Morgunblaðið - 16.11.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990
21
Sovéski kafbáturinn U-137 sem strandaði við Karlskrona:
Orsökin var hafvilla og
óhæfir skipstjómarmenn
Sovéski kafbáturinn á strandstað nærri sænsku flotastöðinni við
Karlskrona.
SOVÉSKI flotinn á Eystrasalti
hafði fyrirmæli um að brjótast í
gegnum varnir Svía og ná kaf-
bátnum U-I37 á sitt vald, ef
sænsk yfirvöld reyndu að taka
hann í sína vörslu eftir að hann
strandaði við Karlskrona um
haustið 1981. Þetta kemur fram
í grein í sænska blaðinu Dagens
Nyheter. Þar segir Vasilí Bjesed-
in, pólitíski foringinn um borð í
U-137, frá því, sem gerðist þegar
kafbáturinn strandaði.
Þeir sem báru ábyrgð um borð í
kafbátnum U-137, þar sem hann
var fastur á skeri skammt frá flota-
stöð Svía í Karlskrona, áttu að
hafna öllu er gæti leitt til þess að
báturinn lenti í sænskum höndum.
í sovésku herskipi gilda sovésk lög
án tillits til þess hvar skipið er
statt. Undan þeim fyrirmælum get-
ur enginn í áhöfninni vikið sér.
Þess vegna hafnaði skipstjórinn
allri sænskri aðstoð þegar hún var
boðin morguninn eftir að báturinn
strandaði.
Bjesedin segir, að síðar hafi hann
heyrt, að utan við sænska landhelgi
hafi sovésk herskip beðið við hlið
björgunarskipa. Um borð í herskip-
unum hafi menn átt von á fyrirmæl-
um um að bijótast í gegn og ná í
kafbátinn ef Svíar gerðu tilraun til
að leggja hald á hann.
Norðurlandaráð:
Bassaleikari
verðlaunaður
DANSKI bassaleikarinn Nils-
Henning Orsted Pedersen hlýtur
tónlistarverðlaun Norðurlandar-
áðs fyrir næsta ár, að því er dóm-
nefnd hefur ákveðið.
0rsted Pedersen
hefur getið sér gott
orð sem jazz-leikari
og er eftirsóttur
tónlistarmaður, að
því er segir í úr-
skurði dómnefnd-
arinnar. Er þetta í
fyrsta sinn sem
verðlaunin eru ekki
afhent tónskáldi
heldur flytjanda lif-
andi tónlistar.
Hingað til hafa verðlaunin ennfremur
einvörðungu verið veitt listamönnum
á sviði klassískrar tónlistar.
Verðlaunin verða veitt á þingi
Norðurlandaráðs sem hefst 26. fe-
brúar nk. í Kaupmannahöfn. Þau
nema 150.000 dönskum krónum,
jafnvirði 1.440 þúsunda ÍSK.
Villtust af leið
Bjesedin birti upphaflega frásögn
sína af því sem gerðist um borð í
kafbátnum í ritinu Sovésk æska.
Eru hlutar þeirrar greinar endur-
birtir í Dagens Nyheter.
Hann segir að rekja megi strand-
ið, sem varð um nóttina milli 27.
og 28. október 1981, til þess að
báturinn hafi villst af leið. Þetta
var einnig hin opinbéra skýring
Sovétmanna á sínum tíma en fáir
trúðu henni. Þarf engan að undra
það. Hefði kafbáturinn siglt nokkr-
um gráðum meira á bakborða hefði
hann lent beint inni í höfninni í
Karlskrona, heimahöfn sænska flot-
ans. Er almennt talið að U-137
hafi verið að njósna á þessum slöð-
um.
Að sögn Bjesedins var stýrimað-
ur um borð, Korostov lautinant,
ekki starfi sínu vaxinn. Hann kunni
ekki radíómiðun og hafði ekki stillt
sextantinn rétt. Niðurstaðan hafi.
orðið „einstök á Eystrasaltinu": Á
tveggja vikna ferð bar kafbátinn
57 sjómílur af leið.
Það hafi ekki bætt úr skák að
skipherrann neitaði að taka mark
á ábendingum um að eitthvað hefði
farið úrskeiðis. Hann taldi eins og
aðrir foringjar um borð að báturinn
væri á opnu hafi, í miðju Eystrasalt-
inu.
Þegar loftskeytamaðurinn til-
kynnti Gustsjin skipherra, að beint
framundan væri sænsk landratsjá,
fékk hann það svar, að það væri
tóm vitleysa. Báturinn væri á
rúmsjó. Loftskeytamaðurinn leið-
rétti þá sjálfan sig og svaraði að
um skiparatsjá væri að ræða.
Sátu fastir
Skipstjórnarmönnunum var einn-
ig skýrt frá því að líklega væri sker
framundan en þeir töldu, að um
olíuflekk væri að ræða. Eftir
strandið reyndi áhöfnin að nota eig-
ið afl bátsins til að losa hann af
skerinu en það tókst ekki. í dag-
renningu birtist sænskur fiskibátur,
sem sneri fljótlega á brott, þegar
áhöfnin sá hvað var á skerinu. Eft-
ir þijá stundarfjórðunga var sænskt
herskip komið á vettvang og lagðist
við kafbátinn.
Sænskur foringi spurði: Hvað
hefur gerst? Honum var sagt, að
báturinn hefði villst af leið. Sænski
foringinn bað um nafn yfirmanns
bátsins og bauð aðstoð sem var
kurteislega hafnað.
U-137 var dreginn af skerinu 6.
nóvember og tók stefnuna á heima-
höfn hinum megin við Eystrasalt.
Bjesedin segir, að harp hafi verið
rekinn eftir heimkomuna. Hann
skildi við konu sína, var sviptur
sparifé sínu og varð að sætta sig
við að hefja störf við vegagerð.
Seinna var hann endurreistur og
starfar nú sem pólitískur foringi í
einni af strandstöðvum sovéska
flotans.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig á 90 ára afmœli mínu.
Þórarínn Guðjónsson,
Sunnubraut 19,
Akranesi.
Sokkabuxur fyrir
vanfærar konur
• Auka vídd um maga.
• Mjúkt breitt stroff að ofan.
• Veita fótleggjunum léttan
þrýsting og örva blóðrás
Orkugjafinn frá W
auðveldar meðgönguna.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Lyfjabúöir um land allt.
Einkaumboö mim
íslensk /////
Ameríska
Tunguháls 11 simí 82700
: SAflYOl
iVIDEO:
Hvar sérðu
það betra?
VRD4890 kr. 117.873,-
stgr.
• Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd
(PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd
og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt
(Digital) o.fl.
VHR 5700
kr. 65.025,-
stgr.
• HiFi Stereo
og hægspilun
• Audio-video
Nicam • Fullkomin kyrrmynd
’ Hleður sig á einni sekúndu
SCART-tengi o.fl.
VHR 7350
kr. 48.690,-
stgr.
• Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra
hausa • SCART-tengi • Hleðursig á einni sek-
úndu
VHR7100
kr. 37.980,-
stgr.
- - ■'
,.-í5 S-S.a 3-=5
• Hraðstart, hleður sig á einni sekúndu •
SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd
frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki.
VHR5100
kr. 33.900,-
stgr.
• Hraöstart • Fjölrása fjarstýring með upptöku-
minni • Myndleitun í báðaráttir • Truflunarlaus
kyrrmynd
(A
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780