Morgunblaðið - 19.10.1990, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.10.1990, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1990; 49 Bestu þakkir til vina og vandamanna, sem g/öddu mig á 75 ára afmœli minu og gerðu mér þennan dag ógleymanlegan. Lifið heil. Jón Guðmundsson. Þessir hringdu ... Harkalegar aðgerðir Ökumaður hringdi: „Mér þykir heldur harkalega gengið að ökumönnum sem leggja ólöglega, að bílarnir skuli vera fjarlægðir nær tafarlaust. Væri ekki hægt að láta þessa háu sekt nægja þó ekki bættist við kostnaður við flutning á bílum. Mér varð á að leggja ólöglega fyrir skömmu, eigin- lega án 'þess að gera mér það ljóst. Þegar ég kom á staðinn skömmu síðar var bíllinn hvergi sjáanlegur, hafði verið fjarlægð- ur í millitíðinni. Þar sem ég lagði honum var bíllinn þó varla fyrir neinum, en allt um það varð ég að greiða sektina og flutninginn á bílnum einnig." Hjól Monza kvenreiðhjól fannst í Elliðaárdal fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 74590. Köttur Sex mánaða gullbröndóttur fressköttur tapaðist frá Sund- laugarvegi hinn 5. október. Vin- samlegast hringið í síma 675123 ef hann hefur einhvers staðar komið fram. Er það lúxus að vera einstætt foreldri? Til Velvakanda. Ég vil vekja fólk til umhugsunar um „lúxús kjör“ einstæðra foreldra, ef marka má skrif DV fyrir nokkru. Ég tek raunhæft dæmi þ.e. fjöl- skyldur sem ég þekki og skrifa þessa grein með þeirra aðstoð. í báðum fjölskyldunum eru bömin fjögur (tvö innan sex ára aldurs). Onnur fjölskyldan er hjón með fjögur börn. Hin einstætt foreldri með fjögur börn. Hjónin vinna bæði úti og hafa samtals í tekjur um tvær milljónir króna á ári. Barnabætur um 245 þúsund krónur á ári. Skattur um 270 þúsund krónur á ári. Hjónin vinna bæði úti og geta sparað hálfa pössun fyrir tvö bamanna með því að vera að hluta til til skiptis að heiman. Hálf pössun gerir 150 þús- und krónur á ári. Þau eiga því eft- ir 1.350.000 kr., þ.e. 112 þúsund krónur á mánuði. Hjónin eiga skuld- litla íbúð og hjálpast að við uppeldi og rekstur heimilisins. Tekjur einstæða foreldrisins em 940 þúsund á ári. Einstæða foreldr- •ð greiðir fulla pössun tveggja barna, þ. e. 220 þúsund krónur á ári. Ibúð missti viðkomandi við skilnaðinn og leigir íbúð á 35 þús- und krónur á mánuði, þ.e. 420 þús- und krónur á ári. Einstæða foreldr- ið á því eftir 670 þúsund krónur, þ.e. 55 þúsund krónur á mánuði. Einstæða foreldrið ber að sjálfsögðu eitt ábyrgð á rekstri heimilisins og uppeldi bamanna, öll vinna á einum herðum í stað tveggja í fyrra dæm- inu. Jónasína S. Karlsdóttir. Illa textað Til Velvakanda. Eitt föstudagskvöldið fór ég í bíó og sá myndina Töffarinn Ford Fairlane. Það eina sem var ábóta- vant við sýninguna var hve illa text- uð hún var, á tímabili vantaði text- an alveg og einnig var mikið um villur í honum (sérstaklega eitt nafn á mikilvægu vitni, Susu Petals). Einnig sá ég myndina Villt líf og var textinn þar á tímabili nokkuð á eftir talinu og kom allt of seint. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndir em illa textaðar og tel ég að athuga þurfí þetta betur. Áhorfandi Beztu þakkir sendi ég öllum þeim, sem minnt- ust mín á margvislegan hátt á sjötugsafmœlinu. Lifið heil. Jón Aðalsteinn Jónsson. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 95 ára afmœli mínu 7. október sl. Kristín Guðmundsdóttir, Suðurgötu 3, Keflavík. Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útrdyr. Þakka öllum þeim fjölmörgu, serri glöddu mig með skeytum, blómum, gjöfum og heimsókn- um á heimili okkar á Grundargötu 18, Grund- arfirði, á 70 ára afmœli mínu. Guð blessi ykkur öll. Guðmundur Runólfsson. \xm ut&iÞ i mnK Víð fáum aðeíns 70 sett af nýju soft-look Dupont sófa- settunum, teg. Chícago, og reíknum með að öll sendingin seljist upp á næstu dögum. Soft-look áklæðín frá Dupont sam- steypunum eru mýkstu og slítsterkustu áklæðin og þau fallegustu á markaðnum. Hornsófar frá aðeins 83.860,- Sófasett frá aðeíns 106.710,- RAOGREIÐSLUR12 MANUÐIR ÍIURO KREDIT VILDARn/OR VISA MOBLER nUsgagna«!iöllin REGENT MÖBEL Á ÍSLANDI FAX 91-673511 SÍMI91-681199 BÍLDSHÖFÐI20 112 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.