Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 31
 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. NOVEMBER 1990 31 4 slóðin, sem svo er nefnd, hefur lifað mörg breytingaskeið í íslensku þjóðfélagi, á sinni löngu ævi. Einn af þessum þátttakendum verður kvaddur frá Akraneskirkju í dag. Guðmundur Engilbert Guð- jónsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur í Kirkjubæ hér á Akranesi 1. ágúst 1905. Foreldrar hans voru Guðjón Þórðarson foiTnaður og kona hans Gróa Sigurðardóttir. Guðmundur missti móður sína þegar hann var tæplega sjö ára gamall. Þá var hann tekinn í fóstur hjá Sigurði Sigurðssyni móðurbróður sínum og Guðlaugu Þorsteinsdóttur. Þau bjuggu lengi á Litla-Teig á Akra- nesi og voru jafnan kennd við þann stað. Þau reyndust Guðmundi afar vel og mat hann þau mikils. Guðmundur byijaði ungurtil sjós eins og títt var með unga menn," sem ólust upp í sjávarplássum í þá daga. Hann byijaði á skútu, „Sig- ríði“ frá Reykjavík, með Birni Jóns- syni skipstjóra frá Ananaustum vorið 1920, þá tæplega 15 ára. Hann var svo með sama skipstjóra, að tveimur sumrum undanskildum, til síðari hluta árs 1931, fyrst sem háseti og síðan sem ptýrimaður á línuveiðaranum „Sigríði". Guðmundur lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1925. Haustið 1931 byijaði hann sem skipstjóri á mb. Höfrungi, hjá Har- aldi Böðvarssyni, og var skipstjóri á ýmsum skipum til ársloka 1941, en þá varð hann að hætta vegna heilsubrests. Árið eftir að hann kom í land gerðist hann hafnarvörður á Akra- nesi og gegndi því starfi til 1946. Tók skömmu síðar að sjá um miðun- arstöð, sem sett var upp á „Breið- inni“ til þess að auðvelda bátum og skipum innsiglingu til Akraness í dimmviðri og var þetta afar mikið öryggisatriði. Þetta varáðuren „radarinn" kom til sögunnar og þykir nú svo sjálf- sagt öryggistæki að skip og bátar láta ekki úr höfn nema það sé í lagi. Samhliða miðunarstöðinni sá Guðmundur um rekstur talstöðvar, sem útvegsmenn á Akranesi ráku um árabil til þess að annast við- skipti við vertíðarbátana. Þessi störf vann Guðmundur _af mikilli samviskusemi og alúð. Á þessum árum voru margir sem hringdu í Guðmund á „talstöðina" til þess að leita frétta af bátnum, og ekki hvað síst þegar veður voru válynd, var það mikill styrkur fyrir sjómanns- konur að heyra í Guðmundi og fá fréttir. Guðmundur var kosinn í fyrstu bæjarstjórn á Akranesi 1942-1946 og svo tók hann aftur sæti í bæjar- stjórn í átta ár, 1950-1958. Hann var fulltrúi sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn, var tillögu- góður og fylgdi skoðunum sínum fast eftir, en þó alltaf af sanngirni. Sjálfstæðismaður vat' hann alla tíð, og einn af máttarstólpum flokksins hér í bænum á þessum árum. Auk bæjarstjórnarstarfa gegndi Guð- mundur ýmsum trúnaðarstörfum og má þar m.a. nefna: í stjórn raf- magnsnefndar og síðar í stjórn Rafveitu Akraness um árabil. I sjó- og verslunardómi á Akra- nesi frá 1932 fram á síðustu ár, og umboðsmaður Síldarútvegs- nefndar í mörg ár. Þann 23. maí 1935 kvæntist Guðmundur Kristjönu Þorvalds- dóttur. Þau reistu sér myndarlegt hús á Suðurgötu 34, þar áttu þau fallegt heimili og bjuggu þar alla tíð, eða þar til árið 1987 en þá seldu þau húsið og fluttu á dvalar- heimilið Höfða, þar undu þau hag sínum vel og nutu góðrar umönnun- ar. Kristjana lést sl. sumar. Þeim varð þriggja barna auðið, þau eru: Þoi’valdur Guðni, skipstjóri á ms. Akraborg, kvæntur Þórdísi Björnsdóttur, búsett á Akranesi og eiga þau 4 börn. Guðjón, skrifstofu- stjóri, kvæntur Guðnýju Ólafsdótt- ur, búsett á Akranesi og eiga þau 3 börn. Guðný, gift Bjai'gmundi Björgvinssyni, blikksmíðameistara, búsett í Reykjavík. Hér hefur í stuttu máli verið drepið á helstu atriði í lífshlaupi Guðmundar Guðjónssonar. Hann lést á sjúkrahúsi Akraness 10. nóv. sl. Hann liafði veikst dag- inn áður og var þá flutur á sjúkra- húsið. Eins og var getið um hér að framan, þá átti hann við heilsuleysi að stríða, snemrna á sinni löngu ævi, og háði þar harða baráttu. Hann komst yfir þann sjúkdóm, en varð aldrei samur maður. Þegar hann missti sína ágætu konu sl. sumar, eftir 55 ára sam- búð, skapaðist eðlilega tóm, sem erfitt var að fylla. Þau hjón voru ávallt mjög samrýmd og samhent, sem og fjölskyldan öll. En þessi breyting varð of mikil, svo það virt- ist sem lífsþróttur minnkaði. Þess vegna hygg ég að hann hafi verið tilbúinn að ganga á fund skapara síns, og leggja á djúpið og hefja sína hinstu för. Hér er kvadd- ur góður drengur og honum þökkuð góð kynni. Aðstandendum öllum votta ég samúð mína. Valdimar lndriðason PAPPÍRSSTATÍF, MARGAR GERÐIR, KOMIN AFTUR GEtsíP H Sigfúsína Sigfús- dóttir - Minning Amma mín, Sigfúsína Sigfús- dóttir eða Sína eins og hún var allt- af kölluð lést 7. nóvember sl. 91 árs að aldri. Þrátt fyrir að heilsan væri farin að-bila var lundin ávallt létt og andlegt atgervi eins og hjá tvítugri manneskju. Dugnaður og sjálfsagi var henni í blóð borinn eins og þeir vita sem til þekktu. Er þess skemmst að minnast að fyrir nokkrum vikum varð amma fyrir því óhappi að lærbrotna og áttu fæstir von á að hún kæmist á fætur aftur en heim ætlaði hún sér og heim komst hún þó dvölin yrði ekki löng. Ammar var fædd í Haganesvík 20. júní 1899 dóttir hjónanna Lov- ísu Þorsteinsdóttur og Sigfúsar Sigfússonar. Á fyrsta ári fluttist hún til Sigluijarðar og var tekin í fóstur af hjónunum Önnu Kristjáns- dóttur og Jóni Þorlákssyni. 17 ára gömul flyst hún til Hríseyjar þar sem hún kynntist eiginmanni sínum Þoi-valdi Baldvinssyni skipstjóra og giftust þau 1922. Þau bjuggu í Hrísey til ársins 1938 en flytjast þá til Siglufjarðar þar sem þau bjuggu til ársins 1953 en þá fluttu þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu síðan. Afi lést árið 1965. Börn þeirra eru tvö Margrét Þor- valdsdóttir húsmóðir og Þorsteinn Þorvaldsson útvarpsvirkjameistari og eru barnabörnin átta og barna- barnabörnin 18. Þar sem við amma bjuggum í sama húsi þar til ég flutti að heim- an var samgangur eðlilega mikill. Oft lá leiðin í kjallarann þar sem afi og amrna réðu ríkjum og þar var aldrei að tómum kofa komið. Þar var oft glatt á hjalla og vel tekið á móti þó hópur barnabarna Tlutaacv Heílsuvörur nútímafólks kæmi í heimsókn, með vini sína í eftirdragi. Ég held að fæstir þeir, sem voru að alast upp á svipuðum slóðum í Vogahverfinu, gleymi því þegar ilmur af nýbökuðum pönnu- kökum, lummum eða kleinum, barst út um eldhúsgluggann. Við strák- arnir hópuðumst þá við gluggann og síðan var bakað meðan einhver gat torgað meiru en þá fyrst hófst sá bakstur sem til stóð í upphafi. Við fjölskyldan kveðjum nú ömmu með söknuði og biðjum guð að varðveita góða konu. Þorvaldur Kári Þvottavélar Þurrkarar Philips-Whirlpool þvottavélar og þurrkarar. Fallegar vélar í öllum stærðum og gerðum. Sj álfvirkur búnaður sem sér um hámarks nýtingu vatns, orku og tíma. Sparnaður sem skilar sér fljótt. © PHILIPS ! Whirlpool Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 SQMtcÍKgum, ■H HÁRUTUN • HÁRSNYRTING • HEILSUVÖRUR • HEIMSREISUR • HERRASKÓR • HUÓMPLÖTUR • HUÓMSNÆLDUR • HREINLÆTISVÖRUR • HRINGAR • ILMVÖTN • INNISKÓR • IÞRÓTTASKÓR ÍÞRÓTTATÖSKUR • IPRÓTTAVÖRUR • JÓLASKRAUT • KAFFI • KERAMIK • KERTI & SPIL • KJÓLAR • KLIPPING • KLUKKUR • KLÚTAR • KULDASKÓR • KÖKUR • LEIKFÖNG • LITIR UÓSMYNDAVÖRUR • LOTTÓ • MATVÖRUR • MEÐ-KAFFINU • MJÓLKURVÖRUR • MYNDBÖND • NÁLAR • NÝLENDUVÖRUR • PERMANENT • PILS • PIZZUR • POTTABLÓM • PRJÓNAR s ^ s LX- C3 CC - • B 2: 3 i-S , CD S S § HAMRABORG verslana- og þjónustumiðstöð w I .Snúðu stýrinu að Hamraborg... AFSKORIN-BLÓM • ARMBÓND • ÁLNAVÖRUR • BANKAÞJÓNU BARNASKÓR • BÍLTÆKI • BOLIR • BOLTAR • BRAUÐ • f BÆKUR • DAGBLÖÐ • DRAGTIR • DÖMUSKÓR • FERÐALÖG 1 ^ ^ s l S l —• \ ^ / / \ . OPIÐ ÁLAUGARDÖGUM ... við erum í leiðinni" l> CO co -D 5 c=- «5 111 c n 5 ^ c* S, ^ P | cr> l'l'1 r~~* » g s H 5 £ p §i S s 3 ™ Pr, SÆLGÆTI • SÆNGURFATNAÐUR • TELEFAXTÆKI • TÍMARIT TÍSKUFATNAÐUR • TREFLAR • TRYGGINGAR • TÖLUR • ÚR ÚTVÖRP • VIÐSKIPTAFERÐIR • VIÐTÆKJA-VIÐGERÐIR • ÖL Nýkomið mikið af spennandi gjafavörum og jólaskrauti Opið 9.00-22.00 alla daga BLJOMAHÖLLIN HAMRABORG 1-3 KÓPA VOGl SÍMI40380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.