Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Bók um Hallbjörn Hjartarson NÝSTOFNAÐ bókaforlag á Isafirði, María, sendir nú frá sér sína fyrstu bók. Er það lífsreynslu- og baráttusaga kú- rekans góðkunna Hallbjarnar J. Hjartarsonar og heitir bókin Hallbjörn, kúreki norðursins. í kynningu útgáfunnar segir m.a.: „Hallbjörn fæddist og ólst upp á Skagaströnd í sárustu fátækt, yngstur sextán systkina. Þrátt fyrir stutta skólagöngu blundaði ávallt með honum rík sköpunarþrá. Hún fékk útrás í tónlist og söng en alls hafa verið gefnar út sjö hljómplötur með söng hans. Þekktastur hefur Hallbjörn eflaust orðið fyrir tónlist sfna sem ber sterkan keim af sléttusöngvum kúrekanna vestur í Ameríku en með séríslenskum blæ. Hann hefur oft vakið óskipta athygli samtíðar- manna sinna með sérkennilegum uppátækjum og hefur hverjum sýnst sitt um listrænt gildi þeirra. í bókinni er reynt að draga upp skýra og afdráttarlausa mynd af listamanninum með barnshjartað og hvergi vikist undan því að horf- ast í augu við sannleikann hversu óþægilegur sem hann kann að vera. Bókin er byggð á samtölum við listamanninn sjálfan og ijölda sam- tíðarmanna hans og samstarfs- manna. Auk þess er skyggnst í blaðagreinar og skrif sem orðið hafa um Hallbjörn gegnum árin. Bókin er prýdd fj'ölda mynda sem Hallbjörn Hjartarson fæstar hafa komið fyrir almenn- ingssjónir áður. Höfundurinn, Páll Ásgeir Ás- geirsson, starfar sem blaðamaður á DV og er þetta fyrsta bók hans. Sögnr eftir Sigfús Bjartmarsson UT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Mýrarenglar falla eftir Sigfús Bjartmarsson. _ í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni eru sex samtengdar sög- ur úr íslenskri sveit. Sögumaður er ýmist drengur sem keppist við að tileinka sér siði, visku og verklag hinna fullorðnu til að öðlast fullan þegnrétt í heimi sem þó er eyðing- unni merktur, ellegar fullorðinn maður sem snúið hefur aftur á vit þess seiðs sem umlykur heimasveit- ina. Allar snúast sögurnar um hringrás náttúru og mannlífs og viðnám geng framrás hins óumflýj- anlega.“ Sigfús Bjartmarsson SKEMMTILEGAR OG ÞROSKANDI BARNABÆKUR Á FRÁBÆRU VERDI! Stórt letur og litmyndir Bókaflokkurinn VILTU LESA MEÐ MÉR>* ARI LÆRIR AÐ SYNDA, GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR í þessum skemmtilegu bókum kemur mynd stundum í stað orðs. Þá er staldrað við og rétta orðið fundið. Leikur sem skerpir athygli og skilning. Stefán Júlíusson þýddi. ITfljfl gm Verð hvorrar bókarer yluU Iml ■ SETBERG EBiHK AB OfKWIB* KUUKKANT ◄ÍBókaflokkurinn LEIKUR AÐ ORÐUM: BÆKUR FYRIR LÍTIL BÖRN OG UPPALENDUR. HVAÐ ER KLUKKAN? - VILTU VERA MEÐ MÉR? eru harðspjaldabækur með framúrskarandi litríkum og skemmtilegum teikningum. Skemmtilegar bækur, skýrt og greinargott letur. Stefán Júlíusson þýddi. Verð hvorrar bókar er 590 kr. wmBmm Ævintýrabókin í þýðingu Rúnu Gísladóttur inniheldur 9 litrík ævintýri Þaueru: Stígvélaði-kötturinn, Hans og Gréta, Frú Hulda, Hugrakki skraddarinn, Dvergurinn, Froskakóngurinn, Litiu systkinin, Kiðlingarnir sjö og Rauðhetta. Verð 690 kr. ▲ 2 BABARBÆKUR BABAR FER í FERÐALAG - BABAR FER Á FÆTUR eru 2 nýjar harðspjaldabækur um uppáhaldsf ílinn Babar. Ekki mun það draga úr vjnsældum hans að allt næsta ár verða vikulegir þættir um Babar og félaga í ríkissjónvarpinu. Þýðandi er Þrándur Thoroddsen. Verð hvorrar bókar er 490 kr. HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.