Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 19 Verslunin Sautján að Laugavegi 91, þar sem áður var Domus. Verslunin Sautján nú á þremur hæðum: ■ FRÓÐI HF. hefur gefið út bók breska stjórnmáiamannsins og rit- höfundarins Jeffrey Archer og er í íslenskri þýðingu Björns Jónsson- ar. Bókin nefnist Ekki er allt sem sýnist. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Jeffrey Archer þykir snillingur í því að nota þekkta atburði í sögum sínum og flétta óvænta atburðarás inn í þá. Þetta gerir hann óviðjafnan- lega í þessari bók sem geymir tólf sögur sem allar halda lesendum í spennu og koma þeim sífellt á óvart.“ Ekki er allt sem sýnist er 187 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist umbrot, filmuvinnu, prentun og bók- band. Teiknideild Fróða hf. hann- aði bókarkápu. ■ LÍKAMINN og starfsemi hans heitir ný bók í flokknum Gluggi alheimsins sem gefinn er út hjá Máli og menningu. í kynn- ingu útgefenda segir m.a.: „ Hér er fjallað um starfsemi mannslíka- mans í máli og myndum. Byggingu líkamnas er lýst í stóru og smáu, allt frá beinagrind til einstakra fruma og starfsemi hans frá getn- aði til elliára. Bókin lýsir hvað ger- ist í hinum ýmsu líkamshlutum, hvernig þeir eru samsettir, hvérnig hreyfingar fara fram, hvernir nýr einstaklingur verður til, hvernig heilinn starfar o.s. frv.“. Björg Þorleifsdóttir þýddi. ■ MÁL OG MENNING hefur gefið út skáldsöguna Dreyrarhim- inn eftir norska höfundinn Her- björgu Wassmo. Þetta er sjálfstætt framhald bókanna Húsið með blindu glersvölunum og Þögla herbergið, þriðja og síðasta bókin í sagnabálk- inum um Þóru sem færði Herbjörgu Wassmo bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1987. Í kynn- ingu útgefenda segirm.a.:„I þessari sögu er Þóra orðin unglingsstúlka og setur fyrri reynsla hennar mark sitt á hana, þótt allt sýnist með felldu á ytra borði. Hún skýlir sér fyrir öðru fólki bakvið frábæran námsárangur og með því að flýja á vit ímyndana. Brátt verður þetta sálarstríð henni um megn og uppá- tæki hennar gerast æ undarlegri." Hannes Sigfússon skáld þýddi bókina sem er 215 bls. Kápu hann- aði Sigurborg Stefánsdóttir, en bókin er unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Stefnt að lengn opnun- artíma á laugardögum SAUTJÁN opnaði í gær nýja verslun á þremur hæðum, að Laugavegi 91, þar sem áður var Domus. Auk verslunarinnar, sem er í 2000 fermetra húsnæði, er rekin kaffitería í húsinu. Stefnt er að því að opnunartími verslun- arinnar verði lengdur á laugar- dögum og opið verði til kl. 17. Svava Johansen og Bolli Kristins- son keyptu húsnæðið um síðustu áramót, en síðan hefur það verið gert upp, bæði að utan og innan auk þess sem bætt hefur verið við húsið um 400 fermetrum. Auk verslunarinnar eru í húsinu> skrifstofur fyrirtækisins og sauma- stofa. Að sögn Svövu munu 15 til 20 manns starfa í nýju versluninni, en 10 manns á saumastofunni. „Fataúrvalið hefur verið aukið hjá okkur og við bjóðum nú upp á fínni línur og meira af samkvæmis- klæðnaði en áður. Vörumerkjum hefur verið fjölgað en auk þess selj- um við nú fleira en áður, bæði hljómplötur og snyrtivörur og skó- deildin hefur verið stækkuð," sagði Svava í samtali við Morgunblaðið. Stefnt er að því að lengja opnun- artíma verslunarinnar um helgar, þannig að opið verði á laugardögum til kl. 17 í stað 16 áður. I stað þess verður lokað fram til hádegis á mánudögum. „Við ætlum að breyta opnunar- tímanum þannig að hann henti bet- ur skrifstofufólki og hafa opið leng- ur á laugardögum. Þetta er svipað og gert hefur verið í Hollandi, Þýskalandi og á Ítalíu," sagði Svava. Á jarðhæð versluuarinnar er seldur herrafatnaður, skór og hljóm- Sjálfstœdisýólk í Reykjaneskjördœmi Égfceriykkur bestu þakkirfyrir gódan studning íprófkjöri Sjálfstœöisflokksins í Reykjaneskjördcemi 10. nóvember síbastlióinn. Stöndum saman um stóran sigur í kosnmgunum í vor. ó'anáujT- "IpóráaxcioUir- Eigendur verslunarinnar Sautj- án, þau Svava Johansen og Bolli Kristinsson. plötur. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.