Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 28

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 28
GS _______-__ oeei aaaMaeaQ ,ar auoAQflADUAJ qiqAjanuoflOM 28 MORGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Landbúnaður í læðingi Fyrri grein eftirÞorvald Gylfason i Það er ánægjulegt og lofsvert, að landbúnaðarráðuneytið skuli hafa staðfest upplýsingar hagfræð- inga við Háskóla Islands og annars staðar um það, hvað núverandi stefna stjórnvalda í landbúnaðar- málum kostar þjóðina. Samkvæmt útreikningum ráðuneytisins nam beinn og óbeinn stuðningur íslenzka ríkisins við landbúnað 1908 um 13 milljörðum króna á núverandi verð- lagi eða rösklega 4% af þjóðartekj- um. Það hefur að vísu komið á daginn, síðan ráðuneytið birti þess- ar upplýsingar fyrir fáeinum vikum, að í þær vantar nokkra kostnaðar- liði: uppbætur á útfluttar landbún- aðarafurðir, endurgreiðslu kjarn- fóðurgjalds og framlag ríkisins í framleiðnisjóð, en þessir liðir námu um 2 milljörðum króna til viðbótar. Heildarkostnaður ríkisins og um leið almennings í landinu vegna landbúnaðarstefnunnar 1988 nam því um 15 milljörðum króna á nú- verandi verðlagi samkvæmt leið- réttum upplýsingum ráðuneytisins eða næstum 5% af þjóðartekjum. Þessi fjárhæð jafngildir um 240.000 krónum á hverja fjögurra manna ljölskyldu í landinu eða 20.000 krónum á mánuði. Á þessu ári og næsta er líkast til um enn hærri tölur að tefla, ef eitthvað er. Það er mikiivægt, að menn geri sér grein fyrir þ ví, að hér er ekki um einhveijar ímyndaðar reikniíjár- hæðir að ræða, eins og sumir mál- svarar núverandi landbúnaðar- stefnu hafa látið í veðri vaka, held- ur endurspegla þessar tölur raun- verulegan kogtnað, sem er lagður á almenning í landinu ýmist með skattheimtu eða óhóflega háu mat- arverði. Þessar tölur eru að vísu ekki einhlítur mælikvarði á kostnað almennings vegna núverandi land- búnaðarstefnu. Þær taka til dæmis ekki tillit til þess, að niðurgreiðslur landbúnaðarafurða skila sér aftur til neytenda að nokkru leyti, en þær taka ekki heldur tillit til þess, að bændur njóta aðgangs að niður- greiddu lánsfé á kostnað almenn- ings. Til samanburðar skýrði Þórólfur Matthíasson lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands frá því fyrir ári, að stuðningur ríkis- ins við landbúnað næmi 12-17 millj- örðum króna á ári á núverandi verð- lagi. Ýmsir aðrir hagfræðingar hafa tekið í sama streng. í þessu sam- bandi skiptir það auðvitað ekki höf- uðmáli, hvort upphæðin er 12 eða 17 milljarðar króna, þegar allt kem- ur til alls. Kjami málsins er sá, að hér er um stjarnfræðilegar fjárhæð- ir að tefla, hvernig sem á er litið. Um það er enginn ágreiningur leng- ur milli hagfræðinga og stjórnvalda. II Nú kann íhugull lesandi að spyrja: en er ekki nauðsynlegt að styrkja landbúnað af almannafé? Er vemlegur ríkisstuðningur við landbúnað ekki alsiða meðal ann- arra þjóða? Svarið er jú, enda hefur enginn haldið öðm fram. Það er vissulega nauðsynlegt að styrkja landbúnað við núverandi skilyrði til að hlífa bændum að einhveiju leyti við af- leiðingum tækniframfara, sem gera þeim kleift að fullnægja fæðuþörf almennings með sífellt meiri og betri tækjakosti og færri vinnandi höndum. Sú staðreynd verður samt ekki umflúin, að bændum hlýtur að fækka smám saman með auk- inni vélvæðingu í landbúnaði, alveg eins og sjómönnum hlýtur að fækka smátt og smátt, eftir því sem veiði- tækninni fleygir fram. Mannafla- þörf landbúnaðar og sjávarútvegs hlýtur að halda áfram að dragast saman hér eins og í öðrum nútíma- þjóðfélögum, meðan iðnaði, verzlun og ýmiss konar þjónustu vex fiskur um hrygg. Það er eðlilegt og þykir yfirleitt sjálfsagt í okkar þjóðfélagi, að stjórnvöld reyni þó eftir föngum og innan skynsamlegra marka að draga úr þeirri röskun á högum fólks, sem óhjákvæmilegar atvinnu- háttabreytingar myndu valda að öðrum kosti. En það er ekki sama, hvað hlut- irnir kosta. Það er fráleitt að halda áfram 'að eyða næstum 5% þjóðar- teknanna í stuðning við landbúnað, eins og við gerum. Aðrar þjóðir heims láta sér nægja að eyða um l%-2% þjóðartekna í þessu skyni að jafnaði, ogþ ykir yfirleitt allt of mikið. Hvers vegna í dauðanum skyldum við halda áfram að eyða margfalt meira fé en aðrar þjóðir yfirleitt í stuðning við landbúnað á sama tíma og fársjúkt fólk fær ekki spítalapláss vegna fjárskorts í heilbrigðiskerfinu og gríðarlegir erfiðleikar steðja að gervöllu skóla- starfí og menningarlífi í landinu af sömu sökum? Það er að vísu rétt, að Norðmenn og Finnar eyða líka mjög miklu fé í stuðning við land- búnað eins og við, en það er engin afsökun fyrir okkur. Þessar þjóðir eru þó ekki eins aftarlega á mer- Þorvaldur Gylfason inni og við, því að báðar leyfa þær innflutning á erlendum kartöflum, kjúklingum og osti til dæmis. Og þetta er ekki allt. Hlutdeild land- búnaðar í þjóðarframleiðslu okkar íslendinga nemur rösklega 3% á markaðsvirði samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar. (Hér er átt við bæði framleiðslu og búvöru- vinnslu.) Kostnaður almennings vegna landbúnaðarstefnu stjórn- valda er því helmingi meiri en fram- lag landbúnaðarins til þjóðarbúsins. Virðisaukinn í íslenzkum landbún- aði er neikvæður, eins og það heit- ir á hagfræðingamáli. Neytendur og skattgreiðendur eru með öðrum orðum neyddir til að borga bændum og milliliðum fyrir að rýra lífskjörin í landinu í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. ®Íi|gSgíii||ste atsssisi .. Verslun okkar f Hafnarstrœti 19 verður lokað tímabundið um óramótin v/breytinga og endurbóta. Opnum aftur fyrir 15. maí nk. í tilefni bess bjóðum við ýmsar gjafavörur ó sérstöku jólatilboði í versluninni. ULLARVÖRUR; peysur, jakkar, treflar, húfur, vœrðarvoðir o.fl SKINNAVÖRUR - KERAMIK - GLERVARA - POSTULÍN OG ÖNNUR GJAFAVARA RAflMAGERÐIN Hafnarstrœti 19 lll Það er að vísu ekki einsdæmi, að gervallar atvinnugreinar skili neikvæðum virðisauka. Sænskur skipasmíðaiðnaður skilaði til dæmis neikvæðum virðisauka til skamms tíma. Skattfé almennings í Svíþjóð var dælt í skipasmíðastöðvarnar í Gautaborg til að halda uppi óhag- kvæmri atvinnu á þeim vettvangi, jafnvel þótt bílaverksmiðjur Volvo í sömu borg ættu við manneklu að etja á sama tíma. Flestir skynsamir Svíar gerðu sér grein iyrir því, að hér var farið illa með almannafé, og kalla þeir þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Þessum niðurgreiðsl- um var hætt. Svo er auðvitað Austur-Evrópa, þar sem virðisaukinn hefur verið minni en enginn í verulegum hluta þjóðarbúskaparins um áratugabil. Þvílík óhagkvæmni hleður utan á sig með tímanum og hefur smám saman leitt til þess ófremdar- ástands, sem nýfrjálsar þjóðir þess- ara landa eru nú að reyna að vinna sig út úr með erfiðismunum. í Sov- étríkjunum er til dæmis framleitt stál í stórum stíl samkvæmt tilskip- unum stjórnvalda, en stálfram- leiðslan dugir ekki einu sinni til að framleiða vélarnar, sem eru nauð- synlegar til að framleiða stálið. Gervallur þjóðarbúskapur Austur-Evrópu er gegnsýrður af sams konar sóun. Áður en Berlín- armúrinn hrundi, áttu menn yfir- leitt von á því, að tvö af hveijum þrem fyrirtækjum í Austur-Þýzka- landi gætu staðizt samkeppni við vestur-þýzk fyrirtæki, en nú bendir margt til þess, að aðeins þriðja hvert fyrirtæki þar í landi haldi velli og varla það. Ástæðan er auð- vitað ekki sú, að Austur-Þjóðveijar séu annarrar gerðar en Vestur- Þjóðveijar. Nei, vandinn er sá, að fáfróðir, fordómafullir og spi lltir stjórnmálamenn í Austur-Þýzka- landi lögðu óbærilegar klyfjar á austur-þýzk fyrirtæki með því að taka markaðsöflin úr sambandi í krafti alræðisvalds. Það var meinið. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. U JÓLA TÓNLEIKAR skólakórs Fjölbrautarskólans við Ármúla verða haldnir kl. 20.30 á morgun, sunnudaginn 16. desember, í Lau- garneskirkju við Kirkjuteig. Fjöl- breytt efnisskrá verður á tónleikun- um. Einsöngvari verður Sigríður Katrín Halldórsdóttir, undirleik- ari Svavar Sigurðsson, en kór- stjóri er Ronald Vilhjálmur Turn- er. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir • Heiðar Jónsson ■ SNYRTI- og tiskuhús Heiðars Jónssonar, Vesturgötu 19, hefur nú verið starfandi í hartnær 4 ár. Hingað til hafa farið fram nám- skeið í litgreiningu, snyrtingu, framkomu og fatastíl. Nú hefur þjónustan verið aukin við þá við- skiptavini sem notið hafa þessarar þjónustu svo og nýja viðskiptavini, með söiu snyrtivara, sem aðallega eru frá First Impressions, No Name og Elisabeth Arden. Einnig ilmvötn frá Karl Lagerfeld, Fendi og Rd Door frá Elisabeth Arden. Fyrir jólin er sérstaklega boðið upp á gjafakort sem gilda fyrir öll áður- nefnd námskeið, hvert fyrir sig, öll saman og/eða úttekt á snyrtivörum. Opið er á milli kl. 15.00 og 18.00. Með Heiðari Jónssyni starfar Bjarkey Magnúsdóttir. (Fréttatilkynning) ‘h

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.