Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 39

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 39
MORQUNBLAÐIÐ .LAÍJÍIAROAflUR/lÞ. PÍ!ÍSBMBBR',l(99fl Timisoara í Rúmeníu: Verkamenn styðja kröfur námsmanna gengu verkamenn úr fimm stærstu verksmiðjum borgarinnar fylktu liði að háskólasvæðinu og mót- mæltu þar versnandi lífskjörum. Námsmenn eru í setuverkfalli til að leggja áherslu á kröfur sínar um afsögn Ions Iliescus forseta og ríkisstjórnar Þjóðfrelsisfylking- arinnar. Þeir ásaka ríkisstjómina um að hafa hrifsað völdin í skipu- lögðu valdaráni um leið og upp- reisn almennings fór fram. Þetta er í fyrsta skipti síðan í desemberbyltingunni í fyrra sem verkamenn flykkjast út á götur og styðja kröfur námsmanna. Verkamennirnir kröfðust einnig launahækkana og meiri matar og lyfja, sem eru af mjög skornum skammti í landinu. Reuter Hvalveiðum mótmælt 'Grænfriðungar standa nú fyrir mótmælaaðgerðum gegn hvalveiðum Japana í Suðurhöfum. Hér sést hvar félagi í samtökunum stekkur í gúmbát úr þyrlu til þess að trufla siglingu Nisshan Maru 3., jap- ansks hvalveiðiskips. Búkarest. Reuter. UM ÞAÐ BIL 10.000 rúmenskir verkamenn lögðu niður vinnu í gær og gengu eftir götum borg- arinnar Timisoara, þar sem des- emberbyltingin í fyrra átti upp- tök sín, og hvöttu verkalýðsfé- lög til að styðja stúdentamót- mæli sem staðið hafa síðustu fjóra daga. Tveimur dögum fyrir ársafmæli uppreisnarinnar í Timisoara, sem leiddi til falls kommúnistaharð- stjórans Nicolae Ceausescus, Svissneski rithöfund- urinn Fried- Hong Kong: Víetnamskir flóttamenn kveikja í sér Genf. Reuter. SJO víetnamskir flóttamenn reyndu í gær að fremja sjálfsmorð með því að kveikja í sér í flótta- mannabúðum fyrir bátafólkið svokallaða í Hong Kong. Talsmaðúr Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðánna (UNHCR) sagði að enginn sjömenninganna væri i líféhættu þótt tveir þeirra hefðu brunnið illa. Þeir höfðu ásamt þremur öðrum flóttamönnum efnt til mótmælasyeltis í búðunum. Þeim hafði verið néitað um hæli í nýlend- unni og áttu yfir höfði sér að verða sendir til Vietnams, þar sem komm- únistar eru við völd. Meira en 52.000 Víetnamar eru í flóttamannabúðum í bresku nýlend- unni eftir að hafa siglt á bátum frá heimalandi sínu. Hartnær 44.000 þeirra uppfylla ekki skilyrði sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fyrir aðstoð til að flytja til þriðja landsins. rich Diirr- enmatt látinn Neuchatel. Reuter. SVISSNESKI rithöfundur- inn Friedrich Diirrenmatt, sem hlaut ýmis bókmennta- verðlaun fyrir leikrit, ljóð og skáldsögur, lést á heimili sínu í Neuchatel í gær. Bana- mein hans var hjartaáfall. Dúrrenmatt var einn af þekktustu rithöfundum sem skrifað hafa á þýsku frá síðari heimsstyrjöldinni. Hann var 69 ára gamall, hafði lengi þjáðst af sykursýki og þegar fengið hjartaáfall þrívegis er hann lést. Þrátt fyrir veikindi sín hélt hann áfram allt til loka að gagnrýna þá sem hann áleit heilagar kýr samtímans, eink- um stjórnmálamenn, og veija trúleysi sitt. Hann hlaut ýmis bók- menntaverðlaun, svo sem Búchner-verðlaunin, helstu verðlaun þýskumælandi rithöf- unda. Hann fékk þó aldrei Nóbelsverðlaunin þótt margir teldu hann verðskulda þau. Dúrrenmatt varð þekktur árið 1956 er leikrit hans „Der Besuch der alten Dame“, eða „Sú gamla kemur í heimsókn", var sett á svið. Það fjallar um gamla konu, sem var eitt sinn vændiskona en giftist síðan ríkasta manni heims. Er hún kemur til heimabæjar síns, orðin ekkja, býðst hún til að bjarga bæjarfélaginu frá yfir- vofandi gjaldþroti. Hún setur aðeins eitt skilyrði - að bæj- arbúar drepi mann, verðandi bæjarstjóra, sem hafði svikið hana í tryggðum eftir að hafa gert hana ófríska. Hann er einnig þekktur fyr- ir annað leikrit, „Die Physiker“ eða „Eðlisfræðingarnir" (1962), sem fjallar um geð- heilsu þriggja kjarneðlisfræð- inga, sem kalla sig Einstein, Newton og Möbius. Tveir þeirra reynast njósnarar. Friedrich Diirrenmatt Ý PARKER Fallegir hlutir gefa lífinu gildi Þaö á einnig við um penna. Parker Duofold blekpenninn hér að neðan er vissulega-fallegur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður; Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki og gæðir rithöndina persónu- legum þokka. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold. Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum. REYKJAVÍK Penninn, Hallarmúla Mál og menning, Síðumúla Eymundsson, Mjódd Penninn, Kringlunni Griffill, Síðumúla Mál og menning, Laugavegi Eymundsson, við Hlemm Penninn, Austurstræti KÓPAVOGUR Bókaverslunin Veda HAFNARFJÖRÐUR Bókabúð Olivers Steins KEFLAVÍK Bókabúð Keflavíkur ISAFJÖRÐUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI Bókaverslun Jónasar Jóhannssonar Tölvutæki - Bókval

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.