Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMEER 1990 15 fjáraukalög! Fjáraukalög á að leggja einu sinni fram á ári, á haustþingi, — og þá að ná ná- kvæmlega til 31.12. það ár með nákvæmum rekstrar- og greiðsluáætlunum þannig að al- þingismenn viti hvað þeir eru að samþykkja! Þjóðarsátt framtíðarinnar í framtíðínni skulu fjármálaráð- herrar landsins fá að virða fjár- málaákvæði stjórnarskrárinnár að fullu. Hvers vegna? Jú, svarið er að verði svo gert, þá er verðbólgan dauð, að því til- skildu að aðilar vinnumarkaðarins haldi þeirri stefnu sem þeir mörk- uðu sér í vetur. Ég óska verkalýðs- forystunni til hamingju með nýjar og breyttar áherslur í kjaramálum. En göngum hægt um gleðinnar dyr. Ríkissjóður getur einungis með einum hætti staðið við þjóðarsátt- ina. Það er með því að virða fjár- málaákævði stjórnarskrárinnar. Það hefur enn ekki verið gert. Aðil- ar vinnumarkaðarins eru hvattir til þess að fylgjast með þessari hlið málsins, því sukk og rugl í ríkisrekstrinum kveikir í gang vaxtahækkanir öðru fremur. Virði framkvæmdavaldið ekki fjár- málaákvæði stjórnarskrárinnar að fullu og öllu leyti, þá eru það svik við aðila vinnumarkaðarins, sem hafa lagt gífurlega mikið af mörk- um, en ríkisvaldið hefur enn ekki staðið við sinn hluta þjóðarsáttar- innar. Það er ríkissjóður Islands sem er i dag með hegðun sinni að búa til vaxtasprengingu. Aðilar vinnumarkaðarins eru hvattir til þess að leggja því ljð að dregið verði nú þegar úr fjárstreymi til Húsnæðisstofnunar og einungis afgreiddir þeir sem eiga í erfiðleik- um. Þjóðarsáttinni stafar ekki eins mikil hætta áf neinu í dag og frekjunni í félagsmálaráð- herra. Það er engum greiði gerður með því að verða við þeirri frekju. Þvert á móti eru aðilar vinnumark- aðarins og aðrir hvattir til þess að láta ekki frekju í einum ráðherra núverandi ríkisstjórnar sprengja þjóðarsáttina, og valda stórtjóni hjá öllum, sérstaklega þeim sem skulda mikið. Þá fjámiuni sem félagsmála- ráðherra ætlar sér að komast yfir á að nota til að greiða hallann á rikissjóði. Annað veldur stórhækk- un vaxta og eyðileggur þjóðarsátt- ina. Þjóðarsátt framtíðarinnar bygg- ist á skilningi og virðingu fyrir grundvallaratriðum þeim sem hafa verið rakin í þessari blaðagrein. Ég sem alþingismaður og íslenskur ríkisborgari hvet aðila vinnumark- aðarins að taka aftur ráðin af ríkis- stjórninni eins og þeir gerðu í vetur með sínum skynsamlegu kjara- samningum, og þvinga ríkisstjórn- ina til þess að hætta hrossakaupum við félagsmálaráðherra um nauðg- un á veikluðu íslensku peningakerfi sem myndi valda vaxtasprengingu og stórskaða. í framtíðinni eiga svo aðilar vinnumarkaðarins einn kost til að tryggja að ríkisvaldið eyðileggi ekki kjarasamninga. Þann að sjá til þess að umgengni æðstu embættis- manna þjóðarinnar verði með þeim hætti að virða fjármálaákvæði stjórnarskrárinnar að fullu og öllu leyti. Höfundur er ammr af alþingismönnum Sjálfstæðisflokksins fyrir Austurlandskjördæmi. Tvær bækur frá Leshúsinu LESHÚSIÐ gefur út tvær bækur á þessu ári. Önnur bókin er Tataraþulur, ljóða- bók eftir Federico García Lorca í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Þessi bók geymir ljóðaflokkinn Ro- mancero Gitano, sem kom fyrst út 1928.. Hin bókin er UML II ritgerðir eftir Þorgeir Þorgeirsson. Iðunn gaf út 1977 UML - ritgerðir um dægur- mál eftir Þorgeir. Ráðstefna um þýðing- arskyldu LAUGARDAGINN 17. nóvember nk. gangast Menntamálaráðuney- tið, Islensk málnefnd og Útvarps- réttarnefnd sameiginlega fyrir ráðstefnu um þýðingarskylduna. Sú skylda, sem lögð er á dreifinga- raðila sjónvarpsefnis að þýða allt erlent efni, sem sýnt er í sjón- varpi, hefur verið til umfjöllunar að undanförnu. A ráðstefnunni verður leitast við að fjalla um helstu sjónarmið í þeim efnum og varpa ljósi á tæknilegar hliðar málsins. Ráðstefna þessi verður haldin í Borgartúni 6, Reykjavík, laugardag- inn 17. nóvember nk. og hefst kl. 13.30. Ráðgert er að ráðstefnunni ljúki kl. 17.00. Dagskrá ráðstefnunnar verður þannig: Ingvar Gíslason, fyrrv. mennta- málaráðherra og ráðstefnustjóri, set- ur ráðstefnuna. Kristján Árnason, formaður ís- lenskrar málnefndar: „Málvernd og þýðingarskyldan." Þórunn J. Hafstein, deildarstjóri: „Gildandi reglur um þýðingarskyldu og túlkun þeirra." Gústav Arnar, yfirverkfræðingur Pósts og síma: „Gervihnettir — tæknilegir möguleikar á móttöku og dreifingu sjónvarpsefnis." Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri: „Þýðingarskyldan — almenn sjónar- mið.“ Rúnar Birgisson, formaður Lands- samtaka kapalkerfa: „Þýðingar- skyldan er tímaskekkja." Bogi Arnar Finnbogason, sjón- varpsþýðandi: „Þróun í þýðingar- tækni.“ Þorbjörn Broddason, formaður Útvarpsréttarnefndar: „Er þétta eitt- hvert mál?“ Gert er ráð fyrir almennum um- ræðum að framsöguerindum loknum. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Gísla- son, fyrrv. menntamálaráðherra. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) Nú aukum við valfrelsi lántakenda! í samrœmi viö þá stefnu íslandsbanka ab sinna þörfum hvers og eins býbur bankinn lántakendum aukib valfrelsi. Nú geta vibskiptavinir íslandsbanka valib hvort þeir taka verbtryggt eba óverbtryggt lán, sé þab til tveggja árá eba lengur. Abstœbur fólks eru mismunandi og því hentar ekki öllum hib sama í þessu efni. Kynnib ykkur málib, starfsfólk íslandsbanka veitir nánari upplýsingar. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Q Q SAIIMAÐU ÞIi U FAiAÐFARI F\ýll af nálinni færir þér tískuhugmyndir og úrvals leiðbeiningar um eigin hönnun. m\ i:\ibi;ki k; \i koviin Tlli FÉlACi.A MiCBBSIlNS! • Fjölbreyttar sauma- og prjónauppskriftir • Falleg jólaföt á börnin • Hátíða- og samkvæmis- klæðnaður • Hlýlegur vetrarfatnaður • Hagnýtt efni til heimilisins Síðumúla 6 Ert þú komin i ldúbbinn? Síminn er (91) 688 300 •O O •cc S Inngöngutilboð í nóvember: 50% afslátlnr af fyrstu sendingu og ókeypis Sauma- og prjónahandbók!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.