Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 34

Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTOBER 1990 34_________________ Valur Arnþórsson bmikastjóri — Minning vottar öldnum föður, eiginkonu, bömum og ættliði djúpa sam- hryggð, veit ég að þau hafa misst mikið, og söknuðurinn er sár. Oft • er það svo að þeir sem missa mest, eru sterkastir og nálægð Guðs bregst ekki. Það finna þeir sem reyna. Sólin skín á gluggann minn til að minna á að heilög höndin, hnýt- ir aftur slitinn þráð. Og við hitt- umst aftur. Þjóðinni minni óska ég þess að *-»Mn megi eignast marga Vali líka, þá er ég viss um að mörg sú gáta sem við glímum nú við, verður ráð- in. Góður guð blessi góðan dreng og minningu hans. Árni Helgason Eitt sinn, endur fyrir löngu, var setið við eldhúsborðið heima, glaður hópur á góðri stund. Fyrstu vetrar- merkin sáust á rúðunum — og eftir að ég hafði fengið skýringuna á því hvað orðið slydda merkir, tjáði ég mig um að mér þætti vondur vetur- inn og veður oft með slyddu og spurði: „Viltu ekki,' Valur minn, '^’verða bróðir Hiddu?“ „Jú, það vií ég, elsku litla kerlingin mín,“ var svarið. Þetta var árið 1954. Níu ára stelpa, alin upp með þrem eldri systrum, varð svo lánsöm að eign- ast stóran bróður. Hann kom inn í lífið okkar allra sem sannur vinur og sem bróðir okkar stelpnanna; léttur og skemmtilegur, traustur og góður. Mamma og pabbi eignuðust nú elskulegan 18 ára son. -Ungi maðurinn, sem var unnusti ^systur minnar, hafði verið tíður gestur á heimilinu um nokkurn tíma, Eskfirðingur við nám í Reykjavík. Þau giftu sig ung og frá byrjun byggðu þau upp sitt einstaklega hlýja heimili, þar sem einhugur ríkir um að allir séu velkomnir og að öllum líði vel. Það var gefið — í orðsins fyllstu merkingu — hvort heldur varðaði innra eða ytra atlæti. Börnin þeirra fimm bera þess skýrast vitni, hve sjóðurinn var góður, sem þau eiga í að sækja. Eitthvað það dýrmætasta sem okk- ar jarðneska líf getur gefið er góð- ur hugur. Flestir eiga hann innra með sér. Margir geta tjáð hann. " "Sumir byrgja hann, oft heftir af ytri aðstæðum, en fáir geta bæði tjáð hug sinn og framfylgt í lífi sínu. Það gat Valur. Þetta er eiginleiki, sem Val var gefið, og sem hann gat miðlað af. Hann var mikill gæfumaður. Hann var mannvinur og hann var dýravinur. Hann unni landinu sínu, sérstöðu þess og fegurð. Hann naut þess að hafa tækifæri til að kynn- ast og njóta margbreytileika ann- arra landa og þjóða, — en hann var fyrst og fremst heilsteyptur maður. Otrúlega margir hafa notið þess, ef litið er á árin, allt of fáu. Þrátt fyrir annríki hafði hann alltaf tíma og vilja. Nú er árið 1990. ~3á tími er liðinn, sem þú og ég áttum þess kost að leita til hans um ráð, spjalla við hann, hvort væru dægurmál eða heimsfréttir, biðja hann að grípa í píanóið, koma með í veiði, gefa tóninn í vinahópi, dást að honum í málningargallan- um, biðja hann að svæfa lítinn strák, sjá um grillið, koma í báts- ferð, aðstoða við messugjörð, fljúga með afa austur. Vera með ef ein- hveijum leið illa, vera með ef ein- hver gladdist. Finna hans trausta handtak og opná faðm. Alltaf vildi ,og gat Valur verið með og gefið. — Ótrúleg orka. Nú, þegar svanafjölskyldan, hjón með fimm unga, var farin að vappa annað árið sitt upp á grasflötina við heimili Siggu og Vals til að þiggja vetrarfóðrun, — og þegar haustsólin í sínu sterkasta veldi náði að hrífa hugi okkar flestra sem gátum eygt hana, þurfti hann endi- lega að leggja frá sér málningar- pensilinn og skreppa í smá flug. Skjótt skipast veður í lofti. Ekk- ert hrím, engin slydda, sólríkasti og fegursti dagur um langan tíma, - en svona gerist þetta; óskaplega óvænt. Nottin eftir var kyrr og lygn, en undir morgun var komin siydda. Ég vil fyrir hönd mannsins míns og barnanna minna þakka okkar besta vini ómetanlega samveru. Hildigunnur Olafsdóttir „Hví vill Drottinn þola það, landið svipta svo og reyna, svipta það einmitt þessum eina er svo margra stóð í stað?“ (Jónas Hallgrímsson) Þegar þjóð finnur til við fráfali eins manns, þá skynjar hún svip- stundis að hún er ein, einna og sömu örlaga. Slík augnablik, þótt þau kvikni í andrá harmafregnar, líkt og vitund okkar og verund sé lostin heljar- höggi vekja þjóðina til vitundar um verðmæti þess að eiga afburða- menn. Þannig maður var Valur Arn- þórsson. í raun geta ummæli í minningu Vals aðeins orðið endurtekning á þessum sannindum, slík var persóna þessa öðlings. Mannkostir -hans voru þeirrar ættar að sæmdu þjóð- höfðingja. Því er fráfall hans áfall þjóðarinnar. Valur Arnþórsson var margræð- ur maður. Hann hafði allt í senn háleitar hugsjónir, sterka athafna- þrá, mikla forystuhæfileika og ríka ást til menningar og lista. I raun var Val Arnþórssyni ekkert mann- legt óviðkomandi. hann var húman- isti, mannvinur, af Guðs náð. Er ég lít um öxl og renni í hugan- um yfir kynni okkar Vals og sam- skipti þá minnist ég samvinnu- mannsins Vals Arnþórssonar, for- ingja í íslenskri samvinnusögu, fé- lagslegs leiðtoga samvinnumann- anna á síðasta áratug. Ég minnist kaupfélagsstjórans og héraðshöfðingjans Vals Arn- þórssonar og óbifandi trúar hans á mikilvægi samvinnurekstrar í íslensku þjóðfélagi, baráttu hans fyrir hag eyfirskra byggða og vexti og viðgangi Akureyrar. Ég minnist Vals Arnþórssonar stjórnarformanns Sambands ísl. samvinnufélaga sem gekk óhikað mót nýjum tíma, leiftrandi af áhuga á auknum landvinningum sam- vinnuhreyfingarinnar í atvinnu- og félagsmálum, laus við vanmeta- kennd þeirra sem hafa þorskflakið að mælistiku og asklokið fyrir him- in. Ég minnist Vals Arnþórssonar sem íslensks Demósþenes, ræðu- snillings og framúrskarandi fundar- stjórnanda sem engan átti sinn líka, slík var návist hans úr ræðustól. Ég minnist einlægni hans og heiðar- leika, drengskapar hans og vináttu, einstaklings sem þrátt fyrir ágjöf úr ýmsum áttum stóð sem klettur í síðasta streng sinnar samtíðar. Að kveðja Val Arnþórsson er ægisárt. Eftir stendur minning um göfugmenni sem markaði merk spor í samtíð sína og hafði djúp áhrif á alla sína samferðamenn. Sú minn- ing er eilíf og fögur. Eftir fráfall hans verður fátæklegra að koma heim. Kæra Sigríður, við Ásthildur vottum þér og fjölskyldu þinni okk- ar dýpstu samúð. Að leiðarlokum kveð ég samheija og vin með orðum Jónasar, „Flýt þér vinur í fegra heim kijúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa Guðs um geim.“ Þorsteinn Óiafsson Það eru innan við tvö ár síðan undirritaður hitti Val Arnþórsson fyrsta sinni. Á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því að Valur tók til starfa sem bankastjóri Lands- bankans, var samstarf okkar náið. Nefnd vegna sameiningar Lands- bankans og Samvinnubankans sat á fundi undir lok vinnudags föstu- daginn 12. október. Valur kom að venju þjótandi í fundarsalinn með stóran stafla af möppum og pappír- um en léttur í lund og slegið var á létta strengi og allir í góðu skapi. Engan óraði fyrir því að það væri hans síðasti fundur í bankanum og hinsta kveðja er hann kvaddi og óskaði samstarfsmönnum sínum góðrar helgar í fundarlok. Þétt handtak og hlýlegt viðmót var eitt fyrsta einkenni Vals, sem starfsfólk Landsbankans tók eftir á ferðum hans víðsvegar um bankann. Hann var sannarlega á ferð og flugi um landið allt og þá oft í símsambandi úr farsímanum. Hann var hins veg- ar svo fljótur í ferðum að hann var ávallt skammt undan. Valur var ósérhlífinn við þátttöku í ýmiss konar kynningum á vegum Landsbankans og varð ekki orða vant þegar hann steig á svið. Áhugamál Vals voru Ijölþætt enda sýndi hann flestum þáttum í starf- semi bankans mikinn áhuga. Hann varð fijótt mikill Landsbankamaður enda lengi verið viðskiptavinur bankans. Honum entist ekki aldur til að vera lengi bankastjóri Lands- bankans en hans er minnst með trega. En sárastur er missirinn Sigríði konu hans og börnum þeirra. Megi minningin um góðan dreng verða þeim stoð og styrkur um ókomna tíð. Brynjólfur Helgason Hræðileg er sú frétt að Valur Arnþórsson er kallaður héðan í svip- legu slysi, og átti hann þó góða heimvon. Það er stór missir að slíkum forystumanni í blóma lífsins, þegar hann m.a.s. hafði nýlega hafið nýjan starfsferil og átti þar mörgum tökum að lyfta í fram- tíðinni. Alveg sérstaklega leitar hugurinn til ástvina hans í bæn um huggun. Orfáum orðum skal Val Arnþórs- syni nú þakkað það mikla starf sem hann vann á liðnum árum fyrir Samvinnuskólann, sem nú er orðinn Samvinnuháskólinn, m.a. fyrir til- verknað hans. Þess skal getið að Valur gekkst fyrir því 1985 sem formaður stjórnar Sambandsins og stjómarmaður í öðrum þeim fyrir- tækjum sem áttu fasteignir og mannvirki á Bifröst að skólasetrið var byggt upp, en um þær mundir var svo komið að örvænt þótti um að áfram yrði rekinn Samvinnu- skóli þar eða annars staðar. Þeir sem til þekkja vita að tillögur Vals um þetta efni vom ekki samþykktar án andmæla, en frami og framtíð skólans var honum persónulegt áhugamál sem hann lagði mikla áherslu á. Sem forystumaður norðanlands átti Valur Arnþórsson einnig þátt í undirbúningi vegna Háskóla á Akureyri, og minnisstæður er áhugi hans og skýr skilningur á nýjum og gerbreyttum aðstæðum í íslensk- um skólamálum. í því efni stóð hann mörgum menntamönnum og forystumönnum í íslensku atvinnu- lífi langtum framar. Þegar skóla- nefnd Samvinnuskólans samþykkti sumarið 1985 að gerbreyta skólan- um og efna m.a. til fræðslu á því nýja háskólastigi sem þá var loks farið að kynna hérlendis tók Valur þeim hugmyndum þegar í stað af miklum áhuga, þekkingu og skiln- ingi og tryggði málinu framgang í stjórn Sambandsins. í ársbyijun 1987 tók Valur sæti í skólanefnd Samvinnuskólans og átti síðan beinan þátt í undirbún- ingi og framkvæmd þeirrar miklu breytingar sem varð er skólanum var breytt í sjálfseignarstofnun, Samvinnuháskólann. Á síðasta fundi nefndarinnar nú fyrir skömmu fagnaði hann því að næsti fundur var ákveðinn í Bifröst og skyldi einnig fundað með nemend- um og starfsmönnum. Nú er svo komið að Valur verður ekki með í hversdagslegum skilningi og er skarð fyrir skildi. Það er mikii eftirsjá að þessum glæsilega forystumanni. Valur var fullur af áhuga og krafti. Hann var mjög starfssamur, tók þátt í fé- lagslífi, var útivistarmaður og átti andleg hugðarefni. Hann átti mikið eftir, en það er annar sem ræður, tekur og gefur. Ég bið hinn Hæsta að vera með Sigríði og börnunum. Jón Sigurðsson, Bifröst. Það réð því áreiðanlega engin tilviljun hvar Valur Amþórsson kaus að hasla sér völl í lífínu. Ævistarf hans var unnið á vett- vangi sem gaf honum tækifæri til að láta félagsmál, í víðustum skiln- ingi, til sín taka. Valur var sá gæfu- maður að geta sameinað störf og þjóðmálaáhuga sinn. Á báðum svið- um, í daglegum störfum og á vett- vangi félagsmála og stjórnmála var hann að vinna að framgangi hug- sjóna sem ristu dýpra en ætla mátti við fyrstu viðkynningu. Kynni okkar Vals voru fyrst og fremst á hinum félagslega vett- vangi samvinnuhreyfingarinnar og í Framsóknarflokknum, en á báðum stöðum var hann valinn til helstu trúnaðarstarfa. Þar lét hann sér fátt, sem til framfara horfði, óvið- komandi og mælti fyrir málum af þeirri rökfestu sem honum einum var lagin. En málefnum vann hann ekki síður fyigi með viðmóti sínu og framgöngu sem laðaði að. í mínum huga var hann hinn síungi hugsjónamaður sem missti ekki sjónar á því til hvers hin félagslega barátta er háð. Hann var einlægur jafnaðar- og samvinnumaður og vildi heilshugar vinna að því að hreyfingar þessara afla störfuðu saman, sem kjölfesta íslenskra stjórnmála, um ókomna tíð. Lengst af var það samvinnu- hreyfíngin sem naut starfskrafta Vals en auk daglegra starfa fyrir hana lét hann sér annt um, að þær hugsjónir sem sú hreyfing byggist á, yrðu ekki útundan í veraldar- vafstrinu. Því var hann óþreytandi að hlúa að þeim veika gróðri hug- sjónastarfs sem þegar öllu er á botninn hvolft er hin eina upp- spretta framfara. Valur var gæddur þeim hæfíleika að skoða hluti og þróun mála til lengri tíma litið og dæma síðan málefnin eftir því. Slíkt ber vott um víðan sjóndeildarhring og það að menn láti vandamál hversdags- ins ekki yfirgnæfa annan tilgang og mikilvægari. Við sem eftir lifum verðum að sætta okkur við að fá aldrei oftar að heyra hina hlýju rödd, né njóta þeirra ftjóu hugmynda og uppörv- unarorða sem Valur miðlaði óspart. Þrátt fyrir öflugt lífsstarf átti hann eftir að vinna að framfaramálum enn um langa hríð og vorum við mörg sem vonuðumst til að fá að njóta krafta hans í frekara starfi. Aðstandendum Vals votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð veri minning Vals Arnþórssonar. Bolli Héðinsson Mér þykir eftirsjá og missir að þeim jnerkismanni Val Arnþórs- syni. Ég votta fjölskyldu hans og vinum samúð mína. . Blessuð sé minning hans. Kristján Daðason Harmafregn var mér borin síðdegis laugardaginn 13. október, lát vinar míns, Vals Arnþórssonar. Við höfðum stuttlega hist þá um morguninn og skipst á nokkrum orðum um veiðiskap. Allt var eins og það átti að vera. Hann sem endranær hlýr og elskulegur. Eng- an gat órað fyrir að þá ætti hann aðeins örfáar klukkustundir eftir ólifaðar. Ég tengdist fjölskyldu Vals fyrir um það bil 10 árum. Allan þann tíma hef ég notið mestu hugsan- legrar velvildar og vináttu af þeirra hálfu. Heimili þeirra og öll þeirra ráð stóðu mér ávallt opin. Fyrir það fæ ég aldrei nógsamlega þakkað. í starfi sem í einkalífi var Valur farsæll maður. Hann var mikill fjöl- skyldumaður og hafði mikið yndi af fjölskyldu sinni og heimili. Heim- ili Vals og Sigríðar er orðlagt fyrir gestrisni og höfðingsskap. Valur var óvenjulega þrekmik- ill maður, líkamlega jafnt sem and- lega, enda öll hans afköst sam- kvæmt því. Því til sönnunar má ef til vill nefna, að um fimmtugt, mitt í erli stórathafnamannsins, varð hann sér úti um hvort tveggja í senn skipstjórnar- og flugmanns- rétt- indi, auk þess sem hann kynnti sér franska tungu. Þetta veittist honum létt. Gáfur Vals, dugnaður hans og heiðarleiki komu honum í góðar starfsstöður strax á unga aldri. Hann hafði traust þeirra er með honum störfuðu og tengdust og var hann alls þess trausts verður. Valur átti sér mörg áhugamál, má þar t.d. nefna tónlist, veiðiskap, félagsmál, flug, siglingar, ferðalög og síðast en ekki síst að rækta vin- skapinn við vini sína og fjölskyldu og það gerði hann gjarnan í tengsl- um við hin áhugamálin. Það var í veiðiskapnum, sem leið- ir okkar Vals lágu mest saman. Valur hafði áratuga reynslu af stangveiði og var framúrskarandi fluguveiðimaður. Margar veiðiár þekkti hann vel og naut þess að miðla þar af reynslu sinni. Það var fyrir hans tilstilli að ég veiddi minn fyrsta lax og ávallt eftir það, sá hann til þess að ég gæti sem mest stundað þetta áhugamál okkar. Marga dásamlega stundina upþlifð- um við á bökkum fagurra veiðiáa. Nú síðast í haust áttum við saman nokkra ógleymanlega daga við lax- veiðar. Betri veiðifélaga er vart hægt að hugsa sér. Ævinlega í góðu skapi, úrræðagóður og laginn. Það eru mikil forréttindi að hafa fengið að kynnast jafn stórkostlegri manneskju og Valur Arnþórsson sannarlega var. Minning hans mun lifa með mér hlý og björt. Elskulegri Sigríði rninni Ólafs- dóttur, Brynju Dís, Ólafi, Örnu, Ólöfu Sigríði og Arnbjörgu Hlíf Valsbörnum, barnabörnum og öðr- um aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Hugheilar þakkir fyrir allt. Kristinn Dagsson Hartnær íjórir tugir ára eru nú síðan við Valur Arnþórsson sátum saman við nægtaborð systranna Guðrúnar og Sesselju -Karlsdætra, á fallegu heimili þeirra á Bókhlöðu- stíg 10. Nokkur hópur ungs fólks naut þeirra forréttinda að vera kost- gangarar þar á heimilinu. Ýmsir fleiri en Valur urðu síðar þjóðkunn- ir menn. Auðvelt er að geta sér þess til, að oft voru fjörlegar um- ræður við stóra stofuborðið við Bókhlöðustíginn og systurnar suss- uðu stundum á þau orðaskipti, þætt þeim gæta öfga um of. Ekki minnist ég þess að þeim þætti ástæða til að þagga niðrí vini mínum Val Arnþórssyni. Prúð- mennska hans og Ijúft viðmót ein- k.enndi allt hans fas og svipurinn var bjartur og hreinn. Valur undirbjó lífsstarf sitt á farsælan og, árangursríkan hátt. Fljótlega eftir að námi í Samvinnu- skólanum lauk lá leið hans til Eng- lands, en þá var ráðið að hann tækist á hendur forstöðu endur- tryggingadeildar __ á vegum Sam- vinnutrygginga. Ég minnist bjartr- ar dagstundar þegar hann sýndi mér skrifstofuna sína í Bankastræt- inu, þar sem tekið var til starfa. Þá eins og ávallt fyrr og síðar sýnd- ist allt það, sem að honum laut bera gæfustimpil. Og það átti ekki síst við um unga æskubjarta stúlku, sem nú tók að birtast þar sem Valur var hveiju sinni. Þar var raunar komin lífsförunauturinn hans góði. Síðar lágu Ieiðir okkar Vals sam- an í Kárlakórnum Fóstbræðrum í nokkur ár. í Fóstbræðrum naut Valur sín einstaklega vel, Eðliskost- ir hans, glaðlyndi, félagsþroski og góðvild settu mark á söngmanninn unga. Röddin var björt og falleg og Valur laut fúslega þeim ströngu kröfum, sem metnaðarfullir _ söng- stjórar gerðu til kórmanna. í einni af söngferðum kórsins, til Sovétríkj- anna og Finnlands, deildum við Valur sama herbergi, eignuðumst sameiginlega kunningja. Eins og ávallt í samfylgd Vals Arnþórssonar var hver dagur eins og þeir geta bestir orðið. Traust dómgreind hans, borin uppi af góðum gáfum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.