Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D 261. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mótmæli í Rúmeníu: Saka Ili- escu um valdarán Búkarest. Reuter. MEIRA en 200.000 manns fóru að óskum nýrrar stjórnmála- hreyfingar í Rúmeníu í gær og kröfðust þess á útifundum að stjórn Endurreisnarráðsins undir forystu Petre Romans forsætis- ráðherra og Ions Iliescus forseta segði af sér. Mótmælin voru hin mestu frá þvi að veldi Nicolae Ceausescus var brotið á bak aftur í desemberbyltingunni á síðasta ári. Iliescu var sagður hafa rænt völdum í desember og þess var m.a. krafist að birt yrðu nöfn liðs- foringja sem starfað hefðu í ör- yggislögreglu Ceausescus, Secu- ritate. Nýju samtökin nefnast Borgara- bandalagið, voru stofnuð fyrir viku og eiga ýmsir minni hópar og stað- bundin stéttarfélög aðild að þeim. Bandalagið gagnrýnir efnahags- stefnu stjórnvalda harðlega og segir landið vera að einangrast. 200.000 manns tóku þátt í að- gerðunum í höfuðborginni Búkarest og 20.000 manns söfnuðust saman í borginni Brasov. Rúmenska sjón- varpið sagði að 70.000 hefðu tekið þátt í mótmælum í Timisoara þar sem desemberbyltingin hófst. Lög- regla skipti sér ekki af aðgerðunum sem virtust vel skipulagðar og mun hvergi hafa komið til ofbeldis. Fólk- .ið í Búkarest veifaði logandi kertum og dagblöðum og hrópaði „Niður með Iliesecu!" og „Segið af ykkur!“ Hótað var allsheijarverkfalli ef kröf- unum yrði ekki sinnt. „Verkamenn! Sameinist gegn kommúnistahættunni!" stóð á spjöld- um mótmælenda í Brasov. Þeir kröfðust þess að fyrrverandi kornrn- únistar yrðu reknir úr ábyrgðarstöð- um. Því var einnig haldið fram að Iliescu og menn hans hefðu rænt völdum af almenningi í desember eftir uppreisnina gegn Ceausescu og síðar róið undir þjóðernisátökum í Transylvaníu í mars sl. milli Ung- veija og Rúmena en þá féllu fjórir. Reuter Ungir Rúmenar mótmæla stjórn Endurreisnarráðsins í Búkarest. „Þegar við veltum einræðisseggjunum í desember var kommúnistaflokkurinn aðeins tindurinn á ísjakanum. Nú verðum við að bræða afganginn — öryggislögregluna," sagði í yfirlýsingu nýrrar hreyfingar, Borgarabandalagsins, sem efndi til mótmæl- anna. Bandarísk geim- skutla í leyniferð: Njósnað um Iraka með gervihnetti Canaveral-höfða. Reuter. BANDARÍSKU geimskutlunni Atlantis var skotið á loft ellefu mínútum fyrir miðnætti að íslenzkum tima í gærkvöldi. Geimskutlan er í leyniferð og segja sérfræðingar að hún muni koma á braut njósnagervihnetti til að njósna um herafla íraka við Persaflóa. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið neitaði að skýra frá því, hvaða búnað geimskutlan hefði inn- anborðs. Sérfræðingarnir, sem Re- uíers-fréttastofan vitnar til, segja hins vegar að fímm manna áhöfn feijunnar, allt hermenn, myndu skjóta á braut gervihnetti, sem beina myndi myndavélum að Persa- flóa. I gær hófu Bandaríkjamenn mikla landgönguæfingu, „Þrumuna yfii’vofándi", í Saudi-Arabíu, um 16 km frá landamærum Kúvæt, með þátttöku 1.000 landgönguliða, 16 herskipa, 1.100 herþotna og þyrlná. írakar mótmæltu æfingunni og sögðu hana ögrun við sig. * Askorun nokkurra sovéskra menntamanna: Gorbatsjov grípi til afger- andi aðgerða eða segi af sér Sovétforsetinn fellst á hugmynd Jeltsíns um þjóðstjórn Moskvu. Reuter. HOPUR sovéskra menntamanna skoraði í gær á Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna, að grípa til róttækra ráðstafana til að binda enda á stjórnmálalega og efnahagslega kreppu Sov- étríkjanna eða segja ella af sér. Astandið í Sovétríkjunum væri slíkt að harmleikur væri óumflýj- anlegur ef ekki yrði þegar í stað gripið til afgerandi aðgerða. Meðal ráðstafana sem mennta- mennirnir mæla með er að mat- vælabirgðum sem safnað hefur verið til notkunar í stríði verði dreift til almennings, að bændum verði aflientar jarðir til þess að auka landbúnaðarfrainleiðslu og dregið verði úr mætti hersins, öryggislögreglunnar, KGB, og kommúnistaflokksins. Áskorun menntamannanna er beint til forsetans og sovésku þjóð- arinnar og birtist hún í gær í viku- Margaret Thatcher baráttuglöð á þingi: Ég hyggst halda áfram á sömu braut London. Reuter, Daily Telegraph. MARGARET Thatcher sagðist í gær ætla að halda áfram starfi forsætisráðherra Bretlands. Lét hún þau orð falla á þingi en að öðru leyti lét hún sem hún vissi sem minnst um mótframboð Mich- aels Heseltines fyrrum varnarmálaráðherra til leiðtogahlutverks íhaldsflokksins. „Eftir að hafa leitt eina flokkinn sem fylgir skýrri stefnu og hefur hrint henni í framkvæmd til sigurs í þrennum þingkosningum, hyggst ég halda áfram á sömu braut,“ sagði Thatcher í fyrirspurnatíma í þinginu. Kom hún vel fyrir og haft var á orði hversu mikið ör- yggi hún sýndi í ræðustól. Samkvæmt skoðanakönnun fréttastofunnar Press Association sem tekin var áður en Heseltine tilkynnti um framboð sitt mun Thatcher vinna nauman sigur í leiðtogakjörinu þegar í fyrstu um- ferð. Helstu samverkamenn That- cher sögðust í gær sannfærðir um öruggan sigur hennar í kjörinu'sem fram fer nk. þriðjudag. Margir íhaldsþingmenn hyggjast ráðfæra sig við stuðningsmenn í kjördæm- um sínum í dag. Samkvæmt könnun sem breska blaðið Independent birti í gær eru meiri líkur á því að íhaldsflokkur- inn sigri í næstu kosningum undir forystu Heseltines en Thatcher. Með járnfrúna í leiðtogahlutverki íhaldsflokksins nýtur Verka- mannaflokkur Neils Kinnocks stuðnings 14% fleiri kjósenda en aðeins 5% meira fylgis fari Heselt- ine fyrir íhaldsmönnum. Rétt áður en Heseltine tilkynnti ákvörðun sína í fyrradag voru birt- ar nýjar tölur um atvinnuleysi í Bretlandi. Samkvæmt þeim eru 1,7 milljónir manna án atvinnu í landinu og frá árinu 1968 hefur aukningin ekki orðið jafn mikil milli þess sem tölur af þessu tagi eru birtar. Margaret Thatcher. Reuter blaðinu Moskvufréttnm. Úndir hana skrifa meðal annars Júrí Afanasjev sagnfræðingur, Pavel Búnits hag- fræðingur, Elem Klimov kvik- myndagerðarmaður og Tatjana Zaslavskaja félagsfræðingur. „Eins og þér báðuð um þá fenguð þér sérstök völd. Þér getið nú notað þau til að koma á einræði eða bætt hina lýðræðislegu perestrojku,“ segir í áskoruninni og svo er bætt við: „Einræði myndi leiða yður og allt iandið í glötun." Menntamennirnir hvetja til þess að ríkisstjórn Níkolajs Ryzhkovs forsætisráðherra verði leyst upp og í hennar stað komi þjóðstjórn sem mynduð verði af fulltrúum lýðveld- anna fímmtán og ýmissa stjórn- málaafla. Hugmynd af þessu tagi var rædd á fundi Gorbatsjovs og Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, á sunnudag. Gorbatsjov staðfesti í gær í samtali við ítalska blaðamenn að hann hefði í grundvallaratriðum fallist á þjóðstjórnarhugmyndina eins og Jeltsín hafði áður fullyrt. Rússneska þingið hafnaði á mið- vikudag tilskipun Gorbatsjovs um afnám eftirlits með verðlagi munað- arvöru. Þingmenn voru margir hverjir æfir yfir því að tilskipunin skyldi ekki borin undir rússneska þingið áður. Borgarstjórn Moskvu og samtök þeirra sem versla með munaðarvöru lýstu því yfir í gær að þau ætluðu að virða tilskipun Gorbatsjovs að vettugi.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.