Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 10
10____________________MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990_ Heildarstefna í skólamálum til nýrrar aldar, eða fræðslustefna til fátæktar? eftir Guðjón Tómasson Menntamálaráðuneytið efnir í dag og á morgun til menntamála- þings um drög að framkvæmda- áætlun menntamáiaráðuneytisins í skólamálum til ársins 2000. Drög ráðuneytisins bera nafnið „Til nýrrar aldar“. í formála sem ráðherra ritar og kallar „á krossgötum" er að finna rp.a. stefnumið hans til heildar- stefnu í skólamálum, sem hann hefur sjálfsagt lagt þeim starfshópi til, sem vann þetta tæplega 200 síðna rit. Þar er m.a. að finna eftir- farandi setningar: 1. „Tilgangurinn er sá að öllum megi vera ljóst að það er fylgt heild- arstefnu í skólamálum. “ 2. „En tilgangurinn er einnig sá að skapa starfsmönnum ráðuneytis- ins aðstöðu til að starfa eftir stefnu sem þeir hafa mótað í samvinnu við aðra aðila í þjóðfélaginu. “ 3. „Þeir eiga þá ekki að þurfa að hlíta dyntum og uppákomum augnabliksins sem oft eru gjörsam- lega úr samhengi við allt það sem kalla mætti skólastefnu." 4. „Stefnan tekur í fyrsta lagið mið af umhverfi sínu, lögum lands- ins, fjárlögum og fjárhagsáætlun- um. Hún tekurmið af þeim stofnun- um sveitarfélaga og ríkis og sam- tökum starfsmanna sem standa að skólamálum á íslandi." 5. „Stefna menntamálaráðherra á hverjum tíma mótast af lögum og þeim áherslum sem ráðherrann tekur mið af. “ 6. „Til þess að framkvæma þessa stefnu þarf margt að koma til. Fyrst er öflug kennarastétt sem er sátt við laun sín og starfsaðstæð- ur. Annað eru foreldrar sem sinni skólastarfi barna sinna með reglu- legum hætti. Hið þriðjá er almennur skilningur yfírvalda, Alþingis og sveitarstjórna, á skólamálum — og allt þetta mun síðan skila því sem oftast er nefnt fyrst: Fjármunum til að framkvæma stefnuna.“ Framangreint eru glefsur úr fyr- irskrift Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, til stefnu- draga sem lögð eru fyrir mennta- málaþing. Nú á þeessu blessaða ári læsis, voru það þessi orð ráðherra, sem urðu þess valdandi, að ég velti því fyrir mér hvort ég væri yfir höfuð læs á menntastefnu ráðu- neytisins. Já, hvort ég gæti lesið skýrsluna mér til þess gagns, að éggæti skilgreint stefnumið hennar og lagt mat á einstaka þætti, sem og heild hennar. Gert mér grein fyrir afleiðingum stefnunnar á at- vinnulíf þjóðarinnar, sem og vænt- ingum þeirra einstaklinga sem koma út í atvinnulífið gegnum þessa menntastefnu og möguleikum þeirra til að öðlast lífsfyllingu og ánægju í starfí. Mér fannst áherslur ráðherra ekki benda til lýðræðislegra vinnu- bragða, heldur minntu þær á valds- boðun miðstýringar og forsjár- hyggjuvaldsins. I stuttri grein er ekki unnt að gera svo flóknu máli sem mennta- stefnu nein tæmandi skil. Hér verð- urþví aðeins stiklað á örfáum atrið- um. Dregið saman örlítið um það góða og það slæma í stefnunni. Það slæma fær þö meira rúm, þar sem af því stafar hætta en ekki af því góða. Síðan mun ég freista þess að draga upp grófa mynd af dæm- um og spurningum af afleiðingum þessarar menntastefnu. Brot af því jákvæða í drögunum I drögunum er mikið magn góðra upplýsinga um einstaka þætti skólamála, allt frá leikskólaaldri til og með háskólanáms. Tölulegar upplýsingar ásamt góðri lýsingu á mörgum þáttum núverandi ástands og tillögur um úrbætur. Fyrir þá þætti eiga þeir starfsmenn ráðu- neytisins virkilega þökk skylda. Sem dæmi og beinar textatilvitnan- ir má nefna: — Upplýsingar um fjölda nema í framhaldsskóla og skiptingu þeirra á námsbrautir. Þar kemur fram, að af 15.720 nemum framhalds- skólans stunda 6.506 nám á al- mennu bóknámssviði, en 9.214 stunda nám á atvinnulífstengdum brautum. ■ — Víða er þess getið að hafa skuli samráð við atvinnulíf og aðra aðila utan hefðbundins menntakerfis um innihald náms og aðlögun þess að þörfum atvinnulífsins. — „Þær þjóðir sem lengst hafa náð hafa lagt áherslu á starfsmenntun fyrir allt sitt unga fólk. En menntun nátengd starfi getur ekki síður haft almennt menntunargildi en bóklegt nám. Hvers kyns verklegt nám get- ur verið allt eins haldbær undirbún- ingur undir líf og starf í nútíð og framtíð eins og það sem nefnt er bóknám." — „Stefnt skal að því að breyta framsetningu áfangalýsinga í þá veru áð þær skilgreini. þá kunnáttu og færni sem nemendur eiga að hafa náð við lok áfanga." — „Stefnt verði að því að gott námsefni sé tiltækt í öllum náms- greinum og áföngum sem kenndir eru á framhaldsskólastigi." — „Hlutur framhaldsskóla á sviði almennrar fullorðinsfræðslu og endurmenntunar í atvinnulífinu verði efldur.“ — „Nemendum þarf einnig að vera ljóst að námi lýkur í raun aldrei. Orar breytingar á öllum sviðum gera það m.a. að verkum að líkur á að þau munu stunda hvers konar símenntun í meiri eða minni mæli alla tíð.“ Nokkur orð um það neikvæða í drögunum Miðstýringin og valdshyggjan er ógnvekjandi, en minna fer fyrir þjónustuhlutverki skólakerfisins við einstaklingana sem nemendur og þjóðfélagið í heild. — Hvergi í drögunum er að finna neitt um framleiðni né hvort eða hvernig viðkomandi menntun geti fullnægt kröfum atvinnulífsins fyrir markaðshæfa menntun. Opin sam- keppni þarfnast öflugs gæðaeftir- lits, líka með menntun. Mjög lítið er einnig um það hvernig kerfið ætlar að uppfylla væntingar ein- staklingsins um lífsfyllingu í starfi eða að námi loknu. — Samvinnan við atvinnulífið virð- ist eingöngu eiga að vera í því formi, að þeir sem valdið hafa geti leitað til atvinnulífsins þegar þeim hentar eða þeir vilja. Engin skylda er sett^á fræðslukerfið eða starfs- menn þess að bregðast við þörfum atvinnulífsins fyrir aukna þekkingu og þjálfun. — Eftirlitið með náminu á fram- haldsskólastigi, þ.e. hvort námið uppfylli settar kröfur virðist eiga að vera í höndum skólanna sjálfra og ráðuneytisins, en ekki í höndum neytendanna, þ.e. atvinnulífsins. — Leysa á afleiddan langvarandi vanda miðstýringar þröngsýni og bjagaðs stjórnkerfis með háskóla- menntuðum ráðgjöfum og vanda- málafræðingum. — í drögunum er að finna bæði beinar og óbeinar tillögur að mik- illi aukningu stöðugilda fyrir há- skólamenntaða starfsmenn á vernd- uðum vinnustöðum, eða því sem næst 1100 stöðugildi. Allt fyrir utan ijölda starfa í ýmsum starfshópum og við stjórnun kerfisins sjálfs. — Halda á áfram að hafa skólana á framhalds- og sérskólastigi sem verndaða vinnustaði fyrir ákveðinn hóp háskólamenntaðra manna, allt óháð því hvort þeir búa yfir nægan- legri þekkingu til að kenna viðkom- andi grein. Skólum er ekki heimilað að ráða til sín starfsmenn með ákveðna sérþekkingu fyrr en á há- skólastigi. — Frelsi einstakra skóla og stjórn- enda þeirra til þróunar ákveðinna námsbrauta eða endurmenntunar í samvinnu við atvinnulífið er enn skert, með hertu valdi miðstýring- ar. Ráðuneytið skal ráða allri þróun og hveijir fái að þróast og í hvaða átt. Hér er tekin þveröfug stefna við það sem gert er hjá nágranna- þjóðum okkar. Þar eiga skólarnir að markaðssetja sig sjálfir, þeir verða að skila markaðshæfri þekk- ingu út í atvinnulífið. Enda skipa samtök atvinnulífsins stjórnir skól- anna og bera jafnframt ábyrgð á því, að innihald námsins uppfylli kröfur atvinnulífsins um viðkom- andi þekkingu. Þannig freista þeir þess að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífsins á hveijum tíma og skapa nemendum sínum samtímis möguleika til þeirrar lífsfyllingar sem því er samfara að taka virkan þátt í markaðshæfri framsækinni atvinnustarfsemi. Afleiðingar valdstýrðrar menntastefnu Sé fræðslu- eða menntastefna á einn eða annan hátt slitin frá eða hindruð í því að draga til sín nær- ingu úr jarðvegi sínum, þ.e. at- vinnulífinu og þörfum einstakling- anna fyrir hæfni eða þekkingu, þá verður sú stefna alltaf þroskaheft. Það gilda einfaldlega sömu lögmál um menntun og aðra þjóðlífsþætti, ávöxturinn ber alltaf mark þess umhverfis sem hann fær að þrosk- ast i. Frelsi innan menntakerfisins á öllum stigum þess, er því jafn nauðsynleg forsenda og í öðrum þáttum þjóðlífsins, svo sem verslun og iðnaði. Offjárfesting eða röng fjárfest,- ing í menntun er þjóðfélaginu jafn þungbær og offjárfesting í bönkum, Guðjón Tómasson „Miðstýringin og valds- hyggjan er ógnvekj- andi, en minna fer fyrir þjónustuhlutverki skólakerfisins við ein- staklingana sem nem- endur og þjóðfélagið í heild.“ togurum, verslunum eða hveiju öðru. Þekking sem hvorki er mark- aðshæf fyrir atvinnulífið eða ein- staklinginn sjálfan, er og verður alltaf verðlítil. Með framangreint í huga vil ég hér velta upp nokkrum dæmum og spurningum úr okkar menntakerfi. — Ljósmæðranám. Allt fram á átt- unda áratuginn var ljósmæðranám- ið tveggja ára starfsnám á fram- haldsskólastigi og til þess völdust einstaklingar sem reyndust mjög vel hæfir og voru virtir sem fag- menn. En hvað blasir við þeim ein- staklingi sem í dag vill af köllun sinni leggja þetta starf fyrir sig? Jú, nú þarf neminn að leggja á sig sjö ára aðfaranám til að geta hafið þetta tveggja ára starfsnám. Voru það fagleg þekkingarsjónarmið starfsgreinarinnar sem kröfðust þessara breytinga? Hvað veldur þessi breyting og aðrar líkar miklu fráhvarfi hæfra starfskrafta frá námi innan heilbrigðisstétta? Eða er e.t.v. um að ræða tilbúið kerfi til að bijóta niður væntingar starfs- fúsra einstaklinga og markaðssetja háskólamenntaða vandamálafræð- inga? — Kennaramenntun og starfsrétt- indaeinokun. Um leið og kennara- námið var fært á háskólastig, lengdist það um þijú til fjögur ár. Var sú breyting gerð af þekkingar- legum þörfum starfsins vegna? Og hvernig stendur á því að stéttin skuli um leið þurfa að fá lögvernd- un á störfum sínum gagnvart öðrum starfsstéttum? Guðfræðingurinn hefur ekki lengur réttindi til að kenna kristinfræði, eðlisfræðingur- inn eðlisfræði, myndlistarmaðurinn teikningu, né fagmaðurinn sérgrein sína og svo mætti lengi telja. Kenn- araréttindin hafa Iögverndaðan for- gang til starfsins, óháð kunnáttu eða færni á viðkomandi sviði. Ég læt þessu dæmi og spuming- ar nægja en í fræðslukerfinu er urmull af slíkum dæmum. En að lokum vil ég minna á, að allar at- vinnugreinar þurfa starfsmenn með mjög mismunandi menntun og hæfni, bæði sértæka sem og al- menna, og á það jafnt við skóla- kerfí, heilbrigðiskerfi, útgerð, fisk- vinnslu, verslun, landbúnað, iðnað og þjónustu. Það er því ekki aðeins tímaskekkja, heldur beinlínis stór- hættulegt að lögvernda starfsrétt- indi einhvers ákveðins hóps til starfa og binda þá lögverndun einni ákveðinni menntun. Lesendur góðir, ég læt ykkur eftir að dæma um það hvort ég er læs á menntastefnu menntamála- ráðuneytisins, én niðurstaða mín er í stuttu máli þessi: Skólastefna til nýrrar aldar sem byggir á slíkri miðstýringu og valdsboðun án nokkurs arðsemismats eða virkrar tengingar við atvinnulífíð, er og verður aldrei annað en hættulegt fræðslukerfi til fátæktar. Höfundur er fornmður Fræsluráðs málmiðnaðar. Árangursríkar menning- arreisur Grundfirðinga Grundafirði. í REYKJAVÍK býr menningin. Við sem á landsbyggðinni búum megum horfa hungruðum augum á auglýsingar dagblaðanna um leiksýningar og tónleika, að maður tali nú ekki um glæstar lýsingar á lystisemdum öldurhúsa og skemmtistaða. Til að seðja þetta hungur hafa sum fískvinnslufyrirtækin í Grundarfírði haft þann sið að bjóða starfsfólki sínu í menningar- reisu tii höfuðstaðarins á hveiju hausti. Er þá gjarnan tekin á leigu ein eða tvær álmur einhvers hót- elsins og dvalið þar yfír helgi, borðað saman, farið í leikhús og starfsemi öldurhúsanna athuguð Iauslega. Um síðustu helgi fóru um 120 manns frá Grundarfirði í slíka menningarreisu, starfsfólk tveggja fiskvinnslufyrirtækja og að sjálfsögðu er mökunum boðið með. í fyrrahaust var farin ákaflega árangursrík menningarreisa til Reykjavíkur að því leyti að ná- kvæmlega níu mánuðum síðar fæddust í sömu vikunni 5 börn og allir foreldrarnir höfðu tekið þátt í téðri reisu. Voru þátttak- endur þar þó ekki fleiri en 45. Nú bíða menn spenntir eftir að sjá hve mörg börn munu fæðast í Grundafirði fyrstu dagana í ágúst 1991, en þá verða níu mán- uðir liðnir frá reisu haustsins 1990. - Hallgrímur Glæsilegt „debut“ Tónlist Jón Asgeirsson Björk Jónsdóttir mezzósópran- söngkona þreytti sín'a frumraun sem einsöngvari á tónleikum í Hafnarborg og naut aðstoðar David Knowles píanóleikara. Á efnisskránni voru verk eftir klassíkera okkar íslendinga, þá Árna Thorsteinsson, Sigfús Ein- arsson, og Jón Þórarinsson, en erlenda efnisskráin samanstóð af verkum eftir rómantísku snilling- ana Brahms, Strauss, Wagner og Tsjajkovskíj. Björk hefur glæsilega rödd, er músíkölsk og ræður þegar yfir góðri raddtækni, sem kom glöggt fram er henni gafst tækifæri til að beita sinni fagurhljómandi röddu. Nótt Árna, Draumaland Sigfúsar og íslenskt vögguljóð (þrátt fyrir smá rugling á texta) og Jeg elsker dig eftir Jón, voru vel sungin, einkum þó Drauma- Iandið og Jeg elsker dig, þar sem rödd Bjarkar fékk virkilega að njóta sín. Þijú lögin eftir Brahms, Immer leise, Wie Melodien og Strándchen voru þokkafull og sama má segja um tvö lög eftir Strauss, Du, meines Herzens Krönelein og AU- erseelen. Wesendonk-lögin, eftir Wagner, sem eru eins og Lieder- Iögin eftir Brahms og Strauss, erfið viðfangsefni, flutti Björk mjög vel. Síðasta lagið á efnis- Björk Jónsdóttir söngkona. skránni, Adieu eftir Tsjajkovskíj, var glæsilega sungið en þar var samleikurinn hjá David Knowles nokkuð um of sterkur, sem þó að öðru leyti lék mjög.vel. Fyrstu tónleikarnir eru ef til vill erfiðasta stund hvers tónlist- armanns og oft ekki marktækir um það sem viðkomandi listamað- ur kann að áorka í framtíðinni en það er ljóst, að Björk Jónsdótt- ir er sérlega glæsilegt efni og trú- lega hafa ekki margir „debúterað" með jafn miklum glæsibrag, haf- andi nýlokið námi hér heima.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.