Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 56

Morgunblaðið - 15.12.1990, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 JOLAGJÖFINIAR BIG FOOT STÓRU, LITLU SKÍÐIN Fyrir alla hressa krakka og ungl- inga og jafnvel fullorðna líka. BIG FOOT er einnig upplagður með ó vélsleðann. BIG FOOT er með ósettum binding- um og passar fyrir alla skíðaskó og margar gerðir af gönguskóm. Verð: BIG FOOT með bindingum kr. 9.900 BIG FOOT skíðastafir kr. 3.700 BIG FOOT taska kr. 680 BIG FOOT bakpoki kr. 1.900 BIG FOOT anorak kr. 5.600 Útsölustaðir: Akranes: Pípulagningaþjónustan, Ægisbr. 27. Borgarnes: Borgarsport, Borgarbrauf 58. Hellissandur: Blómsturvellir, Munaóarhóli 25. Bolungarvík: Versl. Jóns Fr. Einarssonar. Isafjöróur: Sporthlaðan, Silfurtorgi 1. Blönduós: Kf. Húnvetningo, Húnabrout 4. Siglufjörður: Bensínstöðin, Ijornargötu. Dalvík: Sportvík, Hafnarbraut 5. Akureyri: Skíðoþjónustan, Fjölnisgötu 4b. Húsavík: Kf. Þingeyinga, byggingavörud. Egilsstaðir-. Versl. Skógar, Dynskógum 4. Eskifjörður: Verslunin Sjómann, Kirkjustíg 1. Neskaupstaður: Varahlutaversí. Vík, Hafnarbraut 17. Reyðarfjörður: Versl. Lykill, Búðareyri 25. Djúpivogur: B.H. búðin, Borgarlandi 12. Selfoss: Versl. Ölfusó, Eyrarvegi 5. Keflavík: Reiðhjólaverkstæði M.J., Hafnargötu 55. Hafnarfjörður: Músik og Sport, Reykjavíkurv. 60. Ármúla 40, sími 35320 /M4R Afmæliskveðja: Unnur Ágústsdóttir Árið 1915 verður ætíð í hugum kvenna hér á landi sameiginlegt afmælisár. Þá fengu íslenskar kon- ur kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þjóðin öll var að vakna til vitundar um, að með sameigin- legu átaki kvenna og karla væri í framtíðinni hægt að byggja upp gott þjóöfélag í fijálsu landi. Vestur á Bíldudal ríkti einnig mikil birta yfir þessu ári hjá sæmd- arhjónunum Jakobínu Pálsdóttur og Ágústi Sigurðssyni kaupmanni. Þá fæddist þeim dóttirin Unnur, önnur í röð sjö barna þeirra hjóna. Á Bíldudal var á þessum tíma mikið félags- og athafnalíf. Stór frænd- garður og systkinahópur á miklu menningarheimili gaf Unni strax í æsku sterkan grunn til að byggja líf sitt á. Til Reykjavíkur hélt hún svo til tónlistarnáms og vinnu við skrifstofustörf. í Reykjavík kynntist Unnur fyrri manni sínum’, Karli Schram. Eins og venja var á þeim tíma helgaði hún heimilinu og uppeldi barna sinna tveggja, Hrafnhildar og Ágústs, alla sína krafta, en er eigin- maður hennar lést fyrir aldur fram tók hún við starfi hans sem fram- kvæmdastjóri Veggfóðrarans í Reykjavík. Uppeldi barna, umönnun heimilis og starf utan heimilis þykir í dag eðlilegt hlutverk kvenna, en þau margvíslegu störf að félagsmálum sem Unnur jafnframt hefur innt af höndum verður að teljast þrekvirki. Ung að árum gekk hún til liðs við Thorvaldsensfélagið í Reykjavík og formaður þess var hún í tuttugu ár. Formaður Bandalags kvenna í Reykjavík var hún í níu ár. í stjórn Kvenfélagasambands Islands í mörg ár og virkur félagi í fleiri félögum, svo sem Kvenfélagi Lang- holtssóknar, Sjálfstæðiskvennafé- laginu Hvöt, Oddfellowstúkunni Bergþóru og Kvenréttindafélaginu. Framkvæmdastjóri Kvennaheimilis Hallveigarstaða var hún í sex ár, á miklu erfiðleikatímabili í rekstri hússins, og má segja, að þá fyrst er Unnur skilaði af sér störfum þar hafi reksturinn verið kominn í far- sælt horf. Að málefnum allra þessara fé- laga og samtaka hefur Unnur unn- ið af miklum dugnaði og ósérhlífni. Glæsilegur persónuleiki hennar og málafylgja hafa gert hana að sjálf- kjörinni forystukonu. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í félagsmálastörfum Unnar. Svo fjöldamargt er ótalið. í fundar- gerðarbækur verður aldrei skráð sú persónulega umhyggja sem Unnur hefur borið fyrir þeim félagskonum sem unnið hafa með henni. Unnur gefur meira en störf sín, hún gefur sjálfa sig alla. Erfiðleikar félags- kvenna eru erfiðleikar hennar, sem með einhveijum ráðum verður að leysa. Og gleði þeirra er einnig gleði hennar. Kvenfélagasamband Islands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Thorvaldsensfélagið hafa heiðrað Unni með því að gera hana að heið- ursfélaga sínum. Þessi félög og þau önnur sem Unnur hefur starfað fyrir senda henni árnaðaróskir í til- efni afmælisins og þakka henni ómetanleg störf í þeirra þágu. Persónulega vil ég þakka Unni fyrir áratuga vináttu og samstarf. Það er henni að þakka, að ég á sínum tíma gekk í kvenfélag. Það varð mér hvatning til frekari starfa að félagsmálum og þannig hefur það verið með margar aðrar konur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.