Morgunblaðið - 19.10.1990, Page 43
MORGUNÉLAÐIÍ) VöSTUDXdÚR 19. ÖÚÍ'ÓBÉR i'öbó'
43
SJONVARP
Sir David Attenborough
búinn að gera þriðju
náttúrulífssyrpuna
Sir Richard Attenborough hefur
nú nýlokið við sinn þriðja
flokk náttúrulífsmynda fyrir sjón-
varp, en fyiTÍ flokkamir tveir hafa
verið sýndir um víða veröld og
hlotið einróma lof fyrir stórfeng-
legt handbragð. Þeir vora m.a.
sýndir hér á landi og hétu „Life
on Earth“ og „The Living Planet".
Nýi flokkurinn heitir „The Trials
of Life“ og er í tólf hlutum.
„The Trials of Life“ fjallar um
hegðun dýra, tímgun, uppvöxt,
fæðuöflun, veiðar, búferlaflutn-
inga, helgun óðala, bardaga, tjá-
skipti, pöran og eðlun. Attenboro-
ugh var í fjögur ár að safna efni
í myndaflokkinn og var ekkert til
sparað. Á þessum fjóram áram
ferðaðist Attenborough um allan
heim, alls um 250.000 mílur ýmist
í lofti, á láði eða legi. Það er mál
manna að sjón sé sögu ríkari, en
roargt sem fyrir augu ber í þáttun-
um hefur ekki sést í dýralífsmynd-
um til þessa og er þá mikið sagt.
Má þar nefna, að í einum þætt-
inum fylgjumst við með háhym-
ingi sem æðir í gegn um brimgarð
og skellir sér upp í fjöra til þess
að grípa sæljónshvolp. Og við
fylgjumst með leðurblökumóður
bijóta sér leið í gegn um mergð
skrækjandi unga á hellislofti uns
hún fínnur ungann sinn, hvemig
svo sem hún þekkir hann, og gef-
ur honum að drekka. Honum og
engum öðram. Við fylgjumst með
flokki simpansa sem elta uppi og
veiða litla colobus-apa, bókstaf-
lega rífa þá í tætlur og við sjáum
sjálfan David Attenborough á
sundi við Bahamaeyjar í félags-
skap 60 höfranga.
ATAK
Rokkað gegn
hvítblæði
Brian May, gítarleikari rokk-
hljómsveitarinnar Queen,
hef ur hleypt af stokkunum átaki
til aðstoðar þeim sem þurfa bein-
mergsígræðslu til að stemma
stigu við hvítblæði. Hann hefur
sett sér það takmark að safna
150.000 sterlingspundum til að
koma á fót stofnun sem bæði sæi
um að safna saman beinmerg-
gjöfum og að koma á fót birgðum
af beinmerg. Afskipti Mays era
til komin vegna þess að félagar
hans í hljómsveitinni fréttu af
ungum hvítblæðisjúklingi sem
bað um það á dánarbeðinu að
hljómplata með Queen yrði leikin
við útförina og gekk það eftir.
„Það er ljóst að hægt er að
bjarga lífi þúsunda barna með
því að skipta um beinmerg í
þeim. Það er með ólíkindum að
ekkert sé að gert þrátt fyrir
þessa vitneskju. Ég vil taka af
skarið og koma málinu á rek-
spöl, síðan verða aðrir að taka
við,“ segir May, sem hefur í fjár-
öflunarskyni hljóðritað gamalt
og gott Queen-lag, „Who wants
to live forever?" ásamt tveimur
þrettán ára krökkum, Ian Mee-
son og Belindu Giilet.
Stofnunin verður tengd við
Brian May ásamt Meeson og
Gillet.
blóðbanka í Bristol þar sem blóð-
gjafar munu jafnframt vera próf-
aðir sem hugsanlegir beinmergs-
gjafar. Er það von May og fleiri
aðstandenda, að stofnunin geti
farið að miðla beinmerg innan
tveggja mánaða og að fleiri
stofnanir af sama tagi líti dags-
ins ljós á næstu mánuðum.
Fullorðið fólk
þarf aðeiga
sér steikiui
málsiara
stefiiunnar
á Alþingi.
Kjósum
Sólveigu Pétursdóttur
í þriðja sætið
Málefni þeirra sem komnir eru á efri ár verða sífellt
fyrirferðarmeiri og vandasamari úrlausnar. Þrátt fyrir
mikla skattbyrði og sívaxandi umsvif ríkisins ferþví
fjarri að fólk geti gertgið að þeirri þjónustu og þeim
lífskjörum vísum, sem það á sannarlega skilið við starfslok.
Lífeyrissjóðir standa höllum fæti, opinber
þjónusta, svo sem á sviði heilbrigðismála, líður stórlega
fyrirþað samkeppnis-og metnaðarleysi, sem fylgir
einhliða ríkisrekstri og miðstýringu og hið félagslega
húsnæðiskerfi ræður ekki við verkefni sitt.
Ekkert er líklegra til að tryggja okkur gæfuríkt líf á
efri árum en öflug sjálfstæðisstefna í framkvæmd.
Stefna, sem gefur einstaklingnum færi á að nýta hæfi-
leika sína til fulls og bera sjálfur
ábyrgð á eigin ákvörðunum.
Þess vegna þurfum við
sterkan málsvara
stæðisstefnunar á
Alþingi. Þess vegna
kjósum við Sólveigu
Pétursdóttur í
þriðja sæti í próf-
kjörinu i Reykjavík.