Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 42

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 43 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Fasteignamat og þjóðarsátt Með heildarkjarasamningum launþegasamtakanna og vinnuveitenda frá því í febrúar- mánuði sl., þjóðarsáttinni svo- nefndu, tóku launþegar og at- vinnureksturinn í landinu á sig verulegar byrðar í því skyni að ná niður verðbólgunni. Um árabil hefur hún veikt undirstöður íslenzks atvinnulífs, og þar með atvinnuöryggis, og rýrt kjör alls almennings. Til að ná markmiðum þjóðarsáttarinnar hafa launþegar sætt sig við litlar kauphækkanir, og reyndar nokkra kaupmáttar- rýrnun, til viðbótar um 16-17% rýrnun kaupmáttar næstu misseri þar á undan. Fyrirtækin í landinu hafa flest hver orðið að hagræða og skera niður í rekstri sínum til að standa undir auknum kostnaði án þess að velta honum út í verð- lagið. Ríkisstjórnin hefur að undan- förnu reynt að eigna sér þjóðar- sáttina og hagnast á henni pólitískt, þótt hún hafi með engu móti átt frumkvæðið eða hug- myndina. Sá heiður er aðila vinnu- markaðarins. Það er hins vegar ríkisstjórnin, sem er mesta ógnun- in við markmið þjóðarsáttarinnar. Það gerir skattagleði hennar, stór- felldur halli á ríkissjóði, skulda- söfnun og ótrúleg tregða til að hagræða og skera niður útgjöld í ríkisrekstrinum. Reyndar á þetta sama við vel flest sveitarfélög landsins, svo og opinberar stofn- anir yfirleitt. Á sama tfma og launþegar og fyrirtækin herða mittisólina hækka opinberir aðilar hvers kyns gjöld og álögur. Það er ekki haft hátt um þessar hækkanir. Nýjasta dæmið um þetta er veruleg hækk- un fasteignamats, sem tók gildi 1. desember sl. Samkvæmt til- kynningu Fasteignamats ríkisins hækkar mátsverð fasteigna á landinu öllu að meðaltali um 12%, nema í Kjalameshreppi þar sem matsverð íbúða og lóða hækkar um 20%. Hlunnindamat hækkar um 57%. Þessi 12% hækkun á fasteignamati nær jafnttil íbúðar- húsnæðis og atvinnuhúsnæðis. Fasteignamatið er sá grunnur, sem fasteignagjöld eru reiknuð út frá og þau renna til sveitarfé- laganna. Auk þess hefur fast- eignamatið mikil áhrif við álagn- ingu eignarskatts, eignarskatts- auka og álags á endurbótasjóð menningarstofnana (áður Þjóðar- bókhlöðuskattur). Þessir skattar renna til ríkisins. . Það er óskiljanlegt, hvernig unnt er að verja þá miklu gjalda- og skattahækkun, sem felst í 12% hækkun fasteignamatsins. Hún er langt umfram það, sem eðlilegt má teljast miðað við markmið þjóðarsáttarinnar. Launavísitalan hefur hækkað um 6,5% í ár eða rúmlega helming af hækkun fast- eignamatsins. Á þessu ári er kaupmáttarrýrnun launþega um 1% að meðaltali. Þeim er hins vegar ætlað að bera 12% hækkun fasteignagjalda, auk hækkunar eignarskatta, sem stafa af hækk- un matsins. Það fer hins vegar eftir eignastöðu hvers og eins, hversu mikil hækkun eignar- skattsins verður. Ekki er fjarri lagi að miða við, að fasteignamat íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækki um eina milljón króna með þessu nýja mati. Fasteignagjöld eru mismun- andi í sveitarfélögum, en fast- eignaskattur, vatnsskattur, hol- ræsagjald og lóðarleiga var hjá flestum um 0,7%-0,9% við síðustu álagingu. Viðbótargjöldin nema því um 7 til 9 þúsund krónum. Þessu til viðbótar hækka svo eign- arskattarnir, en þeir geta numið allt að 2,2%, eða 22 þúsund krón- um af milljóninni. Það er lág- markskrafa, að sveitarfélögin og ríkið breyti álagningarreglum til að vega upp á móti þessum hækk- unum.Hver og einn getur reiknað út sjálfur, hversu miklum viðbót- arálögum hann á von á miðað við fasteignamat íbúðarhúsnæðis síns á þessu ári og eignastöðu. Það er allavega ljóst, að stór hluti af kauphækkun launþegans á þessu ári hverfur á tíma þjóðarsáttarinn- ar í skattahítina, eingöngu vegna hækkunar fasteignamatsins. Þá má einnig benda á, að fasteigna- gjöld af atvinnuhúsnæði eru miklu hærri en af íbúðarhúsnæði, svo um verulega íþyngingu er að ræða fyrir fyrirtækin í landinu. Ætli launþegar og vinnuveitendur hafi búizt við þessari 12% hækkun ein- mitt þá sömu daga sem ríkis- stjórnin og stuðningslið hennar hafa sem hæst um óbifanlegan stuðning sinn við þjóðarsáttina? Þegar allt kemur til alls er þessi hækkun fasteignamatsins aðeins lítið dæmi um þá miklu hækkun skatta og gjalda, sem ríkisstjórn- in, ríkisstofnanir og ríkisfyrir- tæki, svo og sveitarfélög, hafa staðið fyrir á þessu ári. Og enn meira er í bígerð á næsta ári. Þegar er gert ráð fyrir 2 milljarða króna nýjum álögum á atvinnulíf- ið samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu. Á Alþingi er nú verið að ganga frá fjárlögum fyrir 1991. Enn sem komið er hefur aðeins heyrzt um verulega hækkun útgjalda frá því sem fjárlagafrumvarpið gerði ráð fyrir, þegar það var lagt fram í haust, og enn á eftir að bætast við. Hallinn á fjárlögunum stefnir nú í 4,5-5 milljarða króna, ef ekki koma til nýjar hækkanir á skött- um og gjöldum. Gildi svardaga ríkisstjórnarinnar um stuðning við þjóðarsátt kemur í ljós um það leyti sem landsmenn búa sig und- ir að halda gleðileg jól. SVIKALOGN eftir Þorstein Pálsson Sú ákvörðun þingflokks sjálf- stæðismanna að snúast gegn þeirri ólögmætu valdbeitingu og því sið- leysi er býr að baki bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar um iaunamál hef- ur hleypt af stað líflegri þjóðmála- umræðu. Sú umræða hefur snúist um virðingu fyrir lögum og rétti og almennar siðareglur í þjóðfélag- inu. Það var ætlun ríkisstjórnarinnar að fá skjól fyrir siðleysi sitt í al- mennum vilja þjóðarinnar til þess að standa vörð um markmið for- ystumanna launþega og atvinnu- rekenda í baráttunni við verðbólg- una. Þó að ríkisstjórnin reyndi að þyrla upp einstöku áróðursmoldviðri hefur þessi tilraun hennar eigi að síður mistekist. Umræðan hefur augljóslega skil- að þeim árangri að menn trúa því ekki að það sé forsenda fyrir árangri í baráttunni við verðbólgu að grundvallarreglur réttarríkisins séu fótum troðnar. Þetta hefur ver- ið kjaminn í boðskap okkar sjálf- stæðismanna og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með snörp- um viðbrögðum fólks sem ekki er daglegir þátttakendur í orrahríð stjórnmálabaráttunnar eða hefur hagsmuna að gæta. Varðstaða um grundvallarréttindi Tveir kunnir hæstaréttarlög- menn, Árni Grétar Finnsson og Jón Steinar Gunnlaugsson, riðu á vaðið með athyglisverðum greinum, þar sem lagarök voru færð fyrir því að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar stönguðust á við grundvallarreglur íslenskrar stjórnskipunar. Árni Grétar Finnsson sagði í grein sinni að setning bráðabirgða- laganna hefði í för með sér alvar- legt fordæmi. Þar með gætu ríkis- stjórnir í framtíðinni breytt efnis- lega eftir á dómum sem féllu ríkinu í óhag. Menn sem ættu kröfur á ríkið og fengju þær staðfestar með dómi yrðu þá að sætta sig við að þær yrðu efnislega ógiltar með lög- um eftir að dómur væri genginn. Jón Steinar Gunnlaugsson sagði í grein sinni: „Það er því miður of sjaidgæft í íslenskum stjórnmálum að sjá stjórnmálamenn standa vörð um þau grundvallarréttindi sem eru okkur öllum þýðingarmest þegar okkur hefur tekist að þurrka skammsýnisglýjuna úr augunum. Nú hafa þingmenn Sjálfstæðis- flokksins gert þetta. Ég er viss um að þar hvíiir aðeins trúnáður við meginreglur að baki.“ Veila í stjórnskipun og gróft dæmi um siðferðisbrest Orator, félag laganema, hélt sér- stakan fund vegna þessa máls. Þar talaði prófessor Sigurður Líndal og sagði að allt málið væri vitnisburður um veilu í stjórnskipan okkar sem ráða yrði bót á. í tilefni bráðabirgðalaganna efndu háskólamenn til borgara- fundar í Háskólabíói um siðferði stjómvalda. Þar talaði m.a. Eiríkur Tomasson hæstaréttarlögmaður. Hann hefur verið í forystusveit Framsóknarflokksins og var kallað- ur til sérstakrar ráðgjafar áður en bráðabirgðalögin voru gefin út. Hann komst svo að orði að íslensk stjórnmál einkenndust af siðferðis- kreppu og bráðabirgðalögin á BHMR væru gróft dæmi um það. Það er athygli vert að þessi harði dómur yfir vinnubrögðum forystu- manna Framsóknar kemur úr innstu röðum flokksins. Það segir sína sögu. Kristján Torfason bæjarfógeti segir í grein í Morgunblaðinu að alþingismenn verði að gera það upp við sig, hvort þeir vilji að við búum í réttarríki. Hann áréttar að umræð- ur um það, hvort bráðabirgðalögin bijóta í bága við stjórnarskrána eða ekki, hafí ekkert með það að gera hvort svokölluð þjóðarsátt sé góð eða vond, eins og hann komst að orði. Þjóðarsátt án svika og lögbrota Tvær blaðagreinar ungra manna hafa vakið athygli mína. Þannig skrifar Viktor Jens Vigfússon verk- fræðingur: „Það hlýtur að vera ljóst hversu alvarlegar afleiðingar það hefur ef þessi vinnubrögð hljóta samþykki löggjafarvaldsins Alþing- is... I ljósi þessa er hin ábyrga afstaða forystumanna stærsta stjórnmálaflokks landsins mikið fagnaðarefni. Ég tel að það yrði mikill álitshnekkir fyrir flokkinn til lengri tíma litið ef afstaðan væri önnur.“ Þorsteinn Siglaugsson segir m.a. í grein: „Sú ákvörðun að greiða atkvæði gegn lögunum var því nauðsynlpg og um leið aðdáunar- verð. Hún sýnir trúnað formanns flokksins og þingflokks hans við stefnu flokksins. Hún sýnir þor til að takast á við hagsmunahópa sem löngum hafa viljað seilast til auk- inna áhrifa innan Sjálfstæðisflokks- ins. Hún sýnir að sjálfstæðismenn eru óhræddir við að ganga til kosn- inga og leysa úr þeim vanda sem skapast hefur. Flokkur sem gerist gólftuska ríkisstjórnar þegar hvik- ulir stuðningsmenn hennar bregð- ast er ekki líklegur til stórra af- reka.“ Um afstöðu þingflokks sjálfstæð- ismanna segir Þorsteinn Siglaugs- son: „Hún sýnir að flokkurinn hefur festu til að vinna að heilindum og treysta þá þjóðarsátt sem skapast hefur, ekki með svikum og lögbrot- um, heldur sjálfstæðisstefnunni, þeirri stefnu sem verið hefur flokkn- um Ieiðarljós í 60 ára baráttu gegn ofstjórn og spillingu." „Rödd úr hópnum“ Mest þótti mér um vert að lesa grein Gísla Jónssonar undir fyrir- sögninni „Rödd úr hópnum“. Gísli kemst m.a. þannig að orði: „Til er flokkur í þessu landi og heitir Sjálf- stæðisflokkurinn. Hann hefur haft að kjörorði: Gjör rétt — þol ei órétt. Svo vill til að ég gekk í þennan flokk Þorsteinn Pálsson „Sjálfur tel ég einsýnt að fella eigi þessa heim- ild niður, Það var tíma- bært, en atburðirnir að undanf örnu gera það óhj ákvæmilegt. “ tvítugur og hef verið þar síðan. Þessi flokkur hefði brugðist trausti mínu illilega ef hann hefði þolað þá óvaldvendni sem að framan er lýst. Ég fagnaði því mjög einarðri andstöðu flokksforystunnar gegn staðfestingu bráðabirgðalaganna á alþingi og þótti miður að vomur voru á sumum þingmönnum flokks- ins. Gjör rétt — þol ei órétt.“ Þessi dæmi úr þjóðmálaumræð- unni síðustu daga sýna að krafan um siðferði í stjórnmálum og virð- ing fyrir lögum og rétti á djúpar rætur í íslenskri þjóðarvitund. Þó að áróðursleikbrögð forystumanna ríkisstjórnarflokkanna hafi rétt sem snöggvast ruglað suma í ríminu bregst Sjálfstæðisflokkurinn og for- ystumenn hans ekki á varðstöðunni um þau verðmæti sem úrslitum ráða um það hvort að við erum og verð- um sjálfstæð menningarþjóð, sem virðir leikreglur lýðræðis og mann- réttinda. Afnám heimildar til útgáfu bráðabirgðalaga Tveir stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar sem andvígir voru vinnubrögðum hennar í þessu máli ákváðu að veita henni hlutleysi. Rök þeirra voru fyrst og fremst þau að koma í veg fyrir að stjórnin lenti í þeirri ófæru sem forsætisráð- herrann virtist hafa komið henni í með hótunum um það gerræðisverk að ijúfa þing og endurútgefa bráða- birgðalög og fótum troða þannig meginreglur íslenskrar stjórnskip- unar. Þeir sáu að upphlaup ráð- herranna stefndi í að rýra enn meir siðferðilegt traust stjórnmálaflokk- anna. Upplýst var í umræðum á Al- þingi að formaður þingflokks fram- sóknarmanna hafi hafnað hug- myndinni um að afnema réttinn til útgáfu bráðabirgðalaga á þeirri for- sendu að í slíkri ákvörðun fælist vantraust á formann Framsóknar- flokksins. í þessu sambandi er at- hygli vert að fjölmargir stuðnings- manna ríkisstjórnarinnar, og þar á meðal formaður Alþýðuflokksins, hafa lýst því yfir í tilefni þessarar umræðu að rétt sé að afnerna stjórnarskrárákvæðin til útgáfu bráðabirgðalaga. Sjálfur tel ég einsýnt að fella eigi þessa heimild niður. Það var tímabært, en atburðirnir að undan- förnu gera það óhjákvæmilegt. Iðr- un sumra stjórnarsinna vegna sið- leysis ríkisstjórnarinnar kemur fram í stuðningi við þessa kröfu. Engin svör Kjarasamningar Alþýðusam- bandsins og Vinnuveitendasam- bandsins frá því í febrúar kváðu 'ekki verðbólgudrauginn endanlega niður. Þeir gáfu hins vegar umþótt- unartíma, þannig að stjórnvöld gætu gripið til þeirra almennu efna- hagslegu ráðstafana sem tryggðu jafnvægi til frambúðar. í umræðun- um að undanförnu hefur skýrt kom- ið fram að ríkisstjórnin er að grafa undan þjóðarsáttinni sem svo hefur verið nefnd, með því að nota ekki þennan umþóttunartíma heldur hlaða vandamálum upp í stíflur. í nýútkominni skýrslu Seðla- bankans um peningamál segir að allar líkur séu til þess að núverandi ástand á lánamarkaði sé svikalogn. Þetta er alvariegur áfellisdómur um efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og sýnir að það er fyrst og fremst hún sem hefur brugðist þeim vonum sem fólkið í landinu hefur bundið við kjarasamningana frá því í febrú- ar. Þegar formaður Framsóknar- flokksins var að því spurður á Al- þingi hvers vegna peningamagn í umferð hefur aukist miklu miklu meira en nemur almennum verð-- lagshækkunum sagði hann að þess- ar upplýsingar kæmu sér á óvart. Þegar hann var spurður að því hvers vegna raunvextir hefðu hækkað svo gífurlega á þessu ári sem raun ber vitni um í stað þess að la kka eins og lofað hafði verið, sagði hann að það hefði valdið sér vonbrigðum. Þegar hann var að því spurðurhvort skattahækkanir þær sem hann hef- ur verið að beijast fyrir ykju ekki kostnað atvinnufyrirtækjanna með sáma hætti og auknar launagreiðsl- ur og hefðu því sambærileg verð- lagsáhrif, komu engin svör. Svikalogn fram yfir kosningar Þegar formaður Framsóknar- flokksins var að því spurður hvað taka ætti við í septembermánuði á næsta ári svaraði hann með skæt- ingi og sagðist vona að það yrði ekki fijálshyggja. Sennilega ber það svar með sér að Framsóknarflokk- urinn telur þau ráð ein duga í bar- áttu við verðbólguna að rýra kaup- mátt, lögbinda kjarasamninga, bijóta réttarreglur á sviði samn- inga, lítilsvirða stjórnskipunarregl- ur og hundsa almenn siðgæðisvið- horf. Þetta virðist vera boðskapur Framsóknarforystunnar sem for- ystumenn A-flokkanna styðja með ráðum og dáð. Þetta er sú fram- tíðarsýn sem þeir gefa íslendingum í aðdraganda kosninga. Ríkisstjórnin vill fá að vera í friði fram yfir kosningar í svikalogninu. Vel má vera að einhveijir vilji leita þar skjóls með henni, en það verður erfitt fyrir talsmenn ríkisstjórnar- flokkanna að færa gild rök fyrir því að þar sé að finna framtíðar- hagsmuni íslenskra launamanna og íslenskra atvinnufyrirtækja. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Sambandið: Hlutafélag tekur við starfsemi sjávarafurða- deildar um áramót ÍSLENSKAR sjávarafurðir hf. var stofnað í Reykjavík í gær. Fyrirtæk- ið tekur til starfa 1. janúar næstkomandi og tekur við starfsemi sjávar- afurðadeildar Sambandsins. Á ensku hetir nýja félagið Iceland Seafo- od International Ltd. Sambandið á 50% í Islenskum sjávarafurðum hf. Innborgað hlutafé er yfir 600 milljónir króna en heimilt er að auka hlutaféð í 700 milljónir króna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins verður Benedikt Sveinsson en hann hefur verið framkvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins. Stofnendur íslenskra sjávaraf- urða hf. eru annars vegar Samband íslenskra samvinnufélaga og hins vegar framleiðendur í Félagi Sam- bandsfiskframleiðenda (SAFF) en frá 1. janúar 1969 hefur verið í gildi samningur á milli SAFF og Sam- bandsins um starfsemi sjávarafurða- deildar. Þá standa að hinu nýja fé- lagi framleiðendur, sem selt liafa afurðir sínar í gegnum sjávarafurða- deild Sambandsins, enda þótt þeir hafi ekki verið félagar í SÁFF fyrr en nú og fjögur kaupfélög bættust í hópinn á stofnfundinum. Hið nýja félag kaupir hlut Sam- bandsins í Iceland Seafood Corpor- ation, sölu- og framleiðslufyrirtæki Sambandsins og frystihúsanna í Bandaríkjunum, en sá hlutur nemur um 60% af heildarhlutafé. Félagið kaupir einnig hlut Sambandsins í Iceland Seafood Ltd. í Hull í Bret- landi en þar á Sambandið 55% og framleiðendur 45%. íslenskar sjávarafurðir hf. taka í öllum aðalatriðum við þeim verkefn- um sem sjávarafurðadeild Sam- bandsins hefur sinnt, það er að segja útflutningi sjávarafurða, verslun með umbúðir, veiðarfæri og rekstr- arvörur til útgerðar og fiskvinnslu, gæðaeftirlit og tæknilega aðstoð við framleiðendur, svo og vöruþróun. í fyrstu stjórn íslenskra sjávaraf- urða hf. voru kosnir Sigurður Mark- ússon, Guðjón B. Ólafsson, Hermann Hansson, Tryggvi Finnsson, Gísli Jónatansson, Rögnvaldur Frið- björnsson og Jón Guðmundsson en formaður félagsstjórnar er Tryggvi Finnsson forstjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. í varastjórn eru Guð- mundur Pálmason og Einar Svans- son. Kvennalistinn: Fulltrúar sov- éskra kvenna- samtaka í heimsókn TVEIR fulltrúar sovésku kvenna- hreyfingarinnar eru nú í heim- sókn hcr á landi í boði Samtaka um kvennalista. Konurnar eru einkum að kynna sér störf kvenna, meðal annars í viðskiptalífinu, stjórnkerfinu og fjölmiðlum. ■Að sögn Ingibjargar Hafstað hjá Samökum um kvennalista bauð sov- éska kvennahreyfingin fulltrúum Kvennalistans til Sovétríkjanna fyrir hálfu öðru ári og er nú verið að end- urgjalda það boð. Sovésku konurnar hafa verið hér í viku. Ingibjörg segir, að sovéska kvennahreyfingin vilji kynna sér stöðu kvenna á Vesturlöndum vel enda vilji sovéskar konur ekki verða útundan í þeirri þróun, sem þar á sér stað nú. Sovéska kvennahreyf- ingin hafi áður verið hálfopinber samtök, með tengsl við Kommúnistaflokkinn, en nú sé verið að losa um tengslin. Innan samtak- anna sé jafnvel rætt um að stofna einhvers konar kvennaflokk, en hlut- ur kvenna í nýjum stjórnmálasam- tökum í Sovétríkjunum sé ekki nógu mikill að þeirra mati. Jólabjallan sett upp á ný í mið- bæ Reykjavíkur Davíð Oddsson borgarstjóri tendrar skreytinguna kl. 16.00 í dag MARGIR muna eftir jólabjöllunni sem í mörg ár hékk á milli Vestur- götu 2, þar sem Álafossbúðin er nú til húsa, og Aðalstrætis 1, verslun- arinnar Geysis. Nú hefur samskonar bjöllu verið komið fyrir á sama stað og tendrar Davíð Oddsson, borgarstjóri, skreytinguna í dag kl. 16.00 og lætur klukkuna óma. Það var Gísli J. Sigurðsson í Raforku (Vesturgötu 2) sem lét gera bjölluna á sínum tíma ásamt Holger P. Gíslasyni og Elíasi Val- geirssyni, og var hún sett upp árið 1943. Þetta var fyrsta raflýsta úti- skreyting yfir götu í Reykjavík. Önnur bjalla hefur nú verið gerð skv. lýsingu Gísla, Rafmagnsveita Reykjavíkur lét gera upp klukkuna sem notuð var í eina tíð, og kemur hún til með að slá á fimmtán mínútna fresti næstu vikumar. I tilkynningu frá Félaginu í Mið- bænum er fólk hvatt til að koma í miðbæinn, jólasveinar verði þar á sveimi auk þess sem boðið verður upp á eftirtalin atriði: Útifiskmarkaður verður á „Stakkstæðinu“ framan Vestur- götu 2 kl. 10.00-12.00 „ef bátar hafa róið“ eins og segir í tilkynning- unni. Gömlu íslensku fánarnir og Reykjavíkurfáninn verða dregnir að húni við Grófartorg kl. 11.15. Fimmtán mín. síðar dregur hryssan Fífínella listikerru sem bömin fá að sitja í. Lagt verður af stað frá Iðnó, ekið Lækjargötu, Kirkjutorg, Austurvöll, Austurstræti, Aðal- stræti og Hafnarstræti. Kl. 13.00 rifjar Hjálpræðisherinn upp gamla tíma á Lækjartorgi með hljóðfæraslætti og söng. Jólapottur- inn verður með. Gamanleikhúsið sýnir atriði úr Línu langsokk á Hótel íslandsplani (Hallærisplani) kl. 13.30 og kl. 14.00 syngur Dóm- kórinn á Geysisplani, Vesturgötu 1. Rokklingarnir skemmta í Hlað- varpaportinu, Vesturgötu 3, kl. Jólabjallan milli Vesturgötu 2 og Aðalstrætis 1 eins og margir muna hana á árum áður. 14.30, og Grýla flengir börnin á sama stað kl. 15.00. Björk Guð- mundsdóttir og tríó Guðmundar Ingólfssonar leika á sama stað kl. 15.30 og á sama tíma fer hryssan Fífínella aftur af stað með listikerr- una. Jólasveinar slást í för með börnunum í þetta skiptið. Davíð Oddsson, borgarstjóri, tendrar svo ljós á jólabjöllunni milli Vesturgötu 2 og Aðalstrætis 1 kl. 16.00 sem fyrr segir. Lúðrasveitin Svanur leikur fyrir og eftir athöfn- ina. Eldsloginn, æskudeild Hjálpræð- ishersins leikur í Hlaðvarparport- inu, Vesturgötu 3, kl. 16.30. Milli atriða í Hlaðvarparportinu lesa ung skáld upp úr verkum sínum, m.a. Halldóra Thoroddsen, Björk Örvar, Þórður Helgason og þær Hanna Margét Sverrisdóttir og Ásdís Run- ólfsdóttir leika á fiðlu á Hlaðvarpa- markaðnum........................ Húseigendatryggingar: Ekki heimild til hækkunar Nauðsynleg hækkun vegna aukningar vatnsljóna, segja tryggingafélögin TRYGGINGAEFTIRLITIÐ hefur ekki veitt heimild fyrir hækkun ið- gjalda vegna húseigendatrygginga, hvorki hjá Sjóvá-Almennum né öðrum tryggingafélögum. Umsókn þess efnis liggur þó fyrir en ekki er vitað hvenær afstaða verður tekin til beiðninnar. Ragnar Ragnarsson hjá Trygg- ingaeftirlitinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að erindi þessa efnis frá Sjóvá-Almennum væri til umfjöllunar hjá eftirlitinu en ekki hefði verið tekin afstaða til þess. Ragnar sagði að eftirlitið hefði hins vegar samþykkt beiðni frá þeim um breytingu á skilmálum húseig- endatryggingarinnar. Tryggingafé- lögum ber að sækja um til eftirlits- ins varðandi tryggingaskilmála ann- ars vegar og hins vegar varðandi gjaldskrá. Bæði stóru ttyggingafélögin, VÍS og Sjóvá-Almennar, hafa sótt um breytingu á tryggingaskilmálum og Sjóvá-Almennar hafa nýlega sótt um breytingu á gjaldskrá. Olafur Jón Ingólfsson, yfirmaður almenningstengsladeildar Sjóvá- Almennra, sagði það rétt að fyrir- tækið væri ekki búið að fá heimild til breytinga á iðgjöldum. „Það er rétt að taka fram að einn valkosturinn, um 50 þúsund kr. sjálfsábyrgð, á aðeins við um skaða af völdum vatns. Menn þurfa ekki að greiða sjálfsábyrgðina af skaða vegna einhvers annars. Rétt er einn- ig að nefna að það er brunabótamat eignar sem notað er til viðmiðunar en ekki fasteignamat," sagði Ólafur Jón, Fyrirhugaðar breytingar ná bæði yfir gömlu húseigendatrygginguna og hina nýju fasteignatryggingu, sem er mun víðtækari en sú fyrr- nefnda og mun vinsælli. Þórður Þórðarson, deildarstjóri eignatrygginga hjá VÍS, sagði að þeir væru að breyta skilmálum hús- eigenda- og heimilistrygginga. „Þessar tryggingar verða víðtækari en verið hefur og er það ein af ástæð- um þess að við sækjum um hækkun iðgjalda. Við vonum að iðgjaldið þurfi ekki að hækka nema um 30% hjá okkur, en Tryggingaeftirlitið á eftir að taka það mál fyrir.“ Helsta ástæða fyrirhugaðrar hækkunar tryggingafélaganna er tjónaþunginn í húseigendatrygging- unum og þá sérstaklega tjón af völd- um vatns. Þetta sé uppsafnaður vandi og því verði ekki hjá því kom- ist að sækja um hækkun nú. „Það má segja að vatnsskaðar Jiellist yfir okkur,“ sagði Þórður. Ólafur Jón sagði að fyrir hveijar eitt þusund krónur sem þeir fengju í iðgjald greiddu þeir eitt þúsund og sex hundruð vegna tjóna. Húseigendur eru ekki skyldugir að hafa húseigendatryggingu og hún getur verið nokkuð mismunandi. Algengustu áhættuþættir trygging- arinnar eru vatn, fok, sót, skemmdir vegna innbrots og svo er svokölluð ábyrgðatrygging húseigenda. Hægt er að kaupa þessar trygg- ingar í heildartryggingum, eða „pakkatryggingum“ og þá er ið- gjaldið nokkru lægra. Hjá VÍS ei það svokölluð fjölskyldutrygging og hjá Sjóvá-Almennum er það gull- vernd sem veitir aukinn afslátt. Múlagöngin opnuð fyrir umferð á morgun JARÐGÖNGIN í gegnum Ól- afsfjarðarmúla verða opnuð fyrir almennri umferð á morgun, sunnudag, kl. 14. Ekki verður um formlega vígslu ganganna að ræða, en áformað er að hún verði á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetn- ing hafi ekki verið ákveðin enn. Við opnunina á rnorgun mun Vegagerð ríkisins taka við verk- inu af verktakanum, Krafttaki hf. Búist er við Steingrími J. Sigfússyni samgönguráðherra til Ólafsfjarðar af þessu tilefni. Ýmiss konar smáverkefni eru eftir við jarðgangagerðina, m.a. á eftir að setja upp hurðir í gangamunnan auk frágangs- vinnu og þá verður seinna mal- bikslagið sett á veginn næsta vor. Einnig á eftir að taka niður vinnubúðir og flytja þær burtu af staðnum. Starfsmenn í göngunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.