Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 16.11.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Gladio starfaði í Vestur-Þýskalandi Bonn. Reuter. ÞÝSKA stjórnin skýrði frá því í fyrradag að í Vestur-Þýskalandi hefðu verið við lýði leynileg andspyrnusamtök sem ætlað var að láta að sér kveða ef landið yrði fyrir sovéskri árás. „Rétt eins og í öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) voru gerðar ráðstafanir á sjötta áratugnum til þess að tryggja að áfram yrði hægt að afla leynilegra upplýsinga þó landið yrði hersetið," sagði Hans Klein, talsmaður þýsku stjórnarinnar. Skýrt hefur verið frá því að samskonar samtök, sem gengið hafa undir nafninu Gladio, hefðu verið mynduð á fyrstu árum Kaldastríðsins á Ítalíu, í Frakkl- andi, Hollandi, Belgíu og Lúxem- borg og sagði Klein að þýsku sam- tökin hefðu tekið þátt í samnstarfi þeirra. Guy Cöme varnarmálaráðherra Belgíu sagði á miðvikudag að belgíska andspyrnuhreyfmgin, sem mynduð var 1951, yrði leyst upp þar sem lýðræðisumbæturnar í Austur-Evrópu gerðu hana óþarfa. Rithöfundurinn Malcolm Muggeridge er látinn London. Daily Telegraph. BRESKI blaðamaðurinn og rithöf- undurinn Maicolm Muggeridge Iést á miðvikudag, 87 ára að aldri. Hann var einn þekkasti blaðamað- ur heims og var m.a. fréttamaður Guardians í Sovétríkjunum snemma á fjórða áratugnum. Síðar starfaði hann fyrir Daily Telegraph og fleiri fjölmiðla. Greinar Mug- geridge um ægileg- ar afleiðingar þess I að komið var á sa- myrkjubúskap með valdboði í Sov- étríkjunum vöktu mikla athygli. Hann var framan af ævinni hlynntur I kommúnistum en f bilaði í trúnni eftir Maicoim reynslu sína af Muggerídge valdatíma Jósefs Stalíns. Síðar várð hann hægrisinnaður en ávallt óstýri- látur í stjómmálum og olli oft hneykslun með skrifum sínum. Hann var fréttaritari í Indlandi og fleiri * Ahyggjufull vegna Jeltsíns Moskvu. Reuter. JÍAZIMIERA Prunskiene, forsæt- isráðherra Litháens, segist hafa áhyggjur af því að Borís Jeltsín, forseti Rússiands, og Míkhaíl Gor- batsjov, forseti Sovétríkjanna, séu að ná sáttum. Hingað til hafa Lit- háar litið á Jeltsin sem bandamann í viðureign við Sovétstjórnina. Jeltsín og Gorbatsjov ræddu á sunnudag um mögulega þjóðstjórn yfir Sovétríkjunum þar sem Rússland meðal annars fengi fulltrúa en einnig ákváðu þeir að stofna nefnd til að ræða kröfur Rússa um umráð yfir náttúruauðlindum sínum. löndum en gekk til liðs við bresku leyniþjónustuna á stríðsárunum. ' 1967 varð Muggeridge rektor Edinborgarháskóla _og gegndi því embætti um árabil. Á efri árum varð hann einn kunnasti sjónvarpsmaður í Bretlandi auk þess sem hann rit- stýrði skopblaðinu Punch og ritaði nokkrar bækur. Muggeridge varð kaþólskur árið 1982 eftir áratuga . efsemdir í trúmálum. 190 farast í fellibyl á Filippseyjum Um 190 manns fórust og 160 til viðbótar var saknað í gær er fellibylur geisaði í mið- og suðurhluta Filippseyja. Talið er að meira en 120.000 manns hafi misst heimili sín í fellibylnum, sem er sá mesti í landinu á árinu. „Það var eins og kjarnorku- sprengja hefði sprungið," sagði John Osmena, þing- maður frá eyjunni Cebu, þar sem tjónið af völdum fellibylsins var einna mest. Um 40.000 hús eyðilögð- ust, flest reist af vanefnum úr timbri og bárujárni. Hátt í 400.000 hús urðu fyrir skemmdum og meira en milljón manna flúði heimili sín. 77 skip og bátar sukku. Myndin var tekin í höfn Cebu-borgar í gær. Franska ríkisstjóniin verður við kröfum menntskælinga Perpignan. Frá Margréti Elísabetu Ólafsdótt FRANSKA stjórnin ákvað í fyrrakvöld að koma til móts við kröfur menntaskólanema um betri aðbúnað í skólum með því að veita 4,5 milljörðum franka, jafnvirði 49 milljarða ÍSK, til endurbóta í menntaskólum lands- ins. Fjárveitingin kemur til viðbótar öðrum útgjöldum franska ríkisins til menntamála en þau_ hafa aldrei verið jafn mikil og nú. í fyrsta sinn í sögunni verða útgjöld Frakka til menntamála á næsta fjárhagsári meiri en útgjöld þeirra til varnar- mála. Munu útgjöldin nema alls 221,5 milljörðum_ franka, jafnvirði 2.392 milljarða ÍSK. Áður en til- kynnt var um aukafjárveitinguna sagði Michel Rocard forsætisráð- herra við umræður í franska þing- inu að kostnaður við skólamálin hefði aukist um 25% frá 1988. Sagðist hann ekki þekkja dæmi um ur, fréttaritara Morgunblaðsins. Reuter. jafn mikla aukningu til þess mála- flokks í tíð fyrri stjórna. Andstæð- ingar hans sögðu útgjöldin í raun smánarlega lítil miðað við fjölda franskra námsmanna. Ákvörðun stjórnarinnar um sér- staka ijárveitingu til endurbóta í menntaskólunum jafngildir nær fullnaðarsigri menntskælinga sem efnt hafa til fjölmennra mótmæla gegn stjórninni í helstu borgum landsins að undanförnu. Þeir náðu Francois Mitterrand forseta á sitt band sl. mánudag og er talið að með yfirlýsingum þess efnis að taka yrði tillit til raddar æskunnar hafi forsetinn í raun sett stjórnina upp að vegg. CFE-viðræðurnar í Vínarborg: Samkomulag um fækkun hefð bundinna vopna frágengið Vín. Reuter. GEYSIVIÐAMIKIÐ afvopnunar- samkomulag milli Atlanthafs- bandalagsins og Varsjárbanda- iagsins, sem tekur til hefðbund- inna vopna, er nú frágengið, sam- kvæmt tilkynningu frá samninga- mönnum í Vínarborg. Samkomu- lagið, sem er niðurstaða hinna svokölluðu CFE-viðræðna, verður undirritað í París á mánudag við upphaf leiðtogafundar Ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Sviss* Orsök flugslyss Alit- alia-vélarinnar óljós Zlirich. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. RANNSÓKN á orsök flugslyss sem varð í kantónunni Ziirich í Sviss á miðvikudagskvöld mun væntanlega taka marga mánuði. Fjörutíu farþegar og sex manna áhöfn létust þegar 20 ára göm- ul DC-9-32-vél Alitalia-flugfélagsins fórst 10 km frá flugbraut flugvallarins í Kloten. Vélin var á leið til Ziirich frá Mílanó í Ítalíu. Áhöfn vélarinnar var ítölsk^ Flestir farþeganna voru Sviss- lendingar en auk þeirra voru 5 Italir, 5 Bandaríkjamenn og 2 Japanir um borð. FLUGSLYSIÐ I ZURICH Ziirich Austurríki Mílanó ÍTALÍ/ h 40 farþegar farast ^ ósamt 6 í óhöfn y DC-9 flugvél Alitalia fór fró Linate-flugvelli til Kloten-vallar. Slík flugferð tekur 40 mínútur. Vélin hrapaði í skóglendi í rign- ingu en kyrru veðri. Brot úr vél- inni dreifðust yfir 6 kmz metra svæði og skrokkur hennar gjö- reyðilagðist. Vélin hvarf af skerm- um flugumferðarmanna og sam- band við hana rofnaði tveimur mínútum fyrir áætlaðan lending- artíma klukkan 20.15. Hún flaug 300 metrum lægra en flugáætlun • gerði ráð fyrir en ekki hafði verið látið vita um bilun í vélinni. Sjón- arvottar segja að hún hafi verið óvenju hávær þegar hún flaug inn til lendingar og skyridilega hafi orðið mikil sprenging. Einn maður segir að það hafi verið kviknað í vélinni áður en hún fórst. Enginn á jörðu niðri meiddist. Þetta er versta flugslys í Sviss Kl. 19:13 á mi&vikudag: Tveimur mínútum fyrir lendingu og 300 m of lágt og flýgur á Stadel- berg-fjall. \Kloten í 17 ár. Vorið 1973 létust 108 manns þegar vél Invicta-leigu- flugfélagsins í Bretlandi fórst í- kantónunni Solothurn í vondu vetrarveðri. Evrópu. Afvopnunarsamakomlugið er hið flóknasta og víðtækasta sem um getur. Samkvæmt því eru sett þök á ýmsar vopnategundir hjá hernaðar- bandalögunum tveimur. Hvort bandalag má hafa 20.000 skrið- dreka, 30.000 brynvarða bíla, 20.000 stórskotaliðsbyssur, 6.800 orrustu- flugvélar og 2.000 árásarþyrlur. Samkomulagið tekur til landflæmis- ins frá Atlantshafi til Úralfjalla og er því skipt niður í fjögur svæði sem hvert hefur sitt undirþak. Einnig verður þak á vopnafjölda hvers ríkis. Aðilar að samkomulaginu eru NATO-ríkin sextán og sex Varsjár- bandalagsríki. Til þess að framfylgja samningn- um þurfa mörg ríkjanná að skera herlið sitt verulega niður. Til dæmis þurfa Sovétmenn að fækka skrið- drekum sfnum um 19.000. Aðilar samningsins hafa 40 mánuði til þess að afvopnast og kveður samningur- inn á um víðtækt eftirlit með því. Eftirlitsþátturinn er einn mikilvæg- ast hluti samningsins því breyting- arnar í Austur-Evrópu undanfarið ár hafa valdið því að afvopnun er ekki eins ofarlega á baugi og áður og í sumum tilvikum hefur hún þeg- ar átt sér stað. Strax eftir leiðtogafundinn í París hefjast viðræður í Vín að nýju um næsta skref f fækkun hefðbundinna vopna en þá verður fjallað um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.