Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 35
MORGUNBtÍAÐIÐ LÁUGAitDAGUU 15. DESKMBER 1990 35 Grein þessi er öll hin furðulegasta og reyndar varla svaraverð, en þó skora ég á höfund þessarar greinar að ganga hreint til verks og nafn- greina þann mann sem hann velur í grein sinni viðurnefnið Donki. Það er heldur lítilrnótlegt af mönnum sem vilja láta taka sig al- varlega að viðhafa dylgjur og að- dróttanir í blaðaskrifum án þess að þora að nafngreina þá sem átt er við. Þó trúlega sé hér átt við heil- brigðisráðherra og honum ætlað að vilja ráðast á okkar góða og full- komna heilbrigðiskerfi og rífa það til grunna, geta ýmsir aðilar legið undir grun um að átt sé við þá á meðan nöfn eru ekki birt. Að standa vörð um eigin hag Ég hef reynt að sjá til þess þann tíma, sem ég hef starfað í heilbrigð- isráðuneytinu, að heilbrigðiskerfið þjóni þeim sem þurfa á aðstoð að halda vegna sjúkóma og slysa eða annarra áfalla. Aftur á móti hef ég í mínu starfi haft minni áhyggjur af því þótt þær hagræðingaraðgerð- ir sem gripið hefur verið til bitni á þeim, sem versla með lyf eða hafa á einhvern hátt komið sér svo vel fyrir í kerfinu að þeir geti óhindrað sent reikninga til hins opinbera fyrir þá þjónustu sem þeir veita. Má þar t.d. nefna ýmsa sérfræðinga. Það er ekki að undra þótt að Matthías Kjeld sé viðkvæmur fyrir þeim hugmyndum, sem nú er að fínna í frumvarpi um nýja almanna- tryggingalöggjöf þar sem segir: „Éáðherra getur í samráði við Tryggingaráð ákveðið á grundvelli fjárlaga hveiju sinni hversu mikla heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa ríkið kaupir og þann fjölda einstakl- inga sem þjónustan er keypt af.“ 70 milljónir á ári Þegar stjómendur heilbrigðismála horfast í augu við það að hið opin- bera tryggingakerfi er farið að greiða einstaklingum, sérfræðingum í heilbrigðisþjónustunni, upphæðir allt að 70 milljónir króna á ári á verðlagi ársins 1988 er ekki að undra þótt mönnum detti í hug að það sé nauðsynlegt að hafa einhverjar heimildir í lögum til þess að sporna við að einstakir menn geti.óhindrað gert út á sameiginlegan sjóð okkar allra, sem ríkissjóður er. Ég hygg að greiðslur sem þessar komi Matthíasi Kjeld ekki ókunnug- lega fyrir sjónir. Mér er auðvitað ljóst að þegar farið er að greiða ein- staklingum slíkar upphæðir fyrir þjónustu sína er þar auðvitað um að ræða greiðslu á ýmsum kostnaði sem af þessari starfsemi hlýst. Hér er að sjálfsögðu ekki um launakostn- að einan að ræða, en verulegur hluti af þessum upphæðum eru þó laun. Auk þessa þiggja sumir þessara ágætu manna laun sem starfsmenn sjúkrahúsanna. Ómaklegar dylgjur í tíð minni sem heilbrigðisráð- herra tel ég mig hafa með dyggum stuðningi traustra starfsmanna eins og aðstoðarmanns míns, Finns Ing- ólfssonar, og annars starfsfólks í heilbrigðisráðuneytinu, lagt mig fram við að ná árangri í hinu vanda- sama og vanþakkláta starfi sem það er að veita aðhald og koma við ha- græðingu í heilbrigðiskerfinu. Heil- brigðiskerfið eins og annað í ríki- skerfinu þarf aðhald. Það er því lúa- legt að þeir menn, sem fyrst og fremst standa vörð um eigin hags- muni, skuli sýknt og heilagt dæma heiðarlega og góða starfsmenn fyrii óheiðarleg vinnubrögð og óheilindi. Það er hollt fyrir almenning að vita að þeir, sem harðast ganga fram í þeim rógi á starfsmenn heilbrigðis- ráðuneytisins eru þeir sem mestu hagsmunina hafa að veija. Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Verðfrá kr. 9.780-12.330,- Margargerðir, margir litir. ÚTILÍF Glæsibæ, sími 82922. I dag, laugardaginn 15. desember, frákl.16-18: MEQAS ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR árita bók sína SÓL í NORÐURMÝRI í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. BókaMð .MALS & MENNINGAR. LAUGAVEGI 18 - SÍMI 24240

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.