Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 14

Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Fjáraukalög og þjóð- arsátt framtíðarinnar Kristinn Pétursson eftirKristin Pétursson Eitt af helstu baráttumálum und- irritaðs á Alþingi íslendinga hefur verið að framkvæmdavaldið og Al- þingi virði fjármálaákvæði stjórnar- skrár lýðveldisins að fullu og öllu leyti. Astæðan er ekki bara sú að fjár- málaákvæði stjórnarskrárinnar sé ekki virt til fullnustu. Ástæðurnar eru fleiri og verður reynt að rökstyðja það í þessari blaðagrein. Heimild fyrirfram Fjármálaráðherra á að leggja fram fjáraukalög um leið og. Al- þingi kemur saman á haustin, til þess að afla heimilda hjá þjóðkjörn- um leiðtogum (alþingismönnum) fyrirfram um heimildir til greiðslu úr ríkissjóði. Jafnframt á Qármála- ráðherra að gera því skiL hvernig tekna verður aflað fyrir þeim mis- mun sem um er að ræða — frá fjár- lögum sama árs. 41. gr. stjórnar- skrárinnar hljóðar svo: „Ekkert gjald má greiða af hendi nema heimild sé til þess á fjárlögum eða fjáraukalögum.“ Hér á að vera um sama fyrir- komulag að ræða og þegar einstakl- ingur eða fyrirtæki fær bankalán. Viðkomandi biður fyrst um heim- ild en ekki eftir á. Fjármálaráð- herra var strax minntur á þetta vegna bráðabirgðalaganna haustið 1988 en svaraði engu í þinginu enda landsfrægur fyrir hógværð. Bráðabirgðalögin 1988 Núverandi stjórnarherrar byrj- uðu feril sinn á því að ráðstafa milljörðum haustið 1988 með bráðabirgðalögum gefnum út nokkrum dögum áður en Alþingi kom saman. Hvort tveggja þvert á fjármálaákvæði stjórnarskrárinnar og bráðabirgðalagaákvæðið þar sem einungis má gefa út bráða- birgðalög „þegar brýna nauðsyn ber til“. Emfalt vár að kalla Alþingi beint saman og afla sér heimilda fýrir aðgerðunum í Alþingi eins og skylt var. Það sem verra er, er að þjóðin hefur ekki enn fengið að sjá allan reikninginn fyrir nefndum „aðgerð- um“ og svo á allt önnur ríkisstjórn bæði að sýna hann og rukka hann inn hjá þjóðinni! Hefðu fjármála- og bráðabirgðalagaákvæðin verið virt að fullnustu hefði þjóðin fengið að sjá hvort tveggja strax og þá hefðu landsmenn fengið að sjá strax hvað þessir herramenn voru að að- hafast. Skyldu landsmenn gera sér grein fyrir því að eftir er að inn- heimta af þeirra fjölskyldum reikn- inginn fyrir aðgerðunum haustið 1988. Ef við skjótum áþað að reikn- ingurinn sé 7,5 milljarðar og fjöl- skyldurnar í landinu cá. 75.000, þá er meðalreikningurinn á fjölskyldu kr. 100.000. Núna er reikningurinn falinn í skúffum fjármálaráðuneyt- isins og bókaður sem „eign“ í Hluta- fjársjóði, Atvinnuti’yggingarsjóði og verðjöfnunarsjóði. íslenska stjórn- arskráin er góð. Hins vegar er virð- ing ráðherra, embættismanna og alþingismanna almennt fyrir henni ekki nægileg. Samt undirrita allir þessir aðilar drengskaparheit að stjórnarskránni. Klúður á síðasta þingi Vorið 1989 voru engin fjárauka- lög komin fram fyrir árið 1988. Síðast minnti undirritaður á þetta í umræðu um þingsköp varðandi skýrslu frá ríkisendurskoðun (Þingtíðindi bls. 7680 19. maí 1989) við vægast sagt dræmar undirtektir stjórnarliða og þingi slitið daginn eftir sbr. Þingtíðindi. .Undirritaður skrifaði því fjár- málaráðherra landsins bréf 23. maí 1989 og krafðist þess að fjáraukalög fyrir 1989 yrðu lögð fram þegar þing kæmi saman haustið 1989. Var svars óskað inn- an 30 daga. Ekkert svar barst enda fjármálaráðhera landsfrægur fyrir hógværð eins og áður sagði. Hins vegar reyndi fjármálaráð- herra að virða ákvæði um fjárauka- lög og lagði fram frumvarp til Ijáraukalaga fyrir árið 1989 2. nóv- ember 1989, sem ekki var af- greitt frá Alþingi fyrr en 21.12. 1989. Ráðherrann kolféll á prófinu. Þetta var tómt klúður þótt viðleitn- . in hafi verið ágæt. Ein ekki vantaði skrautsýningarnar, stóryrðin og sjálfshólið. — Almáttugur. Þessi fjáraukalög gáfu heimildir í hækkun á gjaldalið fjárlaga upp á 8.152 milljónir (10 Olafsfjarðar- jarðgöng). Síðan kom rúsínan í pylsuendan- um á klúðrinu. Aukafjáraukalög! Annað frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 1989, lagt fram 23. mars 1990, nú með gjöld umfram tekjur uppá 1,2 milljarða til viðbótar (tvo nýja skuttogara) og greiðsluhalla upp á 2,4 milljarða (4 skuttogarar). Framkvæmdin á þessu var al- gjört klúður og ijáraukalögin í báð- um tilfellum afgreidd þegar ráð- herrann var kominn á „fittið" (framúr heimildum). Ákvæði stjórn- arskrár um fjáraukalög á auðvitað ekkert við um mörg fjáraukalög heldur aðeins einn, sem leggja á fram í upphafi haustþings og afgreiða á mánuði eða svo. Klúður enn 1990 Enn var reynt og á ráðherrann þakkir skildar fyrir viðleitnina. Nú tók ráðherrann upp á því að leggja fram fjáraukalög fyrir át'ið 1990, 7. mars 1990og voru þau afgreidd 7. maí 1990. Upphæðin að þessu sinni 645 milljónir (einn skuttogari). Nú, önnur aukafjáraukalög fyrir 1990 voru lögð fram á þinginu í haust upp á 426 milljónir og þau eru í vinnslu í þinginu. Talan er svona lág, því nú skal áðurnefndur reikningur upp á 7,5 milljarða vand- „Þjóðarsáttinni stafar ekki eins mikil hætta af neinu í dag og frekj- unni í félagsmálaráð- herra.“ lega falinn í skúffum fjármálaráðu- neytisins. 2 milljarðar vegna yfir- töku ríkissjóðs á skuldbindingum } Verðjöfnunarsjóðs og 5,5, milljarð- ar (hóflega áætlað) tapaðir í Hluta- Ijár- og Atvinnutryggingarsjóði en bókað sem eign! Engin greiðsluáætlun fylgir til 31.12. Alþingismenn eiga ekki að láta bjóða sér svona plagg og svona hundakúnstir og sjónhverfingar — að vera að drepa þessu mikilsverða máli á dreif með því að tvístra því í mörg auka- og auka-auka- Hagvöxtiir á heimaslóð eftir Bolla Héðinsson Verkefni ríkisstjórna næstu 5-10 ára, hvort sem þeim líkar það betur eða verr, hafa þegar verið skýrt afmörkuð. Þjóðin-hrópar á aukinn hagvöxt til að bæta lífskjörin. Við höfum dregist aftur úr öðrum lönd- um Efnahahgs- og framfarastofn- unarinnar, OECD, í hagvexti og hann verður því að auka ef hér á að halda uppi þeim lífskjörum sem þjóðin gerir kröfur um. Til að bæta lífskjörin á þeim tiltölulega skamma tíma sem er til stefnu eru nokkrar leiðir færar auk þeirrar að reisa fleiri álver. Einna nærtækast, til að bæta afkomu allrar þjóðarirmar og ná umtalsverðum sparnaði þjóðarút- gjalda, er að taka til hendinni heima fyrir og auka á hagkvæmni hefð- bundinna atvinnugreina. Það kallar á fækkun mannafla í hefðbundnum atvinnugreinum. Því verður að nýta þá auknu eftirspurn á vinnumark- aði sem Atlantál-álverið og nauð- synlegar virkjunarframkvæmdir vegna þess valda, til að stýra hinni óumflýjanlegu hagræðingu í sjávar- útvegi og landbúnaði. Hin mikilvægu atriði til sparnað- ar eru: ★ Aukin i-eksturshagkvæmni í sjávarútvegi með minni flota og færri vinnslustöðvum. ★ Minni tilkostnaður við innlenda matvælaframleiðslu, t.d. með fijálsri sölu framleiðslukvóta í land- búnaði. ★ Gjörbreytt tilhögun í opinberum rekstri sem gerir ríkisstofnunum kleift að greiða hærri iaun. Þrátt fyrir sparnað í rekstri hins opinbera þá verður að auka útgjöld á nokkrum sviðum til muna. Þetta á við um framlög til heilbrigðismála og menntunar. Mun ég nú víkja að einstökum atríðum fyrrgreindra forgangsverk- efna næstu ríkisstjórna og skýra frekar hvað þar er við átt. Hvað varðar hagræðingu í sjáv- arútvegi þá hefur hún alllengi verið á döfinni þó hreyfingar í þá átt sjái fyrst stað nú. Kvótakerfið og fra'm- sal kvótaréttinda hefur nú þegar og mun í auknum mæli verða til að útgerð færist í hendur þeirra útgerða eða fiskverkenda sem fá mest verð fyrir aflann, án tillits til þess hvort hann er unninn í landi, um borð eða seldur óverkaður úr landi. Þetta hefur orðið til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir því, að með því að úthluta kvóta er verið að afhenda útgerðum verðmæti sem þjóðin á öll sameiginlega. Því léiðir það eðlilega af sér þá kröfu að út- gerðin borgi fyrir þessi verðmæti sem verið er að afhenda henni. Þessi krafa á eftii' að verða hávær- ari og að lokum svo hávær að und- an henni verður ekki vikist. Um tilhögun á innheimtu veiðigjalda á hinsvegar enn eftir að sjá tæknilega mögulegar útfærslur miðað við þann raunveruleika í sjávarútvegi sem við búum nú við. Veiðileyfasala — leið tiistöðugleika Margir hafa tíundað þann ávinn- ing sem þjóðfélagið hefði af sölu veiðileyfa til útgerða. Hann kæmi fyrst og fremst fram við það, að óhagkvæmari rekstur (hvort sem hann er óhagkvæmúr vegna skipa og búnaðar, staðsetningar eða lán- leysis þeirra sem útgerðina stunda) mun víkja fyrir þeim sem mest verð- mætin skapa. Þeir hinir sömu verða þá einnig þeir sem geta greitt hæst gjald fyrir veiðileyfi til ríkissjóðs. Þá mun ótalinn sá hagnaður sem verður vegna minni sóknar í fiski- stofnana með fækkun skipa ogþeg- ar hver útgerð getur leitað hag- kvæmustu nýtingar þeirra fram- leiðsluþátta sem skip og búnaður býður upp á. Sala eða leiga veiðileyfanna mun væntanlega einnig draga úr hinni vel þekktu togstreitu innlends sam- keppnisiðnaðar og sjávarútvegsins um 'gengisskráningu 'krónunnar sem getur ekki orðið hvort tveggja í senn, hagstæð bæði fyrir sjávarút- veginn og samkeppnisiðnaðinn. Til að skapa stöðugleika í hag- kerfum sínum hafa margar þjóðir (nú síðast Bretar með inngöngu í evrópska myntbandalagið og Norð- menn með einhiiða ákvörðun um sömu viðmiðun) afráðið að tengja gengi gjaldmiðla sinna stærri mynt- heildum, svo litið sé á gengið sem gefna stærð, sem menn freistist ekki til að hreyfa við, þegar í óefni er komið í efnahagsmálum heima fyrir. Væri vilji fyrir þátttöku í slíku samstarfi hér á iandi kæmi það ekki til greina fyrr en náð hefur verið tökum á hagsveiflunum í sjáv- arútvegi. Þar gæti sala veiðileyfa orðið hvað áhrifaríkust leið. Minni tilkostnaður í landbúnaði Nú heyrist oftar en áður krafan um innflutning á landbúnaðarvör- um, krafa sem fáum hefði dottið í hug að setja fram fyrir fáeinum árum. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill að hét’ á landi sé haldið úti öflug- um landbúnaði, en gera verður þá kröfu til hans að hann framleiði vöruna með lægsta mögulega til- kostnaði. Neytendur væru samt reiðubúnir að greiða meira fyrir innlenda landbúnaðarvöru en er- lenda. Mikið hefur vantað á að framleið- endur leituðu ítrustu hagkvæmni í hefðbundnum landbúnaði, en lítill hvati er til slíks, þegar bæði fram- leiðsla einstakra búa er takmörkuð og verðlag afurðarinnar ræðst ekki á markaði nema að litlu leyti. Með afnámi verðábyrgðar ríkisins á framleiðslunni og framsalsrétti á framleiðslukvóta einstakra búa skapast skilyrði til að ná niður framleiðslukostnaði landbúnaðar- vara, án þess að þurfi að koma til innflutnings þeirra. Hlutverk ríkisvaldsins við þau skilyrði yi'ði það eitt að setja leik- reglurnar. Vinnslustöðvar kjöt- og mjólkurvara yrðu alfarið á ábyrgð framleiðenda, bæði hráefnisöflun þeira og sölustarf, og þær störfuðu í samkeppni hver við aðra. Ef samt sem áður þætti ástæða til niður- greiðslna, þá ættu þær að renna beint til bænda. Breyttar áherslur Þó umdeilt sé að skattar á ein- staklinga séu minni hér á Iandi, en Bolli Héðinsson „Yegna þeirra stóru útgjaldaliða í heilbrigð-. is- og menntamálum sem bíða og þjónustu sem stöðugt meiri kröf- ur eru gerðar til, þá verður öll sú hag- kvæmni og sparnaður sem kann að nást í rekstri hins opinbera, að nýtast til útgjalda- auka á þessum sviðum.“ hjá helstu nágrannaþjóðum okkar, þá er ljóst að við erum komin að ystu mörkum í skattheimtu og þjóð- in ekki reiðubúin að auka hana frá því sem Tiú er. Einna helst er að almenningur ljái máls á að ná aukn- um tekjum í ríkissjóð með gjaldtöku fyrir þá þjónustu sem hið opinbera veitir, en þar verður þó að gæta vel að svo ekki skapist misrétti. Bregðist menn ekki við í mennta- og heilbrigðismálum á þann hátt, að afráðið verði að svara þeim kröf- um sem uppi eru um bætt mennta- kerfi og aukna heilbrigðisþjónustu, þá eru menn að kalla yfir sig aukna einkasvæðingu. Þá má búast við að farið verði að stofna í auknum mæli einkaskóla og jafnvel einka- sjúkrastofnanir. Svo gæti þá farið, , að tvær þjóðir verði í landinu. Sú P sem nýtur einkavæddra skóla og sjúkrastofnana og hin sem verður að láta sér nægja takmarkaða þjón- ustu opinberra skóla og ríkisrekinna sjúkrastofnana. Eina leiðin til að , hindra slíkt er að sjá hættumerkin f og bregðast við kröfunum í tíma. Hagræðing í opinberum rekstri Vegna þeirra stóru útgjaldaliða í heilbrigðis- og menntamálum sem bíða og þjónustu sem stöðugt meiri kröfur eru gerðar til, þá verður öll sú hagkvæmni og sparnaður sem kann að nást í rekstri hins opin- bera, að nýtast til útgjaldaauka á þessum sviðum. Til að ná fram sparnaði í ríkisút- gjöldum duga ekki neinar hefð- bundnar aðgerðir. Hjá nýrri ríkis- stjórn, við upphaf kjörtímabils, kynni að skapast tækifæri sem síðar kynni ekki að bjóðast. Móta þarf stefnu um tilhögun stjórnunar allra ríkisstofnana og breyta lögum fyrir þær allar á einu bretti. Þó að stofn- anir heyri undir mísmunandi ráðu- neyti, þá yrði hér að vera um að ræða miðstýrt átak sem tæki til allra ríkisstofnana, óháð því hvern þær heyrðu undir. Það sem ber að hafa að leiðar- ljósi við stefnumótun fyrir stofnan- irnar er: ★ Hvernig má auka á sjálfstæði ríkisstofnana? ★ Hvernig má auka ábyrgð ein- stakra yfirmanna þannig að þeir njóti og gjaldi ákvarðanatöku sinnar? ★ Með hvaða móti verða gæði þeirrar þjónustu sem stofnanirnar veita mæld svo menn geti áttað sig á hvort hún fari batnandi eða versn- andi? Við þessum spurningum eru ekki til nein einföld svör, en þær eru of mikilvægar til að láta hjá líða að reyna að svara þeim. Því áðeins að mótaður verði rammi af þessu tagi fyrir hverja opinbera stofnun fyrir sig verður hægt að ná þar fram nauðsynlegri hagkvæmni til sparn- aðar fyrir skattgreiðendur og kjara- bóta fyrir opinbera starfsmenn. I I I i í \ Höfundur er cfnnhagsráðgjufi forsæ tisrá ðh errn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.