Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 13 mHEKLAHF Laugavegi 170-174 Simi 695500 GALANT stallbakur 5 manna lúxusbfll - Sjálfskiptur/handskiptur - Endrif/sítengt aldrif (4WD). Verö frá kr. 1.264.320 Galant GTI - 16 ventla með hemlalæsivörn (ABS) ARA YRGÐ MITSUBISHI MOTORS þær uni lágu laununum og vanmati á störfum sínum. Uni tvöfalda vinnuálaginu og atvinnuleysinu. Vilji að þeir sem verða að reiða sig á umönnun annarra séu vanræktir. Vilji að blind peninga- _ og gróða- hyggja ráði för, þar sem hin „hörðu gildi“ ríkja ein. Því sú mun verða raunin áfram er konur eru hornreka í öllu stjórnkerfinu. Þarf frekari vitnanna við — veruleikinn talar sínu máli. Því er allt tal um verndað um- hverfi firra ein. Ætli það sé ekki mála sannast að konur, hvar sem þær hafa skipað sér í raðir, séu pólitískir munaðarleysingjar á ber- angri — hugsanlega á vergangi eft- ir kosningar, ef konur bregðast ekki hart við og styðja kynsystur sínar í vor. Höfundur er þingnmður Kvennalistans í Reykjavik. GLÆSILEGT ÚTLIT OG VANDAÐUR BÚNAÐUR ERU ÁSTÆÐURNAR FYRIR VINSÆLDUM Konur á berangri eftir Þórhildi Þorleifsdóttur „Konur í vernduðu umhverfi“ var yfirskrift greinar eftir Sólveigu Pétursdóttur, sem birtist í Morgun- blaðinu sl. föstudag og vísar með þeim orðum til þess að í Kvennalist- anum séu konur í vernduðu um- hverfi utan veruleikans. Sólveig er eina konan sem hlaut náð fyrir augum flokksbundinna sjálfstæðis- manna í Reykjavík í nýafstöðnu prófkjöri þeirra. Vel skil ég að henni sviðu úrslit- in fyrir siV.a hönd og annarra kvenna, en engu að síður reyndi hún að bera sig borginmannlega og sagði að konur mættu vel við una — það hefðu verið svo margir hæfir frambjóðendur! Þessi undarlegu orð, sem merkja ekkert annað en það, að þá fyrst geti konur komist að, að nógu margir óhæfir frambjóðendur (væntanlega af karlkyni), séu í boði, urðu mér undirritaðri umhugsunar- efni. Á landsfundi Kvennalistans í byijun nóvember gerði ég að um- talsefni þá alvarlegu staðreynd að konur virðast ekki styðja konur og að konur innan hinna hefðbundnu stjómmálaflokka neiti að horfast í augu við þá staðreynd, þrátt fyrir slæma útreið í „undanrásum" af ýmsu tagi, eins og ofangreind um- mæli Sólveigar bera með sér. Arangur kvenna Sólveig segir mig hafa verið að „gera lítið úr árangri kynsystra minna í öðrum stjómmálaflokkum" og „það sé gert í örvæntingu vegna eigin fallandi gengis". Það þarf ekki mig til að reyna að gera lítið úr árangri kynsystra minna_— niðurstöðurnar taia sínu máli. Árangurinn er lítill. Vegur kvenna virðist fara minnkandi. Þau fjörbrot sem urðu í kjölfar kvenna- baráttu, sem loks tók á sig mynd sérframboða kvenna, skiluðu fleiri konum inn á þing og í sveitarstjóm- ir en áður hafði þekkst á íslandi. Hinir hefðbundnu stjórnmálaflokk- ar tóku á sig smárögg og nú sitja 14 konur á þingi, þar af tæpur helmingur frá Kvennalista. En nú virðist sem blómaskeiðinu sé lokið. Heldur miðar aftur á bak, í besta falli staðið í stað. Kann þar nokkm um að valda fallandi gengi Kvennalistans í skoðanakönnunum. Karlmenn sjá hann ekki lengur sem ógn og því engin þörf fyrir kvenleg- ar yfirbreiðslur, til að reyna að fela og milda karlveldið innan flokk- anna. að kynin starfi hlið við hlið. Hið síðara er auðvitað hárrétt og það er einmitt markmið okkar kvenna- listakvenna að svo verði. En því fer fjarri að svo sé í dag. „Hlið við hlið“-aðferðin skilaði 7 konum inn á þing í síðustu kosning- um af blönduðum lista, en 49 körl- um — 7 sinnum fleiri! — og einum betur. (Þessi eini hvarf svo á brott vegna þess að betra bauðst og í hans stað kom kona). Við bættust svo 6 af Kvennalista. Þetta eru staðreyndir, Sólveig, þetta er veruleikinn. Þess vegna vil ég kalla konur til ábyrgðar í kosn- ingunum í vor. Það þarf mikið átak til að varðveita unna sigra og vinna „Ef konur hlýða ekki kallinu í vor og styðja kynsystur sínar, er það nánast yfirlýsing um að þær vilji óbreytt ástand.“ nýja. Þess vegna kalla ég kosning- arnar í vor „úrslitabaráttu". Verndað umhverfi Ef konur hlýða ekki kallinu í vor og styðja kynsystur sínar, er það nánast yfirlýsing um að þær vilji óbreytt ástand. Yfirlýsing um að Vantraust — oftraust Það er því ekki bara „vegna eig- in fallandi gengis“ sem ég kalla kosningabaráttuna I vor „úrslita- baráttu" heldur er ég uggandi um gengi kvenna yfírleitt og á ég þar ekki einungis við stjórnmálasviðið. En auðvitað er ég líka uggandi um gengi Kvennalistans, vegna þess að ég tel hann eina skjól kvenna í íslenskum stjómmálum og vil því veg hans sem mestan. Um það veit ég að við Sólveig eru ekki sammála og við því er ekkert að segja, hún vill ganga sinn veg — ég minn. En saman skyldum við horfast í augu við þá staðreynd — þann veruleika — að konur upp til hópa styðja ekki kynsystur sínar nægilega, hvort sem er innan stjórnmálaflokkanna eða í sérfram- boðum. Eigum við Sólveig að fallast á þá skýringu að það sé vegna þess að nóg framboð sé af körlum og að þeir séu yfirleitt hæfari? Eða skyldi rótgróið vantraust á konum og rótgróið oftraust á körlum ráða einhveiju um? 50 karlar — 7 konur Konur láta um of blekkjast af áróðri um að auðvitað eigi þær ekki bara að kjósa konur, vegna þess eins að þær séu konur (þó flest- ir karlar kjósi nú bara karla, vegna þess eins að þeir eru karlar) og að hag allra sé best borgið með því Þórhildur Þorleifsdóttir GAJLANT hlaðbakur Sjálfskiptur/handskiptur - Eindrif/sftengt aldrif (4WD) - 5 manna fólksbíll, breytanlegur í 2 manna bíl með gríðarstórt farangursrými. - Sannkallað augnayndi hvar sem á hann er litið. Verö firá kr. 1.286.400.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.