Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. NOVEMBER 1990 Vinnudeilusjóður BSRB: 50 millj. kr. innistæða flutt úr Islandsbanka STJÓRN Vinnudeilusjóðs Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefur ákveðið að færa innistæðu Vinnudeilusjóðs úr íslandsbanka og ávaxta hana annars staðar. Innistæðan er um 50 milljónir króna. Akvörðun þessi var tekin til að undirstrika mótmæli BSRB við vaxtahækkun Islandsbanka nýverið. Eyþór Fannberg, sem á sæti í Vinnudeilusjóðnum, sagði að ákvörðun um hvar innistæðunni yrði komið fyrir yrði tekin á fundi stjóm- ar sjóðsins næstkomandi miðvik.u- dag. Eyþór sagði að þessi ákvörðun hefði ekki verið tekin vegna óánægju með ávöxtun- í íslands- banka heldur til að undirstrika mót- mæli BSRB við vaxtahækkun bank- ans. „Næstkomandi miðvikudag er ráðgert að fundur verði í stjóm sjóðsins og þá verðum við væntan- lega búnir að fá upplýsingar sem við munum leita eftir hjá peninga- stofnunum. í ljósi þess sem kemur út úr því verður tekin ákvörðun um ávöxtun þessara peninga," sagði Eyþór. VEÐUR Tryggvi Pálsson bankastjóri ís- landsbanka sagði að Vinnudeilu- sjóðurinn hefði fyrir skömmu óskað eftir tilboði banka í ávöxtun síns fjár og íslandsbanki hefði sent til- boð, sem bankinn hefði talið mjög gott. „Þeir munu eflaust geta stað- fest að það var ekki lakara en það sem aðrir buðu. Að þeir skuli þrátt fyrir það taka sína innistöðu hrygg- ir okkur en hver er fijáls að sínu fé. Margumtöluð vaxtahækkun ís- landsbanka fólst í því að við höfðum lækkað vexti í októbermánuði, en síðan hækkuðum við þá til samræm- is við það sem þeir voru frá 1. apríl til 1. október. Það er okkar mat að verðbólgan sé og verði á næstu' mánuðum ekki lægri heldur en hún var í sumar,“ sagði T ryggvi Pálsson. Öxnadalsheiði: Hart deilt um yfirráða- rétt á rj úpnaveiðisvæði DEILUR hafa risið milli skotveiði- manna vegna veiðiréttinda á Oxnadalsheiði. Skotveiðifélag Akrahrepps hefur leigt veiðirétt á svæðinu og ætlar að selja þar veiðileyfi um helgina en því hafa Skotveiðifélag íslands og Skot- VEÐURHORFURIDAG, 16. NOVEMBER YFIRLIT í GÆR: Við suðurströndina er 975 mb lægð á hreyfingu norðaustur en á sunnanverðu Grænlandshafi er minnkandi 979 mb lægð. SPÁ: Suðvestan gola eða kaldi suðaustanlands fram eftir nóttu en annars heldur vaxandi norðanátt um land allt, kaldi eða stinnings- kaldi. Rígning og súld víða um land en él um landið norðanvert á morgun en léttir til sunnanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG:Fremur hæg suðvest- læg eða breytileg átt. Dálítil él á víð og dreif, einkum vestanlands og á annesjum norðaustanlands, en bjart veður suðaustanlands. Vægt frost norðan- og vestanlands, en frostlaust á suðausturlandi. TÁKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * r * / * Slydda / * / * # * * * * * Snjókoma 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður vn / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 1 skýjað Reykjavík 5 súld Bergen 9 skýjað Helsinki +4 skýjað Kaupmannahöfn 9 þokumóða Narssarssuaq 4-2 háifskýjað Nuuk 4-2 skýjað Osló 5 rigning Stokkhólmur 5 súld ✓ Þórshöfn 8 rlgning Algarve 22 heiðskírt Amsterdam 12 léttskýjað Barcelona 16 skýjað Berlín 11 þokumóða Chicago 12 heiðskírt Feneyjar 11 þokumóða Frankfurt 8 rigning á sl. klst. Glasgow 9 rigning Hamborg 10 þokumóða Las Palmas 24 léttskýjað London 11 skýjað Los Angelos 13 þokumóða Lúxemborg 8 skýjað Madríd 15 mistur Malaga 22 léttskýjað Mallorca 19 skýjað Montreal 5 léttskýjað New York 7 léttskýjað Orlando 18 skýjað París 12 skýjað Róm 16 þokumóða Vín 7 rigning Washíngton vantar Winnipeg +2 alskýjað veiðifélag Eyjafjarðar harðlega mótmælt og ætla félagar áð fjöl- menna til veiða um helgina. Er útlit fyrir að kærumál rísi í kjöl- far ágreiningsins. Skotveiðifélag Eyjafjarðar hefur hvatt. félags- menn sem hyggjast halda til veiða að hafa byssur sínar óhlaðnar og axlaðar meðan rætt er við fulltrúa Skotveiðifélags Akrahrepps sem verða á svæðinu til að innheimta veiðigjald. Skotveiðifél ag Eyj afj arðar hyggst halda til veiða á Öxnadalsheiði næst- komandi laugardag og láta reyna á það hvort félagsmenn verði kærðir neiti þeir að greiða veiðileyfí. Stjórn Skotveiðifélagsins hefur lýst því yfir að það telji sig vera í fullum rétti samkvæmt landslögum að stunda ijúpnaveiðar á þessu svæði án þess að^greiða gjald fyrir. í yfirlýsingu frá Skotveiðifélagi íslands segir að „samkvæmt gildandi lögum er öllum íslenskum ríkisborg- unum heimilar fuglaveiðar á afrétt- um og almervningum utan landar- eigna lögbýla, enda geti enginn sann- að- eignarrétt sinn til þeirra. Algeng- ur sé sá misskilningur að í afréttar- eign felist eignarréttur á svæðinu. Afréttareign merki aðeins rétt til beitarnytja á afrétti". Skotveiðifélag íslands geti því ekki fallist á yfirráð svokallaðs leigutaka á hluta Oxnar- dalsheiðar og mun því ekki virða veiðibann á svæðinu nema dómstólar úrskurði á þann veg. Kári Gunnarsson, formaður Skot- veiðifélags Akrahrepps, sem er leigu- taki umrædds svæðis, sagði að full- trúar skotveiðifélaganna vitnuðu til 5. greinar laga um fuglaveiðar og fuglafriðun en hún ætti alls ekki við í þessu tilfelli þar sem um eignarland væri að ræða. „Akrahreppur hefur kaupsamning frá 1897 og skriflegt afsal, þinglýst 1899, á afrétt Silfra- staða frá Steingrími Jónssyni bónda á Silfrastöðum. Meginhlutinn af af- réttinni eru tvær hjáleigur Silfra- staða, Hálfdánartungur og Krókár- gerði. Við höfum gert samning við hreppsnefndina um veiðiréttindi á svæðinu," sagði Kári. Kári sagði að ástæða þess að far- ið ráðgert væri að selja veiðileyfi á svæðinu nú væri að alltof mikið hefði verið af skotveiðimönnum í einu að veiðum. Tilgangurinn væri ekki ein- vörðungu sá að innheimta fé. Ætlun- in væri að selja ijúpnaveiðileyfi á sama verði og aðrir bændur selja veiðileyfin, þ.e. 650-700 kr. fyrir hvern dag. Hann sagði að veiðileyfin væru tilbúin og þeim fylgdi kort yfir heiðina sem skipt væri upp í fimm veiðisvæði. Félagar í Skotveiðifélagi Eyja- fjarðar hyggjast halda til veiða á Öxnadalsheiði næstkomandi laugar- dag og hefur stjórn félagsins hvatt félagsmenn til að sýna fyllstu kurt- eisi og veita þeim er kynnu að selja veiðileyfi á staðnum þær upplýsingar sem þeir kynnu að biðja um, svo sem nafn, heimilisfang og skotvopnaleyfi. Menn eru jafnframt eindregið hvattir til þess að fara ekki einir síns liðs til veiða á heiðinni. Þá er mönnum bent á að hafa byssur sínar óhlaðnar og axlaðar meðan rætt er við „áður- greinda menn“ þannig að ljóst sé að byssan sé ekki notuð sem ógnun. Kári sagði að sala veiðileyfa hæf- ist í dag, föstudag, og kvaðst hann ekki eiga vona á mikilli sölu um þessa helgi vegna yfirlýsinga frá Skotveiði- félagi íslands og Eyja£jarðar um að félagar ætli að fjölmeana á svæðið. „Hins vegar get ég lofað þér því að það munu koma fram kærumál. Fari einhver þarna í óleyfi verður það hiklaust kært til lögreglunnar. Verði í einhveiju áfátt um samvinnuvilja þessara manna neyðumst við til að kalla til lögreglu." Framsóknarf élögin: Umfjöllun um kröfu Guðmund- ar frestað STJÓRN fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í Reykjavík mun á mánudaginn fjalla um kröfu Guð- mundar G. Þórarinssonar, al- þingismanns, um að skoðana- könnunun í fulltrúaráðinu verði- lýst ómerk og efnt verði til opins prófkjörs. Til stóð að stjórn fulltrúaráðsins fjallaði um mál Guðmundar í gær, en að sögn Helga S. Guðmundsson- ar, starfandi formanns fulltrúaráðs- ins, náðist ekki í alla stjórnarmenn í tæka tíð. Hann hafi því ákveðið að fresta umfjölluninni til mánu- dags, meðal annars vegna flokks- þings Framsóknarflokksins, sem hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Samningaviðræður við sjúkrahúslækna JÓN Hilmar Friðriksson, formaður Félags ungra lækna, segir að félag- ið fyrirhugi engar aðgerðir á næstunni, þar sem nú sé komin hreyfing á samningaviðræður við sjúkrahúslækna. Félag ungra lækna hafði áður bent á þann möguleika, að aðstoðarlæknar ynnu að meðaltali 90 yfirvinnustundir á mánuði, í stað 150 að meðaltali nú, en slíkar aðgerðir hefðu mikil áhrif á sjúkrahúsunum. „Við bentum á þennan möguleika ákveðið að menn hittist eftir helgina þegar við mótmæltum miklu vinnuá- lagi, en þetta er í biðstöðu nú, þar sem stefnir í samningaviðræður við sjúkrahúsIíFkna í næstu viku,“ sagði Jón Hilmar. „Þar verður meðal ann- ars rætt um vaktafyrirkomulag og lengd vakta. Formlegur samninga- fundur hefur ekki verið boðaður, en og ræði málin." Samningsaðilar eru Reykjavíkur- borg, fyrir hönd Borgarspítalans, fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisspítalanna og af hálfu lækna eru það Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.