Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSXUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 ÍpfémR ^FOLK ■ JOSEF Venglos, hinn tékk- neski stjór enska 1. deildarliðsins Aston Villa., keypti í gær landa sinn Ivo Stas frá Banik Ostrava. Sá er 25 ára og leikur sem aftasti varnarmaður. Þess má geta að Stas skoraði sjálfsmark er Banik Ostrava var slegið út úr Evrópukeppninni fyrr í haust — af Aston Villa! Stas gerði tveggja ára samning við enska liðið. _ H TVEIR tékkneskir leikmenn eru fyrir í ensku 1. deildinni; mark- verðirnir Ludek Miklosko hjá West Ham og Jan Stejskal, sem nýlega var keyptur til QPR. Sá síðarnefndi hefur ekki þótt standa sig ýkja vel; er sagður „flögra út í vítateig eins og fiðrildi“ þegar háar sendingar koma fyrir markið, en þeim beita Englendingar einmitt mjög mikið. ■ DIEGO Maradona verður að öllum líkindum ekki með Napolí gegn efsta liðiítölsku 1. deildarinn- ar, Sampdoria, á sunnudaginn. Hann segist enn hafa náð sér eftir meiðsli og vill sleppa leiknum. Hann var ekki með í bikarleik gegn Fior- - - entina í fyrrakvöld. ■ RUUD Gullitt verður hins veg- ar að öllum líkindum með AC Milanó í stórleik helgarinnar á It- alíu, gegn hinu Mílanó-liðinu, Int- er. Gullitt hefur ekki leikið undan- farið vegna veikinda, hann var með flensu. Þess má geta að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 á sunnudaginn. ■ JOHN Barnes hjá Liverpool er enn meiddur í læri og ólíklegt er að hann verði með gegn Co- —-ventry í 1. deildarleiknum á laugar- dag. RUV sýnir leikinn í beinni útsendingu. ■ STEPHEN Tataw, fyrirliði landsliðs Kamerún, sem stóð sig frábærlega á HM í sumar, er kom- inn til enska 2. deildarliðsins Brig- hton til reynslu. Tataw er 27 ára miðvörður. Hann hefur æft undan- farið með QPR, en er kominn til Brighton og fer að leika með vara- liði félagsins. ■ JOSE Toure, sem lék á sínum tíma 12 sinnum með franska lands- liðinu í knattspyrnu, slasaðist alvar- lega um helgina er hann féll út um glugga — 15 metra til jarðar. Hann hefur tvívegis leikið hér á landi *»gegn Val í Eyrópukeppninni; með Nantes og Mónakó. HANDKNATTLEIKUR / SPANN Kristján bíður og vonar... Alfreð Gíslason hleypir af í landsleik. „Ætli við náum ekki eftirréttinum á aðfangadag“ Kristján Arason og Sigurður Sveinsson líklega á Ibiza 22. og 23. desember Sigurði Sveinssyni og félögum í Atletico Madrid hefur geng- ið vel í spænsku 1. deildarkeppn- inni í handknattleik og er liðið nú í efsta sæti riðils síns. Teka, sem Kristján Arason er með, er í öðru sæti riðilsins. Leikið er í tveimur riðlum í spænsku 1. deildinni. í hinum riðl- inum er Barcelona í efsta sæti og Valencia númer tvö. Allt bendir til að nefnd fjögur lið — og því bæði Sigurður og Kristján — verði í eldlínunni á eynni Ibiza 22. og 23. desember nk., en fyrirkomu- lagið á keppninni er þannig háttað að tvö efstu lið hvors riðils keppa þá um sæti í einu Evrópumótanna næsta vetur, IHF-keppninni. Eftir jól verður síðan keppt um spænska meistaratitilinn. Sigur á Bidasoa „Ætli við náum ekki eftirréttin- um á aðfangadagskvöld heima á Islandi,“ sagði Sigurður Sveinsson við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að ef lið þeirra Kristjáns kæmust í keppnina á Ibiza, myndu þeir líklega fljúga á aðfangadag til Islands. Atletico sigraði Elgorriága Bidasoa, þar sem Alfreð Gíslason leikur annað aðalhlutverkið, í Madrid í fyrrakvöld 22:18. Þeir félagar voru sammála um að sig- urinn hefði verið nokkuð öruggur og sanngjarn. „Zorro“ með þrjú „Við vorum alltaf 2-3 mörkum yfir,“ sagði Sigurður, sem gerði tvö mörk. „Zorro“, eins og Sigurð- ur kallaði Alfreð, gerði þijú mörk, þar af tvö úr vítum. Nafnið er tilkomið af því að Alfreð nefbrotn- aði á æfingu á dögunum, eins og greint hefur verið frá, og leikur nú með forláta andlitsgrímu, til að hlífa nefinu. Andstæðingarnir létu það ekki á sig fá: „Þeir gerðu margar tilraunir til að bijóta grímuna; lömdu á henni eins og þeir gátu, og það endaði auðvitað með því að hún brotnaði," sagði Alfreð við Morgunblaðið í gær, en sagðist þó alls ekki óhress. Hann bar sig vel þrátt fyrir meiðslin, og sagði: „Eg fæ víst borgað fyrir þetta!" Bidasoa er nú í fjórða sæti rið- ilsins með 12 stig, Caja Madrid hefur 13 og síðan eru Atletico og Teka í efstu sætunum sem fyrr greinir. Fimm umferðir eru eftir af riðlakeppninni, þannig að ýmis- legt getur gerst, en allt bendir þó til að Sigurður og Kristján verði í baráttunni á Ibiza um jóla- leytið. Kristján Arason lék með Teka gegn Magdeburg í Evrópu- keppninni á dögunum, en hann var ekki með liðinu í deildarleikn- um gegn Tres de Mayo í fyrra- kvöld. Hann á enn erfitt með að skjóta — hefur ekki enn náð sér fyllilega eftir uppskurð vegna axlarmeiðsla í sumar. Forráða- menn Teka vilja ekki taka neina áhættu; frekai' að Kristján bíði og komist á fulla ferð er úrslita- keppnin um spænska meistaratit- ilinn hefst í febrúar. Sigurður Sveinsson í íslenska landsliðsbúningnum. Kristján Arason. Morgunblaðið/Einar Falur Lengilifir í gömlum glæðum Það skortir ekki leikreynsluna í liði Víkveija, sem tekur þátt í 1. deildarkeppninni í körfuknatt- leik. I Jiðinu eru að finna m.a. tvo landsleikja- hæstu íslendingana í þessari íþrótt: Torfa Magn- ússon og Jón Sigurðsson, sem eru á myndinni að ofan. Torfi á,131 landsleik að baki og Jón 120. Og — sennilega til að auka breiddina — er Atli Eðvaldsson, fyrirliði landsliðsins í knatt- spyrnu, einnig með iiðinu. Skot frá honum ríður af á myndinni til hægri. BLAK HK skoraði fleiri stig en ÍS en tapaði Piltarnir í HK skoruðu fleiri stig í leik sínum við ÍS í 1. deildinni í handbolta í fyrrakvöld, 67 gegn 62, en töpuðu samt. ÍS sigraði í ■■■■■■ leiknum með þrem- Guðmundur ur hrinum gegn Helgi tveimur í Digranesi. Þorsteinsson það var gj.ejnjiegt strax í byrjun að HK ætlaði ekkert að gefa eftir, liðið skellti ÍS í fyrstu hrinunni 15:12; en tapaði þeirri næstu 11:15. I þriðju hrinu voru ÍS-ingar heillum horfnir og töpuðu 4:15 og í fjórðu hrinu var jafnt mest allan tímann en í stöðunni 14:14 reyndist Þor- varður Sigfússon dtjúgur, en hann náði að hala inn tvö síðustu stigin sem tryggðu ÍS úrslitahrinu. Þetta er því þriðji leikurinn í röð þar sem ÍS spilar fimm hrinur, en 1S náði að sigra í þeirri síðustu í þetta sinn — og er það að mestu því að þakka, að í liðinu eru gamlir og reynslumiklir „refii'" í íþróttinni. HK-menn sýndu í fyrrakvöld að þeir eru til alls líklegir í vetur. ÚRSLIT ATP-mótið í tennis Átta af bestu tennjsleikurum heims mætast í tveimur riðlum á sterku móti í Frankfurt. Tveir efstu í hvorum riðli, eftir þijá leiki, fara áfram í undanúrslit sem fara fram um helgina. A-riðill: Stefan Edberg—Andre Agassi 7:6 4:6 7:6 Stefan Edberg—Emilio Sanchez ..6:7 6:3 6:1 Andre Agassi—Pete Sampras.......6:4 6:2 Pete Sampras—Emilio Sanchez.....6:2 6:4 Staðan (Leikir, sigrar, töp og lotur. Tal- an fyrir framan nafnið sýnir röð á styrk- leikalista): 1- StefanEdberg(Svíþjóð)....2 2 0 4:2 4- Andre Agassi (Bandar.)...2 1 1 3:2 5- Pete Sampras (Bandar.)...2 1 1 2:2 8-Emilio Sanchez (Spáni).....2 0 2 1:4 B-riðill: Ivan Lendl—Thomas Muster........6:3 6:3 Ivan Lendl—Andres Gomez.........6:4 6:1 Boris Becker—Andres Gomez...4:6 6:3 6:3 Staðan: 3-Ivan Lendl (Tékkósl.)......2 2 0 4:0 2- Boris Becker (Þýskal.)...1 1 0 2:1 6- Andres Gomez (Ekvador)...1 0 1 1:2 7- ThomasMuster(Austurríki)....2 0 2 0:4 Blak íslandsmótið, l.-deild karla: HK-ÍS2:3 (15:12,11:15,15:4, 14:16,12:15) Knattspyrna ítalska bikarkeppnin, fyrri leikir í 3. umferð sem fram fóru í fyrrakvöld: AC Mílanó - Lecce.................. 3:0 Juventus - Pisa.................... 3:2 Sampdoria - Cremonese......i.........1:1 Napolí - Fiorerilina.................2:1 Roma - Genoa.........................2:0 Atalanta - Bari......................1:0 ■Siðari leikirnir verða 21. nóvember. (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.