Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 4

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 4
4 oeer Haawaaaa .ði HUOAaíiAOUAJ aiaAjaKuoaoM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Spaugstofan á skjá- inn á ný eftir áramót; Ragnar Reyk- ás mun taka virkan þátt í kosninga- baráttunni SPAUGSTOFUÞÆTTIR sjón- varpsins, sem hefja göngu sína að nýju eftir áramót, verða með svipuðu sniði og i fyrravetur. Flestar gömlu persónanna verða áfram í þáttunum en nokkrar nýjar bætast í hópinn. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá laug- ardaginn 12. janúar. „Við ákváðum að vera ekki með breytingar einungis breytinganna vegna,“ sagði Öm Ámason í sam- tali við Morgunblaðið. Einhvetjar áherslubreytingar verða gerðar en „þættimir verða með svipuðu sniði og áður. Reyndar verða fleiri per- sónur og við verðum með úrklippur úr sjónvarpsþáttum sem við skeyt- Ragnar Reykás í hlutverki sínu í leikritinu Örfá sæti laus. um við okkar atriði. Auk þessa höfum við verið að velta því fyrir okkur að hafa meira af heims- pólitík en verið hefur.“ Öm sagði ekki endanlega ákveð- ið hvaða persónum yrði bætt við. „Við emm með nokkrar í huga en eiginlega er ekki hægt að ákveða svona fyrr en farið er að taka upp.“ Hann sagði að Ragnar Reykás yrði áfram í þáttunum en bætti við að ekki væri búið að ákveða hvemig farið yrði með hann. Til athugunar væri að sýna Ragnar eitthvað heima við og væntanlega myndi hann taka virkan þátt í kosninga- baráttunni næsta vor. Spaugstofuþættimir tilheyra vetrardagskrá sjónvarpsins og verða á skjánum á laugardags- kvöldum fram á vor. Þættimir verða 15-20 mínútna langir. Litháar biðja um opinbera stuðnings- yfirlýsingu frá Islendingum: Beiðnin hvorki kynnt í ríkis- stjóm né á Alþingi Amælisvert, segir Þorsteinn Pálsson LANDSBERGIS forseti Litháens hafði símasamband við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag og bað um að Islendingar veiti Litháum opin- berlega allan þann stuðning sem þeir telja sér fært. Þessi beiðni hefur hvorki verið kynnt né rædd í ríkisstjóminni eða á Alþingi. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur það í meira lagi ámælisvert að forsætis- ráðherra skuli ekki hafa gert Al- þingi grein fyrir þessari beiðni forseta Litháens. „Landsbergis hafði samband við mig og bað um að við veittum Lit- háum allan þann stuðning opinber- lega, sem við teljum okKír fært. Hann greindi mér frá því að Litháar væru mjög óhressir með að fá hvergi opinberan stuðning. Hann virtist vera mjög áhyggjufullur vegna ástandsins en var þakklátur fyrir það sem ég sagði í París um þessi mál. Ég ætlaði að ræða þetta mál í ríkis- stjórninni í morgun, en það gafst ekki tími til þess,“ sagði forsætisráð- herra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég sagði honum að vitanlega væri sjálfsagt af okkar hálfu að end- urtaka allt sem við höfum sagt og ítreka. Það. sem við höfum sagt, stendur allt, en það er hins vegar spurning hvað annað við getum gert, sem gagn er að,“ sagði Steingrímur. „Mér finnst það mjög einkennilegt að forsætisráðherra skuli ekki hafa gert Alþingi grein fyrir þessu, reynd- ar í meira lagi ámælisvert," sagði Þorsteinn Pálsson. „Þetta sýnir enn frekar að það er full ástæða fyrir Alþingi að hraða afgreiðslu á tillög- unni sem ég flutti, þar sem gert er ráð fyrir að ítreka viðurkenningu okkar á fullveldi þessara ríkja. En stjórnarmeirihlutinn liggur á þeirri tillögu í utanríkisnefnd," sagði Þor- steinn. Páll Pétursson forseti Norðurlandaráðs: Ekkí borist form- legt erindi enn PÁLL Pétursson, forseti Norður- landaráðs, segist ekki vilja tjá sig á þessu stigi um hugmynd Kaz- imiera Prunskiene, forsætisráð- herra Litháens, að efnt verði til alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð Litháens, Eistlands og Lettlands á vegum Norðurlanda- ráðs, eins og greint var frá á forsíðu Morgunblaðsins í gær. „Það hefur ekki borist neitt form- legt erindi til Norðurlandaráðs um þetta mál. Þegar það berst, munum við að sjálfsögðu taka afstöðu til þess,“ sagði Páll í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um sínar skoðanir í þessum efnum, á þessu stigi. „Mér finnst sjálfsagt að reyna að gera allt sem við getum til þess að þessi vandamál leysist skikkanlega," sagði Páll. Litlu jólin í grunn- r f f > í I I * > VEÐURHORFUR í DAG, 15. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Við strönd Grænlands vestur af Jan Mayen er 987 mb lægð á leið norðnorðaustur og lægðardrag suðvestur um Græn- landssund. Yfir Bretlandseyjum er 1032 mb hæð. Milli Labrador og S-Grænlands er 983 mb lægð á hreyfingu norðnorðaustur. SPÁ: Suðvestan- og vestanátt, stinningskaldi eða jafnvel allhvasst vestast á landinu en mun hægara annars staðar. Skúrir sunnan- og vestan, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Allhvöss suðvestanátt með skúrum eða slydduéljum suðvestan- og vestanlands en bjartviðri um austan- vert landið. Hiti 2 til 3 stig. HORFUR Á MÁNUDAG:Fremur hæg suðvestan- og vestanátt, él vestanlands en að mestu úrkomulaust annars staðar. Frost 1 til 2 stig. TAKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. t r r r / / / Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * -|Q° Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j* Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veflur Akureyri 10 skúr Reykjavik 5 úrkomaígr. Bergen 4 skýjað Helsinki ■54 mistur Kaupmannahöfn 1 skýjað Narssarssuaq 4*8 snjóéi Nuuk +8 snjókoma Osló 5-2 skýjað Stokkhólmur 4*1 rign. á s. klst. Þórshöfn 8 súld Algarve 13 þokumóða Amsterdam 3 hálfskýjað Barcelona 10 léttskýjað Berlín 4-1 atskýjað Chicago •5-2 alskýjað Feneyjar 8 skýjað Frankfurt 4 skýjað Glasgow 4 mlstur Hamborg 0 skýjað Las Palmas 18 alskýjað London 1 þokuruöningur LosAngeles S helðskirt Luxemborg 2 skýjað Madrfd 7 léttskýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 12 léttskýjað Montreal vantar NewYork 1 léttskýjað Orlando vantar Parfs 4 skýjað Róm 10 skýjað Vín 4 skýjað Washington vantar Winnipeg +8 heíðskírt skólum í næstu viku LITLU jólin verða haldin í flest- um grunnskólum landsins á mið- vikudag eða fimmtudag í næstu viku. Dansað verður í kringum jólatré og jólasveinar koma gjarnan í heimsókn. Jólafri hefj- ast víðast hvar þann 20. desemb- er. í flestum skólum verður venju- legt skólastarf fram til 18. desemb- er en síðustu dagarnir notaðir til að undirbúa jólin og skapa stemn- ingu. „Þann 18. desember heldur hver kennari litlu jólin með sínum bekk í skólastofunum með því að syngja jólasöngva og segja sögur sem tengjast jólunum auk þess sem krakkarnir skreyta stofumar sínar. Þau hafa þá gjarnan með sér kerti, smákökur og gos,“ sagði Guðrún Bentsdóttir, yfirkennari í Æfinga- 9g tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands, í samtali við Morgunblaðið. I flestum skólum verða svo jóla- trésskemmtanirnar eða litlu jólin haldin 19. eða 20. desember. „Við bytjum litlu jólin á sal, þar sem hver bekkur kemur með skemmtiatriði en dönsum svo í kringum jólatré auk þess sem við reynum að fá jólasvein til að koma í heimsókn. Jafnframt er hefð fyrir því hjá okkur að unglingarnir fari í kirkju og undirbúi þá athöfn sjálf- ir. Þeir fá þá gjarnan einhvern af kennurunum til að halda hugvekju svo er sungið og kveikt á kertum. Það er mjög hátíðlegt," sagði Guð- rún. | Borgarstjóri: Æskilegt að reisa fram- haldsskóla í austurborginni DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri seg- ir að sú breyting sem gerð var á verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga á síðasta ári hafi haft í för með sér að frumkvæði að ákvörð- unum um byggingu framhalds- skóla hafi verið færð yfir á ríkið. „Við menntamálaráðherra höfum rætt um nauðsyn þess að koma upp framhaldsskóla austan til í borginni,“ segir Davíð. Davíð sagði engan ágreining rikja I milli borgar og ríkis um að æskilegt væri að reisa nýjan framhaldsskóla. Skv. lögum ber borginni að leggja | til 40% af byggingarkostnaði og sagði Davíð að ekki stæði á borginni ef ráðist yrði í framkvæmdir. Hann ^ sagði ennfremur að ekki væri skyn- samlegt að stækka núverandi skóla til að mæta fjölgun framhaldsskóla- nemenda. „Það er áreiðanlega skyn- samlegra að byggja sameiginlega nýjan framhaldsskóla á austursvæði borgarinnar," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.