sé talinn nema 550 til 660 milljónum króna. Friðrik Sophusson og Jón Sigurðsson takast í hendur við ráðherra- skipti í iðnaðarráðueytinu 1988. loftið en þyrfti ekki starfsleyfi. Hann sagði allar leiðir í athugun til að draga úr brennisteinsdíoxíð- mengun. Hreinleiki skauta skipti miklu, og ekki væri ráðlegt að gera strax krofu um vothreinsbúnað og verða að slaka á kröfunum um skautin. Kristín Einarsdóttir (SK/Rv) deildi á umhverfismálaráðherrann og hlutust af nokkur orðaskipti um efnafræði brennisteins. Steingrímur J. Sigfússon (Ab/Nv) var ósammála samráðherra sínum og taldi að metnaðarfullur ráðherra þyrfti ekki að velja annaðhvort/eða varðandi vothreinsibúnað eða skaut. Tryggja framgang Friðrik Sophusson sagði athygl- isvert að utanbæjarþingmenn Framsóknar virtust hafa sætt sig við staðarvalið og ennfremur væri athyglisvert að fylgjast með hvern- ig forystumenn stjórnarliðsins drægju í land og forðuðust að minn- ast fyrri yfírlýsinga. Sumir hefðu þó ekki sætt sig við niðurstöðu málsins en hefðu ekki haft kjark til að lýsa því yfir. í máli Friðriks kom einnig fram að ríkisstjórnin hefði ekkert afgreitt, þrátt fyrir sífelldar yfirlýsingar iðnaðarráð- herra, að Sjálfstæðisflokkurinn hygðist ekki bjarga ríkisstjórninni, en ef ríkisstjórnin hrökklaðist frá hálfköruðu verki vegna innbyrðis ágreinings myndi Sjálfstæðisflokk- urinn mynda meirihluta á Alþingi til að tryggja framgang þess. Halldór Blöndal (S/Ne) gagn- rýndi málatilbúnað ríkisstjórnarinn- ar og taldi svör iðnaðarráðherra vera ófullnægjandi. Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra svaraði þessu nokkru og taldi ekki rétt vera. Þeg- ar umræðu lauk var klukkan langt gengin í sjö. Deilt um bráðabirgðalögin: Hvar er komið sið- ferði æðstu mamia? - spyr Olafur G. Einarsson DEILT var um bráðabirgðalög ríkissljórnarinnar á Alþingi í gær. Þingmenn kvennalista fóru fram á utandagskrárumræðu um lögin. Sameinað þing átti annasaman dag í gær. Fyrir hádegi svöruðu ráðherrar menntamála og iðnaðar- mála tveimur fyrirspurnum, um málefni íslensku óperunnar og um jöfnun orkukostnaðar. Að fyrir- spurnarfundi Ioknum var umræða um tillögu þingmanna Kvennalist- ans um átak gegn einelti. Umræðu um þingsályktunaratillögu um við- urkenningu Eystrasaltsríkjanna var frestað að ósk utanríkisráðherra. Utandagskrárúmræður urðu um framkvasmd flugáætlunar, álmálið óg bráðabirgðalög ríkisstjómarinn- ar frá 3. ágúst, oft kennd við BHMR: Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl) hóf umræðuna. Hún sagði m.a. að það hefðu verið alvarleg tíðindi þegar þessi bráðabirgðalög voru sett á og þau tíðindi snertu mjög lýðræðið í landinu. Hún harm- aði mjög að þingforseti skyldi ein- ungis leyfa 'A tíma umræðu. Guð- rún Helgadóttir benti á að lög þessi kæmu til þinglegrar meðferðar á næstu dögum og hlutust af nokkrar umræður um þingsköp. Danfríður tók aftur til við að ræða bráðabirgðalögin og sagði þar hafa verið beitt sérdeilis ólýðræðis- legum vinnubrögðum og spurði for- sætisráðherra nokkurra spuminga m.a. um meint brot á stjórnar- skránni og hvort ríkisstjórnin hygð- ist koma á fót stjórnarskrárdóm- stóli til að ákvarða um álitamál. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagðist hafa fengið spumingalistann í hendur rétt áður en hann gekk í sal og hann væri ósammála þeim fullyrðingum sem fælust í þeim og sagðist vera til svars þegar lögin yrðu til umræðu. Ólafur G. Einarsson tók til máls og sagði m.a. að setning þessara bráðabirgðalaga væri mikið Ólafur G. Einarsson hneyksli. Aðeins eitt jákvætt væri um þetta mál að segja. Nú væri ljóst að enginn gæti treyst þessari ríkisstjórn hvorki orðum hennar, gjörðum né undirskrifuðum samn- ingum. „Hvar er komið siðferði æðstu manna framkvæmdavaldsins sem taka í sínar hendur löggjafar- valdið til þess að afnema samn- ingsákvæði sem þeir sjálfir hafa skrifað undir?“ Hjörleifur Guttormsson (Ab/al) sagði sig hafa verið algjörlega andvígan þessari lagasetningu. Mat Hjörleifs var að tjónið af þessari lagasetningu væri mun meira en sá skammtímaávinningur sem ríkis- stjórnin teldi sig ná. Anna Ólafsdóttir Björnsson gerði að umtalsefni að nú væri aukin atgervisflótti frá ríkisstofnunum hafin og óróleiki meðal þeirra starfsmanna sem eftir sætu. Krist- inn Pétursson (S/Al) taldi þetta mál sýna þörfina á stjórnlagadóm- stól, ráðherrar þyrftu eins og aðrir að vinna undir aga. Danfríður Skarphéðinsdóttir (SK/Vl) lauk umræðunni og greindi m.a. frá því að Bandalag háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna hefði lengstum búið við ein- hvers konar lagasetningar og taldi það óvænlegt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.