Morgunblaðið - 11.11.1990, Page 14
u
MQRGJJNBÍ.AÍHÐ SUNNUlTAG.UK 11. NQVEMBUB 1990
Kurr vex í röðum breskra íhaldsmanna:
JaminiiD
pykii ol
herská
eftir Kristjón Jónsson
ÉG hef í rauninni engar áhyggjur af fullveldi okkar. Mér finnst
Evrópubandalagið (EB) hafa full mikil áhrif á það sem gerist hérna
en ég held ekki að sameiginlegur gjaldmiðill breyti miklu þar um —
og það yrði auðveldara að ferðast í útlöndum." Þannig lýsir 76 ára
gömul húsmóðir í Finchley, kjördæmi Margaret Thatcher forsætisráð-
herra í Bretlandi, áliti sínu á deilunni sem fær Thatcher til að nota
stóryrði gegn ráðamönnum EB. Thatcher reynir nú að höfða til
sterkra þjóðernistilfinninga meðal þeirra Breta er óttast að öll þjóð-
leg verðmæti séu á hverfanda hveli vegna samræmingaráráttu og
valdafíknar kommissaranna í Brussel. Sir Geoffrey Howe, náinn
vopnabróðir og einn helsti ráðgjafi Thatcher í tvo áratugi, sagði
nýlega af sér embættum aðstoðarforsætisráðherra og leiðtoga þing-
flokksins í neðri deUd þingsins. Hann bar við óánægju með tilfinninga-
þrungið orðaval og áherslur Thatcher í umræðum um væntanlegt
myntbandalag (EMU) þar sem Evrópumyntin, ecu, á að verða sameig-
inlegur gjaldmiðill. Alit Thatcher meðal kjósenda hrapar í skoðana-
könnunum, Ihaldsflokkurinn bíður afhroð í hverjum aukakosningun-
um á fætur öðrum og efnahagsvandamálin hrannast upp, tölur um
verðbólgu og atvinnuleysi hækka stöðugt. Er Járnfrúin búin að tapa
áttum, klýfur hún Ihaldsflokkinn með herskárri andúð sinni á
frekari Evrópusamvinnu? Og hver tekur við af henni ef hún fellur
í leiðtogakjöri eða hættir af sjálfsdáðum?
Thatcher hefur nú verið
forsætisráðherra í 11
ár eða lengur sam-
fleytt en nokkur ann-
ar breskur stjórnar-
leiðtogi á þessari öld.
Evrópumálin hafa
áður valdið hremm-
ingum í stjórn hennar
og Paddy Ashdown,
formaður Lýðræðislega jafnaðar-
mannaflokksins, hélt því fram eftir
afsögn Howe að þau yrðu Thatcher
að falli. Fyrir nokkrum mánuðum
varð Nicholas Ridley, þáverandi iðn-
aðarráðherra, að segja af sér eftir
að hafa úthúðað Þjóðveijum og
Frökkum, voldugustu þjóðum EB,
í tímaritsviðtali. Á síðasta ári sagði
Nigel Lawson fjármálaráðherra af
sér vegna andstöðu Thatcher við
tengsl breska pundsins við Evr-
ópska gjaldeyrissamstarfið (EMS).
1986 sagði Michael Heseitine, þá-
verandi varnarmálaráðherra, af sér
vegna þess að Thatcher vildi ekki
nota Evrópusamstarfið til að halda
þyrluverksmiðju í breskri eigu.
Thatcher var andvíg einingarlögum
EB sem samþykkt voru um miðjan
áratuginn og lögðu grundvöll að
þeirri hröðu þróun sem orðið hefur
síðan til samruna ríkjanna 12 en
sætti sig síðar við þau eftir nokkrar
málamyndabreytingar. Fyrir
nokkru lét hún sig einnig í deilunni
um aðild að EMS. Einleikur
Járnfrúarinnar í Evrópumálunum
hefur oft verið hávaðasamur og
hljómað illa í eyrum annarra EB-
leiðtoga en ekki reynst jafn hættu-
legur og særingar galdramanna
fyrr á öldum, aðallega valdið ólund.
Vill engin Bandaríki Evrópu
Thatcher hefur barist með oddi
og egg gegn ölium tiiraunum í þá
átt að Evrópubandalagið verði með
tímanum risaveldið Bandaríki Evr-
ópu. Jafnframt hefur hún heimtað
að menn útskýri nákvæmlega hvað
þeir eigi við með yfirlýsingum um
aukið samstarf. Hún hefur einnig
gagnrýnt harðlega landbúnaðar-
sukkið í bandalaginu. Thatcher vill
að ákafir Evrópusinnar láti ekki
nægja að að ræða um stórbrotna
framtíð álfunnar heldur lýsi í smá-
atriðum hvernig hægt verði að taka
tillit tii ólíkra sjónarmiða og
tryggja að ekki verði til skrifstofu-
bákn í Brussel er ráðskist með líf
almennings. Hún óttast að tals-
menn aukinna opinberra umsvifa
og sósíalískra hugmynda fái vilja
sínum framgengt með ýmsum
Douglas Hurd.
klækjabrögðum. Auk þess gætu
þeir einfaldlega náð meirihlutavaldi
í valdastofnunum bandalagsins í
fijálsum kosningum þar sem Bretar
eru aðeins ein af mörgum minni-
hlutaþjóðum. Hún bendir á að fari
svo að þing EB fái aukin völd
hljóti það að verða að nokkru leyti
á kostnað þjóðþinganna, þ. á m.
breska þingsins sem er ein af hel-
gustu stofnunum ríkisins. „Hvert
verður hlutverk þess í framtíðinni?“
spyr Thatcher. Þessi sjónarmið
hennar virðast flest vera í góðu
samræmi við hefðbundnar skoðanir
íhaldsmanna.
Dulinn ágreiningur
Dagblaðið Sunday Telegraph
gerði fyrir nokkrum dögum skoð-
anakönnun meðal þingmanna
íhaldsflokksins. Sögðust þá 75%
aðspurðra vera sammála stefnu for-
sætisráðherrans í Evrópumálunum.
Samt telja fréttaskýrendur að þegar
rætt sé um Evrópumálin eigi That-
cher sér aðeins fáeina dygga stuðn-
ingsmenn í sjálfri ríkisstjórninni
(inner cabinet) og er Cecil Parkin-
son samgöngumálaráðherra einn
af þeim. Þungavigtarmenn á borð
við John Major fjármálaráðherra,-
Dougias Hurd utanríkisráðherra og
Kenneth Baker.
Kenneth Baker flokksformnn eru
allir sagðir hlynntir aukinni sam-
vinnu EB-landanna með ákveðnum
skilyrðum þótt þeir láti skoðana-
ágreining við Thatcher ekki í ljós
opinberlega. Margt bendir til að
þessir menn, sem allir eru gallharð-
ir talsmenn fijálsrar verslunar og
markaðsbúskapar, telji sterkt EB
vænlegt til árangurs í þá átt að öll
Evrópa lúti með tímanum lögmálum
markaðarins. Evrópa verði þá end-
anlega laus við lamandi krumlu rík-
isafskiptanna og það sé fullkomlega
veijandi að fórna einhveijum hluta
fullveldis Breta til að ná þessu
markmiði. Talsmenn myntbanda-
lags benda einnig á að Bretland og
Irland hafi árum saman verið í slíku
bandalagi en hafi á sama tíma fjar-
lægst í stjórnmálalegu tilliti og eng-
inn hafi séð merki um að Irar yrðu
af sjálfræði sem máli skipti með
þessu sambandi. Aðrir segja að
fiest lönd séu nú að taka upp metra-
kerfið, gildi það ekki fyrir í
landinu, og jafn eðlilegt sé að ein
mynt sé notuð, helst um allan heim.
Howe var settur út í tiorn
Sir Geoffrey Howe er talinn deila
skoðunum áðurnefndra þungavigt-
Sir Geoffrey Howe.
armanna í stjórn Thatcher. Hann
sagði á flokksþingi íhaldsflokksins
fyrir skömmu að Bretar yrðu að
eiga fulltrúa í „stjórnklefa EB-lest-
arinnar", mættu ekki einangrást í
andstöðu við aðrar EB-þjóðir. Síðar
ítrekaði hann þessa skoðun sína í
viðtali og sagði jafnframt að Bretar
krefðust þess aldrei að vita fyrir-
fram með vissu hvert ferð lestarinn-
ar væri heitið. Fréttaskýrandi Daily
Telegraph, Charles Moore, sagði
að með þessari viðbót hryndi sam-
líking Howe til grunna. „Hver hefur
nokkurn tíma heyrt um járnbraut-
arlest sem leggur af stað eitthvert
út í buskann? Lestir aka á teinum
sem þegar er búið að leggja. Lest
sem ekki er vitað hvert stefnir er
skelfilegt fyrirbrigði. Þegar Thatc-
her spyr hvert ferðinni sé heitið en
lætur ekki duga að stökkva um
borð er hún að'bera upp afar eðii-
lega og skynsamlega spurningu."
Moore fullyrðir að skoðanamunur-
inn um Evrópumálin í ríkisstjórn-
inni sé stórlega orðum aukinn,
íhaldsflokkurinn sé ekki klofinn
þeirra vegna. Howe telji sig, í sönn-
um anda hefðbundinna íhalds-
manna, vera „raunhæfan" mann er
forðist að slá um sig með innantóm-
um glamuryrðum og hafi ímugust
1