Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 74

Morgunblaðið - 15.12.1990, Page 74
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990 74 fólk f fréttum k. Rúnar og Fyrsti kossinn. TONLEIKAR Bubbi, Rúnar og Amma Lú Bubbi Morthens sendi frá sér fyrir stuttu 26. plötuna á ell- efu árum, Sögur af landi, og hefur sú plafa ekki selst síður en þær sem á undan eru komnar. Hann hélt fyrir stuttu útgáfutónleika í Ömmu Lú, nýjum glæsilegum veit- ingastað í Kringlunni. Uppselt var á tónleikana í Ömmu Lú og komust færri að en viidu. Bubbi byrjaði tónleikana á því að troða upp einn með gítar- inn, eins og hann gerir iðulega, og lék gömul og ný lög í bland. Eftir að hafa leikið þannig í um klukkustund kallaði hann á svið aðstoðarmenn sína, þá Reyni Jón- asson harmonikkuleikara, Þorleif Guðjónsson bassaleikara og Kristj- án Kristjánsson gítarleikara. Þeir renndu sér svo í að kynna plötuna nýju betur. Undir lok tónleikanna kailaði svo Bubbi á G. Rúnar Júl- íusson á sviðið, tónlistarmann sem hann sagðist hafa mikið dálæti á og hafa haft í fjölda ára. Fyrst flutti Rúnar með sveitinni gamalt Hijómalag og síðan Fyrsta kossinn og þá fóru áheyrendur heldur en ekki á ið. Lokalag tónleikanna var svo gamalt Bob Dylan-lag, Knock- in’ on Heaven’s Door, en þá tók Bubbi við söngnum aftur. Áhorfendur vildu meira og klöppuðu hann og sveitina aftur á svið og fengu fyrir sinn snúð þrjú korter af tónlist í viðbót. í lokin kom Steinar Berg svo á svið og flutti stutta tölu áður en hann af- henti Bubba fyrstu gullplötu vetr- arins fyrir yfir 3.000 eintök seld af Sögum af landi. Steinar og Bubbi hampa gull- plötunni, en platan hefur víst náð platínusölu þegar þetta birtist. Bubbi kynnti 26. Bubbaplötuna í Ömmu Lú. Morgunblaðið/Sverrir Afmælisbarnið tekur á móti Indriða G. Þorsteinssyni ritsljóra. AFMÆLI Hestamenn heiðra Gunnar Bjamason Gunnar Bjamason ráðunautur varð 75 ára s.l. fimmtudag. Fáksfélagar héldu afmælisbarn- inu hóf í félagsheimili Fáks og var það mjög fjölsótt. Margar ræður voru fluttar í hófinu. Aðal- ræðuna flutti Jónas Kristjánsson ritstjóri og sagði að Gunnar væri allt í senn höfðingi, fræðimaður, lífsnautnamaður og hestamaður. Sjötta bindi Ættbókar og sögu íslenzka hestsins eftir Gunnar kom út á afmælisdaginn og sagði Jónas samningu þess tvöfalt ævi- starf venjulegs manns. Sveinbjörn Dagfínnsson ráðu- neytisstjóri rifjaði upp þegar Gunnar varð sjötugur fyrir fimm árum og átti að fara á eftirlaun. Þá kom hann með pappíra í ráðu- neytið sem hann sagði sanna að hann væri fæddur þremur vikum fyrir tímann og hefði hann því að öllu eðlilegu átt að fæðast árið eftir. Var það bón Gunnars að tekið væri tillit til þessa og hann fengi að vinna eitt ár í viðbót! Þótti ráðherra þessi málatilbúnað- ur svo frumiegur að hann fór að ósk Gunnars. I hófinu var Gunnar sæmdur gullmerki Fáks, en fyrr í haust hafði hann verið sæmdur gullmerki Landssambands hesta- manna. Meðal gesta í afmælinu voru Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri og E. Sigurðsson fyrrverandi ráðherra. COSPER - Hvað á ég að segja þér það oft að loka dyrunum á eftir þér. KYNBOMBA Gitte fær tækifæri til að sýna kroppinn Kynbomban stórvaxna og silikon- bætta Gitte Nielsen, sem hefur sérstakt lag á að koma sér í fréttim- ar, hefur nú orðið að aflýsa ýmsum uppákomum á næstu vikum. Um- boðsmenn hennar og fréttafulltrúar segja stúlkuna „sjúka“, en neita að útskýra það nánar. Meðal þess sem Gitte hefur afskrifað vegna þessa er nokkurra vikna ferð heim til Dan- merkur þar sem hún ætlaði sér að troða upp vítt og breitt og biðu Danir spenntir þessarar umtöluðu dóttur sinnar, en eru nú sárir og leiðir. Fregnir herma að krankleiki Gittu eigi rætur að rekja til andlegrar þreytu, að hún sé búin að misbjóða sér með mikilli vinnu samhliða hörkuátökum í einkalífinu en það hefur verið íjörugt, enda ekkert ein- kalíf í sjálfu sér. Ekki er langt.síðan að hún giftist myndbandaframleið- anda einum og skömmu síðar voru bæði handtekin áf lögreglu fyrir utan næturklúbb eftir að hafa flog- ist á. Þau segjast þó bæði vera yfir sig ástfangin og slagsmálin hafi verið byijunarörðugleikar og slíkt muni ekki endurtaka sig. Annars var Gitte að áskotnast draumahlutverkið i Hollywood-kvik- mynd sem vinna hefst senn við. Það er ný og endurbætt kvikmynd um frumskógakempuna Tarzan, en Gitte fær hlutverk Jane, sem varð Gitte Nielsen strandaglópur hjá Tarzan í frum- skóginum forðum og tókust þannig með þeim ástir. Gitte segir þetta hlutverk sniðið fyrir sig, líkaminn mikli sem hún hafi ræktað og endur- bætt með ýmsum hætti fái nú notið sín, ekki síst bijóstin sem munu dingla klæðalaus í flestum frum- skógartökunum ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.