Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 37

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 37
MORGHNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBRR 1990, 37 Fjórar barnabækur í nýjum flokki HJÁ Máli og menningu eru komnar út fjórar bækur í nýjum flokki sem hlotið hefur nafnið Bókasafn barnanna. Bækurnar eru ætlaðar börnum sem eru byrjuð að lesa sjálf og þurfa að ná betra valdi á lestri. Bækurnar urðu til í samvinnu Máls og menningar og Barnaútg- áfunnar undir ritstjóm Áma Árna- sonar og Hildar Hermóðsdóttur en Anna Cynthia Leplar sá um útlit og hönnun bókaflokksins. Bækurnar eru Bangsi í lífsháska 'eftir Árna Árnason, myndskreytt af Önnu Cynhtiu Leplar, Dregið að landi eftir Árna Árnason og Halldór Baldursson, Langamma eftir Þórð Helgason og Margréti Laxness og Unginn sem neitaði að fljúga eftir Birgi Svan Símonar-' son og Halldór Baldursson. Á myndinni eru söguhetjur bókaflokksins og höfundar. Fyrir fram- an: Birgir Svan Símonarson og Hildur Hermóðsdóttir. Fyrir aftan: Árni Árnason, Margrét Laxness, Halldór Baldursson, Anna Cynhtia Leplar og Þórður Helgason. Ljóðabók eftir Sturlu Friðriksson KOMIN er út ný ljóðabók eftir nefnir Ljóð líffræðings. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni era íjörutíu ljóð sem ort eru á hefðbundinn hátt og flest eru um náttúrufræðilegt efni. Eru þau ýmist af innlendum eða erlendum vettvangi og er stundum leitað á enn fjarlægari mið út í al- heiminn. í þessum kvæðum er eink- um ijallað um umhverfismál eða ýmis svið líffræðinnar, svo sem erfðafræði ogþróunarsögu, en einn- ig eru þar kvæði um einstaka lífver- ur, plöntur og dýr, svo sem gras, dr. Sturlu Friðriksson, sem hann kóngulær og maura eða hugrenn- ingar um örlög risaeðlunnar. Nokkur kvæðanna fjalla um frummyndun lífsins við sjávargos í líkingu við það, sem gerðist þegar Surtsey myndaðist. Þá eru þama einnig þýðingar á nokkrum ljóðum eldri náttúrufræð- inga, svo sem Erasmus Darwin, sem var afi Charles Darwins, höfundar þróunarkenningarinnar og einnig þýðingar á tveimur dönskum kvæð- um Jónasar Hallgrímssonar." Sturla Friðriksson Jóla- og af- mælistón- leikar FÍH JOLA- og afmælistónleikar verða í Tónlistarskóla FÍH Rauðagerði 27 laugardaginn 15. desember og hefjast þeir kl. 13.30. Tíu ár eru liðin frá því skólinn hóf starfsemi sína. Frá og með síðasta hausti geta nemendur valið um þrjár náms- brautir í Tónlistarskóla FIH, en það eru sígild braut, jassbraut og popp- braut. Á tónleikunum á laugardag koma fram einstakir nemendur og hljómsveitir af öllum þessum tón- listarbrautum. Frá áramótatónleikum í Tónlistarskóla FÍH 30. desember 1989, VEGURINN, KRISTIÐ SAMFÉLAG minnir á opnunarhátíð í tilefni af nýjum húsakynnum á SMIÐJUVEGI 5 sunnudaginn 16. desember kl. 14.00. Við bjóðum þér að koma, gleðjast með okkur og fagna frammi fyrir Drottni Jesú Kristi. ÆTLIMENN AÐ YRKJA UOÐ ER BETRA AÐ HAFA BAKIÐ í LAGI Þurfirðu að sitja mikið er Nada-bakið heillaráð. Nada- bakið breytir verk í vellíðan á skrifstofunni, í bílnum, fyrir framan sjónvarpið og við lærdóminn. Samanbrotið er Nada-bakið lítið og létt veski. Tilvalin jólagjöf. Fæst í tveimur mismunandi útfærslum. Verð kr. 3.950 og 2.150. Bakveiki er líklega algengasta mein sem hrjáir fólk á blómaskeiði starfsævinnar. Lærðu að sitja rétt með Nada-bakinu. Nánari upplýsingar og pantanir í síma 98-34700, Heilsu- búðinni, Hótel Ork, Hveragerði. Sendum í póstkröfu. Greiðslukortaþjónusta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.