Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 15.12.1990, Blaðsíða 53
MOKGUNBI.AJDID I.AL;GAK1M.GI:1í ló, WJvSKMBjiH.aððO Gunnar og Gísli Hljómplðtur Egill Friðleifsson Flytjendur: Gunnar Kvaran, selló, Gísli Magnússon píanó. Höfundar: Ýmsir. Útgáfa: Fermata. Fyrir nokkni barst mér í hendur hljómplata þar sem þeir Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magn- ússon píanóleikari flytja tólf stutt verk eftir ýmsa höfunda. Það þarf varla að kynna þessa ágætu listamenn mörgum orðum. Báðir standa þeir í röð okkar fremstu túlkandi listamanna og samvinna þeirra hefur staðið í sautj- án ár. Á næsta ári eru liðnir fjórir áratugir síðan Gísli Magnússon kvaddi sér fyrst hljóðs sem einleik- ari og tæpir tveir áratugir síðan Gunnar Kvaran hvarf heim eftir áralangt nám og störf erlendis og báðir hafa látið að sér kveða í íslensku tónlistarlífi sem flytjendur og kennarar. Það má segja að sam- leikur þeirra einkennist af vönduð- um vinnubrögðum fagmanna. Hér eru á ferðinni þroskaðir listamenn, sem agað hafa leik sinn og túlkun með áralangri þjónustu við lista- gyðjuna. Það kemur því ekki á óvart hversu ágæt þessi hljómplata er, og mun hún áreiðanlega auka hróð- ur þeirra enn frekar. Sem fyrr seg- ir er hér að finna tólf stutt verk úr ýmsum áttum. Þeir höfundar sem við sögu koma eru: W.H. Squ- ire, J.S. Bach, L. Boccherini, P. Casals, G.B. Pergolesi, E. Grana- dos, C. Saint-Saens, Hafliði Hallgr- ■ ÚT ER KOMIN hjá Ernl og Orlygi aukin og endurskoðuð út- gáfa ensk-íslensku viðskiptaorða- bókarinnar sem kom fyrst út árið 1982 og hafði þá að geyma 9.000 orð og orðasambönd. Hin nýja út- gáfa geymir hins vegar 15.000 orð og orðasambönd auk 202 landa- heita og upplýsinga um íbúafjölda, helstu borgir og höfuðborgir. Þá er gerð grein fyrir muni á breskri og amerískri ensku og skýrðir við- skiptaskilmálar. Jólasálmar ímsson, Hjálmar H. Ragnarsson og G. Fauré, og þarna er marga perl- una að finna sem falla mun vandlát- um tónlistarunnendum vel í geð. Það væri of langt mál að geta þess alls, en má t.d. benda á hið yndis- lega lag Pergolesis „Nína“, „Svan- inn“ eftir Saint-Saens, skemmtileg- ar þjóðlagaútsetningar Hafliða Hallgrímssonar, hið tregafulla „Lauffall“ Hjálmars H. Ragnars- sonar og þá ekki síst „Elegía“ eftir Fauré þar sem fallegur sellótónn Gunnars ber áfram breiða laglínuna í upphafmni ró. Þetta er eiguleg hljómplata sem hefur að geyma dýrar perlur í vönd- uðum flutningi þroskaðra lista- manna. Hljómplötur Oddur Björnsson „Á þessari plötu eru nokkrir al- gengustu íslensku jólasálmarnir eins og flestir muna þá allt frá barnæsku, með þeim lögum sem sungin hafa verið í íslensku kirkj- unni áratugum saman. Platan er ætluð öllum þeim sem langar að hlusta á sálmalögin sem öðrum fremur einkerina islensk jól. Þetta er plata til að njóta á kyrrðárstund á heimili. Jafnframt og ekki síður er platan vel fallin til þess að senda vinum og vandamönnum sem dvélja erlendis eða af einhveijum orsökum öðrum geta ekki notið íslenskrar jólahátíðar með hefðbundnum hætti,“ segir á plötuumslagi, og litlu við þetta að bæta. Lögin eru að sjálfsögðu ekki íslensk (nema eitt), og mörg þeirra úr grárri forneskju, 14., 15. og 16. öld, en þau hafa öll öðlast íslenskan þegnrétt, enda pælir enginn í því hvaðan þau eru komin. Sumir textanna eru líka þýddir, en jafn íslenskir fyrir það. Kór Lágafellssóknar, undir stjórn Guðmundar Ómars Öskarssonar, syngur með látleysi og fallegum áherslum, sem er það sem máli skiptir í jólasálmum. Einsog stund- umv ill brenna við virðist hljómburð- ur nokkuð „loðmullulegur" án þess að koma ■ verulega að sök (nema einna helst í „í dag er glatt í döpr- um hjörtum“, sem krefst meiri birtu og sungið of hægt eins og venjulega í íslenskri kirkju). Með öðrum orð- um nokkuð einhæfur söngur, sam- kvæmt íslenskri hefð, en samt fall- egur og ,jólalegur“. Semsagt plata, sem gott er að láta malla í bland við ljósin af jólatrénu og ilminn af jólaijúpunni. SJÁLFSTÆDISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Sauðárkrókur Jólafundur bæjarmálaráðs Jólafundur í bæjarmálaráði Sjálfstæðisflokksins verður í Sæborg mánudaginn 17. desember kl. 20.30. Umræður um bæjarmálin. Veitingar. Stjórnin. Jólaglögg sjálfstæðismanna Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til jóla- glöggs í Valhöll, Háaleitisbraut 1, milli kl. 16.00 og 18.001 dag, laugardaginn 15. des. Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri, flytur stutta hugvekju. Mætum í jólaskapi. Sjálfstæðisfélögin. Borgarnes Aðal- og varafulltrúar Sjálfstæðisflokksins i bæjarstjórn, ásamt trúnaðarmönnum flokksins í nefndum og ráðum bæjarins, verða með opinn fund um bæjarmálefni í Sjálfstæðishúsinu, Brákarbraut 1, þriðju- daginn 18. desember kl. 20.30. Allir velkomnir. Hella - jólaglögg í dag, laugardaginn 15. desember, verður opið hús í Laufafelli á Hellu. Á boðstólum verður jólaglögg, piparkökur og fleira góðgæti á jólaverði. Opnað kl. 20.00. Allt sjálfstæðisfólk velkomið. Tekið skal fram að síðar um kvöldið mun Smári Eggertsson leika fyrir dansi í Laufafelli. Stjórn sjálfstæðisfélagsins. ísafjörður - FUS - Fylkir Jólafundur verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hafnarstræti 12, 2. hæð, í dag, laugardaginn 15. desember, kl. 20.00. Dagskrá: 1. Veitingar. 2. Önnur mál. 3. Vigsla nýrra félaga. Nýir og' eldri félagar velkomnir. Stjórnin. Austur-Skaftfellingar Almennur stjórnmálafundur verður haldinn i Verkalýðshúsinu á Höfn í dag, laugardaginn 15. desember, kl. 15.00. Málshefjandi Þorsteinn Pálsson, alþingismaður. Ennfremur mæta á fundinn alþingismennirnir Halldór Blöndal og Egill Jónsson. Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn. SVERRIR STORMSKER „GLENS ER EKKERT GRÍN" Platan „Glens er ekkert grin" meó Sverri Stormsker er án nokkurs vaf a einhver besta plata sem Stormsker hefur sent frá sér. Meóal laga má nefna: „Hildur" - söngur: Eyjólffur Kristjánsson. „Göffugugginn" - söngur: Stormsker og Bubbi Morthens. „Ávallt vióbúnir" (skátasöngurinn) - söngur: Stormsker „Paradis" - söngur: Alda Björk Ólafsdóttir. Úr plötudómi: „Örfáir eru bæði góðir lagahöfundar og textahöfundar og þar í hópi er Sverrir Stormsker... Á plötunni „Glens er ekkert grín“ sameinar hann þetta tvennt, afbragðs- góða texta og prýðileg lög. Þar af leiðandi er platan skemmtileg í hlustun..." „Það verður aldrei af Stormsker skafið að hann er fjölhæfur tónlistarmað- ur, eða eins og einhver orðaði það: „Þessi drengur kann bara allt“. Morgunblaoid - Sveinn Guðjónsson, Nánari upplýsingar um þessa afbragós- 11‘ des' 1990, plötu á popplínunni, simi 991000. S • K • I • F • A • N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.