Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 26
‘26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Borgarafundur í Borgarnesi: Fjörugar umræður um hvort leyfa eigi innflutning búvara Borgarnesi. NÝVERIÐ héldu Verkalýðsfélag Borgarness og Neytendafélag Borgarfjarðar borgarafund um hvort leyfa ætti aukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Talið var að um 200 manns hefðu sótt fund- inn og voru margir komnir nokkuð langt að. Frummælendur voru: Jón Magnússon, formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðarráðerra, Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, og Asmundur Stefánsson, for- seti ASÍ. Morgunblaðið/Theodór Frummælendur á fundi Verkalýðsfélagsins og Neytendafélags Borg- arfjarðar, f.v.: Steingrímur J. Sigfússon, Ásmundur Stefánsson, Haukur Halldórsson og Jón Magnússon. Á eftir framsöguerindum tóku alls 15 manns til máls og urðu fjör- ugar umræður um fundarefnið. Nemar frá Bændaskólanum á Hvanneyri ásamt skólastjóra sínum og kennurum fjölmenntu og tóku virkan þátt í umræðunum og settu svip á. fundinn. Á fundinum komu fram sjónar- mið með og á móti auknum inn- flutningi landbúnaðarvara. Flestir voru þó sammála um að allt horfði í þá átt að um aukningu á innflutn- ingi landbúnaðarvafa yrði að ræða á næstu árum, hvort sem mönnum 1-íkaði betur eða verr. Margir urðu til að vara við aukinni jarðvegs- mengun erlendis í þeim löndum er Séð yfir hluta fundarmanna. helst kæmi til greina að flytja land- búnaðai-vörur frá og hættu á meng- uðum erlendum afurðum. Bent var á að töluvert væri borgandi fyrir hreina og ómengaða islenska afurð sem enn væri laus við hormónagjaf- ir og aðra „óværu“. Of hátt verð Jón Magnússon rakti í framsögu sinni í grófum dráttum forsögu núverandi Iandbúnaðarfrarnleiðslu- stefnu og sagði síðan: „Ég tel að vandinn sem við er að etja í land- búnaði í dag stafi fyrst og fremst af því að menn neituðu of lengi að viðurkenna að breyta þyrfti um stefnu." Þá gat Jón þess að mat- vælaverð væri mun hærra hérlend- is en í nágrannalöndunum. Gæðin á íslensku framleiðslunni væru í lagi en verðið væri allt of hátt. Taldi Jón að ýmsar verslunarhindr- anir hins opinbera hafí orðið, fram- Ieiðendum jafnt og neytendum, til tjóns. Stefna stjórnvalda í landbún- aðarmálum væri röng. Sagði Jón að krafan um aukinn innflutning á búvörum ætti eftir að koma fram hjá almenningi með auknum þunga í framtíðinni. Á móti auknum innflutningi Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaðarráðherra, sagði m.a. það vera útbreiddan misskilning að al- gjört bann væri á innflutningi land- búnaðarvara til landsins. Það væri þvert á móti mjög mikill innflutn- ingur á þeim vörum. Ef miðað væri við orkuþörf þjóðarinnar væri líklega um helmingur fæðunnar fluttur beint inn. íslendingar væru meðal örfárra þjóða sem fiyttu inn jafn hátt hlutfall fæðuþarfarinnar. Flest þjóðríki, sem á annað borð hefðu til þess aðstöðu, reyndu að framleiða eins mikið af fæðuþörf- inni og hægt væri. Þegar rætt væri um landbúnaðarvörur yrði að athuga að vörur s.s, allar kornvör- ur, kaffi, te, kakó og sykur og ávextir, flokkuðust undir þann málaflokk. Skýringin á þessum inn- flutningi væri sú að flest af þessum varningi gætum við ekki framleitt hérlendis og yrðum því að flytja hann inn. Spyija mætti hvort að énn ætti að auka þetta hlutfall. Sagði Steingrímur það sína skoðun að „íslendingar ættu að framleiða, innan skynsamlegra marka, eins mikið af landbúnaðarafurðum og þeir gætu.“ Þegar rætt væri um verð á íslenskum landbúnaðaraf- urðum í samanburði við erlendar vörur, yrði að gæta að því að um hágæða vöru væri að ræða hjá okkur, holla og ómengaða borna saman við mengaða erlenda verk- smiðjuframleiðslu á lágmarksverði. Verð á innlendri landbúnaðarfram- leiðslu væri þó of hátt og lækka þyrfi það með markvissum hætti á komandi árum. Dýrast að framleiða ekki Haukur Halldórsson, form. Stéttarsambands bænda, sagði m.a. að standa bæri vörð um íslenská búvöruframleiðslu. Kvaðst hann vilja kasta þeirri spurningu fram hvað það myndi kosta þjóðina að framleiða ekki landbúnaðaraf- urðir og ræddi í því sambandi um laun, skatta og aðstöðugjöld o.fl. sem ríki og sveitarfélög yrðu af. Sagði Haukur að hagræðingar væri þörf í íslenskum landbúnaði og ná þyrfi niður verði á landbúnað- arafurðum. Kvaðst Haukur vera sannfærður um að mögulegt væri að lækka verð á landbúnaðarafurð- um verulega, án þeess að það þurfi að bitna á tekjum til bænda. Varð- andi aukinn innflutning sagði Haukur að nauðsynlegt væri að aldrei yrðu gerðar minni kröfur til innfluttrar vöru sbr. litunarefni, rotvarnarefni og hormónainnihald. Hagræðingar þörf Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði m.a. að vegna breyttra neysluvenja og vegna þess að varan væri of dýr, þá hefði kindakjöts- neyslan dregist mjög saman á síðustu 10 árum. Til að jafnvægi næðist milli neyslu og framleiðslu þyrfti að skera niður framleiðsluna um þriðjung. Verð á kjúklingum væri allt of hátt og hægt væri að hans mati að ná því niður um 25 til 40% með breyttu skipulagi, kyn- bótum og sjúkdómavörnum á 2 til 3 árum. Sagði Ásmundur að einok- unin og framleiðendaverndunin hefði verið of mikil á liðnum árum. Sjónarmið neytenda og hvað hlut- irnir kosta hefði vantað algjörlega inn í myndina. Breytinga og ha- græðingar á landbúnaðarfram- leiðslu væri þörf til að hún gæti staðist samkeppni á jafnréttis- grundvelli við erlendar vörur. Kvaðst Ásmundur búast við því að reglur um aukinn innflutning land- búnaðarvara yi'ðu rýmkaðar á næstu árum. - TKÞ Ölfus: ‘Hlíðardals- skóli 40 ára 500 manns fylgdust með hátíðardagskrá Þorlákshöfn. SUNNUDAGINN 4. nóvember voru sanian komin hart nær fimm- hundruð manns í Hlíðardalsskóla í Ölfusi til að minnast fjörtíu ára afmælis skólans. Hátíðardagskrá var í íþróttasal skólans. Erling B. Snorrason núverandi skólastjóri setti hátíðina og bauð alla velkomna en sumir voru langt að komnir eins og fyrsti skóla- stjóri skólans Júlíus Guðmundsson sem kom frá Danmörku sérstak- lega að þessu tilefni. Júlíus Guðmundsson flutti há- tíðaræðu og i henni minntist hann upphafs og aðdraganda skóla- starfs í Hlíðardalsskóla. Söfnuður sjöunda dags aðventista heldur uppi öflugu skólaStarfi víða um heim. 1947 keypti söfnuðurinn á íslandi jarðirnar Vindheima og Breiðabólstað í Ölfusi til að byggja skóla. Yfirstjórn safnaðarins í Lon- don hafnaði fyrstu beiðni um _að hafinn yrði bygging skóla á ís- landi og sagði að hægt væri að senda íslensku nemendurna til Norðurlandanna. En annað bréf var skrifað og eins og Júlíus orð- aði það: „Hvort sem það var vegna hræðslu við Heklugos eða eitthvað annað þá var nú samþykkt að hefja byggingu skóla á Islandi.“ Nota var meðal annars til þess fé sem safnað var til þróunaraðstoðar en ekki fengist leyfi til gjaldeyris- yfirfærslu. Fyrsta skóflustungan var tekin 8. júní 1949, en kennsia hófst sjötta nóvember 1950 og voru þá í skólanum 19 nemendur í einni bekkjardeild. Skólastjóri var Júlíus Guðmundsson í hlutastarfí því hann gegndi öðrum störfum í Reykjavík, kennari yar Jón Hj. Jónsson og má segja að saga skól- ans og Jóns sé meira og minna samofin alla tíð síðan, hann varð sjálfur síðar skólastjóri til margra ára. Júlíus sagði í ræðu sinni að skólanum hefði ávallt fylgt mikil guðsblessun og mikið happ og má t.d. nefna að 24. október stóð 30 Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Samkomugestir við afmælishátíðina. »ísss8ssa 'nJ xJ fX S metra buna af heitu vatni upp í loftið þrátt fyrir að allir segðu að ekki þýddi að bora eftir heitu vatni á þessum stað. Erling B. Snorrason skólastjóri sagði að í dag væru 47 nemendur í skólanum í þrem bekkjadeildum, það er síðustu þrír árgangar grunnskólans. Fyrir nokkrum árum var við skólann framhalds- deild eða fyrstu bekkir mennta- skóla en það hefur nú lagst af. „Nemendur sem sækjast eftir skólavist eru aðallega af suðvest- urhorninu en hingað sækja þó allt- að einhverjir langt að komnir," sagði Erling skólastjóri. I tilefni af afmælinu bárust skólanum margar góðar gjafir og árnaðaróskir frá fyrrverandi nem- endum og aðstandendum þeirra. - J.H.S. Erling B. Snorrason núverandi skólastjóri í ræðustól aftan við hann eru frá vinstri Júlíus Guðmundsson fyrsti skólastjóri Hlíðardalsskóla og Hrólfur Kjartansson deildarstjóri sem var fulltrúi menntamálaráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.