Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.12.1990, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ iLAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 Sjúklingar hjá Með- ferð hf. orðnir 1.530 NÝLEGA var haldinn aðalfundur í Meðferð hf., sem rekur meðferð- arstöð fyrir erlenda alkóhólista á Fitjum, Kjalarnesi. A árinu voru liðin fimm ár frá því að sú starfsemi hófst að flytja erlenda áfeng- is- og vímuefnaneytendur til meðferðar á íslandi. Alls eru innlagn- ir orðnar 1.530, þar af rúmlega 800 síðan starfsemin var flutt að Filjum. Rúm er fyrir 41 sjúkling að Fitjum. Fólkið, sem til Fitjar kemur, er allt Norðurlandabúar, og fer með- ferðin fram á sænsku og dönsku. Meðferðarkerfið byggir á hug- myndaíræði AA-samtakanna, og svipar mjög til meðferðar SÁA enda eru samskipti Vogs og Fitja með miklum ágætum, og hefur sumt af starfsfólki Fitja áður starf- ■ að hjá SÁÁ, eða jafnvel hlotið þjálf- un sína þar. Árangur meðferðarinnar að Fitj- um hefur vakið töluverða athygli á Norðurlöndunum, og hefur hún í sænskum ijölmiðlum verið talin ekki síðri en best gerist hérlendis, t.d. hjá SÁÁ. Skipting sjúklinga eftir iöndum er þannig frá upp- hafi: Svíar 688, Færeyingar 577, Norðmenn 11, Grænlendingar 81 og Danir 73. Ekki koma íslending- ar til meðferðar að Fitjum, enda er rekstrarleyfi Meðferðar bundið við erlenda áfengissjúklinga ein- göngu. í dág eru sjúklingarnir að stærst- um hluta sænskir, en aukning er frá hinum löndunum, að undan- teknum Færeyjum, en þar ákváðu yfirvöld, fyrir einu ári, að hætta að senda alkóhólista til meðferðar erlendis, a.m.k. í bili, vegna bágrar stöðu efnahagsmála þar í landi. Skjólstæðingar Meðferðar koma hingað, sem næst allir, á vegum opinberra stofnana eða fyrirtækja í opinberri eigu, og eru þannig tryggðar greiðslur meðferðar- kostnaðar. Velta Meðferðar er um 160.000.000 á ári, og allar tekjur í erlendum gjaldeyri. Er hér um hreinan útflutning á hugviti að ræða. Til viðbótar þessu hafa Flugleið- ir flutt allt þetta fólk milli landa, auk hundruða erlendra gesta, fag- fólks, sem hingað hefur komið að kynna sér hvernig staðið er að meðferðarmálum hér á landi, og hafa þau ferðalög skapað þjóðinni tugmilljónatekjur á ári til viðbótar framangreindum beinum tekjum Meðferðar hf. í Getinge í Svíþjóð rekur dóttur- fyrirtæki Meðferðar, Saga AB, eft- irmeðferðarstöð með fjórtán pláss- um og þar í landi eru einnig starf- ræktar tvær kynningar- og mark- aðsskrifstofur, og öflugt fjölskyldu- starf fer þar fram. Hugmyndir eru uppi um nokkra aukningu starfsins í Svíþjóð, t.d. er áætlað að opna afvötnunarstöð í Svartnás í Dölum á miðju næta ári. í Ósló og Nuuk ■ AÐALFUNDUR Félags nema í rafiðnum verður haldinn laugar- daginn 15. desember á 3. hæð Sportklúbbsins, Borgartúni 32. Fundurinn hefst kl. 20.00. Eftir fundinn verður dansleikur. á Grænlandi eru einnig opnar skrif- stofur, og þangað er farið, með reglubundnum hætti, með fjöl- skyldu- og upprifjunarnámskeið. Allt er þetta gert samkvæmt samn- ingum, sem Meðferð hf. hefur gert við heilbrigðis- og félagsmálayfir- völd á hveijum stað. í daglegum rekstri hefur Með- ferð hf. átt við nokkurn lausafjárs- kort að stríða á liðnum árum, enda stofnkostnaður mikill og uppbygg- ing mjög hröð, en með markvissri styrkingu erlendra sambanda, hraðari innheimtu og aðhaldi í rekstri, er stjórn félagsins sann- færð um bjarta framtíð, félaginu og þjóðarbúinu til hagsældar og sóma. (Frcttatilkynning) Myndin er af hinum nýja F-16 en þegar hafa verið seldir tveir bílar af þessari gerð. H NÝ ÚTGÁFA af vörubílnum Volvo F-16 Imperial verður sýnd hjá Brimborg í dag, laugardaginn 15. desember, kl. 13 til 18. Þessi gerð er sérstök útgáfa af F-16- bílnum og er hann búinn ýmsum þægindum fyrir ökumann, svo sem leðurklæddum sætum, tölvumæla- borði sem gefur msrgs konar upp- lýsingar um ástand bílsins, í húsinu eru tvær kojur og vélin er 485 hest- öfl sem er með því stærsta sem gerist í vörubílum. Þá er bíllinn útbúinn sérstökum búnaði sem flutt getur átak milli drifanna, þ.e. af aftara drifi yfir á það fremra. (Frcttatilkynning) Eitt verka á sýningnnni eftir Tryggva Hansen. ■ EIN HELGI nefnist sýning tveggja listamanna í Guunarssal, Arnarnesi, og stendur hún yfír í tvo daga, 15. og 16. desember, frá kl. 16-22. Tryggvi Hansen „INUAL“ er þekktur fyrir torf- byggingar, kveðskap, tölvulist o.fl. Samal Osk sýnir vatnslitamyndir. Hún hefur framið list í mörg ár en aldrei sýnt myndir opinberlega fyrr. Gunnarssalur er staðsettur í Þernunesi 4, Arnarnesi. Skáldsaga eftir Auði Ingvars komin út Ökklaskór Litur: Brúnn Stærðir: 40-45 Verð: 3.995,- STEINAR WAAGE SKOVERSLUN Domus Medica, sími 18519. Kringlunni8-12, sími 689212. Bernhöftstorfan: Punktur og pasta verð- ur Torfan EGILL Egilsson, veitingamaður, tók við rekstri veitingastaðarins Punktur og pasta í Bernhöfts- torfunni í október sl. og ætlar að breyta nafni staðarins í Torf- una, eins og hann hét þar til fyr- ir nokkrum árum. Torfan varð gjaldþrota fyrir fá- einum árum og lauk skiptum í þrotabúi fyrirtækisins í mars á þessu ári. „Nafnið liggur á lausu um leið og skiptum er lokið, þannig að ég ákvað á að breyta nafni stað- arins — ég held að fólk vilji fá Torfuna aftur,“ sagði Egill við Morgunblaðið. Hann sagðist leggja mjög mikla áherslu á fiskrétti, eins og gert var á Torfunni þegar hún var og hét á sínum tíma, en þó er um alhliða veitingastað að ræða. „Nafnbreytingin gerist hægt og rólega. Eg býst ekki við að hún verði formleg fyrr en með nýrri símaskrá, á næsta ári,“ sagði Egill. ----\------------ Seinnabindið erkomióút MYLLU KOBBI, forlag Skemmuvegur6L, 200Kópavogur SÍMI: 91-7 47 99 ■ A UKA TÓNLEIKAR verða í kvöld, laugardag, með Risaeðlunni á Hótel Borg. Með þeim kemur fram Afrodita. Tónleikarnir hefjast kl. 23.30. MEFISTÓ á meðal vor heitir skáldsaga eftir Auði Ingvars sem Fjölvaútgáfan gefur út. Þetta er fyrsta bók Auðar. í kynningu útgefanda segir að • þessi skáldsaga sé kölluð Furðu- saga um nútímasamfélag. „Mefistó eða sjálfur Satan er að verki og gerir atlögu að landinu með beinan atbeina íslenskra hand- benda. Ástandið verður ömurlegt, eiturlyf flæða yfir landið, drykkju- skapur, hnífsstungur, ofbeldi, ein- elti, hræðileg siljaspell, jafnvel morð, verða daglegt brauð. En óljóst er hvort sú lýsing er ímyndun eða raunvera.“ Bókin Mefistó meðal vor er 170 bls. með káputeikningu eftir Hall- dór Baldursson. Prentun og bók- band annaðisl G. Ben. prentstofa. Auður Ingvars Leiðrétting Vegna ummæla Jóns Óttars Ragn- arssonar í bókinni Á bak við ævin- týrið, þar sem hann lýsir starfi minu á árdögum Stöðvar 2, vil ég leiðrétta þann misskilning að ég hafi hannað merki stöðvarinnar. Það rétta er að merkið er hugverk Kristjáns* Karlssonar grafíklista- manns og á hann heiður skilinn fyrir vel unnið verk. Valgerður Matthíasdóttir MÍR-kaffi Opið hús verður á Vatnsstíg 10, í félagsheimili MÍR, í dag, laugardag, milli kl. 14.00 og 19.00. Kaffisala frá kl. 15.00, hlutavelta, kvikmyndasýning, bóksala. Kristján Þorkelsson segir frá ferð til Kúril-eyja kl. 14.15. Lítið inn og fáið ykkur kaffi. MIR Fæst í snyrtivöruverslunum ISKLASS heildverslun, simi 651099, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.