Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 29

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Bók um Hallbjörn Hjartarson NÝSTOFNAÐ bókaforlag á Isafirði, María, sendir nú frá sér sína fyrstu bók. Er það lífsreynslu- og baráttusaga kú- rekans góðkunna Hallbjarnar J. Hjartarsonar og heitir bókin Hallbjörn, kúreki norðursins. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: „Hallbjörn fæddist og ólst upp á Skagaströnd í sárustu fátækt, yngstur sextán systkina. Þrátt fyrir stutta skólagöngu blundaði ávallt með honum rík sköpunarþrá. Hún fékk útrás í tónlist og söng en alls hafa verið gefnar út sjö hljómplötur með söng hans. Þekktastur hefur Hallbjörn eflaust orðið fyrir tónlist sfna sem ber sterkan keim af sléttusöngvum kúrekanna vestur í Ameríku en með séríslenskum blæ. Hann hefur oft vakið óskipta athygli samtíðar- manna sinna með sérkennilegum uppátækjum og hefur hverjum sýnst sitt um listrænt gildi þeirra. í bókinni er reynt að draga upp skýra og afdráttarlausa mynd af listamanninum með barnshjartað og hvergi vikist undan því að horf- ast í augu við sannleikann hversu óþægilegur sem hann kann að vera. Bókin er byggð á samtölum við listamanninn sjálfan og ijölda sam- tíðarmanna hans og samstarfs- manna. Auk þess er skyggnst í blaðagreinar og skrif sem orðið hafa um Hallbjörn gegnum árin. Bókin er prýdd fj'ölda mynda sem Hallbjörn Hjartarson fæstar hafa komið fyrir almenn- ingssjónir áður. Höfundurinn, Páll Ásgeir Ás- geirsson, starfar sem blaðamaður á DV og er þetta fyrsta bók hans. Sögnr eftir Sigfús Bjartmarsson UT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Mýrarenglar falla eftir Sigfús Bjartmarsson. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni eru sex samtengdar sög- ur úr íslenskri sveit. Sögumaður er ýmist drengur sem keppist við að tileinka sér siði, visku og verklag hinna fullorðnu til að öðlast fullan þegnrétt í heimi sem þó er eyðing- unni merktur, ellegar fullorðinn maður sem snúið hefur aftur á vit þess seiðs sem umlykur heimasveit- ina. Allar snúast sögurnar um hringrás náttúru og mannlífs og viðnám geng framrás hins óumflýj- anlega.“ Sigfús Bjartmarsson SKEMMTILEGAR OG ÞROSKANDI BARNABÆKUR Á FRÁBÆRU VERDI! Stórt letur og litmyndir Bókaflokkurinn VILTU LESA MEÐ MÉR>* ARI LÆRIR AÐ SYNDA, GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR í þessum skemmtilegu bókum kemur mynd stundum í stað orðs. Þá er staldrað við og rétta orðið fundið. Leikur sem skerpir athygli og skilning. Stefán Júlíusson þýddi. ITfljfl gm Verð hvorrar bókarer yluU Iml ■ SETBERG EBiHK AB OfKWIB* KUUKKANT ◄ÍBókaflokkurinn LEIKUR AÐ ORÐUM: BÆKUR FYRIR LÍTIL BÖRN OG UPPALENDUR. HVAÐ ER KLUKKAN? - VILTU VERA MEÐ MÉR? eru harðspjaldabækur með framúrskarandi litríkum og skemmtilegum teikningum. Skemmtilegar bækur, skýrt og greinargott letur. Stefán Júlíusson þýddi. Verð hvorrar bókar er 590 kr. wmBmm Ævintýrabókin í þýðingu Rúnu Gísladóttur inniheldur 9 litrík ævintýri Þaueru: Stígvélaði-kötturinn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froskakóngurinn, Litiu systkinin, Kiðlingarnir sjö og Rauðhetta. Verð 690 kr. ▲ 2 BABARBÆKUR BABAR FER í FERÐALAG - BABAR FER Á FÆTUR eru 2 nýjar harðspjaldabækur um uppáhaldsf ílinn Babar. Ekki mun það draga úr vjnsældum hans að allt næsta ár verða vikulegir þættir um Babar og félaga í ríkissjónvarpinu. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Verð hvorrar bókar er 490 kr. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.