Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 2

Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 2
2 M0RtiU.NI5I.ADH) FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Kjaradeila FFSÍ og LÍÚ: Lítið hefur þokast í samkomulagsátt Sáttafundi haldið áfram í dag SÁTTAFUNDUR í kjaradeilu Farmanna- og fiskimannasambandsins og Landsambands íslenskra útvegsmanna stóð yfir í fimm klukku- stundir í húsi ríkissáttasemjara í gær. Um kvöldmatarleytið var fundi frestað til kl. 10 í dag. Guðjón A. Kristjánsson, formaður FFSÍ, seg- ir aðila hafa farið yfir málin á jákvæðum nótum. Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, segir fátt hægt að segja um stöðuna eftir fund gærdagsins og tæpast hægt að segja að sjónarmið hafi nálgast. „Þetta var vinnufundur þar sem samþykktum eina kröfu þá myndi farið varyfir öll þessi mál ájákvæð-. ari nótum en áður,“ sagði Guðjón. Hann vildi þó ekki segja að líkur á verkfalli hefðu minnkað eftir fund- inn, en hann hefði verið gagnlegur. Enn strandar á tveimur atriðum Vestfjarðasamkomulagsins, tíma- kaupsgreiðslu og slippfararkaupi. Segjast yfirmenn halda fast við þá kröfu að útvegsmenn ræði við þá á sömu nótum og samið var um við Bylgjuna á Vestfjörðum, og að allir yfirmenn sitji við sama borð hvar sem þeir eru á landinu. „Við skoðuðum þessi ágreinings- efni og leituðum leiða til lausnar á þeim. Ég tel ekki að þokast hafi í samkomulagsátt,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. „Stærsta vandamálið er deilan um tímakaupsmálin, því að ef við það um leið vekja upp aðra kröfu, þar sem það raskaði hlutföllum. Þetta vandamál verða þeir að leysa sjálfir,“ sagði Kristján. Ummæli forsætisráðheira á þriðjudag, um að stjórnvöld bjóðist til'að greiða fyrir lausn deilunnar með aðgerðum í öryggismálum sjó- manna, hafa komið til umræðu inn- an farmannasabandsins. Mun þar einkum koma til greina að fá niður- felldan virðisaukaskatt á flotbún- ingum, sem hefur verið kröfumál sjómanna. Þessi mál komu þó ekki til umræðu á sáttafundinum í gær og sagði Kristján Ragnarsson að útvegsmenn hefðu ekkert frétt af þessu boði ríkisstjórnarinnar og vissu því ekki í hverju það væri fólgið. „Þetta er ekki sízt af því að Atlantsálsmenn eiga eftir allmikla vinnu sjálfír varðandi uppbygg- ingu fyrirtækisins og samskipti milli Atlantsálsaðilanna innbyrðis, fjárhagsmál sín og þess háttar,“ sagði Jóhannes í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Hann sagði að á sámningafund- inum í Kaupmannahöfn hefðu ummæli Per-Olofs Aronsson, for- stjóra Gránges i Svíþjóð, um ál- verið komið mönnum allmikið á óvart. „Þær skoðanir voru ekki í neinu samræmi við það, sem við vorum að ræða hér, eða mat ■ manna á stöðunni hérna. Ég held að það sé ljóst að það sem á stend- ur í þessu efni er alls ekki pólitisk afgreiðsla málsins heima heldur mikil vinna, sem eftir er í málinu, ekki siður af þeirra hálfu en okk- ar,“ sagði Jóhannes. Jóhannes var spurður hvort hann teldi að undirritun samninga um nýtt álver kynni að dragast eitthvað fram á næsta ár. „Ég vil ekki fullyrða neitt um það á þessu stigi, en útiloka það heldur ekki,“ sagði hann. Hluti þeirra sem skipað hafa samstarfshóp um úrbætur á fíkniefnavandanum. Talið frá vinstri: Erlend- ur Baldursson, Haraldur Johannessen, Olafur Olafsson, Einar Gylfi Jónsson, Arnar Jensson og Ómar Smári Ármannsson. Hundruð ungmenna eiga við vímuefnavandamál að stríða FJÖLDI íslenskra ungmenna sem á við alvarleg vímuefnavanda- mál að stríða skiptir hundruðum og er neyslan margfalt tíðari meðal þeirra unglinga sem búa við erfiðar heimilisaðstæður, hafa hætt í grunnskóla eða eru atvinnulausir en meðal þeirra er stunda nám eða einhverja vinnu. Jóhannes Nordal um álsamninga: Meira er eftir en menn höfðu vonað Samningar gætu dregizt fram á næsta ár JÓHANNES Nordal, formaður álviðraéðunefndar, sagði eftir fund með fulltrúum Atlantsáls-hópsins í Kaupmannahöfn í gær að ekki færi á milli mála að meira væri eftir í samningum um nýtt álver á Keilisnesi en menn hefðu vonað fyrir nokkru síðan. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Landlæknisembættið hefur sent frá sér í kjölfar sam- ráðsfunda sem haldnir voru ásamt fulltrúum lögreglunnar í Reykjavík, unglingadeild Félags- málastofnunar, íþrótta- og tóm- stundaráði, ménntamálaráðuneyti, SÁÁ, Fangelsismálastofnun ríkis- ins o.fl. um vandamál vegna vímu- efnaneyslu unglinga. í skýrslunni kemur fram að fjöldi þeirra sem vistast á sjúkra- stofnunum vegna vímuefnaneyslu fer ört vaxandi. Ferill margra þeirra hefur mótast af erfiðu upp- eldi, brottfalli úr skóla og erfiðleik- um að festa sig í starfi. Á samráðsfundunum komu fram ýmsar tillögur til úrbóta auk þeirra sem þegar hefur verið grip- ið til. Talið er nauðsynlegt að stofnað verði vímuvarnaráð, s,em komi í stað Áfengisvarnaráðs og að settur verði á laggirnar forvarn- arsjóður á vegum ríkisins. Talið er að efla verði aðstqð við heimili og fjölskyldur er minna mega sín, gera skólum kleift að sinna betur þeim nemendum sem eiga erfitt með að fylgjast með í náminu og stórefla rannsóknir á áhrifum upp- eldis og skólavistar. Jafnframt hefur hópurinn lagt til að Island gerist aðili að samningi Samein- uðu þjóðanna gegn ólöglegri versl- un með fíkniefni og skynvilluefni. Að sögn Arnars Jenssonar, full- trúa hjá forvarnardeild lögregl- unnar, er mikil þörf á aukinni fræðslu og umfjöllun um fíkni- efnavandann, þar sem fjöldi þeirra ungmenna sem eigi við stórfelld vandamál að stríða skipti ekki tugum heldur hundruðum. „Öll umfjöllun fjölmiðla, almenn fræðsla og aukin vitneskja for- eldra er nauðsynleg, þar sem við tökum eftir því að í hvert sinn sem umfjöllunin um fíkniefni eða mál sem þeim tengjast eykst, slær það á magn í umferð og unglingarnir eiga erfiðara með að nálgast fíkni- efnin,“ sagði Amar í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði jafnframt að árleg velta vegna fíkniefna hérlendis væri að minnsta kosti 350 milljón- ir króna, en að öllum líkindum meiri. Morgunblaðið selst í 51 þúsund eintökum MORGUNBLAÐIÐ seldist í 51.009 eintökum að meðaltali hvern útgáfudag mánuðina júlí til október síðastliðna, sam- kvæmt upplagseftirliti Verslun- arráðs Islands. Á sama tímabili á síðasta ári var dagssala Morgunblaðsins að jafnaði 49.524 eintök, en á tíma- bilinu apríl-júní á þessu ári 51.043. eintök. Morgunblaðið er eina dagblaðið sem notfærir sér upplagseftirlitið. í fréttatilkynningu frá Verslunar- ráði íslands kemur fram, að hvergi með sambærilegum þjóðum þekk- ist að svo litlar upplýsingar fáist um prentun og sölu blaða og tíma- rita, nema ef vera kynni í Tyrk- landi. Aronson segir álverið í hættu vegna stj órnmálamannanna Samningaviðræðurnar hafa gengið vel, segir Robert G. Miller aðstoðarforstjóri Alumax og talsmaður Atlantsáls PER-OLOF Aronson forstjóri sænska álfyrirtækisins Granges telur að ekkert kunni að verða af byggingu álvers á Islandi vegna þess að íslenskir stjórnmálamenn séu svo uppteknir við að nota þetta mál til að skora pólitísk mörk. Þetta sagði Aronson í viðtali í viðskiptaþætti sænska útvarpsins í gærmorgun. Granges er eitt þriggja fyrirtækja i Atlantsálshópnum sem ætlar að byggja álver á Keilisnesi. Robert G. Miller aðstoðarfor- stjóri Alumax og talsmaður Atl- antsálshópsins, segir að samn- ingaviðræður um álver á Keilis- nesi hafí gengið vel undanfarið og ekkert bendi til að snurða hlaupi þar á þráðinn. „Ég ætla ekki að reyna að túlka orð Aron- sons en ég held að hann hafi ver- ið að lýsa svipuðum áhyggjum og ég hafði í síðasta mánuði. Aronson hefur ekki, í samtölum við okkur, gefið í skyn að þarna sé neitt annað á bakvið,“ sagði Miller. Aronson sagði að á íslandi væru margir stjórnmálaflokkar, þar væru ólík sjónarmið og marg- ir vildu gjarnan notfæra sér þessa framkvæmd í eigin pólitíska þágú, enda ætti hún sér ekki fordæmi þar í landi hvað varðaði stærð og efnahagslega þýðingu. „Eins og við skiljum þessi merki og þann ákvarðanaferil sem nú er í gangi, þá eru þar viss hættumerki," sagði Arönson í viðtalinu. Hann vildi þó ekki svara spurn- ingu útvarpsmanns hvað hann mæti hættuna mikla á að álverið risi ekki á íslandi. „Ég vil fyrst sjá hvort pólitísk ákvarðanataka virkar á Islandi. Geri hún það ekki þá verður ekkert af þessu verkefni." Þegar Aronson var spurður hvaða aðra möguleika Gránges hefði, sagði hann að hægt væri að byggja álver í Kanada, Ástr- alíu og Suður-Ameríku. Miller sagðist telja að þeir sem hefðu fylgst náðið með framvindu mála í samningum um álverið, væru nú rólegri en fyrir nokkrum vikum. „Samningaviðræður hafa gengið vel og þessa stundina leggja samningamenn hart að sér í Kaupmannahöfn. Ég held því að það megi ekki oftúlka ummæli Aronsons,“ sagði Miller. Hann bætti við að samninga- gerðin um álver á íslandi væri mjög flókin vegna þess að álverið væri gríðarmikið verkefni. „Stundum finnst mér menn ekki skilja hversu erfitt þetta er og hvað þarf að taka tillit til margs og finnist verkið því taka lengri tíma en þörf sé á. En ég held að báðir aðilar leggi sig fram við að ná lausn á ágreiningsefnum.“ Týndur mað- ur fannst heill á húfi GUNNLAUGUR Pálmason, 38 ára maður sem undanfarnar vikur hefur í tvígang verið saknað af ættingjum sínum, er kominn fram heill á húfi. Hann fannst í húsi í Reykjavík og að sögn lögreglu gaf hann ekki viðhlítandi skýringar á ferðum sínum frá 30. október síðastliðn- um. Þann 3. nóvember var lýst eftir manninum í fjölmiðlum að ósk ættingja hans en tveimur dögum síðar hafði hann samband við ætt- ingja sinn og kvaðst vera á ótil- teknum stað úti á landi. Síðan hafði ekki til hans spurst og í fyrradag var að nýju lýst eftir honum að ósk ættingja. 1 fram- haldi af því hafði maðurinn sam- band við Iögregluna og óskaði eft- ir að leit væri hætt, án þess að gefa upp dvalarstað sinn. Síðdegis í gær fann lögregla manninn í húsi í austurborginni. Hann var handtekinn og færður á lögreglu- stöð þar sem gengið var úr skugga um að hann væri sá sem hann sagðist vera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.