Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSÍUDAGÍUR: ié. NÓVEMBER 1990 43.'- 1.DEILD KVENNA Haukar-ÍS 45:53 (15:26) íþróttahúsið við Strandgötu, 1. deild kvenna i körfuknattleik, fimmtudaginn 15. nóvember 1990. Stig Hauka: Guðbjörg Norðfjörð 13, Eva Havlik 11, Sólveig Pálsdóttir 7, Herdís Gunnars- dóttir 4, Sigrún Skarphéðinsdóttir 4, Anna Guðmundsdóttir 2, Dóra Garðarsdóttir 2, Hafdís Hafberg 2. Stig IS: Díanna Gunnarsdóttir 14, Hafdís Helgadóttir 11, Vigdís Þórisdóttir 10, Kolbrún Leifsdóttir 6, Kristín Sigurða)-dóttir 6, Vanda Sigurgeirsdóttir 4, Elínborg Guðnadóttir 2. ÍS vann toppslaginn Bæði lið voru með fullt hús stiga fyrir þennan leik. ÍS-stelpurnar tóku strax forystu í leiknum og má segja að þær hafi haldið henni allt til leiksloka. Hauka-stelpurnar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn en þá gripu Stúdínur í taumana og juku forskotið á ný. Sigur ÍS var sanngjarn og var það einkum sterk liðs- Vanda heild sem skóp sigurinn. Þess má þö geta að Díanna Gunn- Sigurgeirsdóttir arsdóttir átti stórleik. skníar Lið Hauka var einnig jafnt en sérstaklega áttu þær Guðbjörg Norðfjörð og Eva Havlik góðan leik. ÍS-stúlkurn- ar eru nú einar á toppi 1. deildar kvenna. Morgunblaðið/Júlíus Mike Noblet var sterkur undir körfunni í gær og tók mörg fráköst. Hér hefur hann betur í baráttu við Axel Nikulásson. faánut FOLK ■ BANDARÍSKAR konur stefna að því að gera betur en karlarnir í keppni Bandaríkjanna og Evrópu í golfi. Bandaríkjamönnum hefur mistekist að ná Ryder-bikarnum í síðustu þremur tilraunum en um helgina verður keppt um svipaðan bikar í kvennaflokki, Solheim-bik- arinn. Keppt verður á Lake Nona í Orlando og eru átta konur í hvoru liði. Þær þekktustu í liði Banda- ríkjanna eru líklega Beth Daniel, Patty Sheehan og Betsy King. í liði Evrópu eru m.a. Trish Jo- hnson, frá Englandi, Marie-Lau- rede Lorenzi, frá Frakklandi og sænsku stöllurnar Helen Alfreds- son og Lisalotte Neuman. ■ ANDRE Agassi hefur tilkynnt að hann ætli ekki að keppa í Stóra- bikarnum [Grand Slam] í Miinchen í desember. Hann vildi ekki segja af hveiju, en sagðist hafa velt mál- unum lengi fyrir sér. Hann gæti verið sektaður um allt að 25 þúsund dollara og dæmdur í bann ef hann hættir án þess að gefa góða ástæðu, s.s. meiðsli. Sex milljónir dollara, sem skiptast milli efstu manna, eru í verðlaun og hefur það farið fyrir bijóstið á mörgum. Boris Becker verður ekki með og heldur ekki John McEnroe og Mats Wilander en þeir hafa sagt að peningamót sem þetta skemmi aðeins fyrir íþróttinni. ■ ALBERT Ferrer hjá Barcel- ona, sem varð að fara af leikvelli í leiknum gegn Fram á dögunum, reyndist vera með rifinn liðþófa í hné. Hann hefur FráAtla verið skorinn upp og Hilmarssyni verður frá keppni í áSpáni tvo mánuði. ■ JUPP Heyn- ckes hefur framlengt samning sinn við Bayern Miinchen um tvö ár. Honum var m.a. boðið að þjálfa Barcelona en sagðist vera ánægður hjá Bayern. KR-ingar réðu ekki við Jón Arnar Logi Bergmann Eiðsson skrifar Jón Arnar Ingvarsson fór á kostum í gær er Haukar sigruðu KR-inga, 86:75. Hann var óstöðvandi og gerði 44 stig í leiknum, rúmlega helm- ing stiga Hauka, og var maðurinn á bakvið sannfærandi sigur. Haukar náðu strax forystunni og héldu henni nær allan leikinn. Þeir léku örugg- lega, sterka svæðisvörn og skynsamlegan sóknarleik. Þeir nýttu sér galopna vörn KR og flestum sóknum lauk með öruggu skoti frá Jóni Arnari. í síðari hálfleik lifnaði yfír KR-ingum. Bow tók við sér og Páll Kolbeinsson óð hvað eftir annað í gegnum vörn Hauka. Með góðum kafla tókst KR-ingum að jafna en sterk vörn Hauka hleypti þeim ekki nær og Haukar tryggðu sér sanngjarnan sigur. Haukar léku vel með Jón Arnar sem lang besta mann. Noblet var grimm- ur undir körfunni og ívar og Pálmar léku örugglega. Lið KR, sem tapaði fjórða leik sínum í röð, saknar greinilega Guðna Guðnasonar. Páll Kol- beinsson átti þó mjög góðan leik, einkum í síðari hálfleik er hann dreif liðið áfram. Axel átti góðan kafla í fyrri hálfleik og Bow í þeim síðari. Haukar - KR 86:75 íþróttahúsið Strandgötu, úrvalsdeildin í körfuknattleik, fimmtudaginn 15. september 1990. Gangur leiksins: 13:8, 29:22, 43:32,43:37, 49:47, 55:55, 66:61,77:66, 79:72,82:75,86:75. Stig Hauka: Jón Arnar Ingvai-sson 44, Mike Noblet 18, ívar Ásgrímsson 10, Henning Henningssón 7, Pálmar Sigurðsson 5 og Pétur IngVarssson 2. Stig KR: Páll Kolbeinsson 31, Jonathan Bow 23, Axel Nikulásson 9, Matthías Einaisson 6, Hörður Gauti Gunnai'sson 2, Hermann Hauksson_2 og Björn Steffensen 2. Dóinarar: Kristinn Albertsson og Helgi Bragason. Áhorfendur: Um 150. Auðvelt hjá IMjarðvíkingum Njarðvíkingar áttu ekki í miklum erfiðleikum með slaka IR- inga í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi, þrátt fyrir að þeir væru langt frá sínu besta. Leikurinn var lengi vel hrútleiðinlegur, mikið um mistök, slæmar sendingar og engu líkara en flestir á vellinum ætluðu að gera allt sjálfir. Þegar talsvert var liðið á seinni hálfleikinn fóru Njarðvíkingar loksins í gang og góðir sprettir þeirra vöktu áhorfendur sem flestir voru fyrir löngu orðnir áhugalausir. Ungur nýliði í liði Njafðvfkinga, Daníel Sveinsson kom inná á lokamínútunum, hann gerði sér lítið fyrir og skoraði 9 stig. UMFIM - ÍR 97:69 íþróttahúsið í Njarðvík, íslandsmótið í körfuknattleik, ðrvalsdeild, fimmtudaginn 15. nóv- ember 1990. Gangur leiksins: 4:0, 4:2, 15:8, 24:13, 32:23, 36:33, 41:38, 50:40, 63:49, 76:53, 84:63, 84:63, 89:63, 97:69. Stig ÚMFN: Rondey Robinson 23, Teitur Örlygsson 20, ísak Tómasson 15, Friðrik Ragn- arsson 14, Daníel Sveinsson 9, Kristinn Einarsson 6, Hreiðar Hreiðai'sson 6, Ástþór Inga- son Rúnar Jónsson 2. Stig IR: Douglas Shouse 23, Jóhannes Sveinsson 14, Björn Bollason 10, Hilmar Gunnars- son 8, Björn Leósson 6, Eggert Garðarsson 6, Halldór Hreinsson 2. . Dómarar: Guðmundur S. Maríusson og Bi-ynjar Þór Þoi-steinsson. Áhorfendur: Um 100. Björn Blöndai skrifarfrá Keflavik A-RIÐILL KNATTSPYRNA / ENGLAND Butcher ráðinn leikmað- ur og þjálfari Coventry Peter Reid í sama hlutverki hjá ManchesterCity Terry Butcher, sem settur var á sölulista hjá Glasgow Rang- ers á dögunum, hefur verið ráðinn stjóri hjá enska 1. deildarliðinu Coventry og mun hann einnig leika með liðinu. Butcher stjórnaði fyrstu æfíngu sinni hjá Coventry í gær. Hann er 31 árs og hætti með landsliði Englands eftir HM á Ítalíu í sum- ar. Coventry rak John Sillett, eftir að hann hafði tilkynnt stjórn fé- lagsins að hann hygðist ekki end- urnýja samning sinn, en hann átti að renna út í vor. Stjórnin beið því ekki boðanna þegar Butcher var á lausu; losaði sig við Sillett á stundinni en hann fær reyndar ágóðaleik hjá félaginu fyrir góða þjónustu. Sillett hefur áhuga á að sinrf þjálfun áfram en taldi sig ekki geta náð lengra með lið Coventry. Coventry mætir Liverpool á heimavelli á morgun, og er jafn- vel talið að Butcher leiki með. Þá er Peter Reid, leikmaður Manchester City, sestur í stjóra- stólinn á þeim bæ; og mun jafn- framt leika áfram með liðinu. Hann tók við stjórninni, tíma- bundið þá, er How.ard Kendall yfirgaf City-skútuna í síðustu viku og liðið tapaði heima 2:3 gegn Leeds undir stjórn hans á laugar- dag. Reid er 34 ára og lék 13 sinnum fyrir Englands hönd. Hann gerði tveggja og hálfs árs samning við City. Fj. leikja u J T Mörk Stig NJARÐVÍK 10 7 0 3 900: 774 14 KR 10 6 0 4 807: 803 12 HAUKAR 10 5 0 5 822: 824 10 SNÆFELL 9 2 0 7 690: 807 4 l'R 10 0 0 10 762: 984 0 BADMINTON íkvöld Fjórir íslendingar keppa á NM Norðurlandamót fullorðinna í badminton verður haldið í Sandefjord í Noregi á morgun og sunnudag. Fjórir íslenskir keppend- ur halda utan í dag til keppni á mótinu, sem er einstaklingskeppni, auk þess sem landsleikur milli Nor- egs og íslands fer fram í dag. Keppendur fyrir íslands hönd í Noregi eru Árni Þór Hallgrímsson, Broddi Kristjánsson, Elsa Nielsen og Guðrún Júlíusdóttir; öli úr TBR. Þjálfari er Karsten Thomsen. Þá fer Reynir Þorsteinsson dómari utan með hópnum. ■Á myndinni er hópurinn sem fer í dag til Noregs. í aftari röð eru, f.v.: Sigrfður Jónsdóttir fararstjóri, Karsten Thomsen þjálfari, Árni Þór, Broddi og Reynir Þorsteinsson, dómari. Fyrir framan eru Guðrún, til vinstri, og Elsa. Handknattleikur Tveir leikir verða í kvöld í 1. deild karla í handknattleik: KA-menn taka á móti FH-ingum í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 20.30 og í Laugardalshöll eigast við ICR og ÍBV. Viðureign þeirra hefst kl. 20.00. í 1. deild kvenna mætast ÍBV og FH í Eyjum kl. 20.00. Þrír leikir eru á dagskrá í 2. deild k'arla í handbolta. Kl. 20.00 mætast í Digranesi Breiðablik og ÍBK og í Njarðvík heima- menn og Ármenningar, og kl. 21.15 hefst viðureign ÍS og Völsungs í Laugardalshöll. Blak Þrír leikir verða í kvöld í 1. deild kvenna. I Digranesi mæt- ast UBK og Víkingur kl. 18.30, Völsungur og HK leika á Húsavík kl. 20.00 og í íþrótta- húsi Glerárskóla á Akureyri hefst viðureign KA og Þróttar, Neskaupsstað kl. 20.50. ÚRSLIT Handknattleikur Bikarkeppni kvenna: ÍR-Stjaman...............15:35 Vinátluleikur í karlalokki: HK - Bandaríkin.........16:16 2. DEILD KARLA Fj. leikja U J T Mörk Stig HK 7 6 1 0 169: 103 13 ÞÓR 7 6 1 0 165: 138 13 BREIÐBLIK 7 5 1 1 156: 123 11 NJARÐVÍK 8 5 1 2 182: 163 11 ÍBK 8 4 0 4 176: 172 8 VÖLSUNGUR 7 3 1 3 145: 154 7 ÁRMANN 9 2 1 6 169: 196 5 AFTURELD. 7 2 0 5 128: 149 4 ÍH 9 1 0 8 168: 200 2 is 7 1 0 6 116: 176 2 Staðan í blaðinu á þriðjudaginn var röng þai-sem leik ÍBK og ÍH vantaði. Nú er hann kominn inn og staðan því rétt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.