Morgunblaðið - 11.11.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNtJÖAGUÍÍ 11. NÓVEM15RR 1990
27
Schiesser®
FLUGLEIÐIR
Þegar ferðalögin liggja í loftinu
PULITZER
FRÁ KR. 37.180,-
ASCOT
FRÁKR. 35.700,-
SAS ROYAL
FRÁ KR. 37.180,-
OWL (UGLAN)
FRÁKR. 32.050,-
'Miðað við gistingu i tvíbýli í 4 nætur.
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 690 300.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
HELSTU SÖLUSTAÐIR:
Amaro, Akureyrí • Embla, Hafnarfiröi •
Fell, Mosfellsbæ • H. búðin, Garðabæ •
Kaupstaður í Mjódd • KF.Þ. Húsavík •
KF.VH. Hvammstanga • KF.H. Egilsstöðum
• MikllgarAur v. Sund •
Perla, Akranesi • Rut, Glæsibæ/Kópavogi
• Vöruhús KÁ, Selfossi
Amsterdam erengri lík. Þarfinnurðu örugglega eitthvað, sem
lífgar upp á tilveruna. Þú átt það inni hjá sjálfum þér. Verslun hefur
blómstrað í Amsterdam í mörg hundruð ár. Kaupmenn þar vita hvað kemurfólki vel þegar
það ætlar að versla og veita því að sjálfsögðu góða þjónustu og mjög hagstætt verð. í
Amsterdam er auðvelt að komast leiðar sinnar. Þar er einnig gott að skemmta sér; u.þ.b.
30 leikhús, 10 tónleikasalir, 50 bíó, fjöldinn allur af diskótekum, dansstöðum, djass-
og næturklúbbum, 40 söfn og 60 sýningarsalir.
KRASNAPOLSKY DE ROODE LEEUW
FRÁ KR. 37.840,- FRÁ KR. 32.550,-
Marías B. Kristjáns-
son frá Isafirði
urgatan ekki söm eftir. Ég veit að
amma er ekki ánægð með mig núna.
Hennar fyrirskipun var „engin eftir-
mæli“, en ég gat ekki stillt mig.
Ég verð að þakka henni einu sinni
enn, þó af vanmætti sé, fyrir mig,
Gunna, Soffíu og Jónas Reyni.
Fari hún í friði með þökk fyrir
allt og allt. Maríanna
Fæddur 13. febrúar 1916
Dáinn 4. nóvember 1990
Margs er að minnast,
margt er hér að þakk’a.
Guði sé lof fyrir Íiðna tíð.
(V. Briem)
Ég kveð nú hinstu kveðju tengda-
föður minn, Marías B. Kristjánsson,
en hann lést á Landakotsspítala að
morgni sunnudagsins 4. nóvember.
Marías fæddist á Suðureyri við
Súgandafjörð 13. febrúar 1916,
sonur hjónanna Kristjáns Guð-
mundar Maríassonar og Guðbjargar
Lovísu Magnúsdóttur. Um 2ja ára
aldur flyst hann með foreldrum og
systkinum, en þau voru 7, til Bol-
ungai’víkur og átti þar heima fram
yfir fermingu er þau flytja til ísa-
fjarðar en þar átti Marías heima til
1973 að hann flyst til Reykjavíkur.
Ein systir Maríasar er á lífi, Rann-
veig, og býr hún í Kópavogi.
A unglingsárum fór Marías á sjó
og hreifst hann svo af sjómennsk-
unni að ef segja má að einhver
hafi haft sjómannsblóð í æðum þá
hafði hann það. Hann stundaði sjó-
inn meðan heilsan leyfði og eftir
að hann kom í land, var hugur
hans oft við sjóinn og alltaf hafði
hann ánægju af að keyra niður á
höfn og skoða bátana.
Marías kvæntist eiginkonu sinni,
Fanneyju Halldórsdóttur, 16. nóv-
ember 1946 og eignuðust þau 7
börn, sem eru: Kristján Óli, kvænt-
ur Helgu G. Axelsdóttur og eiga
þau 4 börn; Guðbjörg Sólveig, á hún
2 börn; Guðmundur Geir, kvæntur
Gladýs Maríasson, á hann 2 börn;
Friðgerður Kristín, gift Jóni Bald-
urssyni, eiga þau 3 börn; Halldór
Bjarni, kvæntur undirritaðri, eiga
þau 3 börn; Fanney María, gift
Heimi F. Guðmundssyni, eiga þau
4 börn; Nanna Bára, gift Guðmundi
I. Einarssyni og eiga þau 2 börn.
Barnabarnabörnin eru orðin 3.
Marías var einstaklega hógvær
og ljúfur maður og sannur vinur
vina sinna. Hann var góður eigin-
maður og faðir og tók öllu sem að
höndum bar með stakri ró og still-
ingu. Ég veit að við eigum öll eftir
að sakna hans mikið svo stóran
sess skipaði hann í lífi okkar allra,
ekki síst barnabörnin sem elskuðu
og dáðu afa í Safamýri. Hann átti
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Biiem)
Áslaug F. GuðniundsdótUr
Elsku afi er farinn frá okkur
börnunum. Hann sem var alltaf svo
hlýr og góður við okkur. Við gleym-
um aldrei jólaljósunum og fallega
jólatrénu hjá afa og ömmu. Þó afi
væri mikið veikur áttum við vísa
athygli hans og vissum alltaf að
hann var að hugsa um okkur, jafn-
vel á hinum síðustu stundum spurði
hann um okkur.
Við hlökkuðum alltaf til að koma
í heimsókn í Safamýrina til afa og
ömnru.
Við biðjum Guð að passa elsku
afa fyrir okkur og vitum að hann
með okkur. Við þökkum honum all-
ar góðu stundirnar. Minningarnar
lifa áfram í huga okkar allra.
Barnabörnin
Þó afi okkar sé búinn að vera
lengi veikur og þjáður, eigum við
erfitt með að sætta okkur við að
hann sé dáinn. Afi fylgdist alltaf
með velferð okkar barnanna. Eitt
af því var að á hverju vori þegar
skólunum lauk, var það fastur vani
að koma með einkunnabækurnar
til afa. Þá var nú oft opnaður stofu-
skápurinn, farið í kassann og seðli
lætt í lófa okkar.
Okkur á eftir að finnast tómt og
skrítið að koma í Safamýrina og
sjá ekki afa í sófanum, þó amrna
væri að vinna að deginum gátum
við alltaf gengið að afa heima og
nutum þess að koma til lians á öll-
um tímum. Minning hans gleymist
aldrei. Við biðjum Guð að geyma
og blessa afa okkar og gefa ömmu
og okkur öllum styrk í sorginni.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið róít,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dinuna dauðans nótt.
(V. Briein)
Þórdís Unnur og
Marías Kristján.
við vanheilsu að stríða hin síðari
ár en í febrúar sl. gerði vart við sig
sá sjúkdómur er hreif hann frá
okkur en aldrei heyrðist nein upp-
gjöf né vonleysi hjá honum sjálfum.
Hann bar sig alltaf vel þó maður
sæi að honum leið illa og er ég kom
til hans nokkrum klukkutímum fyr-
ir .andlátið, spurði hann eftir strák-
unum mínum, hvernig þeir hefðu
það, hvort þeir.væru ekki vel frískir.
Er ég kynntist Maríasi fyrir rétt
um 20 árum undraðist ég hversu
vel hann tók mér strax og það hélst
alla tíð síðan. Við vorum miklir vin-
ir og aldrei skyggði neitt á samband
okkar. Því er djúpur söknuður eftir
er ég kveð hann en ég er þakklát
fyrir árin sem við áttum samleið
en þau hefðu mátt vera fleiri og
notast betur. En nú er hann farinn
frá okkur en við vitum að nú líður
honum vel og að hann vakir yfir
okkur.
Minningin um tryggan og góðan
eiginmann, föður, tengdaföður, afa
og langafa mun fylgja okkur á
meðan við lifum. Blessuð sé minn-
ing hans.
Gunnhildur Arna-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 20. september 1898
Dáin 29. október 1990
Það væri ekki í anda ömmu Gú,
eins og við börnin kölluðum hana
alltaf, að ég færi að skrifa langa
lofræðu um hana látna, þó svo sann-
arlega væri ástæða til. Þó get ég
ekki látið hjá líða að minnast henn-
ar með örfáum fátæklegum orðum,
sem eru í raun bara veikburða til-
raun til að þakka fyrir það, að hafa
fengið að vera samferða henni í
lífinu síðastliðin 15 ár. Það var oft
notalegt að eiga athvarf í skotinu
hjá ömmu og afa Gú fyrstu búskap-
arárin á Vesturgötunni, þegar eig-
inmaðurinn var langdvölum í burtu.
Alltaf var lundin léttari eftir að
hafa skipst á skoðunum við afa um
menn og málefni og þegið kaffisopa
hjá ömmu Gú. Aldrei sá ég ömmu
öðru vísi en með bros á vör eða
stríðnisglampa í augum á hveiju
sem bjátaði. í návist hennar
gleymdist öll sorg og sút.
Hún var heimskona á sína vísu,
hafði yndi af myndlist og tónlist
og vil ég raunar þakka henni fyrir
að hafa opnað augu mín og eyru
fyrir þeim heimsins lystisemdum.
Þó svo að aldursmunurinn á okkur
hafi verið hartnær sextíu ár var
aldrei um neitt kynslóðabil að ræða,
heldur var amma Gú næstum því
bara ein af stelpunum. I barnaaf-
mælunum var hún hrókur alls fagn-
aðar og þau eru ófá skiptin, sem
vinkonur mínar hafa spurt eftir.
• hressu ömmunni hans Gunna. Nú
er hressa amman hans Gunna hins
vegar öll og í mínum huga er Vest-
505 g
Þvol
er drýgra
Þvol er einn elsti
I uppþyottalögur hér á landi.
Samsetningu Þvols hefur
hins vegar margoft verid
breyttí kjölfarnýrra hráefna
sem komidhafa á markaðinn.
Við vékjum sérstaklega
athygli á aðÞvol er drýgra
i notkun, vegna þessað
það inniheldur meira af
virkum sápuefnum. það
gefur meiri gljáa og er milt
fyrir hendur.
.FRIQQ
Lyngásl 1, Garðabæ,
Sími: 65-18-22, Telefax: 65-18-57 •