Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 16
iö
M0RGUNI5LAÐIÐ I.AUGARDAGUR 15. DiÍSEMBER 1990
4
STÓRGÓDAR SÖGUR
TVEGGJA VERÐLAUNAHAFA
nacíb
MAH FU2
MÍRAMAR efttr NóbelsskAldið Noglb Mahfúi
Miramar er nafn á gistiheimili í Alexandríu þar sem 5 karlmenn hafa
vetursetu. Sagan fjallar um samband þeirra við þjónustustúlkuna,
hina fögru Zóhru. Þessi stolta bóndadóttir verður miðdepill í mikilli
flækju er snýst um ástir, völd og auðæfi.
Sigurður A. Magnússon þýddi.
k n
i ii IRl
m
MMtRÍKU
TIL AMERÍKU eftlr Antfl TuuH
Erkki Hakala hefur flækst í þvílíka fjármálaóreiðu að hann sér
þann kost vænstan að flýja undan yfirvofandi málssókn. Leið hans
liggur til Bandaríkjanna með fúlgu fjár en þau reynast ekki
sá griðarstaður sem hann hélt Þetta er hröð frásögn þar sem
á snilldarlegan hátt er fléttað saman spaugi og alvöru.
Höfundurinn hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1985.
Njörður P. Njarðvik þýddi.
SETBERG
Viöburðaríkt sumar
Bókmenntír
Súsanna Svavarsdóttir
Þegar stórt er spurt
Höfundur: Gunnhildur Hrólfs-
dóttir
Myndskreyting: Elín Jóhanns-
dóttir
Útgefandi: ísafold
ast þeir flestum í hreppnum — ekki
sist eftir að Árni vinnur óvænt
kepppni í skeiði á Yrpu gömlu, öll-
um að óvörum. En mest snýst at-
burðarásin í kringum heimilisfólkið
á Eyri.
Vinirnir Tommi og Árni eru á
leiðinni í sveit í upphafi bókarinnar.
Það er laugardagur í lok maí og
ferðinni er heitið að Eyri, rétt aust-
an við Hellu, þar sem afi og amma
Tomma, Friðsemd og Kristján, búa.
Þeir vinirnir búa í Reykjavík;
Tommi flutti þangað, frá Hellu,
fyrir einu ári og átti í fyrstu erfitt
með að aðlagast umhverfinu, eða
þar til Árni flutti í hverfið.
Að Eyri er tvíbýli og búa þau
Soffía, móðursystir Tomma, og
Hallur, maður hennar, þar — ásamt
fjórum börnum sínum: Ingva, Lilju
Sif, Björgu og Sveini litla. Á næsta
bæ, sem í sveitinni er kallaður Endi,
er einbúinn Ófeigur, aldraður mað-
ur sem strákarnir taka sama ást-
fóstri við og aðrir á bænum. Og
eftir því sem líður á sumarið kynn-
Persónurnar í sögunni eru dregn-
ar mjög skýrum dráttum. Þær eru
skemmtilega kynntar. Þegar hef ég
minnst á Tomma og um Árna er
það að segja að hann hefur hingað
til verið alinn upp hjá einstæðri
móður sinni, en fyrir stuttu slasað-
ist hann og lenti á sjúkrahúsi. í
framhaldi af því „flutti pabbi hans
til þeirra og hafði þá ræst langþráð-
ur draumur Árna.“ Þegar þeir Árni
og Tommi koma í sveitina er Björg
úti við, að passa Svein litla bróður
sinn og hún er ekkert alltof lukku-
leg yfir því, en hlýðir. Lilja Sif er
í ástarsorg — afundin og fýld, þar
til hún verður ástfangin aftur og
stöðugt skiptast á skin og skúrir í
þeim efnum hjá henni. Ingvi, elsti
bróðirinn, er kominn með bílpróf
og stendur sí og æ í einhveijum
vélaviðgerðum. Hann er rogginn og
raupsamur og þykist heldur betur
karl í krapinu þegar hann talar við
Tomma og Árna. Þau Lilja Sif og
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Ingvi eru eiginlega fremur illa hald-
in af unglingaveiki — og kannski
dálítið dekruð.
Það drífur margt á daga þeirra
Tomma og Árna í sveitinni. Árni
hefur ekki komið í sveit áður og
fyrir honum er þetta allt mikið
ævintýri, sérstaklega að fá að fara
LÆKNISÆVI
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
ÆVIMINNINGAR Erlings
Þorsteinssonar læknis. 259 bls.
Iðunn. Reykjavík, 1990.
Sú var tíð að sérhver Reykvíking-
ur þekkti með nafni, og oftast einn-
ig í sjón, alla lækna bæjarins. Erl-
ingur Þorsteinsson var þó ekki að-
eins kunnur sem slíkur, því fiestir
vissu einnig að hann var sonur
Þorsteins Erlingssonar skálds og
Guðrúnar J. Erlings sem lengi lifði
í ekkjudómi, mikils metin af bæj-
arbúum. Þorsteinn skáld var löngu
horfinn af sjónarsviðinu og ræki-
lega kominn í þjóðskálda röð.
Það er því ekki að ófyrirsynju
að Erlingur læknir byijar endur-
minningar sínar á að lýsa foreldrun-
um, fyrst föður en síðan móður.
Að minni hyggju er sá fróðleikur
öðru markverðari í bók hans. Minn-
ingin um foreldrana er honum afar
kær. Að vísu man hann svo til ekk-
ert eftir föður sínum. En að alast
upþ á heimili hans, nákvæmlega
eins og skáldið hvarf frá því, kom
þó næst því að vera með honum
sjálfum í lifanda lífi.
Þrátt fyrir ást og aðdáun hygg
ég að Erlingur leggi raunsætt mat
á föður sinn, bæði sem mann og
skáld. Svo margt hefur verið um
hann skrifað að naumast var að
vænta að nýjar upplýsingar kæmu
fram í endurminningum þessum.
Drættirnir í svipmóti þjóðskáldsins
Erlingur Þorsteinsson
HORNSOFAR
SÓFASETT
Nú fer hver að verða síðastur að
panta sérsmíðaðan sófa fyrir jól.
Vönduð, íslensk framleiðsla á góðu verði
Góður staðgreiðsluafsláttur.
Greiðslukjör allt að 30 mán.
Opið virka daga kl. 9-19.
Opið laugardaga kl. 10-18.
húsgögn
Bíldshöfða 8,
símar 686675 og 674080.
u
eru þó skýrari eftir en áður. Ljóst
er að Þorsteinn og Guðrún hafa
haft ólíkar skoðanir, t.d. á þjóðfé-
lagsmálum. Eigi að síður hefur
sambúð þeirra verið farsæl. Þar
hefur ríkt gagnkvæm virðing þrátt
fyrir mismunandi viðhorf. Þó Þor-
steinn skáld gegndi ekki föstu starfi
hefur heimilið komist vel af, bæði
meðan hans naut við og eins eftir
að hann var fallinn frá. Allt hafði
þetta áhrif á lífskoðun sonarins, —
læknisins. í æsku naut hann þess
að vera af góðum og virtum kom-
inn. Menntabrautin reyndist bein
og greið. Hann bjó sig undir að
gegna því starfí sem ekki er aðeins
mikils metið í samfélaginu heldur
öðru fremur yfír dægurþras og átök
hafíð. Hann hefur verið farsæll í
starfi. Þannig hefur hann siglt lygn-
an sjó gegnum lífíð. Átakasaga er
þetta því ekki.
Sama máli gegnir um einkalífið,
einnig þar hefur leiðin reynst bein
og greið. Kunningjahópinn skipa
virðulegir borgarar sem rækja starf
sitt eins og slíkum ber og njóta svo
lífsins hver í annars félagskap. Rúm
íjárráð og þægilegur lífstíll telst
ekki frásagnarefni meðal slíkra;
allt þvílíkt þykir bara sjálfsagl.
Tómstundum er þá varið til ferða-
laga og laxveiða meðal annars.
Hlutlægar eru þessar endurminn-
ingar. Og mærðarlausar. Sonur
skáldsins reynir hvergi að vera
»skáldlegur«. Frásögnin er slétt og
felld og látlaus. Fjöldi fólks kemur
við sögu. Mjög var gestkvæmt á
æskuheimili höfundar. Rithöfundar
og listamenn töldu sig öðrum frem-
ur eiga þangað erindi. Öllum eru
nokkur skil gerð. En Erlingur kann
þá list að setja saman- gagnorðar
mannlýsingar.
í fáum orðum sagt: Að hluta til
fróðleg bók en sem heild græsku-
laus og notaleg.