Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1990 Belgar við löglegar veiðar í landhelgi Landhelgisgæslan hefur reglubundið eftirlit með þeim fáu erlendu togurum sem enn hafa leyfi til veiða í íslenskri landhelgi samkvæmt miliiríkjasamningi sem ísland er aðili að frá 1972. Réttindin eru bundin við tiltekin skip og eru nú aðeins fáeinir gamlir kláfar eftir í þeim hópi, sem yísast væri búið að úrelda ef ekki væru þessi veiðiréttindi. Myndin var tekin er skipveijar af varðskipinu Tý fóru um borð í eitt þessara skipa, belgíska togarann Belgian Sailor, skammt norðan við karfalínu á dögunum. Að sögn Sigurðar Stein- ars Ketilssonar skipherra fannst ekkert aðfmnsluvert utan að tognað hafði á möskvum í poka en ekki meira en svo að látið var nægja að viðgerð færi fram á staðnum. Bólusetning styrk- ir ónæmiskerfið BÓLUSETNINGAR gegn inflú- ensufaröldrum hafa færst í vöxt hérlendis og eins og greint hefur verið frá í blaðinu er reiknað með að 35 þúsund Islendingar verði bólusettir gegn inflúensu í ár. Helgi Valdimarsson prófessor í ónæmisfræði segir að ónæmi- skerfi líkamans hljóti engan skaða af slíkum bólusetningum. „Þessi nútímabóluefni eru orðin býsna hrein og þau vekja fyrst og fremst upp ónæmisminni fyrir þær öi’verur eða sýkla sem verið er að bólusetja gegn. Ónæmisminnið bygg- ist á því að eitilfrumur, sem eru þær frumur líkamans sem greina það sem er framandi í líkamanum frá því sem tilheyrir líkamanum sjálfum, skipta sér og dótturfrumurnar greina sama sýkilinn. Þær eru því fleiri en fyrir bólusetningu og viðbrögðin því skjót- ari næst þegar sýkillinn heijar á. Minnið byggist á fjölgum fruma sem greina hlutaðeigandi sýkil og þar sem þessar frumur eru mjög langlífar virkar bólusetningin eins og minni,“ Gert ráð fyrir valdamikilli auglýsinganefnd í nýju lagafrumvarpi: Formaðurinn geti bannað auglýsingar tímabundið JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um auglýsingar. Þar eru meðal annars ákvæði um sérstaka auglýsinganefnd, sem á að tryggja að ákvæðum laganna sé framfylgt og hafa visst frumkvæði i því skyni. Sam- kvæmt frumvarpinu á formaður nefndarinnar eða starfandi formaður að hafa vald til að banna auglýsingu til bráðabirgða, telji hann að hún brjóti í bága við lögin. Samkvæmt framvarpinu verður nýjum kafla um auglýsingar bætt inn í lög um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskipta- hætti. í frumvarpinu er kveðið á um að auglýsingar í hljóðvarpi og sjónvarpi skuli vera á lýtalausri íslenzku, en þó sé heimilt að er- lendur söngtexti sé hluti auglýs- ingar. Aðrar auglýsingar skuli einnig vera á lýtalausu íslenzku máli, en þegar sérstaklega standi á megi texti þeirra vera á erlendu máli, til dæmis þegar auglýsingun- um sé sérstaklega beint til útlend- inga. í frumvarpinu er kveðið á um ekki megi nota rangar, ófullnægj- andi eða villandi upplýsingar í auglýsingum til að örva sölu ein- hverrar vöru eða þjónustu. Þá megi auglýsingar ekki vera ósann- gjarnar gagnvart keppinautum auglýsandans eða neytendum vegna forms þeirrá eða sökum þess að skírskotað sé til óviðkom- andi mála. Nýju lögin, ef samþykkt verða óbreytt, munu mæla svo fyrir að auglýsingar skuii þannig úr garði gerðar að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða og eiga þær að vera skýrt aðgreindar frá Á fjórða tug útgáfu- bóka frá Skjaldborg Bók um fjóra forseta Islands öðru efni fjölmiðla. Auglýsingar í sjónvarpi og hljóðvarpi skulu flutt- ar í sérstökum auglýsingatímum. Auglýsingar eiga að miðast við að börn sjái þær og heyri, segir í frumvarpinu, og sérstakrar varúð- ar skal gætt þegar auglýsingar höfða til bama. „Komi börn fram í auglýsingum skal þess gætt að sýna hvorki né lýsa hættulegu atferli eða atvikum er leitt geti til þess að þau eða önnur börn kom- ist í hættu eða geri það sem óheim- ilt er,“ segir í frumvarpinu. Auglýsinganefndin, sem stofn- uð verður ef frumvarpið nær fram að ganga, verður skipuð af við- skiptaraðherra til Ijögurra ára í senn. í nefndinni eiga að sitja fimm menn. Ráðherra skipar án tilnefningar formanninn, sem á að vera lögfræðingur, og einn mann með sérþekkingu á sviði fjölmiðl- unar. Hinir fulltrúarnir skulu skip- aðir samkvæmt tilnefningu Sam- bands ■ íslenzkra auglýsingastofa, Verzlunarráðs og Neytendasamta- kanna. Brot á ákvæðum auglýs- ingalaganna má kæra til auglýs- inganefndar, en einnig getur nefndin tekið mál upp af sjálfsdáð- um. Verðlagsstofnun á að taka við kærum til nefndarinnar og annast daglegan rekstur vegna starfs hennar. „Telji formaður auglýsinga- nefndar eða starfandi formaður hennar að auglýsing sé ekki í sam- ræmi við ákvæði laga þessara getur hann bannað hana til bráða- birgða. Skal bannið gilda þar til auglýsinganefnd kann að hnekkja því en fellur þó niður eftir viku hafí nefndin ekki tekið afstöðu," segir í frumvarpinu. Þar segir einnig að banni auglýsinganefnd auglýsingu, megi fylgja banninu ákvörðun úm févíti, allt að ein milljón króna. Ákvörðun um bann má fella niður ef ástæða þykir til, til dæmis vegna nýrra upplýsinga. Nefndin má ljúka málum með sátt. sagði Helgi. Helgi sagði að bólusetningin styrkti ónæmiskerfi líkamans gagn- vart þeim sýklum sem verið er að bólusetja gegn. Ljóðabók eft- ir Kristján J. Gunnarsson SKÁKPRENT hefur gefið út fyrstu Ijóðabók Kristjáns J. Gunn- arssonar og heitir hún Leirkarla- vísur. Bókin skiptist í þijá meginkafla, Árdaga með 35 ljóðum og vísum, Hundadaga með 14 ljóðum og Loka- daga með 16 ljóðum. Bókin er 144 blaðsíður. Á bókarkápu segir m.a.:„Leir- karlavísur eru afrakstur ljóðasmíða á rúmlega fimm áratugum, elsta kvæðið birtist í Lesbók Morgunblaðs- ins þegar höfundurinn var 16 ára, nokkur voru ort á skólaárunum um tvítugsaldurinn, fáein á stundum milli stríða í önnum dagsins, en flest hafa orðið til eftir að höfundu settist í helgan stein. Höfundurinn yrkir jöfnun höndum rímuð ljóð-og órím- uð. Stundum velur hann sér form sveigjanleika milli hefðar og fijáls- ræðis. Hann beitir þá rími og ljóðstöf- um í þágu hrynjanda ljóðsins með öðrum hætti en hefðbundinni brag- fræði krefst". Kristján J. Gunnarsson Otto B. Arnar hf. sýnir póst- og frímerkjavélar FYRIRTÆKIÐ Otto B. Arnar hf. efnir til sýningar, í samvinnu við fyrirtækið Pitney Bowes, í Skipholti 33 19. og 20. nóvember og er sýningin opin milli kl. 10 og 17. rafeindateljaraverki og ljósatölum. Til staðar verða fulltrúar frá Pitney Bowes en þeir mpnu veita allar sérfræðilegar upplýsingar. Eigendur og framkvæmdastjórar Otto B. Arnar hf. eru Birgir Amar og Jóhannes Ástvaldsson. Fyrir- tækið er með aðsetur í Skipholti 9. Meðal þess er til sýnis verður má nefna nokkrar stærðir og gerð- ir frímerkjavéla, póstpökkunarvél- ar, skurðarhníf fyrir tölvuform og aðrar vélar til vinnslu á pósti og öðrum viðskiptagögnum. Ennfrem- ur verður kynnt frumgerð nýrrar frímerkja- og stimpilgjaldvélar með SKJALDBORG gefur út rösklega 30 bækur að þessu sinni og er þar-á meðal bókin Forsetar íslenska lýðveldisins eftir Bjarna Guðm- arsson og Hrafn Jökulsson sem fjallar um forsetana fjóra, Svein Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson, Kristján Eldjárn og Vigdísi Finn- bogadóttur. Kveðja frá Sankti-Bernharðs- hundinum Halldóri, heitir bók um íslendinga í þágu þriðja ríkisins og er eftir Önund Björnsson og Ásgeir Guðmundsson. í bókinni Margir vildu hann feigann segir Kristján Pétursson löggæslumaður frá lögreglustörfum sínum. Þurrt og blautt að vestan nefnist bók þar sem Bjöm Jónsson læknir í Kanada endurminningar sínar austan hafs og vestan. Myrkrar- verk í miðbænum er áttunda bók Birgittu H. Halldórsdóttur, bónda á Syðri-Löngumýri. •Árbókin Hestar og menn 1990 er eftir Guðmund Jónsson og Þo- reir Guðlaugsson og íslensk knatt- spyrna 1990 eftir Víði Sigurðsson. Pelli sigurvegari - unglingsár er eftir Martin Andersen Nexo. Þetta er önnur bókin í ritverkinu Pelli sigurvegari í þýðingu Gis- surar Ó Erlingssonar. Konuhjarta er fjóða bók Mayu Angelou og ný bók eftir Mary Higgins Clark nefn- ist Vökult er vargsaugað. Dauðinn á prestsetrinu er eftir Agöthu Christie og Hersveit hinnar for- dæmu eftir Sven Hassel. Þótt ótrú- iegt sé er bók um furðuleg uppá- tæki og skopleg atvik og í Fjöl- fræðibókinni um Spádóma og spá- sagnalist eru útskýrðar flestar að- ferðir spásagnalistar. „ Allt um nudd og Megrun í áföngum era bækur, sem koma öllum að gagni“ segir í fréttatil- kynningu Skjaldborgar um útgáf- una á þessu ári. Sinfóníuhljómsveit Islands: Tíu breskir söngvarar fengn- ir til að styrkja kór verksins Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar íslands 29. nóvember næstkom- andi verður flutt 13. sinfónía Sjostakovitsj við ljóð Evtusjenko á rússnesku, og hafa tíu breskir söngvarar verið fengnir til að styrkja kór, sem þátt tekur í flutningi verksins. Flytja átti sinfóníuna í apríl síðastliðnum, en því var frestað að ósk stjórnandans, Eri Klas frá Eistlandi, sem taldi kórinn ekki vera tilbúinn til að taka þtt í flutn- íngnum. Að sögn Gunnars Egilssonar,. skrifstofustjóra Sinfóníuhljómsveit- arinnar, munu bassasöngvarar úr Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræð- rum flytja verkið ásamt hljómsveit- inni, en einsöngvari verður Aage Haugland. Hann sagði að komið hefði í ljós að styrkur kórsins væri ekki nægilega mikill, en ekki hafi reynst mögulegt að stækka kórinn með innlendum röddum vegna þess að ekki gefst tími til æfinga á svo skömmum tíma, og því hefðu verið fengnir söngvarar frá Bretlandi. „Þetta er mjög langt verk og það þarf að nauðkunna það og geta sungið allt á rússnesku, og það er fyrst og fremst þess vegna sem of naumur tími reyndist vera til að stækka kórinn með innlendum röddum,“ sagði hann. Gunnar sagði að þeir sem voru áskrifendur að tónleikum Sinfón- íunnar í fyrra gætu fengið miða á tónleikana. .íio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.