Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ iLAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990
Sjúklingar hjá Með-
ferð hf. orðnir 1.530
NÝLEGA var haldinn aðalfundur í Meðferð hf., sem rekur meðferð-
arstöð fyrir erlenda alkóhólista á Fitjum, Kjalarnesi. A árinu voru
liðin fimm ár frá því að sú starfsemi hófst að flytja erlenda áfeng-
is- og vímuefnaneytendur til meðferðar á íslandi. Alls eru innlagn-
ir orðnar 1.530, þar af rúmlega 800 síðan starfsemin var flutt að
Filjum. Rúm er fyrir 41 sjúkling að Fitjum.
Fólkið, sem til Fitjar kemur, er
allt Norðurlandabúar, og fer með-
ferðin fram á sænsku og dönsku.
Meðferðarkerfið byggir á hug-
myndaíræði AA-samtakanna, og
svipar mjög til meðferðar SÁA
enda eru samskipti Vogs og Fitja
með miklum ágætum, og hefur
sumt af starfsfólki Fitja áður starf-
■ að hjá SÁÁ, eða jafnvel hlotið þjálf-
un sína þar.
Árangur meðferðarinnar að Fitj-
um hefur vakið töluverða athygli á
Norðurlöndunum, og hefur hún í
sænskum ijölmiðlum verið talin
ekki síðri en best gerist hérlendis,
t.d. hjá SÁÁ. Skipting sjúklinga
eftir iöndum er þannig frá upp-
hafi: Svíar 688, Færeyingar 577,
Norðmenn 11, Grænlendingar 81
og Danir 73. Ekki koma íslending-
ar til meðferðar að Fitjum, enda
er rekstrarleyfi Meðferðar bundið
við erlenda áfengissjúklinga ein-
göngu.
í dág eru sjúklingarnir að stærst-
um hluta sænskir, en aukning er
frá hinum löndunum, að undan-
teknum Færeyjum, en þar ákváðu
yfirvöld, fyrir einu ári, að hætta
að senda alkóhólista til meðferðar
erlendis, a.m.k. í bili, vegna bágrar
stöðu efnahagsmála þar í landi.
Skjólstæðingar Meðferðar koma
hingað, sem næst allir, á vegum
opinberra stofnana eða fyrirtækja
í opinberri eigu, og eru þannig
tryggðar greiðslur meðferðar-
kostnaðar. Velta Meðferðar er um
160.000.000 á ári, og allar tekjur
í erlendum gjaldeyri. Er hér um
hreinan útflutning á hugviti að
ræða.
Til viðbótar þessu hafa Flugleið-
ir flutt allt þetta fólk milli landa,
auk hundruða erlendra gesta, fag-
fólks, sem hingað hefur komið að
kynna sér hvernig staðið er að
meðferðarmálum hér á landi, og
hafa þau ferðalög skapað þjóðinni
tugmilljónatekjur á ári til viðbótar
framangreindum beinum tekjum
Meðferðar hf.
í Getinge í Svíþjóð rekur dóttur-
fyrirtæki Meðferðar, Saga AB, eft-
irmeðferðarstöð með fjórtán pláss-
um og þar í landi eru einnig starf-
ræktar tvær kynningar- og mark-
aðsskrifstofur, og öflugt fjölskyldu-
starf fer þar fram. Hugmyndir eru
uppi um nokkra aukningu starfsins
í Svíþjóð, t.d. er áætlað að opna
afvötnunarstöð í Svartnás í Dölum
á miðju næta ári. í Ósló og Nuuk
■ AÐALFUNDUR Félags nema
í rafiðnum verður haldinn laugar-
daginn 15. desember á 3. hæð
Sportklúbbsins, Borgartúni 32.
Fundurinn hefst kl. 20.00. Eftir
fundinn verður dansleikur.
á Grænlandi eru einnig opnar skrif-
stofur, og þangað er farið, með
reglubundnum hætti, með fjöl-
skyldu- og upprifjunarnámskeið.
Allt er þetta gert samkvæmt samn-
ingum, sem Meðferð hf. hefur gert
við heilbrigðis- og félagsmálayfir-
völd á hveijum stað.
í daglegum rekstri hefur Með-
ferð hf. átt við nokkurn lausafjárs-
kort að stríða á liðnum árum, enda
stofnkostnaður mikill og uppbygg-
ing mjög hröð, en með markvissri
styrkingu erlendra sambanda,
hraðari innheimtu og aðhaldi í
rekstri, er stjórn félagsins sann-
færð um bjarta framtíð, félaginu
og þjóðarbúinu til hagsældar og
sóma.
(Frcttatilkynning)
Myndin er af hinum nýja F-16 en þegar hafa verið seldir tveir bílar
af þessari gerð.
H NÝ ÚTGÁFA af vörubílnum
Volvo F-16 Imperial verður sýnd
hjá Brimborg í dag, laugardaginn
15. desember, kl. 13 til 18. Þessi
gerð er sérstök útgáfa af F-16-
bílnum og er hann búinn ýmsum
þægindum fyrir ökumann, svo sem
leðurklæddum sætum, tölvumæla-
borði sem gefur msrgs konar upp-
lýsingar um ástand bílsins, í húsinu
eru tvær kojur og vélin er 485 hest-
öfl sem er með því stærsta sem
gerist í vörubílum. Þá er bíllinn
útbúinn sérstökum búnaði sem flutt
getur átak milli drifanna, þ.e. af
aftara drifi yfir á það fremra.
(Frcttatilkynning)
Eitt verka á sýningnnni eftir Tryggva Hansen.
■ EIN HELGI nefnist sýning
tveggja listamanna í Guunarssal,
Arnarnesi, og stendur hún yfír í
tvo daga, 15. og 16. desember, frá
kl. 16-22. Tryggvi Hansen
„INUAL“ er þekktur fyrir torf-
byggingar, kveðskap, tölvulist o.fl.
Samal Osk sýnir vatnslitamyndir.
Hún hefur framið list í mörg ár en
aldrei sýnt myndir opinberlega fyrr.
Gunnarssalur er staðsettur í
Þernunesi 4, Arnarnesi.
Skáldsaga eftir Auði
Ingvars komin út
Ökklaskór
Litur: Brúnn
Stærðir: 40-45
Verð: 3.995,-
STEINAR WAAGE
SKOVERSLUN
Domus Medica,
sími 18519.
Kringlunni8-12,
sími 689212.
Bernhöftstorfan:
Punktur og
pasta verð-
ur Torfan
EGILL Egilsson, veitingamaður,
tók við rekstri veitingastaðarins
Punktur og pasta í Bernhöfts-
torfunni í október sl. og ætlar
að breyta nafni staðarins í Torf-
una, eins og hann hét þar til fyr-
ir nokkrum árum.
Torfan varð gjaldþrota fyrir fá-
einum árum og lauk skiptum í
þrotabúi fyrirtækisins í mars á
þessu ári. „Nafnið liggur á lausu
um leið og skiptum er lokið, þannig
að ég ákvað á að breyta nafni stað-
arins — ég held að fólk vilji fá
Torfuna aftur,“ sagði Egill við
Morgunblaðið. Hann sagðist leggja
mjög mikla áherslu á fiskrétti, eins
og gert var á Torfunni þegar hún
var og hét á sínum tíma, en þó er
um alhliða veitingastað að ræða.
„Nafnbreytingin gerist hægt og
rólega. Eg býst ekki við að hún
verði formleg fyrr en með nýrri
símaskrá, á næsta ári,“ sagði Egill.
----\------------
Seinnabindið
erkomióút
MYLLU KOBBI, forlag
Skemmuvegur6L, 200Kópavogur
SÍMI: 91-7 47 99
■ A UKA TÓNLEIKAR verða í
kvöld, laugardag, með Risaeðlunni
á Hótel Borg. Með þeim kemur
fram Afrodita. Tónleikarnir hefjast
kl. 23.30.
MEFISTÓ á meðal vor heitir
skáldsaga eftir Auði Ingvars sem
Fjölvaútgáfan gefur út. Þetta er
fyrsta bók Auðar.
í kynningu útgefanda segir að •
þessi skáldsaga sé kölluð Furðu-
saga um nútímasamfélag.
„Mefistó eða sjálfur Satan er að
verki og gerir atlögu að landinu
með beinan atbeina íslenskra hand-
benda. Ástandið verður ömurlegt,
eiturlyf flæða yfir landið, drykkju-
skapur, hnífsstungur, ofbeldi, ein-
elti, hræðileg siljaspell, jafnvel
morð, verða daglegt brauð. En
óljóst er hvort sú lýsing er ímyndun
eða raunvera.“
Bókin Mefistó meðal vor er 170
bls. með káputeikningu eftir Hall-
dór Baldursson. Prentun og bók-
band annaðisl G. Ben. prentstofa.
Auður Ingvars
Leiðrétting
Vegna ummæla Jóns Óttars Ragn-
arssonar í bókinni Á bak við ævin-
týrið, þar sem hann lýsir starfi
minu á árdögum Stöðvar 2, vil ég
leiðrétta þann misskilning að ég
hafi hannað merki stöðvarinnar.
Það rétta er að merkið er hugverk
Kristjáns* Karlssonar grafíklista-
manns og á hann heiður skilinn
fyrir vel unnið verk.
Valgerður Matthíasdóttir
MÍR-kaffi
Opið hús verður á Vatnsstíg 10, í félagsheimili MÍR, í
dag, laugardag, milli kl. 14.00 og 19.00. Kaffisala frá
kl. 15.00, hlutavelta, kvikmyndasýning, bóksala. Kristján
Þorkelsson segir frá ferð til Kúril-eyja kl. 14.15.
Lítið inn og fáið ykkur kaffi.
MIR
Fæst í snyrtivöruverslunum
ISKLASS
heildverslun, simi 651099,
Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði