Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 29 Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík verður með basar sinn á morg- un, laugardaginn 17. nóvember. ■ MAGNÚS Gíslason formaður Verslunarmannafélags Suðurgesja í Keflavík færði Landssamtökum hjartasjúklinga í Reykjavík kr. 500.000 nú á haustdögum, sem framlag úr sjúkrasjóði Verslunar- mannafélagsins til eflingar starf- semi Landssamtakanna, enda stendur til að stofna á næstunni Félag hjaitasjúklinga á Suðurnesj- um,sem verður deild í Landssam- tökunum. (Fréttatilkynning) ■ LA UGA RDA GSKAFFI Kvennalistans í Reykjavík verður að venju á Laugavegi 17, kl. 10.30-13.00, 17. nóvember nk. Þá eiga Kvennalistakonui' stefnumót við þrjár ungar skáldkonur, Gerði Kristnýju, Melkorku Olafsdóttur og Úlfhildi Dagsdóttur. Á meðfylgjandi inynd afhendir Magnús Gíslason formaður Verslunar- mannafélagsins Sigurði Helgasyni formanni Landssamtaka hjarta- sjúklinga þetta rausnarlega peningaframlag. Aðrir á myndinni eru: Haraldur Steinþórsson, Jóhannes Proppé og Sigurveig Halldórsdótt- ir, en þau eru öll í stjórn Landssamtakanna. ■ KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna í Reykjavík heldur árlegan basar sinn í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, 3. hæð, á morg- un, laugardaginn 17. nóvember, kl. 14.00. Þar verða til sölu ýmsir eigu- legir munir, handavinna, laufa- brauð og kökur. Allur ágóði rennur til kristniboðs í Afríku á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Nú er í byggingu íslensk stöð í Voitodal í Eþíópíu, þar sem ólíkir þjóðflokkar búa við bág kjör, engir skólar eða heilbrigðisþjónusta önn- ur en sú sem kristniboðar/hjúkr- unarfræðingar veita við frumstæð skilyrði. í Konsó sem íslepdingar þekkja betur til, bera nú heimamenn höfuðábyrgð, en skyldum íslenskra kristniboðsvina er þó ekki lokið á þeim slóðum,- Utan Eþíópíu eru íslenskir kristniboðar að störfum í Kenýa, nánar tiltekið í Chepareria. Kristniboðsstöðin er miðstöð margra safnaða í héraðinu og þar er fjölmennur skóii. í Nairobi starf- ar auk þess íslenskur kennari. ■ / ÁLYKTUN félagsfundar Birtingar, sem haldinn var 8. nóv- ember, er nýjum áherslum, sem fram koma í stjórnmálaályktun að- alfundar miðstjórnar Alþýðu- bandalagsins fagnað. „Birting fagnar þeim áfanga að Alþýðu- bandalagið hefur nú fellt úr gildi stefnuplaggið frá 1974. í þeirri ákvörðun felst upgjör við fortíðina og hún knýr flokkinn til að móta nýja stefnuskrá byggða á hugsjón- um jafnaðarmanna," segir í álykt- uninni. Þá er í ályktuninni tekið eindregið undir þá áskorun mið- stjórnarinnar að endurnýja verði sem víðast í efstu sætum á fram- boðslista Alþýðubandalagsins í vor, til að fylgja nýjum áherslum eftir. Þá er skorað á foiystu Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags að snúa bökum saman í komandi kosningum og beita sér gegn sam- eiginlegum andstæðingum. Loks er vakin athygli á, að skipulagsmál Alþýðubandalagsmanna í Reykjavíkurkjördæmi séu í full- kominni óvissu og enn alls óljóst hvort færi gefist til samvinnu um framboð á jafnréttisgrundvelli. ■ NÝLEGA var hljómsveitin Blúsbrot endurreist. Hljómsveitin starfaði síðast fyrir u.þ.b. tveimur árum og eru nú í hljómsveitinni þrír af fyrri meðlimum hennar. Þeir eru: Vignir Daðason, söngur og munnharpa, Leó Torfason, gítar, og Helgi Víkingsson, trommur. Þeir þremenningar hafa nú fengið til liðs við sig keflvíska bassa- og orgelleikarann Björn Árnason. Eins og nafnið bendir til leikur hljómsveitin blús en einnig leikur hún rokklög frá 7., 8. og 9. áratugn- um. Hljómsveitin mun næst leika á Gikknum, Ármúla, föstudags- kvöldið 16. nóvember og á Blús- barnum, Laugavegi, laugardags- kvöldið. H JÓNÍNA Guðnadóttir opnaði sýningu í Hafnarborg laugardag- inn 3. nóv. sl. Á sýningunni eru skúlptúrar og veggmyndir sem unn- in eru úr leir, trefjasteypu og öðrum efnum. Sýningin er opin daglega frá kl. 14-19 og stendur til 18. nóy, nk. Með nýjungar í hverju homi Fimmlán ár eru langur tími í tölvuþjónustu. Viö höfum lært að það verður að tryggja viðskiptavinum örugga þjónustu og vöru og kynna honum þær nýjungar sem koma honum að gagni hverju sinni. Fösludaginn 16. nóvember frá kl. 09:00 til 17:00. l,augardaginn-17. nóvember frá kl. 10:00 til 16:00. SKIPHOLT 17 105 REYKJAVÍK í tilefni af afmælinu bjóðum við viðskiptavinum okkar og vinum að líta Inn, ræða málin. kynna sér sérstök afmælistilboð okkar og skoða það nýjasta í tölvum og skrifstofuvélum. Meðal nýjunganna eru Q M S • P S litgeisla- prentarar og M 1 C R O T E K „litaskanni". Ný tölvulína, S L I M L I N E H T M frá Bandaríkjunum og einstakt þjónustutæki fyrir R I C O II myndsenda sem greinir bilanir gegnum síma. SÍMI: 91-27333 - FAX 91-28622 aco Verið velkomin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.