Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Það bregst ekki. Ég lendi Hann hefur aldrei getað alltaf í löngu biðröðinni. lært að slaka á. HÖGNI HREKKVÍSI Egg eiga að vera í kæli Til Velvakanda. Eg vil benda fólki á að athuga, þegar það kaupir egg, hvort þau séu geymd í kæli í viðkomandi búð. Egg eru dýr vara hér á landi og neytandinn hlýtur að gera kröfur til gæða. Sem betur fer eru margar verslanir sem geyma eggin í kæli Til Velvakanda. Skömmu éftir að Borgaraflokks- menn tóku sæti í ríkisstjórn, komu til framkvæmda breytingar á regl- um um húsnæðislán. Þær breyting- ar voru nokkuð umdeildar, en ann- ars hefur sá ráðherra, sem með mál þessi fer, Jóhanna Sigurðar- dóttir, komið ýmsu góðu til leiðar í þeim efnum. En þeir Borgara- flokksmenn brugðu hart við og birtu í blöðum yfirlýsingu þess efnis, að þarna ættu þeir engan hlut að máli. Fannst þá ýmsum sem komn- ir væru nýir siðir með nýjum herr- um, því að ekki hafði það verið venjan að einstakir ráðherrar reyndu að firra sig ábyrgð á þennan hátt. En þeir Borgaraflokksmenn sýnast nú hafa uppskorið eins og þeir hafa til sáð: Endurteknar skoð- anakannanir sýna að flokkur þeirra er gersamlega fylgislaus. En sagan endurtekur sig: Þegar þjarmað er að kirkjunni fjárhags- Jafnrétti ánjafnræðis Til Velvakanda Hvaða vit er í jafnrétti þar sem mikils ójafnræðis gætir. Tvö lið eru að keppa. Bæði mega skora mörk, en annað liðið má senda þúsund sinnum fjölmennara lið inn á völlinn en hitt liðið. Þannig væri'ástandið ef ísland semdi um jafnan atvinnu- og búseturétt við Efnahagsbanda- lag Evrópu. Þyrfti nokkur að spá um það hvernig leikurinn færi. RÚN og er það mikil framför. Sjálf hef ég lent í því að kaupa egg sem voru orðin mjög léleg enda voru þau ekki geymd í kæli í versluninni þar sem þau voru keypt. Egg eiga að vera í kæli hvort sem þau eru geymd í verslun eða heima. Neytandi lega kennir sá ráðherra, sem fer með kirkjumálin, bara fjármálaráð- hera um. Víst ber hann þar nokkra sök, en höfuðábyrgðina ber auðvit- að kirkjumálaráðherrann. En þess ætti sá ráðherra að minnast, að aldrei mundi stofnandi Borgara- flokksins hafa samþykkt slíkar að- farir. I þessu efni dugar lítt að segjast vera „stikkfrí". Jónína Sigurðardóttir Til Velvakanda. Ég varð undrandi að heyra og sjá í sjónvarpsfréttum 6. þ.m., að skrán- ingareinkenni nýrra bíla á Islandi ákvarðast af tölvuútdrætti. Það er ekki í mannlegu vaidi að hafa nein áhrif á tölvuna, að sögn forstöðumannsins. Það er ekki nema ef um stórslys yrði að ræða, eins og t.d. að Ólafur Ragnar Grímsson fengi X-D á nýja bílinn sinn sem reynt yrði að gera einhvetjar ráðstafanir. (Auðveldast yrði líklega að fá hann til að kaupa annan bíl!) Eflaust var tími til kominn að bæta úr göllum gamla kerfisins og öllum skráningunum. Langt er þó frá því að allir séu sáttir við nýja kerfið. Eflaust bætti mikið úr því ef menn gætu valið einkenni á nýjum bílum sem þeir væru að kaupa, jafnvel þótt það verði að fylgja honum þegar hann yrði seldur. Þá er bara að velja nýtt einkenni á næsta bíl. Svo fram- arlega sem umbeðið einkenni hefur ekki verið skráð á annan bíl á Is- Samkeppni Til Velvakanda. Samkeppni er orð sem oft heyr- ist og ef til vill í tíma og ótíma. Alls staðar heyrist þetta og sérstak- lega ef einhverjum gengur vel þarf að stofna til samkeppni, án veru- legrar athugunar. Við höfum séð samkeppnina í loðdýraræktinni, í laxaræktinni, samgöngum, verslun og viðskiptum, og höfum við ekki fengið þar dýra reynslu? Hvað kostaði þjóðina samkeppni Arnarflugs við Flugleiðir og hefði þeim peningum ekki verið betur varið í að efla starfsemi Flugleiða, til verulegri átaka og meiri umsvifa á öllum leiðum? Er betra að fá hingað inn erlent flugfélag til að keppa sem jafnvel gæti orðið þjóðinni dýrt. Hvers vegna leggjum við meira upp úr því að ýta undir erlend fyrirtæki vitandi það að þá minnkar atvinna landans? Ég veit ekki annað en að Flug- leiðir hf. sé fyrirtæki landsmanna og það sé vel rekið. Hafi veitt ómet- anlega atvinnu og kynnt sig vel erlendis? Sé einnig með úrvals flug- flota með meira öryggi en áður. Hvers vegna eru þá innlendir aðilar að hamast við að stofna annað fyrir- tæki, leggja í það Ijármuni sem vafi er á að nýtist? Er ekki nóg að hafa hin erlendu á hælunum á sér. Um þetta skulum við hugsa. Arni Helgason landi, á ekkert að vera því til fyrir- stöðu. Meira að segja í Texas, þ'ar sem allt ætti að vera þyngra í vöfum, getur hver sem vill valið sér sitt bílnúmer eða einkennisstafi. Á okkar litla Islandi ætti þetta ekki að vera neitt mál. Alexander Stefánsson, alþingis- maður, er íhaldssamur á bílnúmer og það eru fleiri. í þijátíu ár hef ég ekið bíl með mínu Ijögurra stafa R-númeri án þess að valda tjóni. Þetta er ekkert „stæl“-númer en ég mun sakná'þess þegar ég þarf að láta það. Eg treysti því að þegar ég kaupi nýjan bíl næst, verði forstöðumenn bifreiðaskráningarinnar búnir að uppgötva að þeir eiga að stjórna tölv- unni, en ekki hún þeim. Vonandi get ég því beðið bifreiða- umboðið að skrá t.d. upphafsstafina mína og gamla happanúmerið mitt á nýja bílinn. Óskar Jóhannsson Að vera stikkfrí Nýju bíl númerin Víkverji skrifar Fyrsta fundi sérstakrar viðræðu- nefndar Landsvirkjunar með fulltrúum .Atlantsáls lauk í London sl. föstudag. Af fréttum verður ekki annað skilið en árangur hafi verið nokkui' og að góður andi hafi ríkt á fundinum. Er það mikið gleði- efni, því yfirlýsingar sem gefnar voru í síðasta mánuði gáfu tilefni til hræðslu um að snurða kynni að hlaupa á þráðinn. Öllu skiptir fyrir íslendinga að vei verði haldið á spilunum í viðræðunum svo að loka- niðurstaðan verði sú að hér rísi ái- ver sem veiti þúsundum íslendinga lífsviðui'væri. xxx að vakti ;athygli Víkveija að Ríkissjónvarpið sendi frétta- mann til þess að fylgjast með þess- um viðræðum í London. Var þó vit- að fyrirfram að ekki yrði þar neinar stórfréttir að fá. Fréttamenn RUV^hafa verið á faraldsfæti að. undanförnu og oft hefur það verið án mikilla tilefna. Ekki kemur þetta heim og saman við bágan fjárhag RUV sem út- varpsstjóri hefur margoft talað um. xxx íkissjónvarpið breytti nýverið um umgjörð frétta. Víkverja finnst að breytingin hafi ekki tekizt nægilega vel. Þá eru skiptingar milli aðalþular og fréttamanna oft vandræðalegar. Aðalþulur lítur á fréttamann og segir t.d., þú hefur kynnt þér þetta mál í dag Helgi, er ekki svo? Og Helgi fréttamaður þarf að bjarga sér út úr þessari vandræðalegu stöðu áður en hann bytjar að lesa frétt sína. Víkverji óttast í hvert sinn að Helgi hafi alls ekki kynnt sér þetta mál heldur einhver annar og allt fari í hnút! Skiptingar milli þula á Stöð 2 eru miklu liprari; Afrek Péturs Guðmundssonar kúluvarpara hafa vakið verð- skuldaða athygli. Á skömmum tíma hefur hann stórbætt sig og íslands- met .hans er 5. bezti árangur í heim- inum í ár. Eins og fram hefur komið í við- tölum við Pétur er hann venjulegur daglaunamaður og starf hans í lög- reglunni er vafalaust mjög krefj- andi. Það er skoðun Víkverja að afreksmannasjóðir íþróttahreyfing- arinnar þurfi að koma strax til skjalanna svo að Pétur geti stundað æfingar eins og þörf er á. Eftir tvö ár, þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Barcelona, stendur hann á þrítugu og ætti þá að geta staðið á hátindi ferils síns. Það er ekki óraunhæft að ætla að Pétur geti komist á verðlaunapall í Barcelona ef hann fær þann stuðning sem honum ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.