Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 17 Eftirlaunasjóðir leysi lífeyrissjóði af hólmi eftir Guðna * Agústsson Ásamt tveimur öðrum þingmönn- um Framsóknarflokksins hefur sá er þetta ritar lagt fram tillögu til þingsályktunar um að taka upp nýtt kerfí í stað lífeyrissjóðanna, þ.e. eig- in eftirlaunasjóði einstaklinga. Tillaga þessi var ekki útrædd á síðasta þingi. Tillagan gengur út á það að gera róttæka kerfisbreytingu, hverfa frá núverandi lífeyrissjóða- kerfi sem bæði er dýrt í rekstri og stefnir óðfluga í gjaldþrot ef ekki koma til róttækar breytingar. Aldursskipting íslendinga breytist hratt, nú eru 26 þús. manns 65 ára og eldri eða tæplega 10% þjóðarinn- ar, árið 2020 er því spáð að 50 þús. íslendingar verði 65 ára og eldri eða ca. 18%. En þá er því einnig spáð að hlutfallslega sami fjöldi verði á vinnualdri og er í dag. Hvernig vill þjóðin mæta þessum vanda, ætlar hún ekkert að gera, láta unga fólkið sem nú er að hefja ævistarfið koma að lífeyrissjóðunum gjaldþrota og tómum á öðrum og þriðja áratug næstu aldar? Þjóðin á ekki margar leiðir út úr vandanum, keisaraveldið í sjóðunum mun aldrei samþykkja einn lífeyris- sjóð fyrir alla landsmenn þar sem allir sætu við sama borð. Það frumvarp sem sýnt var á Al- þingi í fyrra af ráðherra tekur heldur ekki á vanda lífeyrissjóða og iífeyris- þega vegna rýrnunar á gjaldþoli margra sjóða. Því er það spurningin, situr þjóðin uppi með það kerfi sem er við lýði, einhver fækkun sjóða ,mun eiga sér stað en gjaldtakan af Guðni Ágústsson „Þjóðin á ekki margar leiðir út úr vandanum, keisaraveldið í sjóðun- um mun aldrei sam- þykkja einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn þar sem allir sætu við sama borð.“ laununum verður hækkuð úr 10% í 20% af öllum launum til að forðast gjaldþrotið og sjóðþurrðina, eins og lífeyrissjóðirnir benda á. Er því ekki tímabært að fólkið í landinu taki hugmyndir okkar þre- menninganna í Framsóknarflokkn- um til umræðu og krefjist þess að þessi leið sem við bendum á verði rædd og könnuð sem hugsanleg leið í miklum vanda lífeyrissjóðanna. Hugmynd okkar gengur út á það að efla sparnaðarþáttinn og varð- veita einnig tryggingarþátt lífeyris- sjóðanna. Ungi maðurinn eignast í upphafi sína eftirlaunasjóðsbók sem hann varðveitir í sinni peningastofnun, þangað greiðir vinnuveitandinn 10% launanna. Út af þessari bók má ekk- ert taka fyrr en 65 ára eða 70 ára aldri ér náð. Þá er ellilífeyririnn end- urgreiddur á 20 eða 30 árum með jöfnum afborgunum. Maður sem hefði 70 þús. í mánað- artekjur ætti inni á bókinni sinni 13,4 milljónir eftir 45 ára starfsævi og gæti haft í eftirlaun 90 þús. kr. á mánuði næstu 20 árin skattfrjálst. Nú, ef hann vildi vera öruggur í 30 ár eða til hundrað ára hefði hann 72.700 kr. í mánaðarlaun. Þetta kerfi væri einfalt og í því væri meiri jöfnuður en í núverandi-. kerfi. Við leggjum til að leysa trygg- ingaþáttinn, þ.e. örorku, í gegnum sjóð-sem starfaði við hliðina á Trygg- ingastofnun ríkisins. Fólkið í landinu má vita það að kerfið fýlir grön og grettir sig við svona hugmyndum, þeir eru margir sem sitja við þessa katla og deila og drottna með aura fólksins. Grasrótin verður því að bylta sér. „Sá sem hefur íjóra ása á hendi kærir sig ekki um að gefa spjlin á ný.“ Höfundur cr þingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. / KRAKKAR! /KUNÍÐ AÐ BURSTA .TENNURNAR LIONS eru komin á alla útsölustaði Oll Lionsdagatöl eru merkt. Þeim fylgir jólasveinslímmiði og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur óskiptur til líknarmála. Nu gefst þer tækifæri til ao spara, svo um munar, í matar- innkaupum til heimilisins. Um er að ræða takmarkað magn af fyrsta flokks lambakjöti úr A-flokki frá haustinu ’89. Notaðu tækifærið áður en það verður um seinan SAMSTARFSHOPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS verÖlæfckun ALAMBA MMM JJMIM MANAÐA- .......

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.