Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 VERKSMIÐJUTILBOÐ FRA BUGKSiDECKER 1000w RYKSUGA SKEIFUNNI 8 SÍMI 91-82660 RADÍÓVINNUSTOFAN KAUPANGI AKUREYRI SÍMI 96-22817 RAFBÚÐ R.Ó. HAFNARGÖTU 52 KEFLAVÍK SÍMI 92-13337 SIEMENS UPDbvottavélar í miklu úrvali! SIEMENS uppþvottavélar eru velvirkar, hljóðlátar og sparneytnar. Breidd: 45 og 60 sm. Verð frá 57.330,- kr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI4 — SÍMI 28300 clothes for kids 517 Great Western Road Glasgow G12 - Tel 339 1121 Opið sex daga, mánudaga til laugardags frá kl. 9.30-17.30. Tökum öll greiðslukort. Úrval af besta tískufatnaði fyrir börn, m.a. Oilily, Monnolise, Morgan, Chipic o.fl. 5% afsláttur fyrir þá sem koma með auglýsinguna! Fræðslustarf Krabbameinsfélagsins í skólum landsins er að mestu leyti kostað af happdrættisfé. Hér eru fræðslufulltrúar félagsins, Erna Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur og Oddur Albertsson kennari, að ræða við nemendur í Foldaskóla. Hausthappdrætti Krabbameinsfélags- ins eina happdrætti félagsins á árinu HEFÐBUNDIÐ happdrætti féll niður hjá Krabbameinsfélagimi síðastliðið vor vegna Þjóðarátaks gegn krabbameini sem þá fór fram. Sala á miðum í hausthapp- drætti félagsins 1990 er hins veg- ar hafin og ættu miðar að vera komnir til allra Jieirra einstakl- inga sem fá þá senda. Útsending nær til fólks á aldrinum 23ja til sjötíu ára og í þetta sinn eru það konur á þeim aldri sem fá mið- ana senda, svo og einhleypir karlar. Verðmætustu vinningarnir eru að þessu sinni 6 bifreiðir, þijár Volvo 460 og þrjár Daihatsu Charade, en auk þeirra eru fimmtíu vinningar á 120.000 kr. og aðrir fimmtíu á 60.000 kr. hver, fyrir vörum eða þjónustu frá nokkrum völdum fyrirtækjum. Samtals eru vinningarnir 106 að tölu og heildar- verðmæti þeirra 15,6 milljónir króna. Dregið verður í happdrættinu 24. desember og jafnan er lögð áhersla á að gera vinningshöfum sem allra fyrst viðvart um heppni sína með því að hringja til þeirra. Hefur það iðulega komið þeim vel enda ekki alltaf að menn gæti að því hvort þeir hafi unnið. Það skiptir miklu máli fyrir Krabbameinsfélagið að hausthapp- drættið verði árangursríkt. Það mikla fé öem safnaðist í Þjóðarátak- inu í vor fer til nokkurra afmark- aðra verkefna en ýmsir aðrir mikil- vægir þættir starfseminnar eru eft- ir sem áður háðir happdrættistekj- unum. (Úr frétt frá Krabbameinsfélaginu) Samtalsbók um dulræn efni BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Neistar frá sömu sól. Þar ræðir Svanhildur Konráðsdóttir fyrrum ritstjóri Mannlífs við fimm manneskjur. Viðmælendur Svanhildar eru þau Þórhallur Guðmundsson, Brynj- ólfur Snorrason, Erla Stefáns- dóttir, Gísli H. Wium og Jón Sig- urgeirsson. Fiest eru þau víðþekkt meðal þeirra sem láta sig dulræn efni og sálar ánnsókn- ir varða. í kynningu Forlagsins segir m.a.: „Þetta eru ekki kraftaverka- eða kynjasögur. Þau sem hér segja frá eiga það sameiginlegt að hafa eitt sin tekið ákvörðun um að nýta hæfileikana, sem þau fengu í vöggugjöf, í þágu þeirra sem leita að dýpri lífsfyllingu, tilgangi lífsins — sjálfu almættinu. „Við kynnumst gleði þeirra og sorgum, hvernig sum þeirra litu á það sem byrði að skynja fleira en aðrir, uns þau tóku gáfur sínar í sátt — gáfuna að lækna, hugga og lýsa öðrum. Þau eru ólík hvert öðru og skynjanir þeirra fjölbreyttar, en Svanhildur Konráösdótttr, \ . öll eru þau neistar frá sömu sól og þau eiga gjöf að gefa. Það er gleði þeirra," segir að lokum í kynningu Forlagsins. Neistar. frá sömu sól er 204 bls. auk & litmyndasíðna. Auk hf./Ólaf- ur Pétursson hannaði kápu. Prent- smiðjan Oddi prentaði. Pálína G. Steins- dóttir - Minning Fædd 26. febrúar 1902 Dáin 8. nóvember 1990 í dag, 16. nóvember, fer fram útförömmu minnar, Pálínu Guðrún- ar Steinsdóttur, sem lést á Vífils- staðaspítala 8. nóvember síðastlið- inn. Amma fæddist á Hvanná í Jök- uldal 26. febrúar 1902, eldri dóttir hjónanna Ingibjargar Andrésdóttur og Steins Guðmundssonar. Barn að aldri flyst amma með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar þar sem hún bjó síðan sín uppvaxtarár og taldi hún sig ætíð Seyðfirðing. Seyðis- fjörður var á þessum tíma mikið menningarpláss og bar amma alltaf mjög sterkar tilfmningar til staðar- ins og talaði oft um Seyðisfjörð og alla þá sem þar voru henni sam- ferða, með sérstakri hlýju. Á Seyðisfirði lærði hún karl- mannafatasaum en tækifæri voru ekki til áframhaldandi náms þó hugurinn stæði til þess. Árið 1922, þá tvítug að aldri, flyst amma til Reykjavíkur. Þar kynnist hún eigin- manni sínum, Karli Bjarnasyni, bakara, f. 6. ágúst 1892, d. 1970, og gengu þau í hjónaband 28. júní 1924. Karl var ekkjumaður með eina dóttur, Sigrid, f. 1918, sem síðast ólst upp hjá þeim ömmu og afa. Sigrid er gift Garðari Sigurðs- syni og eiga þau sex börn. Einnig var á heimili þeirra systir ömmu, Kristín, frá 11 ára aldri, en Kristín lést fyrir ári. Afi og amma eignuðust tvær dætur, Kristín, f. 1924. Eiginmaður hennar var Egill Hjörvar, sem lést 1965 og áttu þau eina dóttur; og Ingibjörgu, f. 1926, gift Jens G. Jónssyni og eiga þau tvö börn. Áuk þess ólu þau upp Steinu Haralds- dóttur, f. 1934, og Pálínu Guðrúnu Karlsdóttur, f. 1943. 1948 flytja amma og afi á Lang- holtsveg 141 þar sem þau bjuggu alla tíð síðan og í því húsi hafa 5 ættliðir búið og þar af þrír með nafninu Pálína Guðrún. Það var því oft líflegt á heimilinu og gestkvæmt því amma var gestrisin og hafði gaman af því að hafa fólk í kringum sig. Amma og afi áttu fallegt heim- ili með miklú og góðu plötu- og bókasafni og hafði amma ætíð mikla ánægju af góðum bókmennt- um og ias alla tíð mjög mikið. Það var því mikið áfall fyrir hana þegar hún fór að missa sjónina fyrir fimm árum og var hún nær blind síðustu þrjú árin. Amma var myndarleg kona og sínu fólki reyndist hún # vel. Og alltaf gladdi það hana ef einhverjum gekk vel hvort sem það var í starfi eða námi. Síðustu fimm árin fór heilsan að gefa sig hjá ömmu og síðustu þijú árin dvaldi hún á Vífilsstaðaspítala | þar sem hún naut mjög góðrar umönnunar starfsfólks. Andlegu heilbrigði hélt hún fram til hins síðaSta. Ég minnist og kveð ömmu með hlýju og þakklæti. Blessuð sé minning hennar. Kristín S. Jensdóttir I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.