Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 35

Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 35
og einstakri alúð, meðfæddri og áunninni prúðmennsku, virtist nán- ast við hvert fótmál stýra för á réttar brautir. Svo fór að Valur tókst á hendur mikil ábyrgðarstörf á vegum sam- vinnuhreyfingarinnar á Akureyri. Fjölbreytt afskipti hans nyrðra af atvinnu- og félagsmálum verða ekki rakin hér. En þau bundu enda á margt af því sem áður var. Af þeim ástæðum varð vík milli vina hans og söngbræðra í Fóstbræðrum, eft- ir tæplega áratugar samfylgd. Valur átti sæti í stjórn Fóst- bræðra í fjögur ár, auk annarra trúnaðarstarfa sem hann tókst á hendur fyrir kórinn. Hann var gjald- keri kórsins í söngförinni til Finn- lands og Sovétríkjanna, sem áður var vikið að. Óhætt má fullyrða að sú ferð varð Fóstbræðrum giftu- dtjúg. í framhaldi af henni var hafist handa um að kórinn eignað- ist loks húsnæði. Enn á ný hvíldi gæfuhöndin á öxl þess mann, sem að þessu sinni gætti fjármuna Fóst- bræðra. Fóstbræðraheimilið reis með samstilltu átaki undir farsælli stjórn. En nú hefur sól brugðið sumri. Við hugðum gott til endurfunda við Val, okkar kæra vin og söngbróð- ur, nú þegar hann var fluttur hing- að suður á ný. Raunar voru slíkir endurfundii' þegar hafnir og aug- ljóst að allt var sem fyrr. Fóstbræð- ur allir, yngri sem eldri, syrgja lát- inn vin og félaga og þakka af al- hug. Eiginkonu Vals, Sigríði Ólafs- dóttur, og börnum þeirra, aidur- hnignum föður og fjölskyldunni allri, votta söngbræður hans ein- læga samúð. Fóstbræður munu í dag kveðja kæran vin, Val Arnþórsson, banka- stjóra, klökkum rómi í söng. Kveðjustef Fóstbræðra hefst á orð- unum: Mannsins barn af móður fætt, Lifir um litla stund. Hörmulegt slys, sem batt með skjótum hætti endahnútinn á lífsferil sem virtist enn á miðjum degi, minnir á sann- leik þessara orða. Veri kær vinur góðum Guði fal- inn. Sigurður E. Haraldsson Laugardagurinn 13. október byijaði líkt og margir aðrir dagar á þessu hausti — veðrahamur ný- genginn yfir og grátt loftið bar enn í sér keim af þeim stormi sem rétt er farinn hjá. Laufið á trjánum í garðinum mínum hefur í þessum hörðu haustvindum verið rifið af greinum sínum ennþá grænt og þroskamikið — enn ekki nándar nærri tilbúið að falla til moldar eft- ir hinum eðlilegu lögmálum náttúr- unnar. Og þegar kvöldaði þennan laugardag bárust mér þau hönnu- legu tíðindi að vinur minn og sam- starfsmaður um nokkra hríð, Valur Arnþórsson, hefði farist í flugslysi á sviplegan hátt síðla þá um dag- inn. Hrifinn burt úr þessum heimi snöggt og harkalega líkt og grænu blöðin í garðinum — tillitslaust og ótímabært. Valur Arnþórsson var fæddur fyrir austan, á Eskifirði, og ólst þar upp eins og önnur börn og ungling- ar í sjávarþorpum þessa lands. En fljótt komu í ljós þeir eðlisþættir i fari hans sem mjög einkenndu hann til hinstu stundar — sterk greind, óhemju dugnaður, metnaður og vilj- inn og hæfileikinn til að stjórna. Hann kom á fót, pollinn, smáútgerð í plássinu, fór unglingurinn túra á togara, lék á harmónikku á dansi- böllum og varð það snemma sem hann löngum seinna var þekktur fyrir að láta sér fátt óviðkomandi. Að loknu námi við Héraðsskólann á Eiðum vaidi Valur þá mennta- braut að fara í Samvinnuskólann, sem í þann tíma var í Reykjavík undir stjórn Jónasar frá Hriflu, og síðan í framhaldsnám erlendis í þeim fræðum sem mest áttu hug hans: Um verslun, tryggingar og rekstur og stjórnun fyrirtækja. Og alla tíð var Valur með ólíkindum vakandi að fylgjast með því sem var að gerast í margvíslegustu greinum, allt frá sínu fagi, ef svo má orða, um rekstur og stjórnun og upp í ótrúlegustu smáatriði um tækni. Valur Arnþórsson hóf starfsferil MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 sinn hjá Samvinnutryggingum. Var það í réttu framhaldi af námi hans og áhugasviði og lífssýn, en sam- vinnuhugsjónin var alla tíð mjög sterkur þáttur í eðli hans. Valur réðst til Kaupfélags Eyfírðinga árið 1965, fyrst sem fulltrúi kaupfélags- stjóra en við stjórn kaupfélagsins tók hann 1971. Og hjá þessu félagi varð vettvangur hans í starfi í hart nær aldarijórðung. Þetta félag og það fólk sem byggir Akureyri og Eyjafjörð var Val einkar hugleikið og náið. Starfsdagurinn hjá Kaup- félagi Eyfirðinga varð þó oft langur og dagar til tómstunda fáir en hér á móti kom gleðin yfir því að sjá fyrirtæki sitt lifa og dafna og breiða vængi sína um eyfirska byggð. Svo mikill partur af honum sjálfum varð Kaupfélag Eyfirðinga, að mér er ljóst — raunar fullkunnugt — að það var mikið átak og þung spor að yfirgefa þetta félag og þetta hérað og heíja starf á nýjum vett- vangi. En Val var ljóst að hversu vænt sem honum þótti um sitt gamla félag, þá væri það því e.t.v. fyrir bestu að þar kæmu nýir herr- ar og hann gæti með vissu orðið meir og betur að liði á nýjum vett- vangi við eflingu byggðar og at- vinnu á Islandi öllu. Valur Arnþórsson kvæntist ung- ur skólasystur sinni úr Samvinnu- skólanum, Sigríði Ólafsdóttur. í öllu þvi amstri sem fylgt hefur störfum Vals í gegnum tíðina hefur Sigríður staðið við hlið hans sem klettur — stoð og stytta bæði í mótlæti sem meðlæti — í blíðu og stríðu. Þau Valur og Sigríður eignuðust fimm börn. Rétt um það bil sem Valur varð fimmtugur hóf hann að læra að fljúga — taldi það eitt af því besta sem hann hefði gert sér til dægra- styttingar en sem raunar á stundum gat orðið hagrænt, einkum á síðustu árum hans sem kaupfélagsstjóra. Flugnámið stundaði Valur, eins og annað er hann tók sér fyrir hend- ur, af miklum áhuga og natni. Var enda vel að sér orðinn um aðskiljan- lega hluti er flugi tengdust. Það er því erfitt að hlíta þeim dómi að þau örlög skuli honum hafa verið búin að hverfa úr þessum heimi svo snöggt í því sakleysislega flugi sem varð hans hinsta. En hversu sárt sem það er að missa góðan vin, þá flýr enginn örlög sín — þessari gjörð skapara okkar, hversu lítið sem við hana skiljum, verður ekki breytt. Eftir stendur minning um mikilhæf- an mann. Hún verður ekki af okkur tekin. Ég færi Val kærar þakkir fyrir störf hans hjá Kaupfélaginu og fyrir fólkið í firðinum. Innilegar samúðarkveðjur til þín, Sigríður, og til allra í ijölskyldu þinni. Megi Drottinn sem öllu ræður hugga ykkur og styrkja á dögum komandi. Jóhannes Sigvaldason Valur Arnþórsson er látinn. Sjaldan hefur mér brugðið meira en þegar ég frétti af því sorglega slysi. Valur var afar sérstakur mað- ur. Gáfurnar voru svo mikíar og hæfileikarnir íjölbreytilegir að það var alveg einstakt. Okkar kynni hófust nokkru eftir að hann flutti til Akureyrar 1965 til þess að taka við nýju starfi sem fulltrúi kaupfélagsstjóra KEA. Hann fór nokkrum árum síðar í bæjarstjórn Akureyrar og hafði ekki setið þar lengi þegar gamal- reyndur bæjarfulltrúi, Jón Sólnes, sagði við mig: „Það er með ólíkind- um hvað þessi nýi strákur er fljótur að átta sig á staðreyndum, að ég tali nú ekki um, hvað greinargerðir hans eru skýrar og vel settar fram. Ég man ekki eftir því að hafa séð þær betur gerðar.“ Þetta voru orð að sönnu. Valur var fljótur að sýna hvað hann var snjall bæjarfulltrúi þótt ungur væri að árum. Þegar hann fók við kaupfélags- stjórastarfi KEA 1971, tók hann jafnframt við stjórnarstörfum í þeim fyrirtækjum sem KEA átti hlut í. Þá kom sér vel að Valur hafði notað tímann vel, þegar hann var fulltrúi kaupfélagsstjóra, því hann gjörþekkti allt þetta stóra og viðamikla fyrirtæki. Hann hafði kynnt sér alla þætti rekstursins til hlítar. Það var hans einkenni að kryfja hvert mál til mergjar og hann átti mjög auðvelt með að skilja kjarnann frá hisminu. Það gerði honum mögulegt að annast öll þau störf sem hann tók að sér af kostgæfni og þekkingu. Þegar ég tók við starfi verk- smiðjustjóra Gefjunar nokkru eftir að hann varð kaupfélagsstjóri, unn- um við saman að ýmsum málum og enn meira varð samstarfið eftir að ég tók við starfi framkvæmda- stjóra Iðnaðardeildar Sambandsins. Það samstarf snerist aðallega um sameignarfyrirtæki Sambandsins og KEA svo og sameiginleg hags- munamál Iðnaðardeildar og KEA. Okkur varð strax vel til vina og þótt við deildum stundum hafði það engin áhrif á vináttuna. Hún var alltaf jafn einlæg alla tíð. Eftir að hann vai'ð stjórnarfor- maður Sambandsins fórum við sam- an erlendis í margar viðskiptaferð- ir, t.d. fórum við nokkrum sinnum til Sovétríkjanna. Það var oft þungt undir fæti austur þar og gott að hafa Val sér til halds og trausts. Hann hafði ávallt góðar ráðlegging- ar í hverjum vanda. Mér er minnis- stætt, þegar við fórum í boðsferð til Uzbekistan í Asíu á frægar sögu- slóðir, hvað hann þekkti sögu stað- anna vel. Hann þekkti söguna betur en leiðsögumennirnir, sem voru með okkur. En af þeim ferðalögum sem við fórum saman stendur upp úr ferð til Mexíkó sem við fórum með eiginkonum okkar. Þar upplifðum við hvert ævintýrið á fætur öðru, m.a. það að í bátsferð á Kyrrahafi veiddi Valur 126 punda sverðfisk. Þá sagði leiðsögumaðurinn sem var með okkur: „Þú ert greinilega van- ur sverðfiskveiðum." Hann varð steinhissa, þegar Valur sagðist aldrei hafa reynt það fyrr, hins vegar hefði hann oft veitt lax á stöng á íslandi og viss skyldleiki væri þar á milli. Eftir að Valur varð stjórnarfor- maður Sambandsins 1978, hlóðust á hann ótal störf til viðbótar þeim sem fyrir Voru. Það er með ólíkind- um hvað hann gat komið miklu í verk. Að sjálfsögðu varð hann oft að leggja nótt við dag en þolið og kjarkurinn voru óbilandi. . Valur var ótrúlega hæfileikaríkur og áhugamál hans mörg. Hann var mikill íslendingur, mat mikils íslensk menningarverðmæti. Eftir 25 ára dvöi í Eyjafirði var hann orðinn mikill Eyfirðingur. Hann tjáði hug sinn á óvenju lifandi hátt og ræður hans voru margar hveijar ógleymanlegar. Valur kvæntist skólasystur sinni, Sigríði Ólafsdóttur, 16. júlí 1955. Það var mikið hamingjuspor og Sigga (eins og við kölluðum hana), hefur staðið sem klettur bak við Val í öllum hans viðamiklu störfum. Valur var heilsteyptur og trúr vinur vina sinna, einarður og heiðarlegur. Um Siggu gildir nákvæmlega það sama. Það er mikið lán hveijum manni að hafa eignast vináttu þeirra. Margar voru gleðistundirnar á heimilum hvors annars. Valur spilaði á píanóið eða harmonikkuna og allir sungu með. Þau eignuðust fimm mannvæn- leg og elskuleg börn. Elst er Brynja Dís, kennari í sögu og rússnesku við MS. Næstur er Ólafur, dýra- læknir í Danmörku. Hann er kvænt- ur Jóhönnu Baldvinsdóttur, lyja- fræðingi. Anna Guðný er myndlist- ai'kona og Ólöf Sigríður er í söng- námi. Yngst er Arnbjörg Hlíf í grunnskóla. Þetta er stór hópur, sem átti samhent heimili. Þar ríkti lífsgleði jafnhliða dugnaði og mik- illi vinnu. Öll ijölskyldan er afar gestrisin, þannig að fjölmenni var oftast til staðar hvort sem var á Byggðavegi 118 á Akureyri eða á jörðinni þeirra, Hólum í Öxnadal. Þrátt fyrir geysimikið annríki, virt- ist alltaf tími fyrir ættingja og vini sem að garði bar. Valur flutti suður til Reykjavíkur og tók við starfi Landsbankans 1. febrúar 1989. Valur hafði þá skoðun, að menn ættu ekki að vera í sama starfi alla sína starfsævi. Þar með urðu þátta- skil í lífi fjölskyldunnar. Ilann hætti öllum störfum og stjórnarsetu fyrir samvinnuhreyfinguna þegar hann settist í bankastjórastólinn. Það var mikið áfall að missa Val frá hreyf- ingunni, en flestir skildu ástæðuna fyrir þeirri breytingu. Nú er Valur horfinn okkar sjón- um. Við tregum sárt að hafa misst hann, þökkum fyrir að hafa fengið að vera með honum og kynnast þeim afburða kostum sem honum voru géfnir. Mikill er söknuður Siggu og barnanna, sem sjá svo skyndilega eftir elskulegum eigin- manni og föður. Við hjónin og börn okkar biðjum góðan Guð að blessa þau og hugga í sárum harmi. Hjörtur Eiríksson Kveðja frá systkinum Allt veita guðirnir, óendanlegir, ástvinum sínum til fulls: Gleðinnar ómæli öll, þrautanna ferlegu fjöll - til fulls. (Goethe, 1777) Hjartfólginn bróðir okkar og vin- ur hefur í einni andrá verið kallaður burt af þessu tilverustigi. Allt það, sem hann var okkur, allt það, sem hann gaf okkur er dýrmætt og eilíft. Gleðin yfir því að hafa þekkt hann og átt hann fyrir bróður er ómæld, þrautin að missa hann nú, þung. Valur var enginn venjulegur maður. Oft höfum við undrast hans víðsýna huga, afköst og hæfni. Hann var ekki einungis jarðbund- inn, rökfastur, agaður stjórnandi og kaupsýslumaður, heldur einnig náttúrubarn, sem dáði náttúru landsins og ævintýramaður, sem sigldi um höfin blá og flaug um loftin há. Þá var hann mikill tón- listarunnandi og söngmaður góður, spilaði nótnalaust á píanó og harm- onikku, hafði yndi af kveðskap og reyndar skáldmæltur vel. Þegar þetta er haft í huga ásanit öllum hans miklu mannkostum, má ljóst vera, að þarna var enginn venjuleg- ur maður á ferð. Skarðið, sem nú er höggvið í fjölskyldu okkar, verð- ur aldrei fyllt, en eftir lifa bjartar, dýrmætar minningar um ástkæran bróður og vin. Veri hans fagra sál guði falin. Guðný Anna, Gauti og Hlíf. Kveðja frá Landsbanka Islands Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. Þegar dauðinn kveður óvænt dyra, eins og sálmaskáldið Hall- grímui' Pétursson lýsir í þessu al- kunna erindi, veldur koma hans miklum sársauka og trega og skilur oft eftir sig skörð í mannlegu sam- félagi, sem erfitt er að fylla. í dag er til moldar borinn Valur Arnþórsson, bankastjóri Lands- banka íslands, sem fórst í flugslysi við Reykjavíkurflugvöll 13. þ.m. Hann varð aðeins 55 ára gamall, en hafði mikla reynslu að baki í stjórnun fyrirtækja og ábyrgðar- miklum trúnaðarstörfum. Hann var ráðinn bankastjóri Landsbankans í ársbyrjun 1989. Á þeim skamma tíma sem síðan er liðinn, kom það glöggt í ljós, að í því starfi nutu sín vel mannkostir og víðtæk reynsla Vals Arnþórssonar. Með honum, bankaráði, bankastjórn og starfsfólki tókst ágæt samvinna sem hið sviplega fráfall hans hefir nú skorið af. Valur var gjörvulegur maður sem sópaði að hvar sem hann kom. Hann lagði sig allan fram í starfi, vann langan og strangan vinnudag og hlífði sér hvergi. Hann var fljót- ur að átta sig á erfiðum verkefnum og fundvís á rétta lausn í hveiju máli. Því mátti jafnan treysta, að þau verkefni, sem honum voru falin, mundi hann leysa _ af hendi með festu og sanngirni. Á þeim skamma tíma, sem Landsbankinn naut starfskrafta hans var hann þegar orðinn einn af máttarstólpum stofn- unarinnar. Hið snögga fráfall Vals Arnþórssonar er því mikið áfall fyr- ir Landsbanka Islands og okkur, sem áttum því láni að fagna að kynnast honum og starfa með hon- 35 um. Við söknum góðs drengs og mikilhæfs samstarfsmanns. Aðrir munu rekja lífs- og starfs- feril Vals Arnþórssonar nánar en hér er gert, en fyrir hönd Lands- banka Islands votta ég eftirlifandi konu hans, Sigríði Ólafsdóttur, börnum þeirra, barnabörnum, öldr- uðum föður og öðrum aðstandend- um innilegustu samúð. Eyjólfur K. Sigurjónsson, formaður bankaráðs Landsbanka Islands. Haustið 1964 varð ég vitni að samtali sem greyptist í minninguna og hefur rifjast upp síðan. Afi minn, Jakob Frímann, þáverandi kaupfé- lagsstjóri KEA, var að leita að eftir- manni sínum og spurðist víða fyrir. ■Sunnan heiða bjó afi iðulega hjá okkur i blokkaríbúð við Eskihlíð og ' einn sólríkan sunnudag skömmu eftir hádegi, sátu þeir í stofu, faðir minn og hann, og spjölluðu. Afi spurði: „Er þetta ekki traustur og góður maður, hann Valur sem syng- ur með þér í Fóstbræðrum?“ Föður mínum liggur vel orð til flestra en aldrei hafði ég áður heyrt jafn vel og hiýlega talað um mann eins og þegar hann lýsti fyrir afa kynnum sínum af Val Arnþórssyni. Hvernig getur einn maður verið prýddur öll- um þessum mannkostum? hugsaði ég 11 ára og reyndi að máta mann- lýsinguna við persónuna eins og ég mundi hana þá, sporlétta og syngj- andi, með Hank Marvin-gleraugu og brilljantín í hárinu. Nokkrum mánuðum síðar frétti ég að Valur væri fluttur til Akur- eyrar sem væntaiilegur arftaki afa míns. Og þá minntist ég samtalsins .í stofunni heima og var satt að segja nokkuð uggandi um að faðir minn hefði nú e.t.v. tekið of stórt upp í sig þegar hann dró upp mynd- ina af Val í svo sterkum litum. En unglingsáhyggjur mínar reyndust sem betur fer óþarfar og eftir því sem Valur Arnþórsson óx með starfi sínu, kom sífellt betur og betur í Ijós, hvílíkan yfirburða- og drengskaparmann hann hafði að geyma. Náið samstarf hans og afa míns þau ár sem í hönd fóru, leiddu til djúpstæðrar og innilegrar vináttu sem aldrei féll skuggi á. Valur lét þess oft getið hvílík gæfa sér hefði verið að kynnast og nema af for- vera sínum og galt það með fágætu trygglyndi og umhyggju alla tíð. Auk hinna meðfæddu leiðtoga- hæfileika var Valur mjög listfengur og sér í lagi tónelskur. Hann var söngmaður góður og gleðimaður á góðri stund, sem gjarnan greip í harmónikku eða píanó sér og öðrum til yndisauka. Þá studdi hann mynd- arlega við menningariífið á Akur- eyri í sinni kaupfélagsstjóratíð og mun m.a. hafa hátt sinn þátt í að ungur iðnaðarmaður á Akureyri dreif sig utan til náms og gerðist síðar heimsfrægur óperusöngvari. Eftirlifandi konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, kynntist Valur á Sam- vinnuskólanum að Bifröst meðan þau bæði stunduðu þar nám. Sigríð- uF er mikil öðlingsmanneskja og reyndist manni sínum fádæma góð- ui' lífsförunautur. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn sern flest eru nú uppkomin og hafa fengið í arf marga af bestu eiginleikum for- eldra sinna. Hef ég af eigin raun kynnst listrænum hæfileikum tveggja dætra Vals og Sigríðar og vænti mikils af þeim í framtíðinni. Jakob Frímannssyni, sem nú syrgir Val í hárri elli, varð ekki sonu auðið í sínu lífi. Sjálfur varð ég hins vegar þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp hjá honum fyrstu ár ævinnar og oft fannst mér einn- ig sem Valur Arnþórsson kæmist nálægt því að ganga honum í sonar stað. Eitt er víst að Valur lét ein- att svo um mælt, að hann hefði í rauninni notið föðurlegrar leið- sagnar tveggja manna á lífsleið- inni, föður síns, Arnþórs Jensen, og „guðföður" síns, Jakobs Frímannssonar. Og ræktarsemi Vals og Sigríðar við afa minn og ömmu á þeirra ævikvöldi verður seint fullþökkuð. Enginn gaf sér oftar tíma til að líta inn hjá þeim og eftir að ijölskylda Vals flutti til Reykjavíkur var ekki talið eftir sér SJÁ BLS. 37

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.