Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Minning: Gunnar Sch. Sigurðs- son bifreiðastjóri Fæddur 23. október 1924 Dáinn 9. nóvember 1990 Bróðir minn, Gunnar Scheving Sigurðsson, andaðist í Landspítal- anum 9. nóvember eftir erfiða sjúkrahúslegu um nokkurra vikna skeið, og fer jarðarför hans fram í dag frá Háteigskirkju. Hann var fæddur í Reykjavík 23. nóvember 1924, og voru foreldrar 'hans hjónin Kristjana Erlendsdóttir og Sigurður Ishól Klemensson, sjó- maður og síðar bankastarfsmaður. Þau hjón eignuðust sjö börn og var Gunnar næstyngstur þeirra og að- eins barn að aldri, þegar foreldrar hans slitu samvistir. Sigurður gekk síðar til sambúðar við Elísabetu Halldórsdóttur, og reyndist hún okkur systkinum kær og skilnings- rík stjúpmóðir og ætíð reiðubúin að leysa vandamál okkar, þegar eitt- hvað bjátaði á hjá okkur eða annar vandi var fyrir höndum. Gunnar ólst upp á kreppuárunum, þegar fárra kosta var völ. Þegar hann hafði aldur til gerðist hann bifreiðastjóri og stundaði þá atvinnu ' ævilangt. Fór honum starfíð vel úr hendi, og naut hann þar ekki sist ljúfmennsku sinnar, hjálpsemi og áreiðanleika. Það er ef til vill ekki margbrotinn starfsvettvangur að aka bíl né vænlegur til veraldar- frama, en góður og gegn maður skipar vel hvert sæti, sem hann sest í, og alls staðar gefst mönnum færi á að sýna manntak og skyldu- rækni. Nú þegar komið er að kveðju- stund míns kæra bróður er margs að minnast og er mér ekki síst í huga, hve hann var alltaf góður við hana „stóru systur" sína. Hann var sá, sem ég leitaðí löngum til um ráð og aðstoð. Eins og öðrum systkinum sínum var hann sá trausti, góði bróðir, sem alltaf var reiðubúinn að rétta hjálparhönd og leysa úr vanda- málunum. Til hans var einlægt ljúft að leita. Hönd og hugur hans var reiðubúinn til hjálpar og huggunar. Ég mun aldrei gleyma, hver stytta og stoð hann var mér, þegar örðug- leikar og andstreymi sóttu mig heim, fjarri öllum ættingjum á er- lendri grund. Þá var gott að eiga sér bróður að baki. Og á þessari kveðjustund, að lokinni samfylgd, að minnsta kosti fyrst um sirin, sækja þessar minningar allar fram í hugann. Eftirlifandi eiginkonu Gunnars, mágkonu minni Borghildi Kristjáns- dóttur, og börnum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þið hafið öll verið slegin þungu höggi við fráfall eiginmanns og föð- ur. En hvert él birtir upp um síðir og minningin um góðan og farsælan dreng mun bregða birtu á ófarið æviskeið ykkar. Dagný Karlsen t Bróðir okkar, RANDVER KRISTJÁNSSON, Hveramörk 14, Hveragerði, lést í Sjúkrahúsi Selfoss miðvikudaginn 14. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Kristjánsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRGUNNUR KRISTBJÖRG SVEINSDÓTTIR, Leifsgötu 20, Reykjavík, lést í Landspitalanum þriðjudaginn 13. nóvember. Rannveig Björnsdóttir, Guðmundur Karl Jónsson, Hildur Björnsdóttir, Pálmar Guðjónsson, Björn Björnsson, Guðný Aðalsteinsdóttir, Svava Björnsdóttir, Emil Gautur Emilsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DEMUS JOENSEN, Heiðarhrauni 30B, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindarvíkurkirkju laugardaginn 17. nóv- ember kl. 14.00. Guðbjörg Maria Guðjónsdóttir, Súsanna Demusdóttir, Jón Guðmundsson, Alda H. Demusdóttir, Sveinn Þór ísaksson, Berglind Demusdóttir, Birgir Ingvason, Vignir Demusson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR LEVÍ BJARNASON, Grettisgötu 84, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 19. nóvember kl/ 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindrafélagið. Jenný Lúðvfksdóttir, Þóra E. Hailgrimsdóttir, Árni Þór Árnason, Þórunn Haraldsdóttir Faddis, Charles Frank Faddis, Ingibjörg G. Haraldsdóttir, Grétar H. Óskarsson, Hrannar G. Haraldsson, Lára Kjartansdóttir, Edda Björnsdóttir, Halldór Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Á öldum ljósvakans barst mér andlátsfregn starfsbróður míns, Gunnars Scheving, þegar ég var staddur á æskustöðvum mínum norður í landi. Að vísu kom mér fréttin ekki að óvörum því ég vissi að bilið var mjótt milli lífs og dauða. Þijár vikur liðnar af vetri, en veðráttan mild og góð eins og sam- felldur sumardagur. Sölnuð grös og bliknuð lauf falla til foldar og móð- ir jörð heimtir aftur sitt sem hún hefur lagt af mþrkum lífínu til vaxt- ar og þroska. Á sama veg fer einn- ig með okkur mannanna börn að jarðneskar leifar heyra moldinni til en andinn flyst á æðra svið. Gunnar var vel vaxinn og vörpu- legur maður, traustvekjandi í sjón og heyrn. Snyrtimennskan í klæða- burði og fáguð framkoma voru hans aðalsmerki. Leigubílar hans vöktu alltaf athygli, enda vel til þeirra vandað og ætíð fægðir og fágaðir, stöðvunum og stéttinni til sóma. Mest allt ævistarf hans var að aka leigubifreiðum og fórst honum það vel úr hendi. Áður en leiðir okkar Gunnars lágu saman á BSR hafði ég veitt honum verulega athygli en ekki kynnst honum neitt að ráði, en eftir að hann kom á stöðina hófust kynni á milli okkar sem öll voru á hinn besta veg. Við störfuðum saman í stjórn Lánasjóðs BSR og einnig var hann starfsmaður sjóðsins í nokkur ár. Hann vann störf sín af dyggð og trúmennsku, og fór vel á með okk- ur. Hann skildi fijótt að hér varð að vinna fórnfúst starf og haga rekstrinum eftir greiðslugetu sjóðs- ins. Fyrir 37 árum kvæntist Gunnar eftirlifandi konu sinni Borghildi Kristjánsdóttur og áttu þau saman tvo_ syni. Ég naut þess oft að koma inn á heimili þeirra • hjóna og njóta þar gestrisni og góðra veitinga í ríkum mæli sem bornar voru fram af hlý- hug og myndarskap. Heimilið sér- staklega snyrtilegt og vel um geng- ið. Samstilltir húsbændur sem nutu þess að vera sjálfum sér nógir. Húsfreyjan höfðingi sem maður hlaut að taka eftir, þó hún ýtti sér ekki í fremstu raðir. Gunnar var.félagslyndur og hafði gaman af að gleðjast í góðvina hópi, hófsamur og prúður og kom ávallt fram sjálfum sér og öðrum til sóma. Ég heid að hann hafi verið í eðli sínu sportmaður, haft gaman af að ferðast, taka ljósmyndir og skoða landið okkar og kynnast því af eigin raun og sjá hversu mikið það hefur upp á að bjóða. Síðustu tólf árin kynntist ég Gunnari nánar og betur þar sem við vorum báðir í Oddfellowreglunni og saman í stúku nr. 1, Ingólfi. Þar sem annars staðar var hann traust- ur og góður samferðamaður og var hann í stjórn stúkunnar á árunum 1986-1988. Hann var eljusamur og fórnfús að vinna störf fyrir aðra, bóngóður og ábyggilegur og síst var hann maður til þess að bregðast því trausti sem honum var sýnt. Frá starfsbræðrum mínum á BSR sem þekktu hann best, flyt ég þakk- ir og kveðjur fyrir vel unnin störf í þágu Lánasjóðsins, starfsmannafé- lagsins og stöðvarinnar. Við hjónin þökkum traust og góð kynni og söknum vinar í stað, jafn- framt sendum við Borghildi og fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að veita henni huggun og styrk í þungri raun. Jakob Þorsteinsson Aðeins nokkur fátæk kveðjuorð til vinar míns og tengdaföður, Gunn- ars Scheving Sigurðssonar. Það eru um 25 ár síðan kynni okkar hófust, við vörum nágrannar í Drápuhlíð- inni er við dóttir hans, Heiður, hóf- um búskap. Mér er efst í huga elsku- legt viðmót og brosið hans og hjálp- fýsi þegar til hans var leitað. Þau gleymast seint jólaboðin hjá afa og Boggu eins og synirnir kalla það. Gunnar starfaði að félagsmálum hjá Bifreiðastjórafélaginu Fram og hin seinni ár hjá Oddfellowreglunni, þar sem hann var virkur félagi. Ættartal Gunnars læt ég öðrum eftir sem betur þekkja til. Elsku Bogga min, svo og aðrir aðstandendur, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Á bláum hestum hugans um himininn ég svíf, ég sé í djúpum draumi að dauðinn skapar líf. Þar búa ótal andar og áfram streyma þeir, þar er í iausu lofti eitt ljós sem aldrei deyr. (Kristján Hreinsson, Lesbók Morgunblaðsins.) Böddi og Heiða Birting af- mælis- ogminn- ingargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR GUÐMUNDSSON, Heiðarholti 2, Kefiavik, er lést á heimili sínu þann 12. nóvember sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Ástráður Gunnarsson, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Hólmkell Gunnarsson, Guðbjörg Friðriksdóttir og barnabörn. Konan mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN DAGBJÖRT GISSURARDÓTTIR, Spóarima 4, Setfossi, sem andaðist 8. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Selfoss- kirkju laugardaginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigursteinn Ólafsson, Sævar Sigursteinsson, Gerður Bogadóttir, Sigurður Bogi Sævarsson, Sigursteinn Gunnar Sævarsson, Ragnhildur Sævarsdóttir. + PETREA INGILEIF GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þúfukoti i Kjós, til heimilis á Reykjalundi, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 17. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd vandamanna, Sólveig Einarsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og aðstoð við andlát og útför ÞÓRU PÁLl'NU BJÖRNSDÓTTUR, Búðarvegi 2, Fáskrúðsfirði. Kristmann Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og útför LÁRUSAR KARLSSONAR. Sérstakar þakkir til Aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli. Fyrir hönd ættingja, Hrafnhildur Þorbergsdóttir, Austurbrún 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.