Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 44
KJÖRBOK L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna At vin ii ii reks t ra rl ryggi ng /<6 : \Trygg.ðu öruggan (:A^/77>g' \ atvinnúrekstur FOSTUDAGUR 16. NOVEMBER 1990 VERÐ I LAUSASOLU 100 KR. Ryð í heita vatninu stíflar inntakssíur: Útköll vegna við- gerða 500 á viku GRUGG í leiðslum Hitaveitu Reykjavíkur hefur valdið verulegum vand- ræðum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið, þar sem það sezt í inntaks- síur og innrennsli í hús verður tregt. Ofnar hitna þá illa og rennsli úr krönum minnkar. Þá hafa menn tekið eftir svörtu gruggi í þvotta- vatni. Samkvæmt efnagreiningu er þar einkum um ryð að ræða, en ekki er vitað hvað veldur því. Að sögn Hreins Frímannssonar, yfirverk- fræðings hjá Hitaveitunni, hafa viðgerðarmenn sinnt 500-600 útköllum á viku undanfarinn hálfan annan mánuð vegna stíflaðra inntaka. „Þetta hefur verið árvisst vanda- mál á haustin. Þá hefur verið meira um útköll vegna tregs innrennslis í hús en aðra tíma árs. Það kemur alltaf sandur úr borholum og þetta hefur verið skrifað á það. Nú er þetta hins vegar verra en venju- lega,“ sagði Hreinn. Hann sagði að hitaveitumenn hefðu leitað með log- andi ljósi að sennilegri skýringu, en hún hefði ekki fundizt. Hreinn sagði að vanalega hefði þessi tími gengið yfir á tveimur vik- um eða svo, en nú hefði gruggið valdið óskunda í sex eða sjö vikur samfleytt. „Upphaflega bar mest á Morgunblaðid/Árni Sæberg Björgvin Vilmundarson og Sverrir Hermannsson bankastjórar Landsbankans koma til fundar við Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra í félagsmálaráðuneytinu í gær til viðræðna um stöðu mála hjá Landsbréfum hf. ......... Landsbréf hætta við stöðvun húsbréfakaupa: Kaupverðið breytist frá degi tíl dags vegna breyttra forsendna * - segir Gunnar Helgi Hálfdánarson. Avöxtunarkrafan hækkar strax í dag JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra kallaði í gær til fundar við sig bankastjórn Landsbankans og forsvarsmenn Landsbréfa hf. og Húsnæðis- stofnunar ríkisins til að ræða stöðuna á húsbréfamarkaðnum, í tilefni af stöðvun húsbréfa- kaupa Landsbréfa. I kjölfar fundarins var ákveðið að Lands- bréf hefji aftur húsbréfakaup í dag, en jafnframt að ávöxtunar- krafa við kaupin breytist frá degi til dags eftir framboði og eftirspurn á markaðnum. Avöxt- unarkrafan hækkar í dag og er búist við að hún verði eitthvað hærri en 7,3%, sem Kaupþing hf. bauð í gær. Að sögn Péturs Blöndal forstjóra Kaupþings jafngildir 7,3% ávöxtunarkrafa 12,62% afföllum af nafnverði 'bréfanna, að meðtöldu 0,75% sölugjaldi. Gunnar Helgi Hálfdánarson for- stjóri Landsbréfa segir að menn hafi fram til þessa talið sig hafa nokkuð fast land undir fótum varð- andi framboð og eftirspurn. „En nú er það mat okkar að svo sé ekki. Við töldum að menn mundu hafa betri stjórn á framboðinu og- eins að ef yrði tímabundið framboð umfram eftirspurn, þá mundi Seðla- bankinn koma inn til mótvægis, eins og lög um húsbréfakerfið gera ráð fyrir. Eftir viðræður við yfir- völd um nokkurt skeið er það okkar mat að þær langtímaforsendur sem við höfðum gefið okkur, séu ekki lengur fyrir hendi. Því munum við miða forsendur okkar núna við framboð og eftirspurn frá degi til dags. Þetta þýðir auðvitað það að afföllin hækka fyrst í stað, við erum að vonast tii að geta slegið þarna á þær miklu væntingar um frekari vaxtahækkanir sem er afar mikil- vægt gagnvart þeim sem hyggjast eiga þau áfram eða kaupa til að spara á þann hátt. Þetta þýðir einn- ig að verðið sem gildir í dag er ekki endilega verðið sem gildir á morgun^^yið vonumst til að þessi hækkun stuðli að auknu jafnv"ægi á húsbréfamarkaðnum sem síðan geti leitt til þess að vextir lækki aftur síðar,“ segir Gunnar Helgi. Jóhanna segir lífeyrissjóðina enn eiga eftir þijá milljarða króna til þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Húsnæðisstofnun á árinu og þar af geti þeir keypt húsbréf fyrir rúman milljarð. Hún segir húsbréf vera besta ávöxtunar- kost á markaðnum nú. „Eg vænti því þess að lífeyrissjóðirnir komi þarna inn, Seðlabankinn verði við- skiptavaki og ég útiloka ekki að það sé hugsanlegt líka að leita til fleiri aðila á Verðbréfaþingi að vera viðskiptavaki," segir Jóhanna. Eiríkur Guðnason aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans kvaðst í gær ekkert vilja segja um hvort eða þá með hvaða hætti Seðlabankinn kæmi að þessu máli. „Satt að segja finnst mér það ekki mikið vanda- mál þó að stór ríkisbanki eigi eitt- hvað svolítið af ríkistryggðum bréf- um,“ sagði hann. Sjá í miðopnu samtal við Sigur- björn Gunnarsson deildar- stjóra hjá Landsbréfum. þessu í bæjarhlutum í Hafnarfirði og Kópavogi og á Kleppsvegi, en nú er það orðið meira, hefur fært sig í Hlíðarnar og niður í bæ,“ sagði hann. Borgarstjórn: Afgreiðslutími gefinn frjáls BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti á fundi í gærkvöldi tillögu borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um breyttan af- greiðslutíma smásöluverslana í Reykjavík. Samkvæmt tillög- unni verður afgi’eiðslutíminn gefinn frjáls að því undanskildu að á nóttunni, á milli kl. 23.30 og 7, og á nokkrum helgidögum er óheimilt að hafa opið nema með sérstöku leyfi. Nýju regl- urnar taka gildi um næstu ára- mót. Samkvæmt hinni nýju sam- þykkt verður óheimilt að hafa sölu- staði opna milli kl. 23.30 á kvöld- in og 7.00 á morgnana nema með sérstöku leyfi borgarráðs enda sé um að ræða söluturna eða sam- bærilega starfsemi. Heimilt verður að hafa sölustaði opna á helgidögum nema föstu- daginn langa, páskadag, hvíta- sunnudag og jóladag. Jafnframt skal öllum sölustöðum lokað eigi síðar en kl. 16 á aðfangadag og gamlársdag. Ríkisstofnanir sniðganga ráðninganefnd ríkisins: Um 1.300 ríkisstarfsmenn verkefnaráðnir án heimildar RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir þann hátt, sem hafður hefur ver- ið á við ráðningu nýrra starfsmanna ríkisins, í skýrslu um Launa- skrifstofu ríkisins, sem Ríkisendurskoðun hefur nýlega farið ofan í saumana á. Þar segir að ríkisstarfsmenn hafi verið ráðnir til sér- stakra verkefna án heimildar ráðninganefndar ríkisins og ráðning þeirra síðan framlengd. Nú eiga hundruð verkefnaráðinna ríkis- starfsmanna rétt á fastráðningu samkvæmt kjarasamningum BHMR og BSRB. Ríkisendurskoðun tekur fram að sjálft fjármálaráðuneyt- ið, sem vera ætti öðrum fyrirmynd, sniðgangi með öllu ráðninga- nefndina og ástæða sé til að spyrja hvort ekki sé tímabært að leggja nefndina niður í núverandi mynd. í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að í iögum um ráðninganefnd ríkisins sé tekið fram að óheimilt sé að fjölga föstum starfsmönnum í þjónustu ríkisins eða ríkisstofnana án samþykkis nefndarinnar. „I raun hel'ur ráðninganefnd ríkisins verið óvirk að þessu leyti í mörg undan- farin ár,“ segir Ríkiséndurskoðun. „Sú leið hefur í vaxandi mæli verið farin að verkefnaráða starfsmenn til eiTTs árs eða skemmri tíma og framlengja síðan ráðningartíma þeirra. Ekki hefur þurft að leggja óskir um verkefnaráðningar fyrir ráðninganefndina. Eins.hafa ráðn- ingar starfsmanna, sem eru utan BSRB og BHMR, ekki komið til kasta nefndarinnar. Á fjárlögum hafa einnig iðulega. .verið .veittar heimildir til nýráðninga til skemmri eða lengri tíma, sem ekki hefur þurft að bera undir ráðninganefnd. Fyrir vikið hefur töluvert misræmi verið á milli þess fjölda starfsmanna hjá hverri stofnun, sem heimild er fyrir, og þeirra, sem fá greidd laun.“ Ríkisendurskoðun segir að þetta misræmi hafi löngum verið þekkt. Nú hafi það svo gerzt, að með sér- stakri bókun í kjarasamningi Bandalags háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna, að allir þeir, sem hafi verið verkefnaráðnir í tvö ár eða lengur, eigi rétt á fastráðningu. Að sögn Bit-gis Björns Siguijóns- sonar, framkvæmdastjóra BHMR, voru teknar saman tölur um þennan hóp í kringum síðustu áramót. Þá kom í ljós að þeir, sem voru verk- . gfnaráðnir.hjá ríkisstofnunum, voru alls 1.337. Þar af voru félagar í BSRB 293, BHMR 471 ogKennara- sambandi ísland 519 auk 54 utan bandalaga. BHMR-félagarnir eiga rétt á fastráðningu samkvæmt fyrr- greindri bókun, og einnig var gerð bókun í kjarasamningi BSRB og ríkisins um að þeir félagar í BSRB, sem verið hefðu verkefnaráðnir í ár eða lengur, ættu rétt á fastráðn- ingu ef fyrirsjáanlegt væri að hægt væri að fjármagna starfið. Birgir Björn sagði að enn hefði það ekki gengið eftir að allir BHMR-félagar, sem rétt ættu á því, fengju fastráðningu. Til að mynda væru stórir hópar starfs- manna hjá Orðabók Háskólans og Ríkisútvarpinu sem þannig háttaði um, og tugir kennara á öllum skóla- stigum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.