Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGU'NBliAÐlÐí LA'UGARDAGUR ló. DESEMBER 1990 J- HEIMUR HÁVAMÁLA Hermann Pálsson Athyglisverð sjónarmið varðandi rætur hins forna kveðskapar, eftir þjóðkunnan fræði- mann. STEFÁN FRÁ HVÍTADAL OG NOREGUR Ivar Orgland Áhrif Noregsdvalar á Ijóð skáldsins. Lýst vinnubrögðum og sér- stöðu. Þýðandi: Stein- dór Steindórsson. LJÓÐ OG LAUST MÁL Hulda Jíulda Úrval úr kvæðum og sögum hinnar ástsælu skáldkonu í útgáfu Guðrúnar Bjartmars- dóttur og Ragnhildar Richter. ~houIujiiiii ~UJ-' Bókaúfgáfa /HENNING4RSJÓÐS SKALHOLTSSTlG 7 . REYKJAVÍK SfMI 62J822. Elvis er allstaðar __________Bækur_______________ Árni Matthíasson Priscilla Presley og Sandra Harmon, Elsku Elvis. Þýðandi Ingibjörg Bergmundsdóttir. Fjölvi gefur út. Enginn maður hefur orðið dáð- ari í Bandaríkjunum en Elvis Pres- ley; hann varð frægasti maður Bandaríkjanna, Bandaríski draum- urinn holdtekinn. Sorgin við frá- fall hans var mikil og enn er hann syrgður af tugþúsundum. Margir trúa að hann sé ekki látinn og reglulega birtast í gulu pressunni bandarísku fregnir af því að Elvis hafí sést á hóteli í Arkansas, eða í stórmarkaði í Michigan, eða á götu í Memphis. Þess á milli koma svo stórmerkar myndir sem sanna að risastór stytta af Elvis hafí fundist á mars sem útvarpi All Shook Up, eða að andlit hans sé grafið í ijall á tunglinu og þar fram eftir götunum. Fyrir stuttu var svo opnuð Fyrsta kirkja Elvis í Oregon og fleiri fylgja í kjölfarið. Líklega verður þess ekki langt að bíða að átrúnaður á Elvis verði algengur í Bandaríkjunum. Goðsögnin um Elvis hylur mann- inn og það var því forvitnilegt að fá í hendurnar bókina Elsku Elvis eftir Priscillu, eiginkonu hans. Aður hafa komið út bækur sem leggja höfuðáherslu á skuggahlið- ar goðsins og sú frægasta þeirra, Elvis eftir Albert Goldman, dregur upp mynd af nautnasjúkri ófreskju. Priscilla hefur aðra mynd af Elvis en Goldman og byggir hana á traustari grunni en sögusögnum, getgátum og frásögnum óvin- veittra eins og Goldman. Hún kynntist Elvis í Þýskalandi þegar hún var fjórtán ára, varð snemma ástkona hans og síðar eiginkona. Þó samband þeirra Elvis hafi verið náið er lesandinn í raun litlu nær um goðið að loknum lestri bókarinnar. Sá Elvis sem Priscilla lýsir er ósjálfstæður og óþroskaður fangi frægðarinnar. Við fyrstu kynni er hann spilltur af dekri og þegar hann fær bamið Priscillu upp í hendumar er hún brúða í hans huga, sem hann mótar að vild og sem lagar sig fullkomlega að óskum hans. Hann ráðskast líka með tilfínningar fólksins í kringum hann af fullkomnu kæruleysi og þó Priscilla reyni að gefa mynd af kærleiksríkum og tillitssömum eiginmanni, þá skín annað í gegn. Elvis var afskaplega háður móð- ur sinni og þegar hún dó ung, setti það mark sitt á hann. Eins og títt er um slíka syni valdi hann sér konu sem var frekar táknmynd en kona og hóf hana á stall. Til marks um það má nefna að hann hafði ekki samræði við hana fyrr en eft- ir að þau giftust og höfðu þó verið saman í sjö ár og búið saman mik- ið af þeim tíma (ástarleikir þeirra hafa þó verið fjörlegir, ef marka má frásögn bókarinnar), því Elvis vildi varðveita meydóm hennar. Það olli síðar erfiðleikum að eftir að þeim fæddist barn missti Elvis löngun til hennar. Elsku Elvis gefur ágæta mynd af sumum þáttum í fari Elvis, en Priscilla dregur fjöður yfír of margt til að frásögnin verði veru- lega áhugaverð. Vegna stöðu Elvis í tónlistarheiminum, er sérstakur galli á bókinni hvað hún gefur í raun litla innsýn í tónlistarmanninn Elvis Presley. Stöku setningar veita fyrirheit um ýmislegt, sem ekki er sagt frá frekar. Einnig er frásögnin furðu ópersónuleg og klisjukennd þegar Priscilla er að lýsa tilfinningum sínum og afbrýði vegna hins þróttmikla framhjá- halds Elvis. Hún átti líka sín hliðar- spor, en þau virðast henni ekki sérlega minnisstæð, því þau eru afgreidd í einni málsgrein eða jafn- vel í einni setningu. Með tímanum tók Priscilla út sinn þroska, en Elvis eltist ekki, hann var enn sama barnið hið innra, en hið ytra varð hann útbelgd og þrútin skop- mynd af sjálfum sér. Þýðingin er stirðleg og þegar á fyrstu síðu koma fyrir setningar eins og „Ég sneri við og ók heim eins og óð manneskja. Allar mögu- legar ástæður fóru um huga minn.“ Myndir í bókinni eru óskýr- ar og hefðu mátt vera fleiri. Að öðru leyti er þetta hin fróðlegasta bók, þó ekki svipti hún hulunni af EIvis Presley nema að hluta. Baldiúsið Hskuvörwerslun Blómahöllin blom og gjofavörur Bræðraborg sölufurn Búnaðarbanki íslands Bylgjan hórgreiöslustofa og snyrHvöruverslun Doja Hskuverslun Filman Ijósmyndavörur og framköllun Gleraugnaverslun Benedikts Hans og Gréta barnafataverslun Verslunin Inga Hsku-, vefnoöar- og gjofavara íslandsbanki Klukkon úr, klukkur og skartgripir Kópavogs Apótek Mamma Rósa veifingastaður verslana- og þjónustumiðstöð í hjarta Kópovogs TAKTUÞÁTT í LEITINNIAÐ JÓLA-BOMBUNNI! Við „felum“ þijár 5.000 kr. jóla-bombur í jafn mörgum verslunum í Hamraborginni hvern laugardag í desember. Gerðu jólainnkaupin spennandi. Komdu í Hamraborgina og ef til vill verður heppnin með þér. Opið alla laugardaga Þú ffærð allt til jólahaldsins í Hamraborginni, Kópovogi JÓLASVEINNINN VERÐURÁ SVÆÐiNU! NÆG OKEYPIS BILASTÆÐI! mmm HAMMBMG „Allt ó einum stað" Mólý hannyrðaverslun Nóatún nýienduvöruverslun Óli Prik skyndibitastaöur Ralvis ferðaskrifstofa Sevilla rakarostefa Skóverslun Kópavogs Sólorland sólbaðsstofa Sportbúð Kópavogs Sveinn Bakari Teleffoxbúðin Tónborg hljómplötur eg gjofovörur Vedu bókaverslun Vídeómarkoðurinn VIS Vófryggingofólag fslands ntJ■»iiiiuinjj/tuu jijuui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.