Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 1
104 SIÐUR B/C
257. tbl. 78. árg.
Græðir á ný-
fengnu frelsi
JERZY Urban, fyrrverandi talsmaður,
ríkisstjórnar kommúnista í Póllandi, ger-
ir það gott í viðskiptum þessa dagana.
Urban nýtir sér til hins ítrasta nýja lög-
gjöf um útgáfufrelsi og hefur bók hans
með níðskrifum um stjórnmálamenn
selst í 600.000 eintökum. Háðsádeilu-
tímarit sem hann stofnaði og gefur út
vikulega er orðið eitt mest selda tímarit
Póllands á aðeins nokkum vikum og
kemur nú út í 200.000 cintökum. í tíma-
ritinu, sém iieitir Nie eftir pólska orðinu
fyrir „nei“, 'hafa birst háðsgreinar um
Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra,
Lech Walesa, leiðtoga Samstöðu, og jafn-
vel uin Jóliannes Pál páfa II, kunnasta
son Póllands.
Fær Thatcher
mótframboð?
Breska sjónvarps-
stöðin ITN sagði á
föstudag að Micha-
el Heseltine, fyrr-
verandi varnar-
málaráðherra
Bretlands, íhugaði
nú að bjóða sig
fram gegn Margar-
et Thatcher forsæt-
isráðherra í leiðtogaembætti íhalds-
flokksins. Heseltine gaf ekkert út á þess-
ar vangaveltur en hann hefur gagnrýnt
stefnu Thatcher í Evrópumálunum harð-
lega og um nokkurn tíma verið talin
hugsanlegur eftirmaður hennar sem
leiðtogi íhaldsflokksins. Heseltine hefur
sagt opinberlega að hann muni ekki
vinna gegn Thatcher í leiðtogakjöri
flokksins en í ræðu í Oxford á föstudag
tók hann Evrópumálin upp að nýju, benti
á að samstarf væri betra en einangrun
og þykja ummælin benda til þess að
hann gæti verið að undirbúa framboð
gegn Thatcher.
Gorbatsj o v-vodka:
Málsókn vegna
nafngiftarinnar
SOVÉSK stjórnvöld hyggjast höfða mál
gegn þýsku fyrirtæki er framleiðir
áfengi sem nefnist Gorbatsjov-vodka fyr-
ir að nota nafn Míkhaíls Gorbatsjovs,
forseta Sovétríkjanna. Þýsku framleið-
endurnir segja liins vegar að vodkað sé
nefnt eftir einum af hershöfðingjum
Rússakeisara, L. Gorbatsjov, er stofnaði
fyrirtækið í Pétursborg, nú Leníngrad,
árið 1880. Hershöfðinginn flúði tií
Berlínar 1919 og hélt þar áfram rekstri
fyrirtækisins. Sovétmenn segja þetta
ekkert annað en auglýsingabrellu. Þrátt
fyrir leit í skjalasöfnum finnist engar
frekari upplýsingar um hershöfðingj-
ann.
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
0 • •
Askorun leiðtoga Eystrasaltsríkjanna fyrir leiðtogafund ROSE:
Parísarfundurinn viður-
kenni sjálfstæði ríkjanna
Moskvu. Reuter.
EYSTRASALTSRlKIN fóru þess í gær á leit við leiðtogafund ráðstefnunnar um
öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE/CSCE) sem hefst í París 19. nóvember nk.
að sjálfstæði þeirra verði viðurkennt af ráðstefnunni og Sovétinenn knúnir að draga
heri sína frá þeim.
Isameiginlegri yfirlýsingu Eystrasaltsríkj-
anna þriggja, Eistlands, Lettlands og
Litháens, til ráðstefnunnar sagði að friður,
öryggi og framfarir yrðu ekki tryggðar í
Evrópu nema RÖSE léti ólögmætt hernám
ríkjanna til sín ’taka og legði að Sovétmönn-
um að hætta því. Leiðtogar ríkjanna hittust
í Vilnius, höfuðborg Litháens, á föstudag
og gengu þar frá yfirlýsingu sinni en þar
sagði að Sovétmenn hefðu ekkert forræði
yfir Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Leiðtogar ríkjanna hvöttu jafnframt til
þess að í nýjum samningi um hefðbundin
vopn í Evrópu (CFE) yrðu Sovétmenn skyld-
aðir til að draga heri sína frá Eystrasaltsríkj-
unum. Nauðsynlegt væri að nafngreina ríkin
þijú hvert fyrir sig svo þau gætu fylgst
með að staðið yrði við ákvæði samkomulags-
ins á þeirra yfirráðasvæði. Gert er ráð fyrir
að fulltrúar Atlantshafsbandalagsins
(NATO) og Varsjárbandalagsins undirriti
CFE-samkomulag í lok RÖSE-ráðstefnunn-
ar.
í yfirlýsingu leiðtoga Eystrasaltsríkjanna
sagði að léti RÖSE hersetu Sovétmanna í
ríkjunum ekki til sín taka gætu sovésk
stjórnvöld litið á það sem óbeina viðurkenn-
ingu á innlimun rikjanna í Sovétríkin sem
átti sér stað með leynisamningufn Jósefs
Stalíns og Adolfs Hitlers 1939.
Eystrasaltsríkin hafa sótt um aðild að
RÖSE-ráðstefnunni en nýlega var beiðni
þeirra um að senda áheyrnarfulltrúa til leið-
togafundarins í París synjað, að sögn frétta-
stofu í Vilnius. Hafði hún eftir Vytautas
Landsbergis forseta Litháens í gær að hann
gerði sér enn vonir um að fulltrúar Eystra-
saltsríkjanna gætu tekið þátt í Parísarfund-
inum sem gestir í sendinefnd einhvers hinna
34 RÖSE-ríkja.
Landsbergis heldur í dag til London til
viðræðna við breska ráðamenn og mun hann
eiga fund með Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra á þriðjudag. Mun hann leggja að
breskum stjórnmálamönnum að styðja sjálf-
stæðisbaráttu Litháa.
Þá munu fulltrúar Eystrasaltsríkjanna
eiga fund með fulltrúum Sovétstjórnarinnar
í Moskvu í dag um sjálfstæðismál ríkjanna
þriggja.
DAGAR í JEMEN:
NÚTÍMASTÚLKAN
NIMA, UPP ÁTINDA
KAKOWBANS OG
SKOTÆFINGAR í
SKÓGARFERÐ
1M,, 16
BLAÐ
c