Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 60

Morgunblaðið - 15.12.1990, Síða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 t Horfnir starfshættir Sigríður Ragnarsdóttir við mjaltir í færikvíum á Hrafnabjörgum við Arnarfjörð um 1950. Við jólaborðið í Haganesi í Mývatnssveit árið 1906. „Nýr timi er furðu fljótur að afmá spor hins gamla og grafa í gleymsku forna sögu og verka- tilhögun." Þannig kemst Guðmundur heit- inn Þorsteinsson frá Lundi að orði í bók sinni, Horfnir starfshættir, sem nú hefur verið gefin út á nýjan leik með auknu efni og ríkulega myndskreytt. Guðmundur kemur víða við í skrifum sínum og, eins og Kristján Eldjárn orðar það í formála fyrstu útgáfu verksins, _„dregur upp sína mynd af því gamla lífsmunstri sem eitt sinn var allsráð- andi en er nú með öllu horfið“. Myndaritstjóri er ívar Gissurarson og útgefandi Örn og Örlygur. í fyrstu köflum bókarinnar ijallar Guðmundur um mjaltir og smala- mennsku og þar er einnig að finna tilfinningaríka lýsingu á fráfærum. Fráfærur Þegar hinn endanlegi fráfærna- dagur rann loks upp, voru ærnar reknar inn fyrir miðjan dag, lömbin tínd þegar inn eins og venjulega, en ánum hleypt út og þær reknar á haga í vaídi þriggja manna og hunda eftir þörfum, því viljugar gengu ærnar ekki burt frá lömbun- um sínum. Þegar þær voru komnar svo langt frá, að tryggt var, að ekki heyrðu hvort til annars, ær og lamb, var þeim hleypt út. Þau kveinuðu sárt, þegar engin móðir tók á móti þeim, en héldu sig við stekkinn og gripu í jörð á milli gráthviðanna. Þar voru þau svo næstu tvo til þijá daga, a.m.k. hýst í stekknum uifl nætur. Anum var haldið til beitar um daginn, en ekki þýddi að hafa minna en tvo menn með þeim; svo á níunda tíma kom hinn þriðji til þess að hjálpa til að reka þær heim og „kvía“ þær klukkan 9. Kvíarnar voru tóft, gjarnan hlaðin úr grjóti og mýratorfi en annars eftir því, sem efni var tiltækt á hverjum stað. Breidd þeirra var miðuð við það, að þegar ærnar höfðu raðað sér á ská meðfram veggjunum, eins og þær gjörðu alítaf, væri dálítill gang- ur milli raðanna. í því gangrými héldu mjaltakonu/-nar sig, sem oft- ast voru tvær, en einnig þær ær, sem styggastar voru og hvikulastar í röðum, svo oft var þar í meira lagi ónæðissamt. Lengd kvíanna miðaðist við þá ærtölu, sem færa skyldi frá og breyttist lítið frá ári til árs á grónum búum. Mjaltakonur bjuggust fremur lörfum yst fata, því oft var ekki sérlega þrifalegt. í kvíunum. Þær voru með sína fötu hvor til að mjólka í, venjulega liðlegar og frem- ur léttar, heimasmíðaðar úr tré, en ein eða fleiri stærri fötur stóðu á kvíavegg til að hella í eftir þörfum, svo ekki þyrfti að mjólka fullar föt- ur, sem þá var hættara að hellast niður úr. Konurnar byijuðu frammi við dyr og héldu inn eftir, og tók hvor sína röð. Vinstri hendi gripu þær um júgur ærinnar efst, en mjólkuðu með þeirri hægri, vísifingri og löngutöng á móti hnúa þumalfing- urs. Kom þá bráðlega sigg á hnú- ann, „mjaltahnúi". Mjaltað var í tveim umferðum hvert sinn. I hinni fyrri, „fyrirmjölt", var ekki mjólkað vandlega, en um leið og lokið var við hveija á, brá konan fingri ofan í froðuna og strauk af honum á malir ánni. Var það kallað að „bletta", og sást vel á ánni, þar til lokið var mjöltum, til tryggingar því, að engin yrði út undan. Strax var svo byijað á hinni umferðinni, „eftirmjölt*1, og þá voru ærnar hreyttar vandlega. Seinni mjólkin var mun kostmeiri. Þegar ærnar höfðu verið mjaltaðar að kvöldi fráfærnadags, var þeim beitt um kvöldið, en hýstar um nóttina. Næsta dag þurfti líka tvo til að gæta þeirra eins og fyrri daginn, og þriðji dagur hófst eins. Fyrir hádegi þriðja dags voru lömbin rekin í örugga fjarlægð frá stekknum og þeirra gætt þar, en svo, á ákveðinni stundu litlu síðar, var ánum sleppt, og hlupu þær þá jarmandi, hver sem betur gat, heim á stekkinn. Á eftir þeim rölti smal- inn, einn og hnípinn. En þá gripu þær í tómt, og verð- ur varla með orðum lýst þeim kvein- stöfum, sem þá kváðu við frá stekknum næsta hálftímann, á meðan ærnar æddu eða ráfuðu um stekkinn í voniausri leit að aleigu sinni. Það voru ömurlegustu stund- ir allrar smalaævi minnar, og þeim gleymi ég ekki ævilangt, því enn nístir sú minning mig inn að hjarta- rótum, hvenær sem hún kemur mér í huga. Vera má, að ég hafi verið við- kvæmari fyrir þessu en almennt var, því ég var fráfæringur sjálfur, og átti því hægara með að setja mig inn í sorg þessara saklausu skepna. Þetta var það, sem kallað var að „hlaupa um stekk“, og þá voru frá- færurnar fullkomnaðar. Smám saman dró úr jarminu, og yfir ærn- ar færðist ró örvæntingarinnar; var þá enginn vandi að reka þær, hvert sem var. Smalinn tók því raunveru- lega við þeim, þegar þeim var leyft að hlaupa heim á stekkinn. Þá var fráfærunum lokið. Hið daglega amstur í fjósinu Allt frá upphafi byggðar hér á landi hafa kýrnar fylgt þjóðinni og þar með fjósverkin. En hvernig skyldi deginum í fjósinu fyrrum hafa verið háttað? í stórum dráttum mátti segja, að gangur íjósverka væri þessi: Kúnum var venjulega gefið um fyrstu rismál að morgni, hver sem það annaðist, og svo var fljótlega farið að mjólka þær. Að því loknu var mokaður flór- inn, síðan var kúnum brynnt, þegar þær höfðu sem næst lokið við að eta heyið, sem tók rúma klukku- stund, oftast með þeim hætti, að vatn var borið fyrir þær í fötum. Það var látið standa í stóru íláti hjá þeim f fjósinu. Þömbuðu þær þá eina 15-40 lítra hver í einu, en fóru svo bráðlega að leggjast og jórtra, og átti þá sem minnst að ónáða þær. Mikið var misjöfn aðstaða til þess að losna við mykjuna úr fjós- inu. Oftast var hún flutt með ein- hveijum hætti í haugstæði úti. Hirðumenn báru hauginn vel upp, sléttuðu umhyggjusamlega' úr hveiju hlassi, sem í hann var látið, og smurðu utan með rekunni, svo hann var lögulega hálfkúlumyndað- ur og eggsléttur utan; geymdist þá mykjan engu verr í honum en í húsi. Sumir báru mykjuna beint út á tún, svo lengi sem það var snjó- lítið, og ruddu jafnvel úr hlössunum. Að deginum var svo vatnið borið í ílátið í fjósinu, til beggja mála í einu. Oft þurfti að bera það inn um löng og dimm göng, og var það illt verk, þegar manninum var dimmt yfír augum og hann jafnvel fann- barinn, með klökugar fötur.Var því mikið hágræði, þar sem lögð var lokuð renna út í gegnum fjósvegg- inn með trogi á ytri enda, og leiddi hún vatnið beint í ílátið, sem oft var stór áma. Á daginn var heyið líka tekið til handa kúnum, í ílát til beggja mála. Eftir að ég fer að muna, vora eystra aðeins notaðir pokar til þess og gjöfin vegin í hveija skepnu í fjós- inu. Áður höfðu verið notaðir svo- kallaðir meisar til þess, en það voru trérimlalaupar, sem þá voru mál um leið, en ekki vegið fóðrið. Þeir tíðkuðust aftur víða á Suðurlandi og í Borgarfirði syðra, a.m.k. allt fram til 1940. Venjulega varð eitthvað lengra milli gjafa að deginum en yfir nótt- ina, en reynt var að draga úr því eftir getu og gefa og brynna kúnum nokkuð stundvíslega. Gjöf, mjaltir og brynning fóru svo fram að kvöldi, líkt og að morgni, en víðast var flórinn ekki mokaður nema einu sinni á dag, þar til farið var að nota haughús. Margs konar not hafa menn lengi haft af fjósinu vegna ylsins, sem þar var stöðugur. Sérstaklega var hann ómetanlegur á mestu bág- indatímum þjóðarinnar. Oft var fjósið haft undir palli til þess að bægja frá gólfkuldanum. Þá er ekki upplýst, hversu gildan þátt fjósylur- inn átti í bókiðju landsmanna. Freistandi er að láta sér detta í hug, að ekki hafi verið algjört eins- dæmi, að Oddur Gottskálksson þýddi fyrsta Nýjatestamenti hérlent við fjósyl. Fólk flúði oft þangað með sérstök Við bjóðum úrval merkja í skíðaútbúnaði og skíðafatnaði Ódýrir skíðapakkar fyrri svig og göngu. Greiðslukortaþjónusta. Sendum gegn póstkröfu um land allt. BORN TO PERFECTION KAUPIÐ ÞAR SEM URVALIÐ ER! Skíöi frá VÖLKL, KNEISSL, DYNASTAR og FISCHER. Gönguskíði frá KNEISSL og VÖLKL. SkíÖaskór frá LANGE, ROCES og DOLOMITE. jr—j—j i WJ.l. 1A J Skíðastafir frá SCOTT, VÖLKL og KNEISSL. 1 Bindingar frá SALOMON og TYROLIA. Skíöagleraugu frá SCOTT. Skíöafatnaður frá VÖLKL, MEDICO, CREBLÉT; LEISBAR, RYWAN og CODEBA. SkíÖahjálmar o.fl, o.fl. boeri medico m RYV^áW £LLstriip ^Hnei iROECKL l Sporthandschuhe SKI . IINNIS TYROL/A q l/érslunin m ÆM ÆM ÁRMÚLA 40 — SÍMI 35320 fw/wÆ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.