Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 26

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 26
MORGUNBtóÐIt) LAUGARIMGUK 15.íÐESEMBKR11990 Hvað höfðingjarnir hafast að eftir Ólaf Oddsson Heldur hefur verið dapurlegt að lesa blöðin undanfarna daga, er þau fjalla um hin illræmdu bráðabirgða- lög frá 3. ágúst sl. Sumir áhrifa- menn á blöðum og „aðilar“ vinnu- markaðar segja það eðlilega hætti og „rétt“, að samningur undirritað- ur af ráðherra og bókaður í ríkis- stjórn skuli afnuminn af sömu ráð- herrum. Hér er beinlínis boðað, að orð skuli ekki standa, samningur skuli svikinn. Þá er það sagt eðli- legt og „rétt“, að úrskurður dóm- enda um ágreiningsefni ráðherra og stéttarfélaga skuli afnuminn með bráðabirgðalögum. Hér er í raun fallist á afnám þrískiptingar valdsins. Það er einkenni á öllum siðmenntuðum þjóðum, að ágrein- ingsefni eru leyst með samningum eða útkljáð fyrir dómstólum. Ef frá þessu verður horfið, blasir siðferði- leg upplausn við. — Rétt er að nefna, að í blöðunum hafa birst ágætar greinar eftir ýmsa menn um þetta efni, t.d. grein aðstoðarrit- stjóra Morgunblaðsins, er birt var í blaðinu 11. desember sl. ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Ljóshærða villidýrið — Arfur Islendinga í hugar- heimi nasismans eftir Arthúr Björgvin Bollason. í kynningu útgefanda segir m.a.: „I bókinni er fjallað um þær sérkennilegu hugmyndir sem mót- uðust hjá þýskum fræðimönnum á 19. öld um íslendinga til forna, siði þeirra og menningu. Þessar hugmyndir færðu nasistar sér í nyt og lögðu mikla rækt við lestur íslenskra fornbókmennta í skólum, veifuðu norrænni goðafræði og efldu norræn félög. Greint er frá því að sérstæðar útleggingar íslenskra fombókmennta voru kenndar í skólum á nasistatíman- um og Þjóðveijar voru hvattir til að taka íslenska fornkappa sér til fyrirmyndar. Þá lýsir höfundur því hvernig nasistar leituðust við að fá til liðs við sig íslenska rithöf- unda og listamenn, en sumir þeirra voru veikir fyrir þeirri ræktar- semi.“ Fordæmi höfðingjanna Einn af máttarstólpum atvinnu- lífsins sagði nýlega í fjölmiðlum, að fulltrúar þess hefðu samið við stjórnvöld um það, að stjómvöld svikju þann samning, er þau höfðu gert við háskólamenn. Hann krafð- ist þess, að stjórnvöldin stæðu við sitt, þ.e. efndu það heiðursmanna- samkomulag, staðfest með handsöl- um, að svíkja samning við aðra! Þetta finnst sumum mönnum rétt og eðlilegt. Mikið er dapurlegt að lesa um þetta. . Fólk fylgist með því sem höfð- ingjarnir gera. Hallgrímur Péturs- son orti um þetta efni. Yfirmönnum er því varit, undirsátamir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber, auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjamir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Hallgrímur er hér að benda á, að fólk taki vel eftir háttum höfð- ingjanna. Hið vonda sé auðlærðast og almenningur muni huga að for- dæminu. Og hið sama á við nú. Ef samningur undirritaður af stjórn- völdum er blygðunarlaust svikinn Arthúr Björgvin Bollason Bókin er 159 bls., prentuð í G. Ben. prentstofu hf. Auglýsinga- stofan Næst hannaði kápu. og ef þau una ekki úrskurði dóm- enda um ágreiningsefni, þá er hætt við því, að aðrir geri það ekki held- ur. Þá verða svik í ýmsum viðskipt- um talin hin eðlilega leið og „rétt“, og ágreiningur verður ekki leystur fyrir dómstólum, heldur með hnefa- rétti. Menn segja þá bara rétt eins og stjórnvöldin, að dómarar séu í „efnahagslegu tómarúmi", þ.e. þeir hafi ekkert vit á efnahagsmálum, og því ástæðulaust að una þeirra úrskurði. Menn einfaldlega afnema „forsendur" dómaranna, eins og höfðingjarnir gera. Orð skulu ekki standa! í dag, 12. desember, er orðið ljóst, að alþingismenn vorir, eða meirihluti þeirra, munu samþykkja bráðabirgðalögin, þótt margir virtir lögfræðingar hafi talið, að þau fari í bág við stjórnarskrána. Sumir þingmenn virðast þar með leggja blessun sína yfir það, að orð skuli ekki standa, og stjórnvöldin þurfi ekki að una endanlegri dómsniður- stöðu í deilu um túlkun samninga. Ég hygg, að háttvirtir þingmenn hafi ekki hugað hér að afleiðingun- um. Ef þetta teljast réttir hættir, hvernig á þá að vera hægt að semja við stjórnvöld um nokkurn skapað- an hlut? Orð og efndir Sumir þeir ráðamenn, sem svo standa að málum, hafa hér áður fyrr oft harðlega gagnrýnt laga- setningu á stéttarfélög og þrásinnis bent á þjóðhagslega nauðsyn þess að lagfæra kjör kennara og mennta- manna og gera störf þeirra eftir- sóknarverð. Þegar þeir svo komast að völdum, þá efna þeir sín fyrir- heit með þeim hætti, að þeir setja galvaskir bráðabirgðalög á þá sem þeir áður þóttust styðja af heilum hug. Og hvert er þá samræmið milli þess sem sömu menn segja sem þingmenn í stjómarandstöðu og gera sem ráðherrar? Eða líta þeir bara. á þetta sem hlutverk í leikriti, þar sem skipt er um leikendur öðru hveiju? Ekki er hægt að ætlast til þess, að_ sá sem leikur Skugga- Svein í Útilegumönnunum segi hið sama, ef hann fær það hlutverk að leika sýslumanninn. Hið sama virð- ist eiga við um suma valdsmenn. Svo eru menn undrandi á því, að sumir ráðamenn njóti takmarkaðrar virðingar. Að verja leikreglur lýðræðisins En þótt hér sé deilt á suma þing- menn og þeirra hætti, þá er rétt að benda á, að þingmenn eru ólíkir Ólafur Oddsson „Sumir þingmenn taka að sér að veija grund- vallarréttindi manna, þótt þeir viti, að það kalli á skammir þeirra áhrifamanna, sem virð- ast lítt gefa gaum að leikreglum lýðræðisins, og þetta sé því líklegt til þess að verða miður vinsælt um stund.“ eins og aðrir menn. Margir þeirra vinna verk sín vel og forðast að vera í sviðsljósinu um of. Sumir þingmenn taka að sér að veija grundvallarréttindi manna, þótt þeir viti, að það kalli á skammir þeirra áhrifamanna, sem virðast lítt gefa gaum að leikreglum lýðræðis- ins, og þetta sé því líklegt til þess M I vestursal Kjarvalsstaða stendur nú yfír sýning Sigfúsar Halldórssonar á málverkum, og í austursal stendur yfír málverka- sýning Gísla Sigurðssonar. Sýn- ingarnar standa til 23. desember. ■ í tilefni af útkomu bókar Þórs Indriðasonar um Hannibal Valdi- marsson og samtíð hans heldur bókaforlagið Líf og saga málþing um stjórnmál í veitingahúsinu Gauki á Stöng laugardaginn 15. desember kl. 14. Frummælendur verða Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur og Össur Skarp- að verða miður vinsælt um stund. Slík afstaða er virðingarverð að minni hyggju, og hún mun reynast farsæl, þegar horft er til framtíðar- kinar. Fyrrgreind lög gera marga starfsmenn ríkisins ófijálsa, enda eru slík lög oft kölluð „þrælalög". Ég er ekki í neinum vafa um, að óftjáls kennari er mun verri starfs- maður en fijáls kennari. En mörg- um virðist öldungis sama um það. Andúð á skólum og menntun Sumir menn reyna að ala á óvild og andúð í garð kennara og menntamanna. Því er jafnvel haldið fram, að meðalkennarinn vinni nán- ast hálfan daginn hálft árið. Mark- mið slíkra ósanninda er augljóslega það að ala á óvild og fordómum í garð. menntamanna. Ymsir erlendir valdsmenn, sem kunnir eru að því að virða ekki leikreglur lýðræðisins, hafa stundað þá iðju að efna til óvildar í garð menntamanna. Slík háttsemi hefur alls staðar orðið til mikils tjóns. En þessir hættir geta einnig haft mjög alvarleg áhrif hér. Margir af þeim ungu íslendingum, sem nú eru í námi erlendis, munu ekki koma heim, að námi loknu. Þeir munu ekki telja landið heppilegan sama- stað fyrir sig. Allir hugsandi menn hljóta að sjá, hvílíkt tjón hlytist af því í framtíðinni. Þeir sem huga að framtíð þessarar þjóðar, verða að reyna að átta sig á því, að efla þarf samstöðu með þjóðinni. Lærðir menn eru ekki andstæðingar þjóð- arinnar, heldur hluti hennar. Það er illt verk að ala á sundrungu manna og fordómum í garð ungra menntamanna, sem eru stórskuld- ugir eftir langt nám. Þeirra er brýn þörf hér á landi, en þeir hafa kynnst þjóðfélögum, þar sem lýðréttindi og grundvallarreglur í mannlegum samskiptum eru virt. Af þeim ástæðum og reyndar ýmsum öðrum verður að tryggja, að svo verði einn- ig gert hér. Höfundur er íslenskufræðingur ogkennnri. héðinsson doktor í fískeldisfræð- um. Á eftir frummælendum tekur til máls svokallaður umræðuvaki, sem leggur út af máli frummælendá og hefur almenna umræðu um fundarefnið. Umræðuvaki verður Einar Karl Haraldsson blaðamað- ur. ■ VEITINGAHÚSIÐ Casablan- ca mun halda tískukvöld laugar- dagskvöldið 15. desember, og í til- efni af því mun dómnefnd útnefna best klædda strák og best klæddu stelpu ársins 1990. í dómnefnd verður fólk sem lifír og hrærist í tískuheiminum í Reykjavík. Bók um arf Islendinga í hugarheimi nasista Nýkomin sending af Ijósum I ró FLOS arteluce Borgartúni 29, sími 20640.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.