Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 48

Morgunblaðið - 19.10.1990, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990 „//ugsa&u þ'erob f>ú zettir /Z suona etehzuir, og þjöfur öryt/st /nn f " . . . tvær hamingjusamar mannverur. TM Reg. U.S. Pal Off.—all nghts reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgnnkaffinu POLLUX Smellið. Ég heyri öldu- gjálfrið hér ... - C.rO Það er reikningurinn frá píparanum. HÖGNI IIREKKVISI Uppstokkun í landbúnaði Til Velvakanda. Á nýafstöðnu flokksþingi Al- þýðuflokksins var samþykkt að þeirri landbúnaðarstefnu sem flokk- urinn hefur haft skuli haldið til streitu. Nú er flokkurinn í sam- steypustjórn og verður auðvitað að axla þá ábyrgð sem því fylgir, jafn- vel þó það kosti að gangast inn á óráðsíustefnu Framsóknarmanna sem jafnt kemur neytendum í koll sem bændum. Þeir hugsa um það eitt að bjarga Sambandinu og láta sér ekki segjast þó málefni landbún- aðarins séu komin í algert óefni. Neytendurnir, sem borga brúsann, eru orðnir langþreyttir á þessari hringavitleysu. Þörf er á algerri uppstokkun í landbúnðaði. Útflutningsbætur ætti að afnema í eitt skipti fyrir öll og beita styrkjum markvist til að fækka bændum, borga þeim hrein- lega fyrir að hætta að búa. Þannig mætti hefta þá taumlausu offram- leiðslu sem viðgengst ár eftir ár. Gylfi Þ. Gíslason benti á hvert stefndi í landbúnaðinum fyrir rúm- um tuttugu árum þegar hann var formaður Alþýðuflokksins. Þá vildu menn ekki hlusta á rödd skynsem- innar en ég tel að meiri skilningur sé á þessu núna. Þess vegna tel ég að Alþýðuflokkurinn ætti að setja þessa mál á oddinn fyrir næstu kosningar og sjá hvort almenningur bregst ekki vel við. Hér er um mik- ið hagsmunamál að ræða fyrir neyt- endur. Borgarbúi Stífiu um þveran Hvalfjörð Til Velvakanda. Ég álít að gera ætti breiða stíflu yfir Hvalíjörð og nota hana sem akbraut yfir íjörðinn. Við það ynn- Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til fostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að lylgja öllu efiii til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafti- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir Iáti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ist margt í senn. Fyrir innan stífluna myndaðist lón, um 3 x 20 km að flatarmáli. I stíflunni ættu að vera hæfilega margar túrbínur til framleiðslu á rafmagni. Aðfall og útfall myndi knýja túrbínurnar. Ef mismunur flóðs og ijöru væri tveir metrar væri vatnsmagnið á flóði fyrir innan stífluna um 120.000.000 rúmmetrar eða 120.000.000.000 lítrar. Þetta vatnsmagn myndi renna út og inn í lónið á sex tíma fresti, eða 20.000.000.000 Iítrar á klukku- stund eða rúmlega 5.000.000 lítrar á sekúndu. Auk þess að gera akbraut yfir Hvalljörðinn með stíflugerð og virkja þar sjávarföllin til raforku- framleiðslu, ætti að hafa fiskirækt í lóninu sem myndaðist við stíflu- gerðina yfir ijörðinn — rækta t.d. bleikju, lax, urriða og jafnvel fleiri fisktegundir, til dæmis regnboga- silung. Einnig mætti rækta önnur sjávardýr sem fóður handa fiski- stofnunum. Tölur þær, sem ég reikna með eru til þess að undirstrika hug- myndina, sem gildir þó niðurstaðan yrði önnur í tölum. Talað hefur verið um að gera jarðgöng undir Hvalljörð. Það finnst mér ekki góð hugmynd. Jarðgöng á fyrst og fremst að gera ,til að tengja saman hinar dreifðu byggðir landsins. Til dæm- is að tengja saman á Vestfjörðum: Bolungavík, Hnífsdal, Isaljörð, Súðavík, Suðureyri og Flateyri svo að samgöngur milli þessara byggð- arlaga geti orðið allan ársins hring og að fólkið þar gæti unað sínum hag og starfað „í faðmi fjalla blárra“. Stífla yfir Hvalfjörð tengdi Borgames, Akranes og Kjalarnes við höfuðborgarsvæðið og gerði Hvalijörð og nágrenni að blóm- legri byggð. Á Kjalarnesi mætti reisa myndarlegt hótel og hafa þar þyrluflugvöll. Þaðan mætti fara í útsýnisflug til Þingvalla, Gullfoss og Geysis; til Bláa lónsins og í fjalla- og jöklaferðir á góðviðris- dögum, auk þess að veiða í Hval- fjarðarlóninu. Gera mætti stíflur til fiskiræktar og rafmagnsframleiðslu víðar en yfir Hvalljörð — t.d. yfir Gilsfjörð og víðar. Hér set ég punkt þó að fleira mætti nefna í sambandi við Hvalfjarðarstíflu. _ Óskar Jensen „'A þessu VBtZÐl HLOÓTA þEiR AÐGANGA ÓT. " Víkveiji skrifar Emil Thomsen bókaútgefandi í Færeyjum varð á vegi Víkverkja í vikunni í heimsókn í Prentsmiðjuna Odda. Þar var þessi færeyski höfðingi frá Nolsö að lesa yfir prófarkir að mikilli bók um list- málarann Mikines. Kjarval þeirra Færeyinga. Emil Thomsen stundaði viðskipti með ýmsan varning en tók síðan til við bókaútgáfu af miklum krafti og hefur nú gefið út um 200 bókatitla á færeysku, flestar prent- aðar á íslandi og margar í þúsund- um eintaka. XXX Emil Thomsen er merkilegur maður og með bókaútgáfu sinni hefur hann unnið stórvirki í þágu norrænnar menningar, því ekkert mun varðveita færeyska tungu eins vel og bókin. Það er skemmtilegt til þess að vita að svo ríkulegt samstarf sé á milli íslend- inga og Færeyinga um starf á sviði þjóðmenningar beggja landa, því víst eru frændur okkar í Færeyjum nær hjartslætti okkar í tungutaki en nokkur önnur þjóð í heiminum, enda færeyskt ritmál. að hálfu íslenskt. í engu landi öðru en Fær- eyjum getur Islendingur talað tungu sína og ætlast til þess að heimamaður skilji málið og þetta er gagnkvæmt með Færeyinga á Islandi þótt menn þurfi vissulega að venjast og læra á blæbrigðamun- inn þar sem Færeyingar segja t.d. új í stað í og oj í stað ey, til að mynda í orðunum bíða og dreyma. Víkveiji vekur athygli á því að á tímum vaxandi samvinnu á alþjóðavettvangi þá er eins og við Islendingar höfum gleymt grönnum okkar í austri og vestri, Grænlend- ingum og Færeyingum. Við eigum ekki að leita of langt yfir skammt í tengslum við aðrar þjóðir, að minnsta kosti skulum við gæta þess að gleyma ekki vinum okkar og frændum. Við þekkjum öll hraða nútímans þar sem fólk gefur sér æ minni tíma til þess að spjalla saman í rólegheitum, hvað þá að h'ta inn hjá vinum og kunningjum nema í sérstökum skyldutilvikum. Það er vandamál af sama meiði að gleyma að rækta vináttu við granna okkar. Víkveiji minnir á að það er óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.