Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 27 Vígsla safnaðarheimilis Akureyrarkirkju: Morgunblaðið/Benjamfn Baldursson Bygging íbúða fyrir aldraða við Kristnes hefur gengið vel og er stefnt að því að gera húsið foklielt í lok mánaðarins. Framkvæmdir við byggingu íbúða fyrir aldraða í Kristnesi ganga vel Ytri-Tjfinium. FRAMKVÆMDIR við byggingu íbúða fyrir aldraða, sem nú eru í smiðum við Kristnes í Eyja- fjarðarsveit, hafa gengið mjög vel. 1 örstuttu spjalli við fréttaritara Morgunblaðsins sagði verktakinn Þorgils Jóhannesson, að tíðin hefði verið þeim sem öðrum afar hagstæð og væri steypuvinnu nú að mestu lokið, en framkvæmdir við bygginguna hófust 20. sept- ember. Stefnt er að því að gera húsið fokhelt í lok mánaðarins. í því eru fjórar íbúðir, tvær þeirra eru 80 fermetrar og tvær 60 fermetrar. Nú þegar hefur verið sótt um þijár þeirra. — Bei\jamín Nýtt verk eftir Jón Hiöðver frumflutt við hátíðarmessu HÁLFRAR aldar afmæli Akureyrarkirkju er á morgun, laugardag, óg af því tilefni verður nýtt safnaðarheimili kirkjunnar vígt við hát- íðlega athöfn. Þá verður einnig sérstök hátíðarmessa í kirkjunni á sunnudag þar sem Pétur Sigurgeirsson biskup predikar. Við vígslu safnaðarheimilisins sem hefst kl. 14 flytja þau Ragnheið- ur Árnadóttir formaður sóknar- nefndar og Árni Jóhannesson for- maður bygginganefndar ávörp. Sóknarprestar Akureyrarkirkju lesa ritningargreinar og Pétur Sigur- geirsson biskup blessar safnaðar- heimilið. Kór Akureyrarkirkju undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar syng- ur fjögur íslensk þjóðlög í raddsetn- ingu Jóns Ásgeirssonar og Hafliða Hallgrímssonar. Einnig mun kórinn ásamt Margréti Bóasdóttur sópran- söngkonu syngja nokkur sígaunaljóð eftir Brahms við undirleik Kristins Arnar Kristinssonar. Þá verður flutt- ur kviritett fyrir píanó og strengi eftir J.N. Hummel. ■ Að lokinni vígslu verður þpðið upp á léttar veitingar í boði sóknarnefnd- ar. Hátíðarmessa verður í Akureyrar- kirkju á sunnudag, 18. nóvember, í tilefni af afmælinu. Pétur Sigur- geirsson biskup predikar, en hann hefur lengst allra presta þjónað kirkjunni eða í 34 ár. Séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup, sr. Birg- ir Snæbjörnsson, sr. Ingólfur Guð- mundsson og sr. Þórhallur Höskulds- son þjóna fyrir altari. Við messuna verður frumflutt nýtt verk eftir Jón Hlöðver Áskels- son, sem hann samdi sérstaklega af þessu tilefni. Fjölbreytt tónlist verð- ur flutt við messuna, en að henni lokinni býður sóknarnefnd kirkju- gestum til kaffisamsætis í safnaðar- heimilinu þar sem kvenfélag kirkj- unnar sér um veitingar. . Héraðsráð Eyjafjarðar: Leitað verði nýrraleiðaí atvinnumálum Slippstöðin á Akureyri: Fjórum viðgerðum frestað vegna sjómannaverkfalls HÉRAÐSRÁÐ Eyjafjarðar hefur samþykkt ályktun í atvinnumál- um þar sem vakin er athygli á því að nú þegar álveri hafi verið valinn staður á suðurhorni lands-, ins og ekki séu innan seilingar aðrir valkostir varðandi stóriðju, verði að leggja áherslu á aðra möguleika í atvinnumálum. í ályktuninni segir: Eyjafjörður er það byggðai'lag á landsbyggðinni sem helst getur keppt við höfuðborg- arsvæðið varðandi þjónustu og upp- byggingu atvinnulífs. í því sambandi ber einkum að leggja áherslu á að ná samstöðu með nágrannabyggðum um hvað eina sem landsbyggðina varðar í atvinnumálum. Héraðsráð Eyjafjarðar lítur á það sem hlutverk sitt að leita nýrra leiða varðandi uppbyggingu atvinnulífs og að stuðla að eflingu þess í sam- starfi við Iðnþróunarfélag Eyjafjarð- ar hf., einstaklinga og fyrirtæki. VEGNA yfirvofandi verkfalls yfirmanna á fiskiskipum er mun minna að gera í Slippstöðinni á Akureyri í nóvembermánuði en áætlað var. Útgerðarmenn fjög- urra skipa sem pantað höfðu við- gerð í þessum mánuði frestuðu viðgerðum skipa sinna til að geta veitt sem mest af kvótanum fyrir verkfall. Stærsta verkefni Slippstöðvar- ipnar nú er bygging tógskips fyrir Óskar Matthíasson og Sigurjón Óskarsson í Vestmannaeyjum. Búið er að leggja kjöl skipsins og er ver- ið að stilla upp skipshlutunum í dráttarbrautinni. Næg vinna er hjá stálsmiðum Slippstöðvarinnar við þetta verkefni og aðrir iðnaðarmenn hafa einnig nokkra vinnu við það. Að sögn Sigurðar Ringsted, for- stjóra Slippstöðvarinnar, var sæmi- legt útlit með verkefni í nóvember- mánuði. Yfirvofandi verkfall Far- manna- og fiskimannasambandsins hefði hins vegar sett strik í reikn- inginn. Viðgerð hvers skips er um tveggja vikna vinna fyrir ákveðinn hóp iðnaðarmanna og frestast því átta vikna vinna fram í desember. Sigurður segir að í staðinn verði meira álag í desember. Morgunbladio/Runar Por Kjölur Vestmanneyjatogskipsins hefur verið lagður í Slippstöðinni og vélarrúmið, sem sést næst á myndinni, er fyrsti skipshlutinn sem mynd kemst á. M FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum Huginn á Akureyri ganga í öll hús í bænum á rnorgun, laugardag, og bjóða til solu Ijósaperur og dagatöl með súkkulaði. Að sögn Hugins- manna hefur þeim verið afar vel tekið á síðustu árum en sala þessi á sér áralanga hefð. Allur ágóði af sölustarfinu rennur til líknarmála. Tveir listar í kjöri í Eyj afj arðars veit TVEIR listar eru í kjöri þegar kosin verður ný sveitarsljórn fyrir hina nýju Eyjafjarðarsveit á morgun, laugardag. Fyrir nokkru var um það kosið í núverandi þremur hreppum framan Akureyrar, Hrafnagils-, Öngulsstaða- og Saurbæjarhreppum, að sameina hreppana þrjá og var það samþykkt. Þá hefur einnig verið ákveð- ið nafn á hið nýja sveitarfélag, en nafnið Eyjafjarðarsveit varð fyrir valinu. Listarnir tveir sem kosið verður um í kosningunum á morgun eru annars vegar Framboðslisti fráfar- andi hreppsnefndarmanna og hef- ur hann bókstafinn E og. hins veg- ar „Framboðslisti nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit" sem hefur bók- stafinn N. Ný ITC-deild á Sauðárkróki NÝLEGA var stofnuð ný ITC- deild á Sauðárkróki. Nýja deild- in hlaut nafnið IFA en það er á forn-norrænu heiti á á. Stofnfé- lagar eru 28, þar af einn karl- maður. Forseti nýju deildarinn- ar er Ágústa Eiríksdóttir. Fundir verða haldnir 1. og 3. þriðjudag hvers mánaðar í veit- ingahúsinu Dalakofinn á Sauðár- króki. ITC-deildin IFA mun tilheyra II ráði á íslandi en alls eru þijú ráð (svæði) starfandi innan samtak- anna hér á landi. ITC býður uppá alhliða þjálfun í tjáningu og sjálfstyrkingu sem nýtist hvar sem er í þjóðfélaginu. Leiðrétting Á Akureyrarsíðu í gær var rang- lega haft eftir Ágústi Berg húsa- meistara að búið væri að taka til- boði Páls Alfreðssonar í endurbætur á Iðavöllum. Bæjarráð fjallaði um tilboðið í gær og endanleg ákvörðun verður tekin á næsta bæjarstjórnar- fundi. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Birgir Þórðarson bóndi á Öng- ulsstöðum 2 skipar efsta sæti á lista fráfarandi hreppsnefndar- manna. í 2. sæti er Ólafur Geir Vagnsson ráðunautur, Hlébergi, í 3. sæti er Sigurgeir B, Hreinsson bóndi, Hríshóli. í 4. sæti er Jóhann- es Geir Sigurgeirsson bóndi, Öng- ulsstöðum 3. Pétur Helgason bóndi á Hranastöðum er í 5. sæti, Ár- mann H. Skjaldarson bóndi á Skáldsstöðum er í 6. sæti og í því 7. er Benjamín Baldursson bóndi á Ytri-Tjörnum. Atli Guðlaugsson skólastjóri, Þórustöðum 6, skipar 1. sæti á lista nýrra tíma í Eyjafjarðarsveit. í 2. sæti er Jón H. Eiríksson bóndi á Arnarfelli, í 3. sæti er Hreiðar Hreiðarsson, húsasmíðameistari, Skák, í 4. sæti Helgi Örlygsson skrifstofustjóri, Þórustöðum 7. Sigurlín H. Birgisdóttir bóndi á Gilsá er í 5. sæti, Bjarki Árnason rafvirkjameistari, Kristnesi, er í 6. sæti og í 7. sæti er Guðfinna Nývarðsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, Þórustöðum 5. Sjö menn verða í nýju sveitar- stjórninni og mun hún taka við 1. janúar 1991 og fellur þá um leið niður umboð núverandi sveitar- stjórna. Gert er ráð fyrir að ráðinn verði sveitarstjóri að hinu nýja sveitarfélagi. Á kjörskrá eru 632 og verður kosið á þremur stöðum: Freyvangi í Öngulsstaðahreppi, Laugaborg í Hrafnagilshreppi og Sólborg í Saurbæjarhreppi. Kjörfundur hefst kl. 10 og honum lýkur ekki síðar en klukkan 23. Samkvæmt lögum gæti kjörfundi lokið fyrr. Atkvæði verða talin í Freyvangi strax að lokinni kosningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.