Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 34

Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) V* Eyddu ekki of miklum peningum í skemmtanir í dag og taktu enga áhættu. Sjálfsagi færir þér ávinn- ing í starfí. Einhver reynist fús að karpa við þig í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Gættu hófs í framkvæmdum heima fyrir. Hjón eru sammála um flest mál núna. Sneiddu hjá hvers konar kífi um peningamálin í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Láttu þér ekki sjást yfir mikil- vægt smáatriði í dag. Innsæi og sjálfsagi færa þig nær marki þínu í vinnunni. Forðastu kaldhæðni í umræðum seinni hluta dagsins. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Þetta verður skemmtilegur dagur hjá þér, en þér hættir til að eyða um of. Hjónum finnst þau vera sérstaklega nátengd hvort öðru núna. Einhver pirringur skýtur upp kollinum í vinnunni. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <et Þér er ekkert að vanbúnaði að . takast á við endurbótaverkefni heima fyrir. Þú tekur einnig heim með þér verkefni úr vinnunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) Einhveijum sem þú umgengst í dag hættir til að ýkja. Skapandi einstklingar fá innblástur núna og með góðri einbeitingu tekst þeim að koma miklu í verk. Vog (23. sept. - 22. október) Vinur þinn er stór upp á sig í dag. Dómgreind þín í fjármálum er óvenju skörp um þessar mund- ir. Þú gerir stórinnkaup fyrir heimilið. í kvöld ctur þú kappi við persónu sem er gjörólík þér. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Hugmynd sem þú vinnur að núna kann að vera óframkvæmanleg frá viðskiptasjónarmiði. Sinntu mikilvægum símtölum í dag. Þú kannt að lenda í karpi út af pen- ingum í kvöld. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Fyrst á dagskránni hjá þér í dag er að drífa af verkefni sem þú hefur ýtt á undan þér. Ráðgjafi þinn reynist þér lítt hjálplegui'. Sýndu fjölskyldu þinni umhyggju og tillitssemi í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Njóttu þess að hitta vini þína, en haltu fast utan um budduna og krítarkortið. Óþolinmæðin getur dregið úr afköstum þínum. Haltu friðinn við samstai'fsmenn þína. Vatnsberi (20. janúar - 18. febniar) ðh Náinn ættingi eða vinur lætur undir höfuð leggjast að gangast við sínum hluta af sameiginlegri ábyrgð ykkar. Þú verður fyrir vonbrigðum með félagslífið í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 2Q. mars) Einhver þjóðmálanna brenna heitt á þér um þessar mundir. Þú gerðir rétt í því að fara í ferða- lag núna, en einhver í fjölskyld- unni gæti orðið þrætugjarn í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ hefur heim- spekilega afstöðu til lífsins, en er stundum dálítið fast í farinu. Það hefur hugrekki, sem byggist á sannfæringu, og er reiðubúið að leggja mikið á sig fyrir mál- stað sem það gerir að sínum. Það hefur áhuga á almennri velferð, en er einfari á margan hátt. Því gengur betur að starfa þegar það er eitt á báti en í samstarfi við annað fólk. Það á sér háleitar hugsjónir, en verður að vara sig á að gera þá kröfu til annarra að þeir iifi einnig í samræmi við þær. Stjörnusþána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. nVDATBCMC UYKAuLtlMo PAVf5 10-16 TOMMI OG JENNI SMÁFÓLK Gjörðu svo vel, ólin þín var að koma úr hreinsun. l'M &LAP TO 5EE TWAT YOU TAKE 5UCH 600P CARE OF YOUR THIN65.. ^ Það gleður mig að þú skulir hugsa svona vel um eigur þínar. En hvað á ég að gera við öll herðatrén? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Eftir fremur lokaða sagnbar- áttu enda sagnir í parsamningi 6 spöðum í suður. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ K108742 V 1065 ♦ D4 ♦ 83 Vestur Austur ♦- lmll ♦G5 VK8742 VADG3 ♦ 86 ♦ G953 ♦ ÁK10964 +D75 Suður ♦ ÁD963 V9 ♦ ÁK1072 ♦ G2 Vestur Norður Austur Suður — — — 1 spaði 2 lauf 2 spaðar 3 lauf 4 spaðar 5 lauf Pass 5 spaðar Pass Pass Útspil: Laufás. Við sjáum að vörnin getur tekið þijá fyrstu slagina, tvo á lauf og einn á hjarta. Fyrir okk- ur, sem sjáum allar hendur, er því lítil þraut að hnekkja spilinu. En frá bæjardyrum vesturs er engan veginn sjálfsagt mál að skipta yfir í hjarta. Það gæti alveg eins verið rétt að spila tígli. Hann þarf því hjálp frá makk- er. Segjum nú að AV séu miklir hliðarkallsspekingar. Austur gæti þá látið sér detta í hug að láta drottninguna detta í laufás- inn! Snjallt kall í hjarta, ekki satt? Kannski, en gallinn er bara sá að austur myndi setja drottn- inguna frá DGx til að SÝNA GOSANN. Því gæti vestur fallið í þá gryiju að spila lauftíunni til baka! Spila makker inn á gosann og panta hjarta tii baka. Suður fengi þá óvæntan en kærkominn slag á laufgosa. Með Dxxx kæmi frekar til greina að láta drottninguna fjúka í fyrsta slag til að hvetja makker til. að' skipta strax yfir í hjarta. En í þessu tilfelli ætti austur að kalla í litnum og láta drottninguna næst undir kóng- inn. Hann býst hvort sem er við að fá tvo slagi á lauf. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á sovézka meistaramótinu í ár kom þetta endatafl upp í skák alþjóðlega meistarans Aseev (2.575) og stónneistarans Vyzm- anavin (2.585), sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast hræðilegum afleik, 32. Kf2-e3??. 32. - Hxa3! og hvítur gafst upp, því eftir 33. Hxa3 - Rc2+ verður hann manni undir. Þegar ein um- ferð var eftir voru þeir Beljavsky, Vyzmanavin og Judasin efstir með 8 v. af 12 mögulegum, en næstir komu Bareev með 7 'A v., Epishin með 7 v., Khalifman með 6'A og Kuzmin og Eingorn með 6 v. Mótið er ekki eins sterkt og oft áður og það virðist hafa gengið mjög illa að manna það, keppend- ur voru aðeins 14 talsins, en hafa yfirleitt verið 16 eða 18. Margir af beztu skákmönnum Rússa hafa verið uppteknir við þátttöku á mótum á Vesturlöndum, en verð- laun á meistaramótinu eru mjög lág.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.